Tíminn - 12.09.1991, Page 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 12. september 1991
I 1 ÚTLÖND
Mikhaíl Gorbatsjov og James Baker hittast í Moskvu:
Sovétmenn ætla að flytja
hersveitir sínar frá Kúbu
Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseti sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi
fljótlega hefja viðræður um brottflutning 11.000 hermanna frá Kúbu.
„Við munum fljótlega byrja viðræður
við ráðamenn á Kúbu, um brottflutn-
ing þeirra 11.000 sovésku hermanna
sem þar eru,“ sagði Gorbatsjov á
blaðamannafundi í Moskvu í gær.
Hann átti fund með James Baker, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær.
Baker er hæst setti embættismaður-
inn sem kemur í heimsókn til
Moskvu eftir að valdaránið þann 29.
ágúst misheppnaðist, og Gorbatsjov
fékk völd að nýju.
Heimsóknin þykist hafa tekist ágæt-
lega og fór vel á með þeim Gorbatsjov
og Baker. Gorbatsjov þakkaði honum
fyrir þann stuðning sem Bandaríkin
sýndu honum þá þrjá daga sem valda-
ránið stóð yfir.
Baker var mjög sáttur við yfirlýsingu
Gorbatsjovs um Kúbu, sem hefúr ver-
ið þymir í augum Bandaríkjamanna í
meira en þrjátíu ár. Hann kallaði
þetta höfðinglegt vináttumerki.
Baker hitti Gorbatsjov á milli fúnda í
Moskvu, en þar stendur yfir þing Ráð-
stefnu um öryggi og samvinnu í Evr-
ópu (RÖSE). Þar stendur Gorbatsjov í
ströngu við að fá hjálp til stuðnings
efnahagskerfinu í Sovétríkjunum.
Ríkisstjóm George Bush Bandaríkja-
forseta hefur varað við að efnahagsað-
stoð við Sovétríkin sé nokkuð undir
því komin að Sovétrfkin hætti efna-
hagsaðstoð og hemaðaraðstoð við
Kúbu.
Baker sagði að yfírlýsingin um
Kúbu undirstrikaði að bæði hann og
Gorbatsjov væru sammála um nýjar
leiðir, og nýja stjórnmálastöðu þar
sem breytingar í Sovétríkjunum em í
brennidepli.
Stjómmálamenn í Bandaríkjunum
hafa sagt undanfarna mánuði að
stuðningur Sovétmanna við Kúbu
hafi farið minnkandi. Þeir hafa farið
fram á að þau tengsl verði alveg rofin.
Gorbatsjov hefur samþykkt að
tengslum við Kúbu verði gjörbreytt,
en segir að löndin tvö gætu samt átt
með sér viðskipti.
Hann sagðist hafa rætt við Baker
ísraelar leysa 51 Araba úr haldi:
Skriður að komast á
lausn gíslamálsins
John McCarthy fagnar þegar hann var látinn laus fyrír réttum mánuði.
ísraelar og líbanskar hersveitir,
hallar undir ísrael, létu 51 arabíska
fanga lausa í gær, og afhentu Rauða
krossinum jarðneskar leifar níu líb-
anskra skæruliða.
Vitni segja að fimm konur hafi ver-
ið meðal fanganna. Þeir vom af-
hentir Rauða krossinum í suður-
hluta Líbanon. Tálið er að þetta liðki
fyrir lausn vestrænna gísla í Líban-
on.
Þetta gerðist í kjölfar heimsóknar
Javier Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, til Iran. Hann er þar í heim-
sókn til að liðka fyrir samningum
um lausn á vestrænum gíslum, sem
sveitir bókstafstrúaðra Shíta- músl-
íma haida í gíslingu.
Ekkert hefur gerst í gíslamálinu
síðan í fyrri hluta síðasta mánaðar,
þegar breska blaðamanninum John
McCarthy og Bandaríkjamanninum
Edward Tracy var sleppt úr gíslingu.
Þessir atburðir þykja sýna að vilji sé
hjá ísraelum um að gíslaskipti nái
fram að ganga. Gíslamálið hefur
verið í pattstöðu undanfarnar vikur,
því ísraelar hafa neitað að láta nokk-
um fanga lausan nema fá upplýsing-
ar um afdrif sjö ísraelskra hermanna
sem týndust í bardaga í Líbanon fyr-
ir nokkrum árum og ekkert hefur
spurst til síðan. Þær upplýsingar,
sem Líbanir létu þeim í té um afdrif
sjömenninganna, hafa ísraelar talið
of almennar og ónothæfar. Loks
virðist því vera að komast skriður á
þetta mál.
íranir sögðu á mánudag að boltinn
væri í höndum ísraela og það væri
undir þeim komið hvaða skref yrði
tekið næst, þ.e. hvort eitthvað skref
yrði tekið.
Antoine Lahd, yfirmaður Iíbanskra
hersveita sem ísraelar styðja, segir
að þetta skref sé tekið til að hjálpa
Perez de Cuellar í tilraunum sínum
til að fá vestræna gísla lausa, og
sagði að þeir hefðu verið of lengi í
burtu frá fjölskyldum sínum.
Bretar fögnuðu því að ísraelar hafa
brotið odd af oflæti sínu og leyst
þessa fanga úr haldi. Ráðamenn í
Bretlandi sögðust vonast til að þetta
yrði til að gíslamálið leystist fljótt í
kjölfar þessa. Utanríkismálaskrif-
stofan vildi samt ekki segja til um
hvort þetta yrði til að allir vestrænu
gíslarnir í Líbanon yrðu leystir fljót-
lega. Af þeim 10 gíslum, sem enn
eru í haldi í Líbanon, eru tveir Bret-
ar.
Talsmaður breska utanríkisráðu-
neytisins sagði að vonast væri eftir
áframhaldandi samvinnu á alla
kanta til að leysa gíslamálið. Þá var
sagt að vonandi yrði þetta til að auð-
velda viðleitni Perez de Cuellars til
að leysa gíslamálið. Reuter-SIS
um „mjög áríðandi málefni", þar á
meðal sovéska efnahagskerfið, og fyr-
irsjáanlegan matvælaskort og lyfja-
hörgul.
Þá sagði hann að ríkisráðið kæmi
saman næsta mánudag til að ræða
sérstök málefni, sem þyrftu á stuðn-
ingi vestrænna þjóða að halda.
Baker lofaði ekki neinni annarri
hjálp við Sovétríkin en þegar er búið
að tala um. Hann tók fram að Wash-
ington drægi skýr mörk á milli hjálp-
ar við fólk og tæknilega aðstoð ann-
ars vegar og hins vegar annarrar að-
stoðar við Sovétríkin sem miðaði að
viðreisn efnahagskerfisins.
Þá sagði Baker að þeir Gorbatsjov
hefðu eytt löngum tíma í að ræða
mikilvægi trúverðugra umbóta á
efnahagskerfinu. Sérstaklega til að fá
inni hjá stofnunum á borð við Al-
þjóðlega gjaldeyrissjóðinn.
Gorbatsjov ítrekaði áform sín um að
koma á markaðskerfi í Sovétríkjun-
um og styrkja stöðu rúblunnar á al-
þjóðavettvangi. Hann talaði einnig
um að samvinna Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna myndi halda áfram í
framtíðinni. Og talaði þá um friðar-
ráðstefnuna um málefni Miðaustur-
landa, en bæði þessi ríki styðja og
standa að þessari ráðstefnu.
Baker sagði að hann væri þess full-
viss að samvinna á efnahagssviðinu
og stjómmálasviðinu væri nauðsyn-
leg milli Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna.
Reuter-SIS
Fréttayfirlit
MOSKVA - 10 manns af 14, sem
handtekin voru vegna ásakana
um aðlld aö valdaráninu f
llðka fyrir setu þeirra á friðarráð-
stefnu um mátefnl Miðaustur-
landa
PARÍS - Forsætisráðherrar
Grikklands og Tyrklands eru á
Moskvu, hafa verið ieyst úr haidí, fundi tll aö ræða málefnl Kýpur.
og dæmd saklaus. Þeir, sem
dæmdir eru sekir, eiga á hættu að KUVÆT - Mannréttindasamtök
verða teknlr af lifi, sakaöir um segja að á hveijum degi séu
landráð. mannréttindí brotin í Kúvæt, og
__ að enn séu stríösfangar f haidi
BELGRAD - Hersveitir Serba og þar, þótt sex mánuðlr séu liðnlr
Króata halda átökum áfram í sfðan stríðinu lauk.
Króatíu.
JÓHANNESARBORG - Að
minnsta kosti fimm manns létu líf-
Ið f miklum átökum á milli svartra
þjóðflokka f gær. Sfðan óefrðlr á
mllli þjóðflokkanna hófust hafa
nálægt 100 manns látfð lífiö.
FORT WORTH, Texas - Sam-
komulag virðist vera f nánd á mlili
tennisstjömunnar Martlnu Navra-
tllova og fyrrum ástkonu hennar,
sem hefúr krafist helmfngs allra
hennar elgna eftir að slitnaðl upp
úr sambúð þeirra.
JERÚSALEM - fsraelski harð- NAÍRÓBÍ - Douglas Hurd, utan-
finumaðurinn Arlel Sharon seglr ríklsráðherra Bretiands, er farinn f
að Bandaríkjamenn hafi fafliö í ar- opinbera heimsökn til Kenýa. Ke-
abfska gildru með því aö halda að nýa er fyrrum nýlenda Breta.
efnahagsaðstoð við fsrael munl
Sovéskar hersveitir flytjast
frá Eystrasaltsríkjunum
Jevgeny Shaposhnikov, varnarmála-'
ráðherra Sovétríkjanna, sagði í gær
að Moskva væri tilbúin til að kalla
hersveitir sínar heim frá Eystrasalts-
ríkjunum. Hann sagði þetta eftir
fund sinn með háttsettum mönnum
frá Lettlandi í Ríga.
Hann sagðist álíta að flutningur
hersveita frá landsvæðum Eystra-
saltsríkjanna gæti hafist árið 1994,
þegar allir hnútar um flutning her-
sveita frá Austur-Evrópu væru leyst-
ir. Moskva hefur samþykkt að her-
sveitir Sovétmanna í fyrrum Austur-
Þýskalandi væru komnar heim árið
1994.
Talavs Jundzis, forseti lettneska
þingsins, sagði að yfirvöld landsins
vildu að hersveitirnar færu sem fyrst
á brott, en það væri ekki af öryggis-
ástæðum heldur frekar vegna pláss-
leysis og skorts á húsnæði fyrir her-
mennina.
Lettneskir embættismenn segja að
um 80.000 sovéskir hérmenn séu á
þeirra landsvæði. Yfirvöld í Sovét-
ríkjunum hafa aldrei staðfest hversu
marga hermenn þau hafa í Eystra-
saltsríkjunum.
Reuter-SIS
Wisconsin-morðinginn kemurfyrir rétt í fyrsta sinn:
Hann játar á sig a.m.k. 16 morö
Jeffrey Dahmer játaði í gær ákæru
um að hafa myrt 15 unga karlmenn
og drengi. Lík nokkurra þeirra fund-
ust í ibúð hans, illa útleikin.
Verjandi Dahmers fór fríun á að
hann yrði dæmdur saklaus, eða sak-
laus því hann værí ekki sakhæfur.
Réttarhöld yfir honum byija þann
27. janúar.
Ákæruvaldið verður að sýna fram á
sekt Dahmers í fyrsta áfanga réttar-
haldanna, og ef hann verður sakfelld-
ur verður verjandi hans að sýna fram
á að hann sé ósakhæfur.
Gerald Boyle, verjandi Dahmers,
sagði í gær að hann vonaðist til að
eitthvað gott kæmi út úr þessu hrylli-
lega máli og hvað hefði fengið þennan
mann til að fremja slík óhæfúverk.
„Hver sá, sem heldur að þessi ungi
maður hafi ekki framið þessi ódæðis-
verk, hlýtur að vera blindur á stað-
reyndir málsins. Hvers vegna gerði
hann þetta? Ég hef sjálfur ekki hug-
mynd,“ sagði Boyle.
Jeffrey Dahmer kom fyrir rétt í gær.
Hann hafði látið sér vaxa skegg, var í
bleikum bol og appelsínugulum
fangabuxum. Boyle sagði að Dahmer
væri mjög langt niðri, og væri undir
ströngu eftirliti svo hann fremdi ekki
sjálfsmorð.
Dahmer hefur verið ákærður fyrir 15
af þeim 16 morðum sem hann hefur
játað að hafa framið í Wisconsin. Þá
hefur hann játað að hafa myrt alls 17
menn. Þann sautjánda, sem ekkert
hefur fundist um, segist hann hafa
kyrkt, hlutað líkið í sundur og grafið
nálægt heimaslóðum sínum árið
1978.
Ef Dahmer verður úrskurðaður geð-
veikur verður hann vistaður á geð-
sjúkrahúsi í Wisconsin og gæti losnað
þaðan ef og þegar hann verður úr-
skurðaður heilbrigður að nýju og
ekki hættulegur umhverfinu.
í Wisconsin er dauðadómur ekki
ieyfilegur, en Dahmer stendur
frammi fyrir því að verða dæmdur í
lífstíðarfangelsi fyrir hvert morð sem
hann framdi.
Flestir lögfræðingar telja útilokað að
hann verði nokkum tímann látinn
laus án eftirlits.
Dahmer er ákærður fyrir að hafa gef-
ið fómarlömbum sínum eiturlyf og
síðan kyrkt þau, haft mök við lík
þeirra og síðan hlutað þau í sundur
með keðjusög.
Þegar kvartað var undan fnyk úr
íbúð hans, fann lögreglan hluta af
nokkmm líkömum, höfuð sem höfðu
verið soðin, líkamshluta sem lágu í
sýru til upplausnar. Hann er jafnvel
talinn hala lagt sér líkamsleifar fóm-
arlambanna til munns. Lögreglan
hafði ekki hugmynd um að raðmorð-
ingi gengi laus í bænum, og fann
hann því aðeins fyrir tilviljun. Mál
þetta hefúr vakið mikinn óhug meðal
fólks, en sérfræðingar hafa sagt að
fjöldi raðarmorðingja sé laus á götum
úti í Bandaríkjunum án þess að nokk-
ur hafi hugmynd um það. Reuter-SIS