Tíminn - 13.08.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.08.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 13. ágúst 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin t Reykjavtk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gtslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrtmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavik. Siml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð i lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Davíö gegn þjóðarsátt Nærri tvær vikur eru liðnar af ágústmánuði sem er síðasti heili mánuður þjóðarsáttartímans. Samningstímabilið er að renna út. Þrátt fyrir það viðurkennir Davíð Oddsson for- sætisráðherra að engar eiginlegar viðræður séu hafnar milli ríkisstjórnarinnar og aðila vinnu- markaðarins um nýja kjarasamninga. Forsætisráðherra skýrir þennan undandrátt í því að slíkar viðræður fari að eiga sér stað með því að gerð kjarasamninga sé í höndum aðila vinnu- markaðarins. Um leið hlýtur hann þó að benda á að ríkið sjálft er stærsti einstaki vinnuveitandinn í landinu. Það eitt gerir það nauðsynlegt að ríkis- valdið sé með í hvers kyns viðræðum um undir- búning og gerð kjarasamninga. Ríkisvaldið er einn af aðilum vinnumarkaðarins. Þessi feimni forsætisráðherra við að segja skýrt og skorinort að ríkisvaldið eigi að vera vakandi í kjaramálum og hafa þar réttmæt áhrif, þarf að vísu ekki að koma á óvart. Davíð Oddsson bregður sér í þessu efni í það gervi hræsninnar sem fylgir Sjálfstæðisflokknum í mörgum málum. Tvískinnungurinn um það hver sé aðili vinnu- markaðarins og hver ekki og hver sé staða ríkis- valdsins í því sambandi, er auðvitað eins hjá for- sætisráðherra sem öðrum í hans flokki. Hins veg- ar er það alvarleg missögn af hans hendi að ríkis- valdið hafi „flækst fyrir“ gerð þjóðarsáttarinnar í febrúar 1990. Hið rétta er að ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar hafði skapað efnahagsleg skilyrði og pólitískan anda sem var grundvöllur þjóðarsáttar. Launþegar og atvinnurekendur voru sammála um að fara nýjar leiðir í gerð kjarasamn- inga. Sú leið var valin að semja þannig um kaup og kjör að samningarnir samræmdust heildstæðri efnahagsstefnu sem ríkisvaldið bar að sjálfsögðu höfuðábyrgð á. Þjóðarsáttin hefur skilað þeim árangri sem vænst var. Jafnvel Davíð Oddsson viðurkennir það í við- tali sínu við Tímann á laugardaginn, þar sem hann segir að tvö prósent kaupmáttaraukning muni sýna sig í lok þjóðarsáttartímans og sé það mikil aukning þegar hagvöxtur er lítill sem eng- inn. Hvað þjóðarsáttina og framkvæmd hennar snert- ir er þess að minnast að það var Davíð Oddsson sem manna mest stóð fyrir andstöðu í Sjálfstæðis- flokknum gegn henni. Hann gerði það við ýmis tækifæri í orði og verki, en aldrei jafnákveðið og áberandi eins og þegar hann beitti sér fyrir því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kæmi fram sem andstæðingur þjóðarsáttarinnar á Alþingi. Þessi afstað Davíðs verður lengi í minnum höfð. Hún var ábyrgðarlaus frá almennu sjónarmiði og hneykslanleg í augum margra flokksmanna hans. GARRI Eitt sinn var spurt bveiju goðin heföu reiðsL Langt er síðan og mik- iö grjót hefur bæst ofan á land okk- ar ftó fyrstu rífrOdisdögum okkar á AJþingi á Þingvöllum. Síðan hefur veríð þrefað og ályktað vfða um land. Orrustur voru háðar aðBæog Húnaflóa. Þurftí norskan kúng tll að fríða tandið eftírallan þann grjót- burð. En svo er tekið ti! orða af því orrustur áður fyrr byggðust oft á gijótkastL Nú heyrír grjótburður undir Náttúruverndarráð, en fram- kvæmdir í landinu undir svonefnda kndverói, sem er ný vaidastétt f landinu. Landverðir hafa nú haldið sitt fyrsta þing í Hrossafoorg. Fúru uðu undir beru loftí. Umræðuefhið á Hrossaborgarþingt, þar sem hk- lega verður reist minnismeríd síðar meir eins og að Áshildarmýrí, var hugsanleg sjónmengun Landsvirkj- unar, sem sögð er ætla að eyðileggja Öskju og Herðubreiö fyrir ref og tú- ristum í framtíðinni með raflínum ftá Ffjótsdalsvirkjun. Landverðir feggja áherslu á að friða Ódáða- hrann fyrir ágangi tæknínnar, og njóta v» það fuiltíngis sjónvarps- stöðva, sem geta birt myndir af því hvemig verður að horfa tíl Herðu- breiðar. Má í þessu sambandi taka sér gamalt orðtæki í munn lítið brQítt og og spyrjæ Hveiju reiddust landverðir er hraun rann, þar sem sér við að telja rafmagns- staura í stað þess að kveðæ Biskups hefég beðið með ratm r bitið litinn kast. át ég þurran ost. Víð þetta gamnaði fyigdarmaður sér og skrífaði I flag, sem hann hafði ekki tekiö í fóstur, handa biskupi að iesa. Nú er öldin Önnur þjá landvörðum. Þeir tyggja smjörið á meðan þeir bíða biskupa Landsvirkjunar. Föóurland spóans Þútt iandverðir hafí nú tekið af skarið á Hrossaborgarþingi hvað væntanfega sjónmengun snertír Vegna raflínu, er það ekki einasta vandamái dagsins. Eiður Guöna- son, ráðherra, fæst við grút á Ströndum og menn hafa klagað undan steinatöku í einhvetjum hraunkambi nyrðra. Hefur ekld fyrr verið vitað að við ættum of Jft- ið af gijútí. Einkum hefur DV ver- ift ákaft vift að hamra á einhverjum Austurríkismönnum, sem hér hafa verið á ferft, fyrir að hafa tínt upp nokkra hraunmola á ieið sinni um iandið til að brjóta og skoða þegar heim er komið, Þessi ofur- viðkvæmni út af gijúti hefði betur átt við á Sturlongaöid, þegar menn fúru úvarfega með gijot, svo að stúrsá á fólki, jafnvei svo að sumir lágu dauðir efthr. Það hefur lengi verið vandlifað á ísiandi. Þrátt fyr- ir ttrekaðar tílraunir hefur ekki tekist að viðhalda smaladýrðinnL Oldmr hefur verið ýtt út úr heimi lambasparða upp í þotur og sólar- landafcrðir, og oidmr hefur verið kenndur slfkur þrifnaður síðan umhverfismálaráðuneytið var stofnað, að sjálft Ódáðahraun þyrfti helst að standa hvítskúraö fýrir sjúnum manna. Fjölmiðlar eru voðaiega uppteknir af náttúru- vemd, og vijja heist stöðva allar framkvæmdir og umgang um landið svo það fái að standa óbreytt og ónýtt næstn þúsund ár. Morgunbiaðið túk sig tíl um helg- ina og vitnaði í ástmög aiira blek- bullara, Halldúr Laxness, sem iagði inn oið fyrir spúann hér S ár- um áður.þegarbyrjað var að rækta fúamýrar fyrir alvöru. Nú er amast við því eins og raunar öllura Iand- búnaði, og er það í samræmi við sjónarmið tískuheimsins. Island er vart iengur föðuriand þeirra sem fara um landið Og nýta það eftir bestu getu. Það er orðið föð- uriand spóanna. Útrýming og friöur Mengunarslys verða víða um heím. A Íslandi eru þau ekki nm- talsverð. En þá er að búa þan til. Rollan er áiitin mengunarslys. Bóndinn er mengunarsiys af því hann raektar land. Hross eru mengunarsiys af því þau vita ekki að þau mega ekki skfta í berg- vatnsár. Síðasta mengunarsiysið er svo rauðátan, sem tók upp á þvf að drepast án þess að biðja um leyfi. Aftur á móti eru veiðibjöliur eWd mengunarsiys, og faeldur ekld spúinn hans Haildórs. Þá hefur komið á daginn að túristar eru mengunarslys, sem standa þar að auki fýrir útflutningi á gijóti, sem við erum sárafátæk af. Snúið er upp á neflð á stjúm Náttúruvemd- anáðs með Hrossaborgarsam- þykktum, vegua þess að hún hafði éídd áttað sig á, að rafmagn væri mengunarvaldur. Ljúst er að friður fæst ekld í landinu fyrr en öllu hefur verift útrýmt nema spúum og veiðibjölhim, umhverfismáia- ráðuneytinu, iandvÖrðum og Nátt- úravemdarráði. Garri lltfl AF ERLENDUM VETTVANGI_! Sviss í sjö hundruð ár Því hefur stundum verið haldið fram að Sviss sé einhvers konar fýrir- myndairiki, ef ekki sjálft þúsundára- ríkið holdi klætL Slíkt oflof um stjómskipulag og samfélagsgerð á sér auðvitað enga stoð. Þótt Svisslendingar eigi sér langa og merka sögu og hafi skorið sig úr um margt í aldanna rás, hafa þeir að sjálfsögðu ekki fundið upp þúsundáraríkið og raunar misskiln- ingur að þeir hafi lifað saman í ein- drægni gegnum aldimar íýrir stjóm- skipulagið eitL Virkt hlutleysi Hins vegar em Svisslendingar að halda hátíðlegt 700 ára afmæli sam- bandsríkis síns, sem rakið er til þess að íbúar þriggja héraða í Alpalönd- um „Hins heilaga rómverska ríkis þýskrar þjóðar" stofnuðu með sér vamarbandalag gegn öðrum þjóðum þessa Evrópubandalags miðaldanna. Þetta gerðist árið 1291, tæpum þrem áratugum eftir lok Sturlungaaldar á íslandi. Þá sóru íslendingar Hákoni Hákonarsyni hollustueið í góðri trú um að milliríkjasáttmáli sá sem eiðnum fýlgdi færði þeim langan frið, framfarir og öryggi. Hvað sem segja má um sögufrægð íslands eftir þessa lokaáratugi 13. aldar, má fúllyrða að frá þessum tíma fer frægðarsaga Svisslendinga að gerast fýrir alvöru. Sá sjálfstjómar- kjami sem myndaðist 1291 fór stækkandi með hverri öldinni sem leið, svo að svissneska kantónusam- bandið var orðið það öflugt í raun og sérstætt árið 1648 að sjálfstæði þess gagnvart „rómverska ríkinu“ var við- urkennL En þar með er ekki sagt að Sviss- f 1.r,r.jy \ lendingar hafi ætið verið látnir í friði með sitt Franskur her lagði Sviss m.a. undir sig á byltingarárum (1798) og breytti stjómskipun lands- ins um skeið. Napóleon mildaði þetta hemám að vísu um sína daga, en það var ekki fýrr en á Vínarfundi 1815 sem stórveldin viðurkenndu sjálf- stæði og hlutleysi Iandsins. Þó er það ekki fýrr en eftir setningu stjómar- skrár landsins 1848 sem Sviss fer að fá á sig það stjómarform sem það er frægt fýrir. Þá fýrst fer hin svissneska samstaða að verða það sem telja má til fýrirmyndar í átökum Evrópu- þjóða. Kórónan á virðingarstöðu Svisslendinga meðal þjóða er hversu vel þeim tókst að gæta hlutleysis í stórveldaátökum 20. aldar, að halda sér utan við heimsstyrjaldimar tvær. Hitt er annað að smám saman em sagnfræðingar og höfundar þjóðfé- lagsgagnrýni famir að sjá svissneska sögu og þjóðfélagsþróun í öðm ljósi en þjóðsagnakennd aðdáun hefur gert til þessa. Þótt hægt sé að teygja sögu ríkjasambandsins aftur um 700 ár, er ekki þar með sagt að hún sé óræk sönnun fýrir því að ríkjasam- bandshugmyndin sé alger og óum- deilanleg lausn á sambúðarvanda ólíkra þjóða, hvar og hvenær sem er, frekar en júgóslavneska ríkjasam- bandið er sönnun um slíkt eða sovét- sambandið eða öll hin ríkjasambönd- in og sambandsríkin sem mynduð hafa verið um aldimar og ekki er lát á að búa til og engir hafa verið iðnari við að koma á laggimar en Evrópu- stórveldin. Hið nýja Sviss Á 700 ára afmæli Svisslands sést að vísu að einingarhugsjónin þróaðist stig af stigi og til varð sá „svissneski fríður" sem hægt er að dást að. Svo sundurleitir sem Svissarar em að máli og menningu er varla hægt að sjá annað en að þeir séu samstæð þjóð. Þessi alþýðlega þjóðareining kemur nú fram í því að stjómmála- menn og kaupsýslumenn eiga í vök að verjast með þá stefnu sína, sem þeir hafa undir niðri, að tengjast Evr- ópubandalaginu nánari böndum en samrýmist svissnesku fullveldi, sjálf- stæði og hlutleysi. Svo evrópusinn- aðir sem ráðamenn svissnesku þjóð- arinnar em í raun og vem verða þeir að iúta þjóðarviljanum um að selja ekki fullveldi, sjálfstæði og hlutleysi úr höndum sér. Þessar andstæður milli ráðandi afla og almennings í Evrópumálum minna á íslensk við- horf til þessara mála. En samanburð- ur á íslandi og Sviss nær heldur ekki miklu lengra. Að öðm leyti em að- stæður svo ólíkar í þessum löndum, að tilgangslítið er að bera þær sam- an. Svisslendingar hafa þótt til fýrir- myndar um föðurlandsást, dugnað og framtakssemi. Land þeirra er stórbrotið og undrafagurt, þjóðfélag- ið löngum talið hvítþvegið eins og hreinleiki náttúmnnar krefst að allt umhverfið sé. En það er tímanna tákn að á sjö alda hátíð ríkisheildar- innar sjá gagnrýnendur ekki aðeins fýrir sér Ijóma sögunnar, heldur vax- andi stjómmálaspillingu, kaldrifjaða auðhyggju og hugmyndir um að pól- itískt fúllveldi sé undanþægt og háð milliríkjasamningum. Svisslending- ar eiga við öll þau félagslegu vanda- mál að stríða sem nútíminn hefur leitt yfir þjóðimar. Margir telja að þar sé verst spilling hinna ráðandi stétta. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.