Tíminn - 13.08.1991, Qupperneq 16

Tíminn - 13.08.1991, Qupperneq 16
AUOLYSINOASIMAR: 680001 & 680300 ,Bén^leruokkarfa9’ RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR VERBBRtHWIBSKIPn Halnorhusinu v Tryggvagotu SAMVINNUBANKANS S 28822 SUÐURLANDS8RAUT 18, SfMI: 688568 SIMI 91-676-444 Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga TVÓFALDUR1. vinningur Tíminn ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 ALMALD A ENDASTÖÐ Efnislegt samkomulag um álver á Keilisnesi náðist á fundi iðn- aðarráðherra og forstjóra Atlantsálfélaganna í Reykjavík í gær: Efnislegt samkomulag hefur náöst í öllum meginþáttum álviö- ræönanna. Iðnaöarráðherra fundaöi með forstjórum Atíantsálfé- laganna í Reykjavík í gær og sagöi hann eftir fundinn að málið væri nú komið á endastöð. Á fundinum í gær var farið yfir alla þætti málsins og niðurstöður við- ræðna undimefnda og samninga- hópa reifaðar. Jón Sigurðsson iðnað- arráðherra sagði eftir fundinn að það væri ánægjulegt að geta skýrt frá því að fiindurinn hafi verið árangursrík- ur. ,Á fiindinum var staðfest að efnis- legt samkomulag hefur náðst um öll meginatriði samninganna milli ís- lands og Atlantsálsfyri rtækjanna. Þess vegna geta nú Atlantsálsaðilam- ir snúið sér að því að semja við bankastofrianir og lánveitendur á hinum alþjóðlega lánamarkaði um fiármögnun framkvæmdanna," sagði Jón Sigurðsson. En það er ekki einungis fjármögn- unin sem er eftir. Stjómir fyrirtækj- anna þriggja sem mynda Átlantsál, Alumax, Hoogovens og Granges, eiga eftir að fjalla um þessa niður- stöðu og samþykkja hana fyrir sitt leyti. Forstjórar fyrirtækjanna sögð- ust vera bjartsýnir á að það samþykki fengist, þó ekkert væri hægt að full- yrða. Aðspurðir um fjármögnunina sögðu þeir að tveir bankar á megin- landi Evrópu hefðu sýnt málinu áhuga, en engar formlegar viðræður væru hafnar. Þeir sögðust þó vera bjartsýnir á að hagstæðir samningar næðust Raforkusamningurinn við Atlantsál er til 25 ára með framlengingartíma í tvisvar sinnum fimm ár. Ihonum eru endurskoðunarákvæði og á tímabil- inu má óska efltir endurskoðun tvisv- ar, fyrst eftir tíu ár. Raforkuverð er samkvæmt samn- ingnum byggt upp sem hlutfall af verði á áli með nánari skilgreining- um í samningnum. Aðspurður sagði Jóhannes Nordal, stjómarformaður Landsvirkjunar og formaður ís- lensku samninganefridarinnar, að miðað við markaðsástand núna væri raforkuverðið 10 mill. í samtali við ■nm Per O. Aronson, forstjóri Gránges, róttlr Bond Evans, forstjóra Alumax, skjöl á blaöamannafundi í gær. Max Koker, forstjóri Hoogovens, situr á milli þeirra. Tlmamynd: Arl Tímann sagði Jóhannes að raforku- samningurinn væri ásættanlegur. ,Jíg held að það sé enginn vafi á því að þetta er verð sem er samkeppnis- hæft, það þarf að vera það. Að sjálf- sögðu vill maður alltaf fá sem hæst verð, við hefðum ekki frilsað við því að fá hærra verð. En miðað við allar aðstæður og stöðu málsins þá teljum við þetta vera viðunandi verð,“ sagði Jóhannes. Aðspurður sagði hann þetta verð ekki vera lægra en þeir gerðu ráð fyrir í upphafi. „Við höfum alltaf gert okkur grein fyrir því að raf- orkuverðið er það sem skiptir máli. Án raforkuverðs sem er samkeppnis- hæft, væri ekki svona iðnaður byggð- ur á íslandi. Það er ekkert annað sem getur komið í staðinn fyrir sam- keppnishæft raforkuverð tíl að gera það álitlegt að byggja svona stórt fyr- irtæki hér á landi," sagði Jóhannes. Aðspurður sagðist Jóhannes Nordal telja það líklegt að Atlantsálfyrirtæk- in gætu orðið sér útí um hagstætt fjármagn til að reisa álverksmiðju hér á landi. .Jriarkaðurinn hefur þyngst ftá því í fyrra, þegar þeir fjár- mögnuðu álbræðslu sem þeir eru að byggja í Kanada. Ég held að það sé ástæða að ætía að þetta muni takast með þokkalegum kjörum." Heildarkostnaður íslendinga af þessum samningum er um 70 millj- arðar króna. Heildarfjárfestingin í ál- verinu er núna áætluð 43 milljarðar og 27 milljarðar í virkjunum og hlut- um því tengdu. Áætlað er að aðal- fiamkvæmdatími verði á árunum 1993-4 og gert er ráð fyrir að verk- smiðjan taki til starfa árið 1995 —SE Ólafur Ragnar Grímsson fær skýringar á fríverslunarlista með landbúnaóarvörur: SLEGIST UM PRENTVILLU Fríverslunarlisti, sem Ugður var fram í vlðræðum um evrópskt efnahagssvæði juur sem fram kemur að íslcndingar hafl verið tilbúnir til að heimila innflutning á ákveðnum mjólkurafurðum, var til umræðu á fundi utanríkis- málanefndar i gær. Að sögn Ólafs Ragnars Grfmssonar, fulltrúa Al- þýðubandalagsíns í nefndinni scm krafist hafði skýringa á þess- um ilsta, komu fram fullnægj- andi skýringar hjá Hannesi Haf- stein aðalsamningamanni ís- iands í EES viðræðunum á fund- inum í gær. Óiafur segir að fram hafl komið hjá Hannesi að ekkcrt samkomulag hafl verið gert af ís- lands hálfu um umræddar land- búnaðarvörur og ísland hafl ekki einu sinni tekið þátt í samninga- viðræðum um þær og að það væri prentvilla f skjölum frá EFTA og EB að það væri ekki tekið fram að ísland tók ekki þátt í þessum við- ræðum. JÞað er auðvitað mjög ánægjulegt að fá þetta fram en það vekur hins vegar spuralngar um hvernig f ósköpunum utan- ríkisráðherra og fulltrúar utan- ríkisráðuneytisins héldu því fram hér heima fyrir viku að þetta væri fínt samkomulag, sjáifsagt og cðlilegt og ekkert við það að at- huga,“ sagði Ólafur Ragnar. Að- spurður hvort ekki hafl legið Ijóst fyrir lengi að umræddar vörur væru inni á hessum frfversiunar- lista, sagði Olafur að sú umræða væri ekki aðalatriði nú, því ekki hafl verið samið um neitt og ís- lendingar hafl ekki elnu sinni tekið þátt f samningaviðræöum um málið. Ólafur sagði aðspurð- ur að ef samningar hefðu tekist um sjávarútvegsmálin hefðu ís- lendingar og EB orðið að taka upp sérstakar viðræður á næstu mánuðum tun Iandbúnaðarmál sammkvæmt þessum upplýsing- um frá aðalsamningamanni ís- lendinga í Brussel. Litháar biðja Islendinga að kæra Moskvustjórnina Alþingi tslendinga og ríkisstjórn- inni hefur borist erindi frá lit- háska þinginu í Vilníus þar sem farið er fram á að þjóðþing og rík- isstjómir íslands og Danmerkur kæri stjórnvöld í Moskvu til ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna, „vegna síðustu atburða þar í landi“, eins og segir í bréflnu. Málið var rætt á fundi utanríkis- málanefndar í gær. Nefndarmönn- um bar saman um, og er sennilega ekki um að villast, að Litháar vís- uðu þar til morða á sjö litháskum landamæravörðum nú fyrir stuttu. Utanríkismálanefnd tók ekki af- stöðu til málsins, og er það nú til umfjöllunar í utanríkisráðuneyt- inu. íslensk stjórnvöld hafa sam- ráð við Dani um framhaldið. Málið er í hæsta máta sérstætt og flókið. Það er ekki hlaupið að því að kæra sovésk stjórnvöld, eða hvern annan, fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá hefði það vitaskuld slæm áhrif á sambúð ís- lands og Sovétríkjanna. Og síðast en ekki síst eru engar óyggjandi sannanir fyrir því að sovésk stjóm- völd séu ábyrg fyrir morðunum. Því hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna litháska þingið biður íslendinga að kæra sovésk stjórn- völd fyrir eitthvað sem enginn veit hvort þau bera ábyrgð á. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utan- ríkismálanefndar, sagði í gær að beiðnin tengdist eðlilega stuðn- ingi íslendinga við sjálfstæðisyfir- lýsingu Litháa og því að bráðlega yrði komið þar á formlegu stjórn- Skipatækni höföar mál Skipatækni hf. hefur stefnt Sigurði Ingvarssyni og krafist þess að hann verði dæmdur til þyngstu refsingar sem landslög leyfa vegna meintra aðdróttana og ærumeiðandi um- mæla um hönnun Vestmannaeyja- ferju. Sigurður hélt því opinberlega fram að skipið sem áformað var að smíða í Noregi eftir teikningum Skipa- tækni yrði stórgallað, hættulegt og óhagkvæmt í rekstri. -js málasambandi. Það væri eðlilegt að Litháar leituðu eftir stuðningi hér. -aá. Vlnningstölur 10. ágúst 19911 (jh( (2< )J(36) J5) VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 2.384,848 2. 4a(5f 103.568 3. 4al5 86 . 8.309 4. 3af 5 3.573 466 Heildarvinningsupphaaö þessa viku: kr. 5.178.712 m 1 « UPPLVSINGAR SIMSVARI91-681511 lukkuuna991 002

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.