Tíminn - 13.08.1991, Side 5

Tíminn - 13.08.1991, Side 5
Þriðjudagur 13. ágúst 1991 Tíminn 5 Fundur forsætisráðherra Norðurlandanna: EES-SAMNINGAR ERU FORGANGSMARKMIÐ! „Víðtækur samningur um evrópskt efnahagssvæði er forgangsmark- mið allra ríkisstjórna á Norðurlöndum til að tryggja samvinnu EFTA- ríkjanna og Evrópubandalagsins eftir að innri markaður Evrópubanda- lagsins gengur í gildi 1. janúar 1993.“ Þetta er m.a. að flnna í sameig- inlegri ályktun forsætisráherra Norðurlandanna sem funda hér á landi þessa dagana. Ráðherrarnir funduðu í gær og héldu síðan blaðamannafund þar sem helsta umræðuefnið var staða samningaviðræðanna um EES. Þar kom fram að ráðherrarnir höfðu einnig rætt um norrænt samstarf og þróun þess í kjölfar EES. Þá ræddu þeir einnig málefni Balkanríkjanna. Á fundinum kom fram eindreginn vilji allra forsætisráherranna á að samningar um EES nái fram að ganga og ætla þeir að vinna heils- hugar að því að ná því markmiði. Gro Harlem Brundtland var spurð að því hvort íslendingar þyrftu að veita EB fiskveiðiheimildir í ljósi ummæla hennar um að allir þyrftu að gefa eftir í viðræðum um EES. Ráðherrann svaraði því til að samn- ingamir byggðust á því að hver þjóð sýndi ábyrgð og vilja í samningum sín á milli. Poul Schlúter, forsætisráðherra Danmerkur, var spurður hvaða möguleika hann sæi á að samningar um EES myndu nást. Hann sagði að það væri mikilvægt í sögu samvinnu í Evrópu að EES-samningar tækj- ust. Hann telur það hneykslanlegt ef þessir samningar takast ekki og sér- staklega fyrir þá sök að þar með væri lokað fyrir áhrif Norðurlandanna á markaðsþróun í Evrópu. Hann bætti við að samningamir myndu takast og yrðu að takast. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti því yfir að krafa íslendinga væri óbreytt hvað varðaði fullan mark- aðsaðgang fyrir vörur sem séu mik- ilvægastar fyrir íslendinga. Gro Harlem Bmndtland var spurð að því hvort Norðmenn myndu semja á sömu nótum í haust hvað varðar fiskveiðiheimildir til handa EB. Hún sagði að það yrði að koma í ljós þá og sagði að það sem lá á borð- inu í Luxemborgarviðræðunum væri jafnt til umræðu sem og annað. Davíð Oddsson var spurður um hvort íslendingar hygðust taka upp stjórnmálasamband við Litháen næstu daga. Hann áleit að þetta væri ekki spuming um hvort formlegu stjórnmálasambandi yrði komið á heldur hvenær og gmndvöllurinn væri hvað væri Litháum fyrir bestu. Hann sagðist hafa undir höndunum bréf frá forsætisráðherra landsins þar sem hann tilnefnir konsúl á ís- landi. Sérstök dagskrá var skipulögð fyrír maka forsætisráðherranna á meðan fundarhöldin stóðu sem hæst í gær. M.a. var Borgarleikhúsið skoðað og síðan fóru makarnir í Kringluna. Hr. Brundtland mát- aði m.a. íslenska lopapeysu. Tímamynd: Arl Biskup blessar við hátíðarguðsþjónustu í stækkaðri og endurbættri Selfosskirkju: Annað stærsta landsins orgel Síðastliðinn sunnudag blessaði herra Pétur Sigurgeirsson biskup við hátíðarguðsþjónustu í Selfoss- kirkju, stækkað og endurbætt orgel kirlqunnar sem og stækkun og við- byggingu við sjálfa kirkjuna. Fram- kvæmdir við þetta hafa staðið yfir síðustu ár. Orgel Selfosskirkju er nú næst- stærsta orgel landsins, með alls 38 röddum, og er það mjög alhliða hljóðfæri. Aðeins orgel Akureyrar- kirkju er stærra með 45 raddir. Org- elið sem setja á upp í Hallgríms- kirkju í Reykjavík verður hinsvegar mun stærra, eða 56 raddir. Að sögn Glúms Gylfasonar organ- ista er kirkjuorgelum gjarnan skipt í tvo flokka, annars vegar orgel sem hentar best að leika á tónsmíðar frá barokk-tímabilinu á 17. öld og hins vegar orgel sem henta betur tónlist rómantíska tímabilsins á 18.öld. „Með þeim endurbótum sem gerðar hafa verið á orgeli kirkjunnar nú hefur verið bætt við tveimur rödd- um, þannig að nú getur orgel Sel- fosskirkju átt heima í báðum þess- um flokkum. Við erum með alhliða hljóðfæri," sagði Glúmur Gylfason. { ræðu formanns sóknarnefndar, Steingríms Ingvarssonar, kom fram að framkvæmdir við stækkun kirkj- unnar hafa staðið yfir frá 1978. Nú hafi verið byggt við kirkjuna veglegt safnaðarheimili og stór kirkjuturn, auk þess sem endurbætur hafi verið gerðar á kirkjunni sjálfri að innan. Þessar framkvæmdir allar hefðu tekið sinn tíma, en framkvæmdum sniðinn stakkur eftir vexti hverju sinni og kostnaður dreifðist á lang- an tíma þannig að nú væri kirkjan skuldlaus að kalla þrátt fyrir fram- kvæmdimar. Glúmur Gylfason við orgel Sel- fosskirkju. Tímamynd; SBS Forseti Þýskaiands veitir tveimur íslendingum orður Forscti Sambandslýðveldisins Þýskalands, dr. Richard von We- Izsacker, hefir veitt dr. Úlfari Þóróarsyni og dr. Sigfúsi Schopka orður fyrir að stuðla að auknum samskiptum landanna á sviði menningar og vísinda. Dr. Gottfried Pagenstert sendiherra mun afhenda orðurnar þann 14. ágúst nk. kl. 11 í þýska sendiráð- Ínu. Frá 1934 tU 1935 naut dr. Úlf- ar Þórðarson styrks AJexander von Humboldt stofnunarinnar til náms við háskólann í Könings- berg. Frá 1936 til 1938 starfaði hann sem læknir f Berlín. Heim- kominn til íslands hefir hann starfað sem augnlæknir. Hann var formaður Alcxander von Humboldt félagsins á íslandi 1984 til 1989. Dr. Sigfús Schopka stundaði nám við háskólana í Frankfurt am Main og Kiel frá árinu 1963 tfl 1970. Áríð 1977 starfaði hann við fiskirannsóknarstofnanimar í Hamborg og Bremerhaven, sem styrkþegi Alexander von Hum- boldt stofnunarínnar. Árið 1989 varð Sígfús Schopka formaður Alexander von Humboldt félags- ins á fslandi og hefir setið í stjóra þess frá 1984. Árin 1972 til 1978 sat hann í stjóm þýsk- íslenska félagsins Germaníu. Ðr. Ölfar Þórðarson og dr. Sig- fús Schopka hafa um langt skeið stuðlað að góðum samskiptum Þýskalands og íslands, sérstak- lega sem formenn Alexander von Humboldt félagsins. Akureyri: Jafnréttis- og fræöslufulltrúi hóf störf um mánaðamótin Um mánaðamótin síöustu tók til starfa hjá Akureyrarbæ jafnréttis- og fræöslufulltrúi, og er það í fyrsta sinn sem sveitarfélag hér á iandi ræður sérstakan starfsmann til að sinna jafnréttismálum. Til starfans var ráðin Valgerður H. Bjamadóttir, sem undanfarin ár hefur unnið að jafnréttis- og fræðslumálum m.a. sem verkefnisfreyja samnorræna jafnréttisverkefnisins Brjótum múrana. Árið 1988 fór Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra þess á leit við sveitarstjórnir að þær gerðu jafnréttisáætlun fyrir tímabilið jan. 1989 til des. 1992. Jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar var samþykkt 6. júní 1989 og var Akureyri fyrsta sveitarfélagið sem framfylgdi mála- Freeportklúbburinn 15 ára Síðastliðinn mánudag voru liðin fimmtán ár frá stofnun Freeport- klúbbsins. Það var 12. ágúst 1976 sem 33 einstaklingar komu saman til félagsstofnunar, en þeir áttu það allir sameiginlegt að hafa leitað vest- ur til Bandaríkjanna til að ná tökum má sjúkdómi sínum, alkóhólisma. Félagsskapurinn er kenndur við Freeport Hospital sem er á Long Is- _-sbs, Sejfossi ^.Jand_í_New.Yorkj kom saman til félagsstofnunar hafði þar kynnst nýjum viðhorfum og nýj- um aðferðum við meðferð alkóhól- ista. Félaginu óx fljótlega fiskur um hrygg. Fræðslustarfsemi varð strax mikil og hafði klúbburinn forgöngu um að fá hingað til lands þekkta fyr- irlesara um áfengismál. Félagar komu einnig fram í fjölmiðlum og ræddu sjúkdóm sinn umbúðalaust, Með stofnun Freeportklúbbsins og þeirri almennu umræðu er félags- menn ollu voru mörkuð afgerandi tímamót í afstöðu almennings til áfengismála á íslandi. Þetta skref varð áhrifavaldur að því grettistaki sem þjóðin hefur orðið vitni að á vettvangi áfengismála. Nokkrir Free- portfélagar, undir forystu Hilmars heitins Helgasonar, höfðu forgang . um stofnun SÁÁ. —SE leitan ráðherra. í áætluninni er kveðið á um ráðningu jafnréttisráð- gjafa til að framkvæma og fylgja eft- ir ákvæðum áætlunarinnar sem er í 11. liðum. Þar er stuðst við reynslu nágrannaþjóða okkar, en á Norður- löndum öllum hafa um nokkurt skeið verið starfandi jafnréttisráð- gjafar í tengslum við vinnumála- skrifstofur. Starf jafnréttis- og fræðslufulltrúa er tvíþætt eins og nafnið gefur til kynna. Auk jafnréttisátaksins er áætlað að taka á endurmenntunar- og fræðslumálum starfsfólks bæjar- ins og verður í því sambandi skipuð sérstök fræðslunefnd til að vinna að þeim málum með fulltrúanum. Skrifstofa jafnréttis- og fræðslu- fulltrúa er á Bæjarskrifstofunni, Geislagötu 9, 4.h. Sími er 21000. Fulltrúinn mun veita upplýsingar og ráðgjöf í jafnréttismálum til ein- staklinga, stofnana og fyrirtækja sem þess óska. —SE

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.