Tíminn - 07.09.1991, Side 6

Tíminn - 07.09.1991, Side 6
6 Tíminn Laugardagur 7. september 1991 Tíminii MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason Skrlfstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaöaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Vindur á vatnsglasi Átökin í Alþýðuflokknum um afstöðu til fjárlagafrum- varpsins reyndist vindur á vatnsglasi. Alþýðublaðið skýrði frá því í gær að þingflokkur Alþýðu- flokksins hefði „samþykkt þann fjárlagaramma sem sam- komulag náðist um á ríkisstjórnarfundi fyrr í vikunni." Tekið er sérstaklega fram að Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra hafi nú fallist á fjárlagastefnu sem hún barðist svo ötullega gegn nokkrum klukkustundum áð- ur. Alþýðublaðið útskýrir hins vegar ekki ástæðuna fyrir sinnaskiptum Jóhönnu, það er leyndarmál sem ekki verður upplýst fyrr en síðar. Að vísu liggur í loftinu að fé- lagsmálaráðherra hafi verið friðaður með því að tekið yrði upp einhvers konar millifærslukerfí til þess að milda kjaraskerðingaráhrif skólagjalda og sjúklingaskatts. Gall- inn er bara sá að enginn veit hvaða reglur eiga að gilda í því kerfi. Jóhanna hefur þar með leyst stjórnarsamstarfið úr snörunni með því að skrifa upp á óútfylltan víxil. Sem við var að búast eftir fall varnarmúra Jóhönnu Sig- urðardóttur gegn árásum nýkapitalismans á velferðar- kerfið, fór jörðin að síga undan fótum fulltrúa Nýs vett- vangs og annarra nýliða í þingflokki krata. Af því að þeirra framganga hefur varla byggst á öðru en orðum, sem auk heldur hafa aldrei haft neina skilgreinda merk- ingu, tóku þeir það til bragðs að láta innantóm orð í fundargerðarbók nægja til þess að ljúka málinu fyrir sitt leyti. Þetta er kannske Pyrrhusarsigur Össurar og séra Gunnlaugs en má fremur kallast varanlegur sigur Jóns Baldvins og Jóns Sigurðssonar, þangað til kosið verður til Alþingis næst. Þá kynni að koma yfir þá nafna hefnd óstefnd. Þrátt fyrir allt munaði Alþýðuflokkinn um fylgi nýliðanna. Rektoraskipti Rektoraskipti hafa orðið í Háskóla íslands. Dr. Sig- mundur Guðbjarnason hefur látið af starfi eftir farsælan rektorsferil og við tekið dr. Sveinbjörn Björnsson, pró- fessor í eðlisfræði. Á þessum tímamótum hafa báðir rektorarnir rætt mál- efni Háskóla íslands á þann hátt að skylt er að veita orð- um þeirra athygli. Fráfarandi rektor lét þau orð falla að stormasöm átök ættu sér stað um háskólann, hinn nýi rektor taldi að gildi menntunar væri vanmetið miðað við trúna á brjóstvitið. Þótt rektorarnir hefðu ekki bent á önnur hugleiðingarefni í tímamótaræðum sínum ættu þau að nægja til þess að áhugamenn um menntamál og tengsl þeirra við þjóðfélagið og þjóðartilveruna hefðu um eitthvað að hugsa. Eins og fram kom í ræðu nýs háskólarektors er við margan vanda að glíma í Háskóla íslands. Slíkt þarf ekki að undra. Háskóli íslands hefur verið hraðvaxandi stofn- un, og er nú umfangsmesta „fyrirtæki" í landinu og lang- stærsti skólinn með yfir 5000 nemendum og eftir því fjölmennu starfsliði. Flestir landsmenn gera sér grein fyrir þegar á á að herða að innlend háskólastarfsemi er ein af stoðum fullveldis og sjálfstæðis þjóðarinnar. Hitt kann að vera hugleiðingarefni hvort þjóðin hafi sýnt há- skólastarfsemi örlæti, hvað þá að vandi háskólastarfs hafi verið leystur einu sinni fyrir allt. P ENINGAHYGGJAN yfir- gengur allt um þessar mundir á vettvangi stjórnmálanna. Ríkisstjómin telur sig hafa fundið upp einskonar fortíðar- vanda, og beitir honum fyrir sig við stjómarathafnir sem miða að því að skapa hér fá- tækraþjóðfélag, þar sem al- menningi verður att út í linnu- laus átök, og þá baráttu um brauð sem háð var hér á fyrri hluta aldarinnar. Annar stjóm- arflokkurinn á sýnilega í erfið- leikum við að kyngja þessum fortíðarvanda, sem fimdinn hefur verið upp af sterku mönnunum í ríkisstjóminni. Alþýðuflokkurinn hefur alla tíð talið sig málsvara lítilmagn- ans, en hefur nú verið leiddur í herbúðir gróðahyggjunnar og stendur að rfldsstjóm sem hækkar vexti og verðbólgu um leið, skipuleggur atvinnuleysi með því að lama þá opinberu sjóði, sem settir vom á fót til að koma á sínum tíma í veg fyrir hmn atvinnuveganna, og boðar skattheimtu af sjúkum og því fólki sem vill mennta sig til að vera betur búið undir þá framtíð er það telur sig eiga á íslandi. Eru skuldir pólitísk- ar ávirðingar? Fortíðarvandi íslendinga er um þessar mundir talinn vera skuldir. Reiknað er m.a. með að án frekari tekna falli tveir milljarðar af skuldum flug- hafnar á Keflavíkurvelli á ríkið. Svo vill til að þessar skuldir urðu til í utanríkisráðherratíð Matthías Á. Mathiesen, og verða því að skrifast á reikning Sjálfstæðisflokksins. En það er auðvitað ekki mergurinn máls- ins, heldur sú árátta að ætla að fara gera þetta dæmi upp núna, að því er virðist til að sanna og sýna, að skuldapúlían sé alveg óbærileg. Við höfum oft áður verið ærið skuldug þjóð, án þess að heilar ríkisstjórnir hafi gert sér mat úr því sérstaklega. Meira að segja hefur yfirleitt verið gripið til annarra pólit- ískra ávirðinga fremur, hafi einhverjum þótt henta að þjarma að pólitískum andstæð- ingum. Skuldir voru t.d. mikl- ar í byrjun seinna stríðs, vegna þess að stjórnarforystan á þeim tíma kaus heldur að reyna að láta þjóðina lifa við sæmilegan kost en sífellt að vera að telja í ríkiskassanum og tíunda skuldir. Allir stjórnmálaflokkar landsins, þeir sem setið hafa í ríkisstjórnum undanfarna ára- tugi, hafa safnað skuldum. Sé Sjálfstæðisflokkurinn nú að hugsa um að hagnast á ein- hverjum tíunduðum skulda- voða, verður fyrr en við er litið farið að flokka bókhaldið, svo sjáist hver hlutur hvers og eins er. Það borgar auðvitað ekkert af skuldunum að telja upp slík- ar syndir. Kannski kæmi skuldatalningin verst við vel- ferðarflokkana. Þar á bæ hefur verið lögð mest áhersla á að leggja fé til gamalmenna, barna í skólum og heilbrigðis- mála. Einn þeirra er Alþýðu- flokkurinn. Hann má nú búa við það af samstarfsflokki sín- um í ríkisstjórn, að velferðar- skikkjunni hefur verið svipt af honum að mestu, en í staðinn teknar upp vaxtahækkanir og skólagjöld, svo eitthvað sé nefht. Skuldir þarf að _________borga___________ Hratt uppgjör á skuldum, sem teknar höfðu verið til langs tíma, getur valdið slíkum erfið- leikum, að óvíst er hvort reynslulitlir menn í núvercindi ríkisstjóm geti mætt þeim áföllum, sem skyndiuppgjöri fylgir. Ef tekið er dæmi af flug- höfhinni hans Mathiesens, sjá allir heilvita menn að verðlag og skattar af þeim, sem um flughöfnina fara, verða það miklir, að ferðamannastraum- urinn hingað mun stórdragast saman og íslendingar munu veigra sér við að ferðast úr landi. Flugleiðir standa nú í miklum fiárfestingum og búa við verðlækkun á hlutabréfum. Ekki mun kostur Flugleiða fara batnandi, ef á að fara svo að segja á einum degi að greiða tveggja milljarða skuld flug- hafnarinnar hans Mathiesens. Fortíðarnefnd Davíðs Oddsson- ar, sem er með kenningar um svona skuldaskil, er einungis að reyna að hræða fólk umfram nauðsyn. Auðvitað þarf að borga flughöfnina hans Mat- hiesens, sem var byggð næst- um stjórnlaust og margbyggð að hluta, en við gerum það eins og annað skuldugt fólk, með hægð og passasemi. Sandkassaleikur fjárlaga Sú fiárlagagerð, sem nú er að ljúka, er dæmigerð fyrir flaust- urslegar og lítt grundaðar ráð- stafanir. Hún miðar að fiögurra milljarða halla á fjárlögum án þess þó að Friðrik Sophusson vilji taka af skarið um að sú upphæð standist. Hún getur orðið mikið hærri og verður það lfklega. En þá er að taka því. Menn, sem ætla að lifa á sverði sínu, verða að búa við sverð. Sverð þessarar ríkis- stjórnar er peningar. Þeir eru eina hugsjón hennar. En pen- ingar eru í höndum mikið voldugri aðila en þeirra í ríkis- stjórninni. Það hefur sýnt sig á liðnum áratug, eða síðan pen- ingahyggjan var tekin upp á ís- landi, að þar eru fuglar á ferð, sem a.m.k. Alþýðuflokkurinn hefur átt litla samleið með. Vextir og verðbólga á eftir að hækka samfara stöðugum ófriði á vinnumarkaði vegna versnandi lífskjara. Reynt verð- ur að selja ríkisbankana í þágu peningafurstanna, sem verða fljótir að hirða hlutabréfin. Þar með verður lokað fyrir hagræði almennings af bönkum, eins og þeir hafa verið reknir. Lík- legt er, ef stjórnin lifir, að hún reyni með einhverjum hætti að tengjast ECU-gjaldmiðli, svo hún geti sig hvergi hreyft í samkomulagsátt í hörðum vinnudeilum, vegna þess að þá hefur hún verið svipt heimild til gengisbreytinga. Og síðan verður skattaflóran gerð enn skrautlegri en hún er, vegna þess að stöðugt þarf meira fé í ríkiskassann. Sjúkrahúsgjöld og námsgjöld verða þá ekki annað en draumur um sand- kassaleik. Hom undir hósta- ________mixtúru__________ Öllu virðist hægt að breyta í þágu peningafurstanna, nema skipulagi fiskveiða. Nú stefnir í að lyfsölubúðir í núverandi mynd verði lagðar niður, en í staðinn komi almenn lyfsala, þar sem Hagkaup hefur sinn lyfiafræðing og svolítið horn í verslunum sínum undir hóst- amixtúruna. Kaupfélögin og kaupmaðurinn á horninu, það sem eftir er af honum, geta líka selt lyf ráði þau lyfiafræðing. Svo einfalt er þetta. Lyfsölu- mönnum þykir þrengt að sér í dag, og munu jafnvel hafa íhugað að fara í mál við rfkið út af skertum starfsvettvangi. Þeir hafa m.a. verið að draga það af ótta við að málshöfðun mundi einfaldlega flýta fyrir almennri lyfsölu í búðum. Eins stendur allt þversum í mönnum um fyrirkomulag fiskveiða. Kvóta- kerfið, sem hingað til hefur verið talinn skásti kosturinn, sætir nú vaxandi gagnrýni. Uppi hafa verið raddir um að taka gjald fyrir veiðiheimildir af útgerðinni, en það fyrir- komulag hefur lítinn byr feng- ið enn. Sagt hefur verið sem svo, að fiskurinn í sjónum væri sameign þjóðarinnar, og þess vegna ætti að borga henni fyrir að veiða hann. Þeir einu, sem hafa komið svona almennum gjaldtökum í praxís, eru út- gerðarmenn sjálfir, sem sagðir eru nú krefja háseta sína um framlag til kvótakaupa. Það er fyrsta almenna greiðslukrafan út af fiskveiðum í sjó. Þá hefur verð á skipum farið á skjön vegna kvótans. Gamlir ryðkláf- ar seljast á háu verði, fylgi kvóti með þeim. En hvernig sem kaupin gerast með kvót- ann, er það staðreynd, að fiski- fræðingar eru alltaf að þrengja að þorskveiðunum. Síðan síld- arstofninn hrundi 1967-68, hafa völd fiskifræðinga orðið ámóta og völd yfirdýralæknis á sínum tíma út af mæðiveik- inni, þegar öll dýr voru bönnuð erlendis frá nema farfuglarnir. Galloway-nautin eru enn geymd í Hrísey. Þjóðarhagur og físk- veiðar Nú er svo komið, að mönnum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.