Tíminn - 17.08.1991, Page 6

Tíminn - 17.08.1991, Page 6
14 HELGIN Laugardagur 17.ágúst 1991 Síðan Skein Sól hefur sent frá sér nýja plötur og seg- ist Helgi Björns- son, söngvari sveitarinnar, vera mjög ánægður með útkomuna og lögin á plötunni: Síðan skein sól Hljómsveitín Síðan Skein Sól sendi nýlega frá sér sína fjórðu breiðskífu og hefur hún þegar þetta er ritað fengið með eindæmum góðar viðtök- ur. Fyrstu vikuna fór hún beint í annað sætí yfir mest seldu skífurnar á íslandi og strax vikuna á eftír fór hún á toppinn. Helgi Björnsson, söngvari Sólarinnar, segist vera mjög ánægður með plötuna, enda má hann vera það, hún er sannkallaður kostagripur. Síðan Skein Sól var stofnuð árið 1987 og komu meðlimir hennar úr ýmsum áttum, m.a. úr hljómsveitunum Grafík, MX21 og Vunderfools. Meðlimir hennar voru í byrjun Helgi Bjömsson söngvari, Jakob Magnússon bassaleikari, Eyjólfur Jóhannsson gítarleikari og Pétur Grét- arsson trommuleikari. Pétur hætti fljót- lega í sveitinni vegna anna og þá var fenginn nýr trommuleikari, Ingólfur Sigurðsson. Þannig var sveitin skipuð þegar tveggja laga smáskífa með lögun- um Blautar varir og Bannað kom út vor- ið 1988. Fyrir jólin sama ár kom fyrsta breið- skífa sveitarinnar út og var hún skírð í höfuðið á sveitinni, Síðan Skein Sól. Sumarið eftir kom Sólin við sögu á safn- plötu hjá Skífunni en um haustið ‘89 kom út breiðskífan Ég stend á skýi. Árið eftir kom út breiðskífan Halló, ég elska þig. Nýjastaplatan, Klikkað, samanstendur af nýju efni og gömlu, helmingur var hljóðritaður í hljóðveri og helmingur á tónleikum í skemmtistaðnum 1929 á Akureyri. Þessi blanda af nýju og gömlu efni kemur ótrúlega vel út, nýju lögin eru öll mjög góð og gæðin á upptök- unni á tónleikaútgáfunni eru með því betra sem heyrst hefur. Sveitin er greinilega í fínu formi um þessar mundir og tónleikahljóðritunin sýnir þann gífurlega kraft sem er í sveitinni á góðum degi. Hún hefur spilað á tón- leikum nánast í hverri viku í tæp fjögur ár og samæfingin er nánast fúllkom- lega hnökralaus. TVO LÖG URÐU AÐ BREIÐSKIFU Helgi Bjömsson er söngvari sveitar- innar. Hann sagði að í fyrstu hefði átt að koma út með þeim tveggja laga plata í sumar, en málið hafi þróast og fyrr en varði hefðu þeir haft í höndunum efni á heila breiðskífu. „Upphaflega ætluðum við að gefa út tvö ný lög á 12 tommu, við höfum stundum verið með tvö til þrjú lög á safnplötum og fannst það orðið leiðinlegt form. Þá sáum við að það var pláss fyrir eitthvað aðeins meira og ákváðum að það væri þjóðþrifamál að koma t.d. Blautum vörum á plast í tónleikaútgáfu. Það varð til þess að við hljóðrituðum tvenna tónleika. Síðan þegar við hófum vinnu í hljóðveri, vor- um við með miklu meira af lögum sem við kýldum á að taka upp, og okkur fannst þau virka vel. Fyrr en varði höfð- um við í höndunum fimm ný lög sem við vorum búnir að taka upp og klára, og síðan völdum við fimm lög af tón- leikunum sem við kunnum við, og þannig varð þessi gripur til,“ sagði Helgi Bjömsson. Aðspurður hvers vegna jólamarkaður- inn varð ekki fyrir valinu, sagði Helgi að þeir hefðu verið búnir að ákveða að taka sér frí eftir sumarið og vera ekki með plötu fyrir jólin. „Við emm búnir að spila síðan í apríl, reyndar verið að spila sl. þrjú ár stanslaust. Við emm bókaðir fram í miðjan október og eftir það ætlum við að taka okkur frí frá spilamennsku, en ætlum að finna okk- ur einhvem skúr og leika okkur í friði án þess að vera undir einhverri pressu. Lokatónleikamir í þessari töm verða í London. Við ætlum að taka þama nokkra tónleika, aðallega fyrir okkur til þess að hafa gaman af því. Við kannski bjóðum einhverjum málsmetandi mönnum að koma og hlýða á, ef þeim líkar þá hafa þeir kannski eitthvað að bjóða okkur, en ef svo er ekki þá nær það ekkert lengra." LÖGIN HAFA KVEIKT VEL í FÓLKI Aðspurður um nýju plötuna sagði Helgi að þeirra karakter kæmi vel og dyggilega í gegn á henni. „Það em hlut- ir á þessari plötu sem em svolítið í öðr- um dúr en við höfum gert áður. En okkar einkenni em sterk og ég er mjög ánægður með þessa plötu og nýju lögin sérstaklega. Þessi lög hafa kveikt vel í fólki." Helgi sagði að samstarfið innan sveitarinnar hefði gengið vel og menn væm ekkert á þeim buxunum að hætta þessu. „Við stefnum að því að setja okk- ur frekari takmörk. Við ætlum að byrja upp á nýtt, fara aftur á byrjunarpunkt, inn í bílskúr og byrja á því að æfa og semja og leika okkur, hafa óbundnar hendur.“ Aðspurður sagði hann að nýja platan setti að mörgu leyti punkt fyrir aftan ákveðið tímabil. „í því ljósi finnst mér vel við hæfi að hún sé sambland af upptökum úr stúdíói og af tónleikum, þverskurður af því sem við höfum verið að gera.“ Helgi sagði að þeir hlökkuðu allir til þess að hverfa aftur aðeins und- ir yfirborðið. -SE Kammertónlist á Ki rkjubæjarklaust ri Um helgina verður kammertón- list flutt á Kirkjubæjarklaustri á þrennum tónlelkum. Það eru tón- listarmennimir Edda Erlends- dóttir og Selma Guðmundsdóttir píanóleikarar, Ólöf K. Harðardótt- ir sópransöngkona, Pétur Jónas- son gítarlcikari, Helga Þórarins- dóttir víóluleikari, Sigrún Eðvalds Og Guðný Cuðmundsdóttir flðlu- leikarar og Gunnar Kvaran seiló- ieikari sem sjá um flutninginn. Á efnisskrá verða m.a. verk eftír Mozart, Beethoven, Schumann, Schubert, Moskovskky, Sarrasate, Ama Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, Jón Þórarinsson og Eyþór Stefánsson. Tónleikamir verða í félagsheim- ilinu Kirkjuhvoli kl. 17 í dag, iaugardag, og á sama tima á morgun, sunnudag. Tónlistarmennina þarf vart að kynna, þau era fyrir löngu oröin þjóðkunn fyrir list sfna, bæði hér heima og erlendis. En það var einkum að frumkvæði Eddu Er- lendsdóttur að tónieikarair verða haldnir, en áætlað er að slíkt verði árviss atburður á Klaustri þó svo að í ár séu þeir einn hlutí af M-há- tíð á SuðuriandL '""*SE Auglýsing um viðtalstíma iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Eskifirði og Austurlandi Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verður með viðtalstíma á Eskifirði og Akureyri sem hér segir: Á skrifstofu Eskifjarðarkaupstaðar, þriðjudaginn 20. ágúst nk. kl. 9.00- 12.00. Þeir sem áhuga hafa á að panta viðtalstíma við ráðherrann skrái sig á skrifstofunni í síma 97- 61170. Á skrifstofu Akureyrarbæjar, miðvikudaginn 28. ágúst nk., kl. 9-12. Skráning viðtalstíma í síma skrifstofunnar, 96-21000. Edda Erlendsdóttir píanóleíkari er eln af mörgum iistamönnum sem koma fram á kammertónleikum í Klrkjuhvoli á Kirkjubæj- arklaustri í dag og á morgun.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.