Tíminn - 13.08.1991, Síða 8

Tíminn - 13.08.1991, Síða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 13. ágúst 1991 Sonur Thomasar F. Hall flotaforingja, Thomas David, festir ný tignarmerki í einkennisbúning fööur síns, sem tekur viö hamingjuóskum Charles F. Cobb, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, viö tákn- ræna athöfn á Keflavíkurflugvelli. Yfirmaður Varnarliðs- ins hækkaður í tign Thomas F. Hall. flotaforíngi, sem gegnt hefur stöðu yflr- manns Vamarliðsins undanfar- in rúm tvö ár, hlaut tignar- hækkun við hátíðlega athöfn á Keflavíkurflugvelli þann sjö- unda ágúst sl. Tignargráður flotaforingja og hers- höfðingja Bandaríkjanna eru alls fjórar og markast af jafnmörgum stjörnum. Hall flotaforingi ber nú tignargráðuna Rear Admiral (Upper Half) sem einkennist af tveimur stjörnum. Hall flotaforingi er fæddur í Bams- dall í Oklahóma og útskrifaðist frá háskóla bandaríska flotans — U.S. Naval Academy — árið 1963 og hef- ur meistaragráðu frá George Wash- ington University. Hann lauk flug- þjálfun í flotanum árið 1964 og starfaði um langt árabil við kafbáta- og skipaeftirlit á P-3 Orion flugvél- um bandaríska flotans, meðal ann- ars frá Keflavíkurflugvelli. Hall flotaforingi hefur auk þess gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á tuttugu og átta ára ferli sínum sem sjóliðs- foringi, meðal annars í herráði vfír- foringja flotans í Washington. A ár- unum 1982 til 1985 var hann foringi herráðs yfirmanns flugdeildar flot- ans á Keflavíkurflugvelli, en yfir- maður Varnarliðsins er jafnframt yf- irmaður þeirrar deildar Varnarliðs- ins beint. Eiginkona Thomas F. Hall flotafor- ingja er Barbara Ann Hall (fædd Norman) frá Jacksonville í Flórída og eiga þau einn son, Thomas David. Lokuð samkeppni um listskreytingu í Ráðhúsi Reykjavíkur: Þátttakendur hafa þegar verið valdir Ákvörðun hefur veríð tekin um val á umsækjendum til þátttöku í lok- aðri samkeppni um gerð listaverka í Ráðhús Reykjavíkur. Um tvö verk er að ræða. Annars vegar er óskað eft- ir tillögum um myndverk á vegg eða fyrir framan vegg í borgarstjórasal. Hins vegar er óskað eftir tillögum um klæðistjöld úr verksmiðjuofn- um ullardúk til að setja upp milli Tjamarsalar og almennra göngu- leiða við sérstök tækifæri. Þeir umsækjendur sem valdir voru til þátttöku í samkeppni um mynd- verk á vegg eru: Daníel Þorkell Magnússon, Kristinn E. Hrafnsson, Kristján Guðmundsson, Níels Haf- stein, Sigurður Örlygsson og Þor- valdur Þorsteinsson. í samkeppni um klæðistjöld voru eftirfarandi umsækjendur valdir: Erla Þórarins- dóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, Kristján Guðmundsson og Sigurlaug Jó- hannesdóttir. Keppnislýsing samkeppninnar er byggð á samkeppnisreglum SÍM. Þátttakandi sem skilar tillögu er fullnægir kröfum í keppnislýsingu fær greiddar kr. 300.000. Að auki verða veitt verðlaun að upphæð 300.000 kr. fyrir tillögu að verki í hvorum hluta samkeppninnar. í dómnefnd eiga sæti Markús Örn Antonsson borgarstjóri, sem er jafn- framt formaður dómnefndar, Þor- valdur Þorvaldsson, forstöðumaður Borgarskipulags, Jón G. Tómasson borgarritari, Anna Þóra Karlsdóttir myndlistarmaður og Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarmaður. Ritari dómnefndar er Stefán Her- mannsson aðstoðarborgarverkfræð- ingur og trúnaðarmaður dómnefnd- ar er Ólafur Jónsson forstöðumaður. Leiðrétting: 80% MJÓLKURFITA ILETTU& í frétt blaðsins í fyrradag þar sem segir frá túlkun Stéttasambands bænda á lögum nr 56/1980 um að Smjörvi og Létt og laggott flokkist óumdeilanlega sem landbúnaðar- vörur misritaðist hversu stórt hlutfall þessara vörutegunda er mjólkurfita. Hið rétta er að í báð- LAGGOÐU um þessum vörum er hlutfall mjólkurfitu 80% og þær því báðar augljóslega mjólkurafurðir sam- kvæmt skilningi laganna, þar sem mjólkurvörur eru skilgreindar sem þær vörur sem mjólkurfita sé 75% eða meira af heildarfituinni- haldi. Fiskveiðasjóður tekur að láni 465 millj. kr. Jóhanna V. Þórhallsdóttir Dagný Björgvinsdóttir Bryndís Björgvinsdóttir Næstu þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar: Listamenn flytja sönglög eftir Johannes Brahms í síðustu viku var endanlega ákveðið að veita Fiskveiðasjóði tvö lán, um 465 millj. kr. alls. Það er Norræni fjárfestingabankinn sem veitir lánin. Annað lánið er veitt vegna endur- bóta og endurnýjunar á 5 skipum í Danmörku og á Islandi. Hitt lánið er veitt í þeim tilgangi að styðja við bakið á nýsmíði skips sem hófst í Svíþjóð en lokið var við hér á landi. Norræni fjárfestingarbankinn hef- ur aðsetur í Helsinki og veitir hann lán til verkefna sem fela í sér sam- starf Norðurlandanna. Á fyrstu 7 mánuðum þessa árs hafa verið sam- þykkt lán til 8 íslenskra aðila alls að upphæð tæpar 2.600 milljónir kr. Lánveitingar bankans til Fiskveiða- sjóðs nema nú samtals 2.100 millj- ónum kr. Þess má jafnframt geta að norræni fjárfestingarbankinn hefur lánað íslendingum um 21 milljarð kr. samtals og hefur það fé verið nýtt til verkefna sem tengjast orkufram- leiðslu, iðnaði og sjávarútvegi. Þess- ar lánveitingar bankans til íslend- inga eru um 8% af heildarútlánum hans. -HÞ (fréttatilkynning) Á þriðjudagstónleikum í Lista- safni Siguijóns ólafssonar í kvöld munu þær Jóhanna V. Þórhallsdótt- ir altsöngkona, Bryndís Björgvins- dóttir sellóleikari og Dagný Björg- vinsdóttir píanóleikari flytja söng- lög eftir Johannes Brahms. Tón- leikamir hefjast klukkan 20:30 og vilja flytjendur tileinka þá minn- ingu Margrétar Björgólfsdóttur. Jóhanna V. Þórhallsdóttir nam söng í Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristjánssonar, Nýja Tónlistar- skólanum og í Royal Northem Coll- ege of Music í Manchester. Auk þess sótti hún einkatíma í London hjá Iris Dell’Acqua og fleirum. Einnig sótti hún ýmis námskeið meðal annars í Aldeburgh og Weimar. Helstu hlutverk sem hún hefur sungið eru seiðkonan í Dido og Æneas og prinsessan í Systur Ang- eliku. Jóhanna hefur frumflutt mörg verk íslenskra tónskálda, haldið ljóðatónleika og sungið ein- söng í útvarpi og sjónvarpi. Bryndís Björgvinsdóttir lærði sel- lóleik hjá Gunnari Kvaran í Tónlist- arskólanum í Reykjavík og lauk þaðan einleikaraprófi vorið 1987. Hélt hún síðan til Bandaríkjanna í framhaldsnám og stundaði nám í Roosevelt University í Chicago. Bryndís lauk BA. prófi frá skólan- um í síðastliðnum júnímánuði. Dagný Björgvinsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík hjá Arndísi Steingrímsdóttur og Margréti Eiríksdóttur. Þaðan út- skrifaðist hún árið 1981. Eftir það sótti hún einkatíma hjá Árna Krist- jánssyni. Árið 1987 til 1988 stund- aði Dagný nám í kammermúsik við Guildhall School of Music í Lond- on. Hún starfar nú sem píanókenn- ari við Tónmenntaskólann í Reykja- vík. Jóhanna og Dagný hófu samstarf er þær voru við nám í London. Á tónleikunum á þriðjudaginn bætist Bryndís, systir Dagnýjar, í hópinn. 0VENJU G0ÐUR HEYFENGUR Bændur hafa nú flestir hverjir lok- ið fyrri slætti og margir farnir að huga að því að slá upp. Að sögn Óttars Geirssonar hjá Bún- aðarfélaginu hefur heyskapur á landinu gengið vel. Hey eru bæði mikil og góð. Má meðal annars nefna að verð á heyi er venju fremur lágt sem bendir jú til þess að fram- boðið sé nóg. -aá.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.