Tíminn - 21.08.1991, Síða 4

Tíminn - 21.08.1991, Síða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 21.ágúst1991 Bush og Jeltsin ræddu saman í síma í gær. Bush segir: íbúar Moidovu: Bandaríkin vilja Gorbatsjov aftur George Bush, forseti Bandaríkjanna, fullvissaði Borís Jeltsin, for- seta Rússlands, í gær um að hann gæti fullkomlega treyst á að Bandaríkin styddu Gorbatsjov aftur til valda í Sovétríkjunum. Á blaðamannafundi í gær sagðist Bush hafa reynt að ná símasam- bandi við Gorbatsjov, en það hefði ekki tekist. Á fundinum kom fram að Banda- ríkjastjóm fordæmir hina nýju stjórn í Sovétríkjunum og segir hana ólöglega. George Bush Banda- ríkjaforseti sagði að í ljósi þess myndi ekki komast á venjulegt sam- band á milli ríkjanna tveggja. Þá sagði hann að á þessari stundu kæmi fjárhagslegur stuðningur við Sovétríkin ekki til greina og það yrði ekki fyrr en valdaræningjarnir færu frá að það yrði. „í morgun (þ.e. gærmorgun) talaði ég við Boris Jeltsin, sem er lýðræð- islega kjörinn forseti rússneska lýð- veldisins. Ég fullvissaði hann um áframhaldandi stuðning Bandaríkj- anna við Mikhail Gorbatsjov sem forseta landsins," sagði Bush Banda- ríkjaforseti. Á fundinum tilkynnti Bush að Ro- bert Strauss yrði sendur til Sovét- ríkjanna sem sendiherra Bandaríkj- anna þar, en hann myndi ekki af- henda trúnaðarbréf sitt strax, held- ur kanna ástandið í landinu. Bush sagði að staða Gorbatsjovs væri óljós og hann og Boris Jeltsin eru sammála um að fullyrðingar hinna nýju ráðamanna um að heilsa hans væri í ólagi væru hrein þvæla og aðeins gert til að breiða yfir ólög- lega valdatöku. Jeltsin hefur krafist þess að hlutlausir læknar fái að rannsaka Gorbatsjov og athuga hvað sé athugavert við heilsu hans. Þá sagði Bush að tilraunum til að ná í Gorbatsjov í gegnum síma yrði hald- ið áfram. Að sögn Bush hefur John Major einnig reynt að ná sambandi við Gorbatsjov, en ekki tekist. Bush sagði að líklega væri Gorbatsjov haldið í einangrun einhvers staðar. Rétt áður en fundurinn átti sér stað talaði Bush við ráðamenn í Austur- Evrópu. Hann sagði þeim að lýð- ræðið sem komið er á í löndunum yrði ekki fótum troðið af valda- mönnum í Kreml. „Mig langar til að nota tækifærið og segja ráðamönn- um í A-Evrópu að fylgst verður gaumgæfilega með framvindu mála og það er nauðsynlegt að allir haldi stillingu sinni,“ sagði Bush. „Það er ekkert sem ég vil gera til að réttlæta þessa ólöglegu stjóm,“ sagði Bush að lokum. Reuter-SIS Þúsundir mótmæla nýrri stjórn í Búkarest í Moldovu mótmæltu þúsundir manna nýjum valdhöfum í Moskvu, að því er fréttir herma frá Búkarest. Forseti Moldova, Mircea Snegur, ávarpaði mannfjöldann þar sem hann fordæmdi hina nýju valdhafa og sagði að valdarán hefði verið framið. Mótmælunum var útvarpað beint um allt landið. „Forsetaembættið í Moldovu hefur lýst svokallaða neyðarstjórn ólöglega og allar aðgerðir hennar einnig," sagði Snegar. „Við látum ekki ein- ræðisherra taka hér við völdum." Þá hvatti hann fólkið til að halda ró sinni. Snegur hvatti íbúa Moldovu til að stöðva allar tilraunir sovéska herliða til að hertaka borgina. Fréttir frá Moldovu herma að mikill ótti hafi gripið um sig á mánudagsnótt, þegar þúsundir manna gættu opinberra bygginga og allra nauðsynlegra fréttabygginga. Þá nótt keyrðu rúm- Iega 20 sovéskir skriðdrekar um borgina, án þess þó að stoppa. Búið er að koma upp vegatálmum víðs vegar um borgina og fólk gætir útvarps- og sjónvarpsstöðva, svo og skrifstofu ríkisstjórnarinnar. Reuter-SIS Lögreglan á Indlandi telur sig hafa fundið meintan morðingja Rajivs Gandhi: Fannst lát- inn á felu- staðnum Boris Jeltsin. LEITAR STUÐNINGS VIÐ ÚTLAGASTJÓRN Yfirlýsing EB: Ætla ekki að mæta á ráð- stefnu í Moskvu Evrópubandalagið tilkynnti í gær að það myndi ekki mæta á mannréttindaráðstefnu í Mosku, sem fyrirhuguð er í næsta mánuði, ef valdaránið frá því á mánudag, þegar Mikhail Gorbatsjov var vikið frá völd- um, yrði ekki afturkallað. Þetta var tilkynnt eftir neyðarfund utanríkisráðherra landanna tólf, þar sem þeir ræddu um ástandið í Sovétríkjunum. Jafnframt kom það fram að trú- lega myndi ráðstefnan ekki fara fram meðan harðlínumenn væru við völd. í yfirlýsingu Evrópubandalagsins segir að skoðun ráðamanna landa inn- an bandalagsins sé sú að þar til stjórnskipulegri reglu og lýð- ræðislegu frelsi verði komið í samt lag aftur sé þátttaka þeirra á fundinum ekki réttlæt- anleg. Lögreglan á Indlandi telur að hún hafi fundið aðalforsprakka samtak- anna sem grunuð eru um að hafa staðið að baki morðinu á Rajiv Gandhi, fyrrverandi forsætisráð- herra landsins. Maðurínn fannst lát- inn í felustað sínum, en hann hefur faríð huldu höfði í nokkum tíma. Fimm karímenn og ein kona voru einnig í felustaðnum. Þau vom öll látin. Talið er að þau hafi gleypt blás- ýruhylki til að stytta sér aldur. Lögreglan á Indlandi hefur lengi leitað þessa manns og þegar búið var að finna felustað hans gerði lögregl- an umsátur um staðinn. Þegar fólkið kom ekki út úr húsinu, réðst sérsveit lögreglunnar inn og kom þá að fólk- inu látnu. Fólkið var í frelsissamtökum sem kalla sig Tamílsku tígrarnir og var frá Sri Lanka. Vijay Karan, sem stjórnar rannsókninni á morðinu, segir að leitað sé að öllum meðlimum sam- takanna. Tálið er að Támílsku tígrarnir hafi myrt Gandhi vegna ótta um að hann kæmist til valda á ný. Maðurinn, sem leitað var að, hét Raja Arumainayagam. Hann var 32 ára gamall og var frá Jaffna. Reuter-SIS í gær sendi Boris Jeltsin, forseti Rússlands, utanríkisráðherra sinn, Andrei Kozyrev, til Parísar til að leita eftir stuðningi Vestur- landa við útlagastjórn. Kozyrev sagði að ástæða þess að Jeltsin hefði valið sig til að fara til Parísar, Washington og til við- ræðna við Sameinuðu þjóðirnar væri sú að samkvæmt alþjóðalög- um gæti hann, sem utanríkisráð- herra, komið á útlagastjórn án þess að þurfa til þess sérstök völd. Jafnframt sagðist Kozyrev vera að leita eftir stuðningi Vestur- landa við Jeltsin og biðja þau um að viðurkenna ekki neyðarstjórn- ina. Fréttayfirlit MOSKVA - Boris Jeltsin, forseti Rússlands, býður valdaræningj- unum I Kreml birginn fullum hálsí, dyggilega studdur, m.a. af ríámumönnum sem farið hafa aö tilmælum hans og lagt niður vinnu. Stuðningsmenn Jeltsins söfnuðust þúsundum saman við þinghús rússneska lýðveldisins í Moskvu í gær þegar búist var viö skriðdrekaárás valdaræningj- anna á bygginguna. MOSKVA - Boris Jeltsin sagði í simtali við John Major, forsætis- ráðherra Breta, að hann byggist við árás á þinghúsið á hverri stundu og þungvopnað herlið stefndi I átt til þess. Jeltsin átti einnig stmtal i gær við George Bush, forseta BNA, sem fullviss- aði Jeltsin um að hann myndi reyna að stuðla að þvi að Gor- batsjov næði völdum á ný. PARIS - Jeltsin sendi utanríkis- ráðherra sinn til Parisar I gær- morgun. Honum er ætlað að stofna útlagastjóm ef valdaráns- stjórninni tekst að hanga á völd- unum MOSKVA - Gorbatsjov er hald- iö i stofufangelsi á Krimskaga af KGB. KGB hefur tekiö öll fjar- skiptatæki Gorbatsjovs i sína vörslu og heldur honum föngn- um og sambandslausum við um- heiminn. MOSKVA- Orðrómurerumað einhverjir liðsmenn KGB hafi reynt að frelsa Gorbatsjov úr haldi. Tilraunin hafi mistekist. HAAG - Evrópubandalagið samþykkti á neyðarfundi sínum t gær harðorð mótmæli gegn valdaráni harðlinumannanna I Moskvu. Þá var ákveðið að stöðva rúmlega miiljarös dala efnahagsaðstoð. BERLIN - Bæði yfirstjóm sov- éska hersins f Þýskalandi og Bonnstjómin nertuðu í gær orð- rómi um að sovétherinn í Þýska- landi væri f bardagastöðu vegna atburðanna f Moskvu. LONDON - Harðlínukommún- istar um alian heim eru sagðir kætast mjög við fall Gorbatsjovs. BELGRAD - Valdaránið f Moskvu í fyrradag hefur aukið á ótta manna um svipaða hluti í Júgóslavfu. Einnig óttast menn að Serbar sæki nú i sig veðrið í óyfiriýstu stríði sínu gegn Króöt- um og að jreir leggi undir sig stærrí hluta af lendum Króata.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.