Tíminn - 13.08.1991, Qupperneq 10

Tíminn - 13.08.1991, Qupperneq 10
10 Tíminn Þriðjudagur 13. ágúst 1991 Grímur E.Thorarensen frá Sigtúnum Selfosi var mitt annað æskuheimili. Þar bjuggu Grímur og Dísa með alla krakk- ana, Gunna í Ingólfi og Ólafur, Bagga og strákamir, Dúa, Danni, Grétar og Gulli ásamt fjölda frænda og ástvina. Selfoss sogaði allt til sín. Þangað var farið í bíl- túra, á leið í sumarbústaðinn og í sveitina. Fyrir ungan strák var Selfoss ein stór par- adís. Grímur var óaðskiljanlegur hluti Selfoss. Elsta bam Egils í Sigtúnum, innkaupa- stjóri kaupfélagsins og kaupfélagsstjóri, kunningi allra í héraðinu, bridgespilari og veiðimaður. Fóstbróðir mjólkurbússtjór- ans, reglubróðir sláturhússtjórans, ná- frændi bankastjórans og bróðir forstjóra Meitilsins í Þorlákshöfn, sem byrjaði nán- ast sem útibú frá kaupfélaginu. Allt fyrir- tæki og stofnanir sem pabbi hans hafði sett á laggimar. Grímur var rammíslenskari flestum mönnum, sem ég hef þekkt Fasmikill, hreinn og beinn, glaðvær og hjartagóður. Fyrir nær fimmtíu árum giftist hann móð- ursystur minni og hefur aldrei brugðið skugga þar á. Mamma sagði oft, að ekki væru mörg vandamálin í henni veröld, ef allir væm jafn góðir fjölskyldufeður og Grímur. Annars var þetta rammpólitískt hjónaband. Afi minn í TVyggvaskála var nefnilega einn mesti sjálfstæðismaðurinn á Suðurlandi, en Egill í Sigtúnum auðvit- að einn mesti framsóknarmaður héraðs- ins. Þegar vatnsveitan var lögð um Selfoss neitaði gamli maðurinn alfarið að leggja vatnsveitu í TVyggvaskála, vegna þess að hann hafði heyrt að Egill ætlaði að taka vatnið í Sigtún. Sigurður Óli og aðrir fé- lagar hans í flokknum fóm þá með hann á fund Jóns Þorlákssonar, landsverkfræð- ings og formanns Sjálfstæðisflokksins, sem fullyrti að vatnsveitur væm ekki framsóknarfyrirbrigði. Þá fyrst kom vatn- sveita í TVyggvaskála. Nokkmm ámm seinna gifti svo afi dóttur sína elsta syni Egils, Grími. Grímur stofhaði Alþýðuflokksfélag Sel- foss með Guðmundi heitnum skósmið á Selfossi og fleiri höfðingjum. Gekk þetta allt mjög vel í byrjun og Grímur leit á sig sem sanna verkalýðshetju. Þá datt mönn- um í hug að fara í verkfall, auðvitað gegn kaupfélaginu, sem átti staðinn og mann- fólkið nánast líka. Var mikil stemmning á fundinum, enda verkalýðsfélögin og Al- þýðuflokkurinn eitt Þá litu menn á Grím, son kaupfélagsstjórans sem öllu réði. Grímur dró augað í pung og sagðist þurfa að víkja sér frá. Eftir það var hann heiðurs- félagi í Alþýðuflokknum. Grímur var einn bónbesti maður sem ég hef kynnst Þegar pabbi dó buðust Grímur og Dísa til þess að taka stráklinginn aust- ur, meðan mamma var að jafna sig. Systir mín vann hjá honum. Þegar mamma missti vinnuna við lát frænda míns, var Grímur óðara kominn með vinnu. Þegar vantaði pening fyrir námi erlendis, var Grímur óðara mættur með fé. Um áratugi var atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi stjómað frá Sigtúnum. Kaup- félag Ámesinga var stofhað og tryggði framleiðslu, verslun og þjónustu í hérað- inu. Mjólkurbú Flóamanna var stofnað og tryggði streymi hvíta lífdrykkjarins vestur yfir heiði í ört vaxandi byggðarlög við Faxaflóann. Sláturfélag Suðurlands var sett niður á Selfossi og átti sinn þátt í því að bægja hungurvofunni frá, sem ógnað hafði þjóðinni í kreppunni miklu. Ríkis- stofnanir og fjármálastofnanir héraðsins voru í seilingarfjarlægð frá Sigtúnum og ráðist var gegn æðandi haföldunni á fjög- ur hundmð kílómetra hafnlausri sunn- lenskri strönd, sem boðað hafði sæfarend- um grand allt frá landnámsöld, með upp- byggingu hafhar í Þorlákshöfn. Þessi hug- sjónabarátta var veganesti Gríms útí lífið. Enginn verður óbarinn biskup. Grímur tók ótrauður við hugsjónastarfi föður síns, sem lést 1961, dyggilega studdur af Sam- bandinu. En Þorlákshöfn reyndist of dýr, kaupfélagið var í erfiðleikum og örlögin mótdræg. Grímur lét af kaupfélagsstjóra- starfinu 1966 og hefur búið í Kópavogi síðan. Aldrei heyrði ég æðmorð, en það kostaði eldgos í Vestmannaeyjum að Sunnlendingar fengju boðlega höfh í Þor- Iákshöfn, sem jafnframt tryggir samgöng- ur við mestu verstöð landsins, Vestmanna- eyjar. Skólasystur Sistu, einnar dóttur Gríms og Dísu, höfðu stundum á orði við hana í MR, að hann væri illa bónaður bíllinn pabba hennar, þegar hann var í bænum, kominn frá Selfossi yfir Hellisheiði. Lang- afi Gríms var Skúli Thorarensen, læknir og alþingismaður Rangæinga að Móeiðar- hvoli, bróðir Bjama Thorarensen skálds og amtmanns. Afi þeirra var Bjami Páls- son, fyrsti landlæknir íslendinga. Hug- sjónir læknastéttarinnar em heilbrigði og vellíðan mannfólksins, ekki ytra prjál og skrauL „Læpuskaps ódyggðir" vom Grími jafn fjarlægar eins og innantóm skraut- mynd. Hann var maður hjartalagsins, fé- lagsskaparins og hefði farið veröldina á enda fyrir vin sinn, þótt reiðskjótinn yrði svitastorkinn. Grímur og Dísa áttu átta böm, en misstu tvö. Þá aðeins hef ég séð Grími mínum bmgðið, þegar þau háðu sitt dauðastríð. Yndislegri móðursystur votta ég mína dýpstu samúð, bömum, bamabömum og bamabamabömum sem og öllum ætt- ingjum og vinum. Alvaldur og algóður Guð ræður og gaf, því emm við hans, hvort sem við lifum eða deyjum. Guðlaugur TVyggvi Karlsson Helgi Sigurgeirsson ** ^stafni Fæddur 13. september 1904 Dáinn 21. júlí 1991 Kær föðurbróðir er látinn eftir stutta legu á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Ég var á leið norður í sumarleyfi er ég frétti lát hans. Helgi var fæddur í Stafni í Reykjadal, sonur Kristínar Ingibjargar Pétursdóttur og Sigurgeirs Tómassonar bónda í Stafni. Þau hjón eignuðust 8 syni. Jón, sem lést um tvítugt, Pétur, Sigurð, Tóm- as, Helga, Ingólf, Hólmgeir og Ketil. Eina dóttur eignuðust þau en hún lést fárra daga gömul. Bræðumir ólust upp við öll venjuleg sveitastörf en jafnframt voru þeir hagir mjög á smíöar, bæði tré og jám, tóvinnu ýmsa, svo sem spuna og vefnað, einnig bókband og söðlasmíði. En söðlasmíðin varð einmitt aðalstarf frænda míns hin síöari ár. Hann byrjaði hins vegar snemma á skósmíði og það fyrr en marg- an grunaði. Eins og áður segir vom þeir bræður 8 og það var ekki skroppið út í búð til að kaupa skó á heimilisfólkið, flest var búið til heima. Ég ræddi oft við frænda minn og frædd- ist af honum um fólkið mitt í Stafni sem horfið var af sjónarsviöinu. Eitt sinn sagði hann mér hvernig stóð á því að hann fór að fást við skóviðgerðir og skós- móðar, en, sagði Helgi „mér rann svo til rifja að sjá mömmu setjast við skóvið- gerðir og skótilbúning þegar aðrir gengu til hvíldar að ég fór að grípa í að hjálpa henni og síðar að búa til skó sjálfur." Auðvitað breyttist efni skónna sem hann smíðaði í tímanna rás. Því fyrstu skómir vom úr sauðskinni eða þá nautshúð sem entist þá betur. Faðir minn, Tómas, og Helgi frændi vom saman í Hólaskóla vetuma 24-25 og 25-26, en þau afi og amma vildu að synir þeirra nytu skólagöngu eftir því sem hægt var. Þeir bræður bjuggust að heim- an haustið 1924 og fóru fótgangandi til Hóla, komu heldur seinna en aðrir skóla- sveinar, en var vel tekið af Þórarni ráðs- manni á Hólum og konu hans Steinunni. Þama myndaðist vinskapur sem entist ævina á enda. En á Hólum má segja að framtíð þeirra bræðra ráðist, því Stein- unn varð seinna kona Tómasar og 2 ung- ar stúlkur að vestan komu til að vinna við matreiðslu og þjónustu í Hólaskóla, Ingibjörg systir Þórarins og Jófríður Stefánsdóttir frá Kleifarstöðum í Gufu- dalssveit, en þar var komið konuefni Helga. Margt var mér sagt frá Hólum og allt gott. Móðuramma mín var þar hjá dóttur sinni og hún sagði oft „hann Helgi minn, enginn var eins léttur í lund og hann og enginn söng eins vel, nema þá Tómas minn.“ Helgi og Jófríður gengu í hjónaband þ. 24. apríl 1927 í Flatey á Breiðafirði og brúðkaupsferðin þeirra var ferðin norður í Stafn þar sem þau hófu búskap þá um vorið með þeim afa og ömmu og þar bjuggu þau allan Einar S. Guðjónsson Fæddur 22. október 1901 Dáinn 2. ágúst 1991 Þriggja ára snáði strauk frá fólkinu heima á I lánefsstöðum og ranglaði niður að sjóhúsunum og bryggjunni sem voru í hvarfi. Þetta var í matarhléi um hádeg- isbil og allir heima að borða. Drengurinn ætlaði út í árabát, sem lá bundinn við bryggjuna. Þá tókst svo til, að hann féll í sjóinn milli báts og bryggju. Um leið rak hann upp mikið óp. En í þeirri andrá kom maður fram á brekkubrúnina og heyrði neyðarópið. Maðurinn snaraðist niður brekkuna og bjargaði barninu af miklum vaskleik. Þessi maöur hét Einar Guðjónsson, en drenghnokkinn var sá er þetta ritar. Einar Sigfinnur Cuðjónsson frá Seyðis- firði andaðist 2. ágúst sl. tæplega níræð- ur að aldri. Hann var fæddur í Breiðuvík í Norður-Múlasýslu 22. október 1901. Hann var yngstur átta systkina, sem öll eru látin, og missti föður sinn ungur. Móðir hans, Jórunn, flutti með börnin að Fjarðarkoti í Mjóafirði. En árið 1918 fluttu þau að Brimbergi í Seyðisfjarðar- hreppi, en þá lést móðir hans. Einar fór þá kaupamaður í Hánefsstaði til Vilhjálms Ámasonar, afa míns. Hann vannvið sjóinn en jafnframt að landbún- aðarstörfum. Hann var mjög eftirsóttur starfsmaður, hamhleypa til vinnu, ágæt- ur sláttumaður, verklaginn og góður smiður. Einar var fremur lágvaxinn en óvenju snarpur og vaskur í allri fram- göngu. Um 1920 kvæntist hann Önnu Guðmundsdóttur frá Gullsteinseyri á Þórarinsstaðaeyrum. Fóru þau að búa á Hánefsstaðaeyrum. Böm þeirra eru Vil- borg, húsmóðir í Kópavogi, Einar, raf- vélavirki, starfsmaður Tryggingastofn- unar ríkisins, og Jómnn, húsmóðir í Vestmannaeyjum. Þau systkin eiga hálf- bróður, Hreggvið Þorgeirsson, raf- magnstæknifræðing hér í Reykjavík. Ár- iö 1937 fluttu þau inn á Seyðisfjörð, en skildu á því ári. Einar bjó áfram búi sínu á Seyðisfirði, en árið 1952 giftist hann Ármanínu Jóns- dóttur, frænku minni. Bjuggu þau í svo- nefndu Jámhúsi alla tíð, þar til hún lést árið 1964. Á Seyðisfirði starfaði Einar löngum sem sjómaður, m.a. í siglingum. En einnig viö netaviðgerðir og smíðar með Svein- laugi Helgasyni. Einar átti jafnan nokkr- ar kindur og hafði yndi af því. Helsta tómstundaiðja Einars var að grípa í spil og var hann ágætur spilamaöur. Eftir lát Ármanínu flutti Einar fljótlega til Reykjavíkur og þau Anna giftu sig aftur og bjuggu saman alla tíð. Fyrst á Austur- brún, en seinustu árin á Hjúkmnar- heimilinu Skjóli. f Reykjavík vann Einar lengi hjá Gamla Kompaníinu eða þar til hann hætti að vinna fyrir nærri 20 ámm. Var hann jafnan mjög ánægður í þeirri vinnu. Einar Guðjónsson var af áldamótakyri- slóðinni, sem nú safnast óðum til feðra sinna. Hann fæddist við fmmstæð lífs- skilyrði á afskekktum útnesjabæ. Hann vandist hinni gömli verkmenningu til sjávar og sveita. Hertist í mótlæti og erf- iði. En lifði einnig vaxandi tækni- og vél- væðingu nýrra tíma. Hann var jafnan lið- tækur verkmaður. Eftir hann liggur mik- ið ævistarf, sem unnið var í kyrrþey og af trúmennsku og óvenjulegum dugnaði. Ég blessa minningu Einars, þegar af þeirri ástæðu að hann bjargaði lífi mínu á örlagastundu, og færi fjölskyldu hans og ættingjum hlýjar samúðarkveðjur. Tómas Ámason sinn búskap, seinna með Ólöfu dóttur sinni og Kristjáni tengdasyni sínum. Þau tóku síðan alveg við búskapnum 1960 en Helgi gerðist bryti á Laugum og hélt því starfi í 14 ár og var þá Fríða oft að störf- um þar líka. f frítíma og á sumrin þegar tími var til stundaði hann söðlasmíði og fengu færri en vildu hnakkana hans Helga. Síðasti hnakkurinn var afgreidd- ur eftir að Helgi fór í sína síðustu för til Húsavíkur. Þegar ég minnist Helga frænda mín koma þeir bræður hans allir, sem ég kynntist, fram í huga minn, en Jón sá ég aldrei, en þeir voru og eru — því nú er Ingólfur einn etir, allir hinir mætustu menn og eins og Páll H. Jónsson fóstur- bróðir þeirra ritar í minningargrein um Pétur. „Heimilið var til þess fallið að þroska ástund, áhuga og félagshyggju. Próf úr þeim heimilisskóa hafa þeir Stafnsbræður staðist með ágæturn." Árið 1941 ákváðu Reykhólahjón, Steinunn og Tómas, að reisa nýtt íbúðarhús. Smiðir að því ásamt pabba voru bræður hans Helgi og Ketill. Það ár var fjárlaust í Stafni og voru þeir bræður því lausari við og komu til að hjálpa bróður sínum. Þeir komu snemma vors, skruppu svo heim um hásláttinn en voru síðan aftur mætt- ir síðla sumars og voru langt fram á haust, komu heim í snjóum, eins og sagt var í Stafni. Lítil stúlka var ég þá og varð strax ákaflega hænd að þessum frændum mínum, þótti þeir góðir og skemmtileg- ir. Við systkinin, Sigurgeir og ég, fengum Ketil oft til að leika ögn við okkur og stundum komst ég á háhest hjá honum. Aftur á móti fékk ég gjarnan sæti á hné Helga míns. Smíði hússins gekk vel, enda ekki slegið slöku við vinnuna og frændur mínir stjórnuðu þessu af mildi og festu. í Laugaskóla fór ég 1948 og eftir það varð heimili þeirra Helga og Fríðu mitt annað heimili rétt eins og dætra þeirra. Þar var ég í öllum fríum, hljóp auðvitað í öll hin húsin í Stafns-hverfi og lét alla hafa fyrir mér og elskaði allt þetta frænd- fólk mitt. Og alltaf er ég að koma heim þegar ég kem í Stafn. Helgi og Fríða eiga sérstakan sess í hug- um okkar systkina, það var ekki bara að Helgi væri bróðir pabba og Fríða mág- kona, þau voru líka vinir mömmu frá Hólum og er mamma lést í júlí sl. sumar mættu allar dætur þeirra til að kveðja hana. Skömmu seinna kom ég í Stafn og Helgi minn sagði: „Ósköp þótti mér vænt um að þær voru þama allar dætumar mínar." Helga og Fríðu varð 5 dætra auð- ið, en þær em María Kristín, gift Halli Jósepssyni, búa á Amdísarstöðum í Bárðardal, Ólöf, gift Kristjáni Jósepssyni, búa í Stafni, Ingibjörg, gift Guðlaugi Valdemárssyni, búa í Reykjavík, Ásgerðir ljósmóðir, gift Jóni Hannessyni lækni, búsetti í Garðabæ, Guðrún, gift Gunnari Jakobssyni, búsett á Akureyri. Bama- börnin eru 17, bamabarnabömin 32 og er komið í 5. lið. Hin síðari ár fór heilsu þeirra Helga pg Fríðu hrakandi en þau Ólöf og Krístjári hafá'gert állt til að þau gætu verið heima. Fríða varð svo fyrri því óláni að fótbrotna sl. vetur og liggja á sjúkrahúsi, en var svo nýkomin heim er bóndi hennar lést. Minningamar um frænda minn em svo margar og góðar að mér endist ekki dagurinn til skrifa um hann, en einhvers staðar skal staðar numið. Og þá er ég heyri góðs manns getið minnist ég Helga frænda og þeirra Stafhsbræðra allra. Ég kveð frænda minn svo sömu kveðju og föður minn, með broti úr erfiljóði um afa eftir Sigurð á Amarvatni. Nú hérvist þrýturþína, hér vilja allir tjá og sýna, vináttu og virðing sína, vottinn djúpa um snortinn hug sem anda þínum fglgir d flug. Alltþó sé i cettargarði œvistarf þitt traustur varði, en komandi mönnum minning flytur um manndóm þinn og landnámsdug, hljóðlát auðn nú sætið situr situr og víkur ei á bug. Trúrri þér mundu fáir finnast félagsskyldu og allri dyggð, hugsjónafestu, heiðri og tryggð. Fríðu minni, dætrum hennar og fjöl- skyldum vottum við systkinin og fjöl- skyldur okkar innilega samúð. Guð blessi minningu góðs manns. Kristín Ingibjörg Tómasdóttir Á útfarardegi Helga Sigurgeirssonar í Stafni, 27.júlí 1991. Heiðra skal Helga í Stafni þann háttprúða sómamarm. Harm náði því tignamafni að nágrarmar virtu harm. Sporleti spurðist ekki, sparsemd við nautnafóng þegna ég fá þekki er þýðari höfðu söng. Brosmildur bryti á Laugum á breyskleika tekið gat, með skarpmildum irmri augum atburðijafnan mat. Harrn sat oft við söðlasmíði harm saumaði margan skó. Það atvik varð oft við lýði að auðlegð sér varla dró. Brœðumir flestir famir ferðalok birtast senn greindir og félagsgjamir gildustu hagleiksmerm. Kotbýli erstóð í Stafni sterkbyggðan kynstofh ól. Bræðumir breyttu því nafhi og byggðu upp höfuðból. Blessuð sé minning Helga. Innileg sam- úð til Jófríðar Stefánsdóttur og dætr- anna fimm. HjÖrtúr Þórarinsson, Sclfossi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.