Tíminn - 12.09.1991, Side 3

Tíminn - 12.09.1991, Side 3
Fimmtudagur 12. september 1991 Tíminn 3 Námskeið í stjórn á áfengisdrykkju nýjung hér á landi: Um fleira að velja heldur en bindindi „Við tölum um misnotkun áfengis og truflun á umhverfi eða trufl- un fyrir einstaklinginn. Þar eigum við fyrst og fremst við hegðun viðkomandi, en ekki sjúkdóm,“ sagði Auður R. Gunnarsdóttir sál- fræðingur. Athygli vakti að hún hefur, ásamt starfsbróður sínum Ævari Árnasyni, auglýst námskeið í stjóm áfengisdrykkju. Má kannski skdlja þetta þannig, að það sé á misskilningi byggt að algert bindindi sé eini valkostur þeirra sem vilja hætta misnotkun á áfengi, sjálfum sér til skammar og öðmm til ama? Fólk, sem vill takast á við áfengis- vandamál sín, hefur, að sögn Auðar, víðast hvar um fleiri kosti að velja hvað aðstoð snertir, heldur en hér hefur tíðkasL ísland hafi líka þá sér- stöðu að umræða um áfengismál og sú meðferðarstefna, sem rekin hefúr verið af SÁÁ, sé mjög einhliða. í öðr- um löndum sé slík starfsemi bæði fjölbreyttari og jafnan rekin með hljóðlátari hætti. Fjölbreyttari möguleikar ,Með þessu námskeiði erum við fyrst og fremst að höfða til hóps, sem ekki mundi endilega falla undir skilgrein- inguna alkóhólisti. Raunar eru skoð- anir líka skiptar um það hvort sú skil- greining standist, þ.e. hvort fræðilega sé eitthvað til sem heitir alkóhólisti. Og námskeiðið byggir líka á allt öðr- um forsendum og annarri skilgrein- ingu, sem við teljum hagnýta, þannig að hún er hjálpleg í meðferð. Sú skil- greining er hins vegar ekki þess eðlis að hægt sé að fella alla, sem eiga við áfengisvandamál að etja, undir sama hatL Heldur er hún einstaklingsmið- uð.“ — Er námskeiðið þá fyrst og fremst viðbótarmöguleiki? Þ.e. að sumum nægi kannski svona námskeið til að ná tökum á vandamálum sínum - - þótt aðrir þarfnist hins vegar með- ferðar á stofnun og dugi kannski ekk- ert minna en algert bindindi? „Já, því við höfum ekki bolmagn til að taka til meðferðar fólk sem átt hef- ur við mjög alvarleg og langvarandi áfengisvandamál að stríða. Það fólk þarf annað hvort að leita til SÁÁ eða áfengisdeildar Landspítalans." Að hjálpa fólkí að hjálpa sér sjálft Námskeiðið segir Auður byija með einkaviðtali. Þar sé reynt, eftir mætti, að meta það hvort viðkomandi hefði verulegt gagn af svona námskeiði. Rannsóknir á þessu sviði séu enn ófullkomnar og engin góð mælitæki til á það hvaða meðferð/aðferð henti best fyrir hvem og einn. En nám- skeiðið sé Ld. ekki hugsað fyrir fólk, sem átt hefur við langvarandi og al- varleg vandamál að stríða. Ef um slíkt væri að ræða gæti sú staða komið upp að viðkomandi einstaklingi yrði vísað í meðferð til annarra. Námskeiðið, sem stendur nokkrar vikur, felst að öðru leyti í hópmeð- ferð. „Við reynum, með ráðgjöf og fræðslu, að koma fólki af stað við að hjálpa sér sjálft — sem er megin- markmiðið." Auður segir markmið, sem að er stefrít, geta verið mismunandi frá ein- um einstaklingi til annars. í öllum til- vikum þurfi fólk þó að læra ákveðna sjálfsstjómunartækni, hvort sem það stefni að bindindi ellegar því að ná stjóm á áfengisneyslu sinni á annan hátL Bindindi ekki alltaf raunhæft „Sú staða kemur raunar oft upp að fólk vill fara í bindindi. Og við erum því hliðholl, svo framarlega sem við teljum það raunhæft. En það getur líka stundum verið mjög óraunhæfL Tökum Ld. dæmi af tvítugum manni, þar sem svo háttar til að allir félagar hans drekka um hverja einustu helgi. Ef við ráðlegðum honum að fara í bindindi er mjög líklegt að hann mundi falla eftir 2-3 helgar. Það getur því verið raunhæfara fyrir hann að setja sér eitthvert annað mynstur sem markmið, að drekka Ld. ekki nema einu sinni í mánuði eða því um líkt, sem við mundum þá reyna að hjálpa honum til að stefna að.“ Fyrir fjölskyldumann, sem lengi hafi drukkið fremur illa, og allar aðstæð- ur, fjölskyldan og hann sjálfur, ýta undir að hann fari í bindindi, segir Auður aftur á móti geta verið um allt annað að ræða. Möguleikamir séu miklu meiri á að hann mundi halda bindindi. Helsta hætta hans felist í öðru. „Ef hann byrjaði að drekka aftur er tilhneigingin sú að allt mundi springa í loft upp. Og þar með eykst hættan á því að ef hann fær sér í eitt glas eða svo, þá haldi hann áfram að drekka. Allt eru þetta vandamál sem þarf að ræða um. Og makinn þarf þar að einhverju leyti að vera inni í mynd- inni.“ Aðferðin víða þekkt eriendis Spurð um aðsókn og árangur sagði Auður þau þegar búin að halda nokk- ur námskeið. Erlendis hafí þessi að- ferð þótt gefa góða raun fyrir suma hópa. Og vonandi verði innan tíðar hægt að athuga hvemig þetta gengur hér á landi. „Við höfum aðallega kynnst þessu í gegnum norskan sálfræðing, Fanny Duckert, sem mikið hefur unnið með þetta þar í landi. Þetta kerfi er líka mikið notað á hinum Norðurlöndun- um og sömuleiðis Ld. í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Alþjóða heilbrigðisstofhunin hefur líka lagt sitt af mörkum við rannsóknir á þessu sviði, þ.e. að reyna að finna að- ferðir sem henta til meðferðar fyrir fleiri en þá eina, sem eiga við mjög al- varleg áfengisvandamál að stríða. Að- ferðir, sem eru þá ekki eins dýrar og þær sem mest hafa verið notaðar, m.a. hér á landi.“ — En setur fólk það ekki töluvert fyrir sig, að fyrir námskeið ykkar þarf það að borga að fullu úr eigin vasa, þegar það á hinn bóginn gæti kannski farið í margra vikna meðferð að öllu leyti á kostnað ríkisins? „Það virðast samt ýmsir tilbúnir að borga fyrir annars konar þjónustu. En vitanlega bindur maður vonir við að þetta sé þjónusta sem í framtíðinni verður tekin inn í almennt heilbrigð- iskerfi. Þ.e. að annars konar aðstoð og fleiri aðferðir verði fyrir hendi til þess að hjálpa fólki að ná tökum á áfengis- vandamálum sínum," segir Auður R. Gunnarsdóttir. - HEI Útbreidd andstaða við EES fýrir vestan: Samstaða á Vestfjörðum Samstaða um óháð ísland hefur Af fundum þessum má ráða að nú verið stofnuð í Vestfjarðakjör- talsvcrð umræða á sér nú stað dæmi, en það var gert um sL meðal sjómanna um EES og EB, mánaðamóL í kjölfar þess voru en fulltrúar þessarar stéttar á haldnir kynningarfundir á ísa- fundunum voru fjölmennir og firðl og á Patreksfirði og voru töldu allir sem einn að gagn- þessir fundir vel sóttir á báðum kvæmar veiðiheimildir kæmu stoðu, enda talsverð andstaða við eldd til greina. EES á Vestjörðum, eins og nýleg Almennt voru fundarmenn sam- undirskriftasöfnun á Patreksfirði mála um nauðsyn fræðslu og er til vitnis um þar sem tæplega frekari umræðu um Evrópumál- 200 manns skrifuðu undir lista in. Fyrirhugaðir eru frekari fúnd- gegn EES. ir í kjördæminu á næstunnl. VERSLUNARMENN Á LANDSVÍSU í frétt blaðsins í gær af samninga- fundum verslunarmanna og vinnu- veitenda var eingöngu talað um að Verslunarmannafélag Reykjavíkur væri á þeim fundum. Hið rétta er að þessar viðræður eru á landsvísu og Landssamband versl- unarmanna og VR ganga saman til þessara viðræðna. Þetta leiðréttist hér með og á von- andi ekki eftir að valda misskiln- ingi. ASÍ fundar um kröfugerðina í dag. Ásmundur Stefánsson um fjárlagagerðina: Ljóst að aðgerðir ríkisstjórnarinnar geta skipt sköpum í dag verður haldinn fundur full- trúa sérsambanda og félaga innan ASÍ þar sem reynt verður að meta þær sérkröfur, sem einstök aðildar- félög vilja gera í komandi samning- um annars vegar, og að hve miklu leyti kröfugerðin verður sameigin- leg hins vegar. Samkvæmt ákvörðun, sem gerð var sl. vor, hafa samböndin og félögin verið að móta sínar sérkröfur og sum þeirra átt í viðræðum við at- vinurekendur og reynt að þoka sín- um málum áfram á þeim vettvangi og hefur sú viðleitni gengið nokkuð misjafnlega. Á fundinum í dag verða lagðar fram skýrslur um árangurinn af þessu starfi og f framhaldi af því á að meta hvernig staðið verður að framhaldinu. Enn sem komið er hefur ASÍ sem slíkt ekki átt í neinum viðræðum við vinnuveitendur og það verður ekki Ijóst fyrr en eftir fundinn í dag hvernig staðið verður að samninga- viðræðunum. „Út af fyrir sig höfum við ekki tekið neina ákvörðun um að það verði engin mál á sameiginlegu borði," sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, í samtali við Tímann í gær. „Hins vegar hefur frá upphafi verið uppi sú skoðun að ákveðin at- riði verði menn að skoða á sameig- inlegum vettvangi, eins og t.d. kaup- máttartryggingu o.fl. Það er þó líka ljóst að reynslan kennir okkur að ef við eigum að gefa af alvöru svigrúm til þess að fjallað verði um sérkröfu- mál, þá er kannski óskynsamlegt að blanda því allt of mikið saman." Almennt um horfurnar sagði Ás- mundur það ljóst að allir vildu tryggja áframhaldandi stöðugleika, þó áherslur gætu orðið eitthvað mismunandi. Talsverð óvissa væri þó með fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við fjárlaga- gerðina og í því sambandi væru uppi alls konar sögusagnir og lausafregn- ir, en fátt hins vegar um raunveru- legar niðurstöður. „Það, sem gerist á þeim vettvangi, getur auðvitað haft mikil áhrif á það hvaða möguleikar eru til þess að gera einhverja samn- inga eða ná samningum yfirleitt í sáttum," sagði Ásmundur. Hann sagði þó ekki tímabært að tjá sig frekar um áhrif fjárlagagerðarinnar fyrr en eitthvað ákveðið lægi fyrir í þeim efnum. - aá/BG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.