Tíminn - 07.09.1991, Page 8

Tíminn - 07.09.1991, Page 8
8 Tíminn Laugardagur 7. september 1991 Atli Eðvaldsson, fyrirliði ísl. landsliðsins í knattspyrnu, segir að líf sé eftir atvinnumennskuna og að ísland sé á réttri leið í knattspyrnunni: n Bo einn besti ari sem ég hef Atli Eðvaldsson, landsliðsfyrirliði í knattspymu, var í sviðsljósinu í vikunni, er ís- lenska landsliðið gerði jafntefli við það danska. Atli setti þá nýtt landsleikjamet og hefur nú leikið 68 landsleiki fyrir Island, en það eldra átti Marteinn Geirsson, 67 leiki. Við tókum Atla tali um landsliðsmál og fleira sem viðkemur knattspymunni. Ef við byijum á leiknum við Dani. Jafntefli og menn segja að hann hafl ekki geng- ið nógu vel. Berum við of mikla virðingu fyrir þeim? Nú hefur landsliðið leildð 16 leiki við Dani og tapað 12? „Nei, alls ekki. Málið er að á móti TVrkjum spilum við leik sem við vinnum 5-1. Þá skor- um við úr færum, sem voru jafnvel ekki eins góð og við fengum á miðvikudaginn. Þetta bara þróast svona. Ef við nýtum ekki færin, sem við fáum, þá vinnum við ekki. Við getum ekki fengið færi endalaust. Við fáum ekki færi á 5 mínútna fresti. Við fengum fjögur færi í fyrri hálfleik gegn Dönum án þess að skora og það er eðlilegt að þeir nái að komast fyrir lek- ann.“ Er það tilfellift aft þaft sé meiri skrekkur í mönnum fyrir leiki á móti Dönum en öftr- um? Nei, það er ekki meiri skrekkur í okkur fyrir Danaleikina. Það er jafnvei enn meiri hugur í okkur í að reyna að vinna þá. Danirnir eru engir aumingjar og 0-0 jafntefli sýnir kröfúm- ar, sem til okkar eru gerðar. 0-0 jafntefli er ekki nógu gott og þó eigum við fjögur góð færi, sem við skorum ekki úr. Það er bara sagt: „Þetta er Iélegt.“ Nú var þetta síðasti leikur Bo Johansson landsliftsþjálfara. Hver eru þín eftirmæli um hann? Heffti hann mátt gera hlutina öðruvísi, efta var hann ekki nógu harður, eins og sum- ir vilja meina? „Ég segi fyrir mitt leyti að Bo er einn besti þjálfari sem ég hef nokkum tíma haft. Skipu- lagður frá upphafi til enda og veit alveg hundrað prósent hvað hann er að gera. Hann rökstuddi allt sem hann gerði og jafnframt er hann einnig einn sá þrjóskasti þjálfari sem ég hef haft. En allt, sem hann gerði, gerði hann eins og diplómat. Hann fór í gegnum hlutina og ræddi þá eins og félagi og vinur, en samt þýddi ekki fýrir okkur að breyta út af því sem hann vildi. Hann er harður á sína vísu, en svona út á við er hann mjög dipló. Það var jámagi hjá honum, enda fékk hann alltaf fram sinn vilja, því að menn vissu að það þýddi ekk- ert að bjóða honum byrginn og menn bám mikla virðingu fyrir honum sem þjálfara. Þeg- ar Sigfried Held þjálfaði var alltof mikill agi, en enginn diplómatía. Ég skil ekki, hvað menn em að meina þegar þeir segja að Bo hafi ekki verið nógu harður. Ég get bent þér á þús- und þjálfara sem em linari," sagði Atli Eð- valdsson og hló. Getur verið að tapleikurinn gegn Albaníu hafí skipt svo miklu máli að menn ákváöu að láta Bo fara? „Einn leikur á ekki að skipta svona miklu rnáli." Nú báru þjálfaraskiptin snögglega aft, í þaö minnsta á yfírborðinu. Hvað fínnst þér um breytinguna, tímasetningu hennar og bvem- ig aft henni var staðift? „Ég held að það hafi verið ofsalega óheppi- legt fyrir KSÍ að skipta um þjálfara eftir 5-1 sigur á TVrkjum, svo það hlýtur að hafa verið búið ákveða það fyrir löngu. Það, sem ég furða mig mest á, er að það komu aldrei neinar um- ræður og gagnrýni á þessa ákvörðun upp á yf- irborðið, af hverju hann er látinn fara eftir stórsigur. Það virðist hafa verið víðtækt sam- komulag, nokkurs konar þegjandi samkomu- lag meðal stórs hóps manna um að hann skyldi látinn fara. Þetta er í fyrsta skipti sem svona gerist og það fer engin umræða af stað um svona stóra ákvörðun. Það hefur mikið verið rætt meðal leikmanna af hverju hann fer frá núna, en ekki í haust, og einnig af hverju hann fór þá ekki strax, en við skiljum þetta ekki. Af hverju er verið að undirbúa landslið fyrir leik á móti Dönum, með manni sem er ekki lengur þjálfari? Þessi ákvörðun kom of- salega flatt upp á alla leikmenn og leikmenn hafa engar skýringar fengið fyrir brotthvarfi Bo. Ég missti af fréttinni í ellefufréttum sjón- varps þennan mánudag og sá ekki fréttina í Morgunblaðinu daginn eftir, og mér var ekki sagt af þessu fýrr en um hádegi og ég hélt að það væri verið að stríða mér. Það voru allir jafn hissa á þessu." Nú tekur nýr þjálfari við, Ásgeir Elíasson. Hvemig líst þér á? Nýtur innlendur þjálfari jafn mikillar virðingar leikmanna, sem jafn- vel leika með stóriiðum eriendis? ,>lálið er ekki bara að bera virðingu fýrir þjálfaranum. Það er sagt við þessa stráka, sem eru að spila erlendis: Af hverju eruð þið að fara í þessa leiki? Þetta er alltof mikil áhætta. Ástæðan er þó mjög einföld: menn fara bara í þessa leiki af því að þeir eru stoltir af því að spila fýrir sína þjóð, þetta er gaman og þetta er skemmtilegur hópur. Hvað þjálfarann varðar, þá er ljóst að ef taka á einn íslenskan þjálfara út úr og gera hann að landsliðsþjálfara, þá á enginn annar að koma til greina en Ásgeir. Hann hefur sýnt góðan árangur með Fram og ég efast um að nokkur þjálfari hér á landi hafi náð eins góðum árangri. Þess vegna er alveg sjálfsagt, ef það á að ráða íslenskan þjálfara, að ráða hann." Er það rétt stefna að kalla atvinnumennina heim í landsleik? „Það verður að reyna að stilla upp okkar sterkasta liði. Atvinnumennimir draga fólk á völlinn hér heima. Þeir eru vanari að spila, hvort sem það er úti eða heima. Þá eru þeir í miklu betri þjálfun, eða eiga að minnsta kosti að vera það, og það er einu sinni þannig að við erum að spila við sterkar þjóðir og þetta er spurning um að ná árangri. Ef landsliðsþjálf- ari telur þá betri en þá, sem leika heima, þá á auðvitað að kalla þá heirn." Ertu sáttur við árangurinn? „Ég er náttúrlega ekki sáttur við árangurinn, því að við höfum verið að tapa nokkrum leikj- um, en hins vegar hefur þróunin verið sú að það er stígandi í þessu hjá okkur. Við erum búnir að vera að spila marga leiki við sterk- ustu knattspymuþjóðir heims og í þessum leikjum hefur ekki verið eins mikið af slæm- um töpum og áður. Við höfum verið að tapa með eins marks mun gegn liðum eins og Tékkum og Frökkum og í þeim leikjum höf- um við verið að fá mörg mjög góð tækifæri sem við höfum ekki notað. Þessi sterku lið hafa hins vegar verið að fá frekar fá tækifæri, en hafa kannski skorað eitt mark. Ég held að við séum á góðri leið og stígandin sé eðlilegur hjá okkur. Við töpuðum úti í Wales á víta- spymu 1-0 og allir vom óánægðir. Viku seinna leika þeir við heimsmeistara Þjóðverja og unnu þá 1-0. Fyrir fjórum ámm vomm við með níu atvinnumenn í liðinu er við lékum við A-Þjóðverja og töpuðum 6- 0. Við sjáum ekki svona í dag. Við emm á réttri leið.“ Fá knattspymumenn greitt fýrir aft leika knattspymu á íslandi? , Já, þeir fá hlunnindi. Leikmönnum er hjálp- að, hvort sem þeir fá húsaleigu, bfl eða hvað sem er. Þeir fá hlunnindi. Einnig veit ég til þess að mönnum sé greitt í peningum og það vita það allir að það er gert.“ Leikmenn fara oft ungir í atvinnumennsku, hætta námi til þess aft einbeita sér að íþrótt sinni. Hvaft gera þeir þegar þeir hætta í bolt- anum. Nú veit ég aft þú, Sævar Jónsson og margir fleiri, hafa náð sér í sambönd sem nýtast þeim eftir aft þeir hætta knattspymu- iðkun. Er líf eftir fótboltann? „Ég skal segja þér eitt gott dæmi. Góður kunningi minn er núna að koma úr löngu námi, 32 ára. Hann er að koma út á vinnu- markaðinn, stórskuldugur með konu og tvö börn og á ekkert nema skuldir. Hins vegar er skólafélagi hans, sem hætti eftir menntaskóla og fór að vinna. Nú er hann búinn að koma sér upp einbýlishúsi fýrir sig og sína fjölskyldu, tvo bfla og hann fer í sitt sumarfrí. Ég meina, hvenær ertu að gera rétta hlutinn? Áttu að fara í skóla frekar en að fara út í atvinnu- mennsku? Málið er, að ég held að atvinnu- mennskan sé það góður skóli, að þeir strákar, sem eiga möguleika á að fara í atvinnu- mennskuna, eiga að gera það eins snemma og hægt er. Það má eiginlega kalla þetta iðnnám þarna úti. Þú lærir málið, ert að spila þama, þú kynnist fólki og þroskast. Því fýrr, sem þú ferð, þeim mun meiri möguleika áttu á að læra sem mest. í sambandi við teppaverslun- ina, sem ég er að setja upp, þá var það þannig að nágranni minn þar sem ég bjó í Týrklandi þegar ég var atvinnumaður og er nú mikill og góður vinur minn, á teppaverslun og er einn sá virtasti í því fagi þar í landi. Sem dæmi um það þá ætlaði hann að koma til íslands í sum- ar og sjá landsleikinn við Týrki, en hann varð að hætta við vegna þess að Bush Bandaríkja- forseti var í heimsókn í Týrklandi og það átti að verða hans fýrsta verk aö heimsækja versl- un hans, sem hann og gerði. Ég var mikið í kringum þetta hjá honum og féll alveg fýrir tyrknesku teppunum og ákvað að þrófa þetta hér. Svipaða sögu má segja um Sævar Jóns- son. Hann spilaði með svissnesku liði og for- seti þess félags átti úrafýrirtæki og þannig fékk hann áhuga fýrir úrum og að reyna að selja þau hér. haft Hins vegar verðum við að fara að vanda til þegar við erum að senda drengina út mjög unga. Þeir mega ekki fara til félaga þar sem þeir eru brotnir niður. Nú höfum við mann eins ogÁsgeir Sigurvinsson hjá Stuttgart. Það er mikilvægt fýrir okkur að hafá mann eins og hann og sést best á því þegar Eyjólfur Sverris- son fór út. Þessir drengir þurfa hjálp. En það er staðreynd, að því fýrr sem þú ferð út þeim mun betra. Lothar Matthaus fór sautján ára í atvinnumennskuna og það spyr enginn að því hvað hann ætlar og getur gert eftir að hann hættir í atvinnumennsku. En hins vegar er þetta mun harðari heimur heldur en fólk ger- ir sér grein fýrir og það eru mun minni pen- ingar í þessu en það heldur. Ef þú nærð ekki á toppinn og verður ekkert, þá liggur við að þú sért bara að bursta skóna hjá leikmönnum." Nú er óhætt aft segja aft KR-liðið séu von- brigði ársins í 1. deildinni. Hverjar eru ástæðumar íýrir slæmu gengi liðsins og eruft þið ekki vonsviknir? „Það eru örugglega mjög margir úti í bæ, sem eru mjög ánægðir með stöðu KR í dag og hlæja mikið að þessu, en auðvitað erum við vonsviknir. Við ætluðum okkur að gera stærri hluti en við gerðum. Við lentum í miklum meiðslum, það er ekki hægt að afsaka það; maður kemur í manns stað. Það, sem spilar mest inn í þetta, er að allir fjölmiðlar og þjálf- arar deildarinnar hafa trúað og það liggur við að allir hafi trúað því, að við myndum vinna þetta. Að standa undir svona vonum er líka erfitt. Þetta er náttúrlega ofsalega lærdóms- ríkt ár. Leikmönnum liðins fannst, af því við vorum svo sterkir í fýrra og byrjuðum vel í ár, að þetta ætti allt að koma af sjálfu sér. Það var ekki nóg að vinna 1-0, heldur urðu mörkin að vera fjögur eða fimm og sýna glæsilegan fót- bolta. Sjáðu lið eins og Framara. Þeir skora eitt mark og halda því og eru ánægðir með það. En það þótti bara ekki nógu gott hjá KR. Það gerðu sér allir vonir um titil. Það voru all- ir búnir að spá því.“ Hvaft verftur nú um stjömum prýtt lið KR- inga.? Leysist þaft upp? „Hvaða stjömur? Við erum bara ekki með þessar stjömur, sem allir héldu að við væmm með. Við misstum náttúrlega mjög mikið þeg- ar Rúnar Kristinsson meiddist, en hann var svona prímusmótor og við það slitnaði þetta allt saman." Hvaft verftur um KR-liðið? „Ég held að það komi bara sterkara til leiks næsta ár. Það verður a.m.k. ekki þessi pressa á okkur sem var fyrir þetta tímabil. Við höfum lært á þessu. En liðið leysist ekki upp.“ Ertu aft hætta? „Nei, nei. Það em svo margir sem vilja að ég fari að hætta, ég veit ekki út af hverju. Það er alltaf verið að spyrja mig að þessu. Eftir leik- inn á móti Dönum fékk ég þrjá blaðamenn á mig sem sögðu: Nú þetta er þá síðasti lands- leikúrinn þinn núna? Ég sagðist aldrei hafa sagt það, sem er rétt. Það virðast margir hafa þörf fyrir það að ég hætti. En ef ég tel mig sjálfan geta þetta ennþá, þá held ég áfram. Ég ætla að halda aðeins áfram." Pjetur Sigurftsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.