Tíminn - 09.08.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.08.1991, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. ágúst 1991 Tíminn 9 MINNING Kristín Finnbogadóttir frá Hítardal Fædd 30. júní 1928 Dáin 15. júní 1991 Margir heitir og bjartir dagar glöddu og yljuðu okkur hér í höfuð- borginni íýrrihluta júnímánaðar. í morgunkyrrðinni naut ég þess oft að horfa á trén í garðinum breiða grein- amar mót sólu og smáfuglana tylla fótum sínum á hlýja jörðina eða flögra um í fúllkomnu áhyggjuleysi eins og aldrei framar gæti komið frost og snjór. Mér fannst líka sjálfri, þessa yndislegu morgna, að allt ann- að en heiður og blár himinn væri órafjarlægt. Einn þessara fögru daga, þ. 16. júní, hringdi Gunnar Finnbogason til mín og bara mér andlátsfregn Löllu syst- ur sinnar. Hún var búsett í Englandi og hafði látist kvöldinu áður. Eg var að vísu við þessu búin, en samt - ekki alveg svona fljótt. Vinkona mín, Lalla eins og hún var alltaf kölluð, skrifaði mér síðast þ. 23. apríl. í bréfinu segir hún: „Ég var ekkert hissa að fá bréf frá þér því ég hugsaði svo sterkt til þin og þá skrifa þeir alltaf sem ég hugsa til." Og seinna í bréfinu segir hún: „Ég kem aftur upp í dalinn, Lóa mín. Askan mín á að hvfla þar í faðmi fjallanna. Ég hef nú verið að berjast við þennan sjúkdóm í tvö ár. Ég hef fengið að sjá haustið, veturinn og núna vorið, sem er yndislega árstíðin í Englandi, en núna finnst mér sjúkdómurinn herða á, ég stend bara þar til ég fell!“ Þetta bréf er ég oft búin að hand- leika og lesa og alltaf verið í þann veginn að setjast niður og skrifa - en hvað gat ég sagt? Þetta hefur vafist fyrir mér og nú - nú er það of seint Hversu oft hendir það ekki? Við Lalla vorum sveitungar, hún var frá Hítardal í Hraunhreppi en ég frá Álftá. En langt var á milli þessara bæja og sáumst við því ekki oft á upp- vaxtarárunum. Foreldrar Löllu höfðu kynnst vestur í Dölum, giftu sig þar og fluttust að Hítardal vorið 1910. Móðir hennar, Sigríður Teitsdóttir, var fædd að Meiðastöðum í Garði, 11. júní 1884. Faðir hennar, Finnbogi Helgason, fæddist 24. des. 1878 að Stórafjalli í Borgarhreppi, Mýrasýslu. Ekki mun aðkoman á framtíðar- heimilinu hafa verið aðlaðandi, bæj- arhúsin lek, dimm og að hruni kom- in. En landslagið var seiðmagnað og fagurt, vorið og sumarið framundan og lífsþrótti og bjartsýni ungu hjón- anna engin takmörk sett. Með dugn- aði, harðfylgi og þrotlausri vinnu tókst þeim að byggja upp og rækta jörð sína til góðra nytja. Tíu syni eignuðust þau á árunum 1910 til 1923, þeir voru eftir aldursröð: Pétur, Kristófer, Leifur, Teitur, Bjöm og Helgi, tvíburar, Kristján, Bergþór, Gunnar og Héðinn. Það segir sig sjálft að þeir urðu ung- ir að taka þátt í lífsbaráttu foreldra sinns eða svo fljótt sem kraftar leyfðu. Og miðað við aðstæður gat vinnutíminn sjaldnast farið eftir klukkunni heldur þörfinni fyrir að ljúka hverju verkefhi svo fljótt sem unnt var svo hægt væri að hefjast handa við hið næsta. En þegar yngsti sonurinn var fimm ára fæddist Hítardalshjónunum stúlka og hlaut hún nafnið Kristín. Þetta þóttu mikil tíðindi í sveitinni, allir bjuggust við að enn mundi fæð- ast drengur. Þessi dugmiklu hjón, Sigríður og Finnbogi, bjuggu 41 ár í Hítardal og létust bæði á sama sumrinu, hún 15. júlí og hann 4. september 1951. Þau hvfla í heimagrafreit þar á staðnum. Margir hafa sjálfsagt litið á Löllu sem nokkurs konar prinsessu heim- ilisins, þar sem hún var eina stúlkan meðal tíu bræðra. En hún hafði enga sérstöðu sem.slík og fór snemma að vinna og varð fljótt liðtæk eins og bræður hennar. í bréfi til mín, sem hún skrifar eftir langa búsetu í Englandi, segir hún: „Fegurð Hítardals hefur alltaf verið mér gott veganesti og þar lærði mað- ur að vinna. Mörg kvöldin, sérstak- lega á sumrin, lagðist maður til hvfldar næstum dofinn af þreytu og vaknaði svo morguninn eftir eins og nýsleginn túskildingurl" Fyrstu veruleg kyn okkar Löllu hóf- ust þegar hún var um fermingu. Þá bar það við heima hjá mér að taminn hestur, sem kallaður var Jarpur, strauk og fréttist nokkru síðar að hann mundi hafa komist í stóð inn á affétti. Ekki þótti það gott að missa hann frá heimilisnotkun og var það ráð tekið að senda mig upp að Hítar- dal, þar átti ég að fá leyfi húsbænda fyrir að Lalla mætti koma með mér til leiðsagnar og hjálpar við að finna og handsama hestinn. Og síðla dag nokkum, þegar lækkandi sólin laum- aði geislum milli birkirunna og hraunhóla, reið ég í átt til fjalla. í Hítardal var erindi mínu vel tekið og gisting velkomin. Klukkan sex næsta morgun lögðum við af stað inn á Þórarinsdal, en sú leið var mér al- gerlega ókunn. Ég var samt áhyggju- laus, því ég vissi að Lalla þekkti þar allar götur, en leit þó hálft í hvoru á hana sem krakka því ég hafði nokkur ár umfram hana. En sú skoðun breyttist fljótt og mér varð ljóst að hún var ekkert bam í andlegum skilningi. Hér var ég að tala við gáf- aða og hugsandi stúlku sem heillaði mig með skemmtilegum frásagnar- máta og spurulum athugasemdum. Hún var þyrst í viðræður og við leit- uðum sameiginlega að lífsvisku og svömm við hinum mörgu óráðnu gátum tilverunnar meðan hestarnir runnu áfram eftir grýttum troðning- unum. Fyrr en okkur varði vorum við komnar inn á Þórarinsdal og stóð- hrossin tóku á rás yfir mela og móa. Eltingaleikur hófst og endaði með sigri okkar Löllu. Okkur tókst að króa þess villtu hlaupara við görð- ingu og innan stundar var Jarpur orðinn bandingi. Með gljáandi augu og titrandi eyru horfði hann á félaga sína grípa stökk- ið og slá neista úr grjóti meðan hans eigin frelsisvon dó út í niðurbældu hneggi. Stundin snart okkur báðar. Við héldum þögular heimleiðis. Og árin liðu. Við Lalla sáumst ekki oft Þó man ég að hún gisti einu sinni heima á Álftá og þá spjölluðum við margt og aldrei skorti okkur um- ræðuefni. í einu bréfi, löngu síðar, minnist hún á hvað það það hefði verið notalegt að sofna við ámiðinn, sem barst inn um gluggann á her- berginu þar sem hún svaf. Þótt ég væri gift og búsett í Keflavík var ég heima á Álftá á sumrin og lalla enn að einhverju leyti heima. Og um þessar mundir skiptumst við á löng- um bréfum. Lalla þráði að menntast og víkka sjóndeildarhringinn. Svo kom að því að hún fór á Kvennaskólann í Reykja- vík og var þar einn vetur. Annan vet- ur var hún í Staðarfellsskóla. Og einn góðan veðurdag var hún farin að vinna á ritsímanum í Reykjavík. En einhver þráður lá alltaf í loftinu á milli okkar - áttum eitthvað sameig- inlegt. Við vorum báðar náttúruböm, en kannski vomm við eins og Ekkjan við ána - „Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett...“ (G.Friðjónss) Lalla elskaði dalinn sinn og ég elsk- aði hraunið mitt. En árið 1951 var Lalla komin til Englands og farin að læra leiklist og 1954 giftist hún Richard John Stat- man og settust þau að í Edinborg. Nokkuð seinna frétti ég hjá bræðmm Löllu að hún væri orðin ekkja. Svo var það vorið 1981 að ég fékk bréf, skrifað í Norwich í Englandi og undirskriftin var - Lalla frá Hítardal. Hún vissi ekki heimilisfang mitt og bað Teit bróður sinn að koma bréf- inu. Ég varð bæði hrifin og undrandi. Tilefni bréfsins var að Teitur sendi henni nokkm áður blað með mynd af foreldmm sínum ásamt smágrein og kvæði sem ég hafði gert í 100 ára minningu þeirra. Þetta gladdi hana og leiddi huga hennar heim á æskuslóðir. Setning- in: „Geng ég týndar götur..." í kvæð- inu Til baka sagði hún að hefði sér- staklega höfðað til sín. í sama bréfi segir hún mér af fjöl- skyldu sinni: „Ég á þrjú böm. Ingrid, sem er 21 og lýkur háskólanámi í frönsku og leiklist í júní. Helen sem er 18 ára og er að taka stúdentspróf í júní og mun fara f leikskólanám ‘82. Richard er 13 ára og augasteinn okk- ar allra, því hann er líkur föður sín- um sem dó löngu áður en hann fæddisL Ég fluttist til Norwich, sem er göm- ul borg nálægt austurströndinni, 1968. Ég byrjaði hér nýtt líf með þrjú böm, þrjá ketti, einn hund og vinnu- gleði sem ég erfði frá bemsku minni, ég þekkti engan - en tveim ámm seinna giftist ég góðum manni, efna- fræðingi sem heitir John Boulton, og hann tók okkur öll að sér og hefur lært dálítið í íslensku.“ Það má segja að Lalla hafi tengt þráðinn á milli okkar yfir hafið með þessu fyrsta bréfi frá Englandi. Síðan hefur hann verið að styrkjast með ári hverju. Með hjálp pennans höfum við getað rætt saman um huglæg efni, eins og áður fyrr hér heima. Núna, þegar ég horfi út í garðinn, finnast mér fuglamir ekki vera jafn- glaðir og léttfleygir eins og þeir vom fyrir nokkmm dögum, enda var him- inninn þá heiður og blár. Freysteinn Gunnarsson sagði svo fallega í Ijóði: „Nú sit ég í rökkrinu og rísla mér við / að raða brotunum saman." Ég sit með bréfin hennar Löllu, raða þeim saman og les. Enn verður fyrir mér kafli úr fyrr- nefndu bréfi: ,Mig hefur alltaf langað til að skrifa bók áður en ég dey, en ég hef fallið á milli tveggja steina. ís- lenskan mín er orðin gamaldags og ég held að enskan mín sé ekki nógu góð, þótt fólk sé það kurteist að segja að ég hafi stfl. Mín lífstaug hefur ver- ið að mennta bömin mín vel ... Ég hef alltaf unnið úti síðan Richard litli var fimm ára, til að hjálpa til við að borga námsgjöldin fyrir bömin, því við sendum þau í prívat skóla, þau fá betri menntun þar ... Ég hef unnið allt mögulegt." Þess utan hafði Lalla stórt heimili og gestagangur var mikil, svo þreyt- an gerði vart við sig. Því vom sumar- fríin frekar notuð til hvfldar á ein- hverri sólarströnd heldur en til ís- landsferðar og Lalla segir: „Ef ég fer heim er ég svo þreytt á eftir að ég þarf að fara í frí!“ Seinna, þegar heimilið fór að léttast, fór hún að gefa sér tíma til að mennta sig eins og hún hafði alltaf þráð og horfði þá með trega til uppvaxtarár- anna sem eyddust án teljandi mennt- unar. Veturinn 1985 var hún að lesa ensk- ar bókmenntir og langaði að reyna við stúdentspróf í þeirri grein. Að auki las hún listasögu og sumarið áð- ur fór hún til Ítalíu á námskeið í þar- lendri tungu. Nám í því máli stund- aði hún að einhverju leyti meðan æv- in entist. í síðasta bréfinu til mín minnist hún á dagbók frá æskuárunum í Hítardal og segir: „í þessari bók er ég alltaf að bíða eftir póstinum sem kom aðeins hálfsmánaðarlega upp í dalinn! Ein- manaleikinn er svo mikill að ég ákvað að láta eitthvað gerast. Ég er alltaf að skrifa leikrit og sögur og senda þær í bamatímann til Þorsteins Ö. og séra Jakobs J. Á einum stað hef ég skrifað „sr. Jakob hefúr svikið mig!“ - Ekkert bréf kom. Svo kom heilmikið hrós- bréf frá honum. Hann hafði sýnt leik- ritið Brynj. Jóhanness., en það komst ekki í útvarpið.11 En á síðari árum tók hún aftur upp þráðinn og skrifaði nokkrar barna- sögur, nokkrar þeirra, Freyjusögur, voru lesnar í útvarpið eftir síðustu áramót og munu þær verða gefnar út íhaust. Það var Löllu mikil þörf og lífsfyll- ing að skrifa og á korti fyrir síðust jól, segir hún: ,Mig langar til að byrja á skáldsögu, byggðri að sumu leyti á mínum æviferli, en ég hef ekki byrjað ennþá.“ Já, það varð of seint. Ég efast hins vegar ekki um að sú saga hefði orðið athyglisverð og skemmtileg. Þótt ég sakni þess að fá ekki oftar bréf með undirskriftinni - Lalla frá Hítardal - þá þarf ég ekki að kvarta því hún skildi mér eftir fjársjóð í minningum og svo öll sendibréfin. Ég er henni þakklát fyrir allar þær góðu gjafir og sendi henni kveðju mína og blessunaróskir yfir móðuna miklu. Bræðmm hennar, öðrum vandamönnum og vinum, votta ég innilega samúð. Lóa Þorkelsdóttir Föðursystir mín, sem nú verður kvödd hinstu kveðju, lést í Norwich á Englandi fyrr í sumar, en þar hafði hún búið síðustu tvo áratugi. Áður bjó hún í og við London, en þangað flutti hún frá íslandi um 1950. Lalla, eins og Kristín var kölluð alla tíð, var yngst bama hjónanna Sigríð- ar Teitsdóttur Ijósmóður og Finn- boga Helgasonar, bónda í Hítardal. Eldri voru tíu bræður, þeir Pétur, Kristófer, Leifur, Teitur, Bjöm, Helgi, Kristján, Bergþór, Gunnar og Héð- inn. Elstur var hálfbróðir þeirra, Guðmundur Finnbogason. Af þess- um stóra systkinahópi lifa nú aðeins bræðumir Kristófer, Leifur, Bergþór og Gunnar. Fyrir ungt fólk, sem nú elst upp á ís- landi, er erfitt að setja sig í þau spor, sem böm í stómm systkinahópi í af- skekktri sveit vom í á fyrri hluta þessarar aldar. Tækifærin, sem þá buðust til menntunar og þroska, vom fá og til að njóta þeirra tækifæra sem buðust varð að bera sig eftir þeim eða skapa sér þau sjálfur. Við þessar kringumstæður verður þó úr að börnin brjótast öll til nokkurra mennta og forfrömunar, bæði heima og erlendis. Hugur Löllu hneigðist snemma til leiklistar og fékk hún til- sögn fyrst hjá Lámsi Pálssyni og síð- ar í leiklistarskólum í Englandi. Þar kynntist Lalla mannsefni sínu, Ri- chard Statman leikara. Eignuðust þau saman dætumar tvær, Ingrid fædda 1959 og Helen fædda 1963. Ri- chard varð bráðkvaddur árið 1967, er Lalla gekk með þriðja bam þeirra hjóna. Það var Richard yngri, fæddur 1968. Richard, eiginmaður Löllu, var einkabam foreldra sinna, svo náin ættmenni bamanna á Englandi úr föðurætt em ekki mörg. Þegar Lalla var orðin ekkja með þrjú böm, flutti hún til Norwich á Austur- Englandi. Þar átti Lalla þeirri gæfu að fagna að kynnast síðari eigin- manni sínum, John Boulton, efna- fræðingi og kennara við East Anglia- háskólann. Þær minningar, sem sækja á hug- ann við andlát Löllu, tengjast seinni ámm þegar maður var sjálfur kom- inn til þess vits og ára, að ferðast og heimsækja Löllu og fjölskylduna til Englands. Enda er ekki hlaupið að því að kynnast föðursystur í fjarlægu landi, verandi eitt af börnum margra bræðra. Ég tel mig þó muna að hafa kvatt Löllu á Reykjavíkurflugvelli fyr- ir meira en þremur áratugum þar sem hún veifaði mér, brosleit og glaðleg að vanda, út um sporöskju- lagaðan glugga skæmaster- eða vik- ánt-flugvéla þeirra tíma. Stendur mér sú minning ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum, þó annað tengist henni ekki, líkt og er með margar bemsku- minningar. Lalla annaðist fyrmm tengdamóður sína, „Granny Statman", eins og hún var kölluð, af stakri kostgæfni þegar aldurinn færðist yfir hana. Bjó hún lengst af í London, en eftir að heilsu hennar fór að hraka flutti hún til Norwich til að geta verið nær ástvin- um sínum. Á ferðum mínum til London heimsótti ég „Granný' nokkmm sinnum, þó ég ætti ekíd leið til Norwich. Bjó hún þá á i;hóteli“ í miðborg London sem reyndist vera dulbúið elliheimili, því þar bjuggu eingöngu gamalmenni sem máttu hinsvegar ekki heyra á það minnst að þau væm annað en gestir á venjulegu hóteli. í samræðum við hana fannst mér ég finna andblæ liðins tíma og þá seiglu og sérstæðu kímnigáfu sem í mínum huga em einkennandi fyrir Breta. Að sjálfsögðu var tilvera kon- ungsríkisins og fjölskylda drottning- ar einn af eðlilegum hlutum tilver- unnar í huga gömlu konunnar og minnist ég sérstaklega þess að þegar Bretar samglöddust drottningu sinni þegar hún hafði setið aldarfjórðung á valdastóli. Þá var mikið um dýrðir um allt Bretavaldi og efht til hátíða- halda í London. Þá um haustið átti ég leið til London og það fyrsta sem „Granny" spurði mig var hvort ég væri ekki þar bara á ferð til að sam- fagna drottningu og þegnum hennar. Slíkt var í huga hennar ærin ástæða til ferðar frá íslandi til Englands. í útborg London vom þau Lalla og Richard í miðjum klíðum að gera upp mörg hundmð ára gamalt hús þegar Richard féll frá. Hefur mig alla tíð undrað það sérstaka nafri sem húsið bar og ber sjálfsagt enn, en það var „Shoulder of Mutton Cottage" sem mætti útleggja „kindarherða- kambshýsi". Á fyrstu ámnum í Englandi starfaði Lalla að leiklist, bæði í leikhúsi og síðar sjónvarpi. Starf hennar var þó fyrst og fremst á vettvangi fjölskyld- unnar þar sem hún bjó bömum sín- um og eiginmanni afar hlýlegt og fal- legt heimili. Á seinni ámm gafst henni tækifæri til að sinna leiklistar- áhuga sínum að nýju og lék hún þá aukahlutverk í sjónvarpsþáttum sem framleiddir hafa verið á vegum Angl- ia- sjónvarpsstöðvarinnar í Norwich. Hafa nokkrir þessara þátta verið sýndir hér á landi. Fyrir fáeinum ámm kenndi Lalla sér þess meins sem að lokum dró hana til dauða eftir bjartsýni og harða bar- áttu hennar við sjúkdóminn. í veik- indunum naut Lalla stuðnings eigin- manns síns, sem dvaldi hjá henni fram til hins síðasta, og bama sinna sem komu reglulega til Norwich að vitja móður sinnar. Börnin em, eins og áður er getið, Ingrid sem býr nærri Cambridge með sambýlis- manni sínum Miles Foster. Hefúr Ingrid fetað í fótspor foreldra sinna, lauk prófum frá háskólanum í Ab- erystwyth í Wales og er leikari að mennt. Starfar hún mest við sjón- varp. Helen, yngri dóttirin, lauk próf- um frá háskólanum í Bristol og býr nú í London. Starfar hún þar m.a. sem aðstoðarleikstjóri sjónvarps- kvikmynda. Yngsta bamið, sonurinn Richard, iauk prófum frá háskólan- um í Bristol fyrir rúmu ári síðan, eft- ir að móðir hans var orðin mjög veik. Hyggur hann á frekara nám við lista- háskóla í Hollandi þar sem hann mun leggja stund á kvikmyndagerð. Börn Löllu og eiginmaður eru nú öll komin hingað til lands með duftker móður sinnar, en hinsta ósk hennar var að fá að hvfla í íslenskri moldu heima í Hítardal. Bálför Löllu fór fram frá kirkju heilags Bamabas í Norwich hinn 21. júní s.l., en minn- ingarathöfn um hana fer fram í Foss- vogskapellu í dag. Aska hennar verð- ur lögð í mold í heimagrafreitnum í Hítardal á morgun. Að leiðarlokum vil ég þakka Löllu frænku minni kynni mín af henni, sem öll voru góð. Einnig að hafa náð að kynnast bömum hennar, sem ég veit að meta mikils frændgarð sinn á íslandi, sem þau munu áreiðanlega vilja rækta að móður sinni genginni. Blessuð veri minning Kristínar Finn- bogadóttur frá Hítardal. Bolli Héðinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.