Tíminn - 12.09.1991, Qupperneq 5
Fimmtudagur 12. september 1991
Tíminn 5
Rekstur Perlunnar yfir 20 milljónir á ári, en leigan aðeins 12-14 milljónir:
Húsaleigan dugar ekki
fyrir rekstrarkostnaöi
Rekstrarkostnaður Hitaveitu Reykjavíkur vegna Perlunnar er áætl-
aður 20,5 milljónir króna á næsta ári, samkvæmt svari hitaveitu-
stjóra vegna fyrirspuma Sigrúnar Magnúsdóttur í borgarráði. Húsa-
leiga af Perlunni er aftur á móti áætluð um 12-14 milljónir á ári og
nægir því aðeins fyrir um 2/3 rekstrarkostnaðarins.
Ff«mk«aemda<mllun Ultaveilu R«yl»l»vlltur 1991 ■ 1996
[ þúa. kr.
1091 1992 1993 1994 1995
Nesjavallavlrkjun 2. áf. 147.000 30.000 225.000 200.000
Nesjavallavirkjun 3. ðfangi 400.000
Suðurað 132.000 500.000 200.000
Draifikérfl 104.000 130.000 130.000 130.000 130.000
Helmæðar og tenglngar 75.000 80.000 80.000 80.000 80.000
Útsýnishúi ð öskjuhllð 572.300
Raykjaæð 130.000 29.000 195.000
Húsbygging Grensðsvegl 1 50.000
Blrgðageymsla 20.000 40.000 40.000
Starfsmannahús ð Nesjavðllum 55.000 55.000
Samtals 1.110.300 740.000 G90.000 534.000 1.045.000
útreikningum sínum komust borgarráðsmenn Sjálfstæðisflokksins að þeirri merkilegu niðurstöðu
að 740 m.kr. framkvæmdir á næsta ári þýði 38% aukning frá 1.110 m.kr. framkvæmdum í árl
Hitaveitan hefur því minna en ekk-
ert upp í byggingarkostnað og/eða
vexti og afborganir af 450 m.kr. lán-
inu sem ákveðið var að taka til að
bjarga Hitaveitunni út úr bygging-
arskuldunum. Stærsti kostnaðarlið-
urinn við rekstur Perlunnar eru
fasteignagjöld, 8,3 milljónir, þá 5,6
millj. í rafmagn, 2,8 millj. í hita, 2,1
millj. í Iaun húsvarðar og 1,8 millj-
ónir í viðhald og glerhreinsun.
Eftirlit algerlega úr
böndunum, segir
hitaveitustjóri
í áðumefhdu svari hitaveitustjóra,
Gunnars H. Kristinssonar, kemur
fram að framkvæmdastjóri lög-
fræði- og stjómsýsludeildar, hönn-
uður hússins og byggingarstjóri
sátu af hálfu Hitaveitunnar fundi þá
þar sem ákvarðanir vom teknar um
þær breytingar og viðbætur, sem
leigutaki fór fram á eftir gerð leigu-
samnings í október í fyrra. Og bygg-
ingarstjóri hafi síðan stjórnað þeim
fundum þar sem ákvarðanir vom
teknar um einstaka verkþætti og út-
færslur. Kostnaður við þessar breyt-
ingar, sem áætlaður var um 230
m.kr. í áætlun frá 12. desember s.l.,
segir hitaveitustjóri hafa reynst
mjög vanmetinn.
Hitaveitustjóri segir síðan: „Ljóst
er að eftirlit með kostnaði við bygg-
inguna hefur farið algerlega úr
böndunum á þessu ári, og endur-
skoðun kostnaðar, sem var vemlega
vanmetinn fyrir, fallið niður."
Byggingarstjóri valdi
hönnuðina
Hitaveitustjóri upplýsir að bygg-
ingarstjóri hafi átt mestan þátt í vali
hönnuða.
Arkitektinn var valinn þannig, að
ákveðið var að taka hugmyndum
hans um gerð hússins.
Fjarhitun hf. var valin til að hanna
burðarvirki og hitakerfi vegna þess
að hún hafði áður hannað vatns-
geymana.
Rafteikning var valin vegna góðrar
fyrri reynslu, m.a. af hönnun raf-
Iagnar Borgarleikhússins.
Hljóð hf. varð fyrir valinu sem
hljóðhönnuður, því að þeir vom sá
aðili (af tveim mögulegum) sem
reyndist heimilisfastur hér á landi.
Um 140% hækkun á
„eldhúsgræjum“
í leigusamningi var gert ráð fyrir
að Ieigutaki Iegði fram búnað í eld-
hús og veitingasali fyrir 40 milljónir
kr. (sem Hitaveitan eignast á 10 ára
leigutíma). Með viðbótarákvæði,
sem síðar var bætt við, var ákveðið
að ef leigutaki (veitingamenn)
keypti búnað og innréttingar fyrir
hærri fjárhæð, mundi Hitaveitan
endurgreiða honum mismuninn
(sem óvart varð einar 58 milljónir,
eða um 140% umfram upphaflega
áætlun).
38% aukning
meirihlutans?
Margar bókanir vom gerðar í borg-
arráði vegna Perlunnar. Sigrún
Magnúsdóttir lét m.a. bóka, að þrátt
fyrir 450 m.kr. lántöku verði Hita-
veitan nú að draga saman allar
framkvæmdir, orkuöflun, bygging-
arframkvæmdir, viðhald og endur-
nýjun lagna. Hin dýra Perla sé því
mikill baggi á Hitaveitunni.
Borgarráðsmenn Sjálfstæðisflokks-
ins bókuðu á móti að samkvæmt
framkvæmdaáætlun H.R. 1992-
1995 séu ráðgerðar 740 m.kr. fram-
kvæmdir á næsta ári, „sem er 38%
aukning frá þessu ári“. Þegar litið er
á framkvæmdaáætlunina (sem fylgir
hér með), virðist þarna vægast sagt
um merkilega niðurstöðu að ræða,
að 740 m.kr. framkvæmdir á næsta
ári séu 38% meiri en 1.110 m.kr.
framkvæmdir í ár. Framkvæmda-
áætlunin bendir þvert á móti til þess
að stefnt sé að verulegum samdrætti
í framkvæmdum næstu þrjú árin.
Hækkun um góð
árslaun á 1 viku
í bókun Sigrúnar Magnúsdóttur
vekur m.a. athygli að í yfirliti hita-
veitustjóra 27. ágúst, um kostnað
Perlunnar 1991, sé greiðsla til arki-
tekts 13,5 milljónir, en er síðan
komin í 15 milljónir í sundurliðuð-
um hönnunarkostnaði 4. september.
tfk einni viku hækkar upphæðin um
dágóð árslaun borgarstarfsmanns,"
segir Sigrún.
Sigurjón Pétursson lét m.a. bóka
um Perluna: „Þessi framkvæmd er
að mínu mati versta fjármálasukk,
sem upp hefúr komið í framkvæmd-
um á vegum borgarinnar í áratugi."
Eftir tillögu, sem Katrín Fjeldsted
lagði fram, að dæma, virðist hún
heldur ekki ánægð með framgang
mála. Þar segir m.a.: „Borgarráð
samþykkir að byggingamefndir
skipaðar kjörnum fulltrúum hafi yf-
irumsjón með einstökum stórum
framkvæmdum á vegum borgarinn-
ar.“ - HEI
Ólga í flugheiminum vegna hugmynda Flugmálastjórnar um að fela einum
aðila alla kennslu til atvinnuflugprófs. Helgi Jónsson flugkennari:
Flugmálastjóri van-
virðir minn skóla
„Ég hef ákveðið að höfða mál á
hendur flugmálastjóra vegna at-
vinnurógs gagnvart mínum flug-
skóla,“ segir Helgi Jónsson, flug-
stjóri og framkvæmdastjóri Odin
Air og Flugskóla Helga Jónssonar.
Það eru ummæli, sem höfð eru eft-
ir flugmálastjóra í frétt í Morgun-
blaðinu í gær þar sem hann telur að
aðeins Vesturflug hf. og Flugtak hf.
séu að hans mati hæf til að annast
kennslu til atvinnuflugprófs.
Helgi sagði í gær að flugmálastjóri
gerði með ummælum sfnum lítið úr
Flugskóla Helga Jónssonar, sem
hefði um 27 ára skeið kennt flug og
útskrifað stærri hluta starfandi ís-
lenskra atvinnuflugmanna en nokk-
ur annar flugskóli. „Okkar flugmenn
starfa um allan heim og meirihluti
íslenskra flugmanna hjá Cargolux
eru t.d. gamlir nemendur okkar og
fljúga stærstu flugvélum, sem í um-
ferð eru, við góðan orðstír," segir
Helgi.
Helgi segir að flugmálastjóri sé að
reyna að fá einum aðila einkarétt á
allri kennslu til atvinnuflugprófs,
þ.e.a.s. Flugtaki hf., og beiti í þeim
tilgangi aðferðum sem samrýmist
ekki leikreglum í lýðræðisríki og
hljóti að mistakast.
„Ef Helgi vinur minn vill stefna
mér, þá gerir hann það, en ég hef
hvorki fyrr né síðar lagt illt orð til
Flugskóla Helga Jónssonar," sagði
Pétur Einarsson flugmálastjóri.
Flugmálastjóri segir að bókleg og
verkleg kennsla til atvinnuflugprófs
hafi verið í höndum einkaskóla til
ársins 1978, en bóklega kennslan þá
falin Fjölbrautaskóla Suðurnesja og
framkvæmd undir samstjórn skól-
ans og Flugmálastjórnar. Hann
sagði að atvinnuflugnám væri frum-
stætt hér á landi og nauðsynlegt að
samræma verklega og bóklega
kennslu. „Við höfum skoðað málið
lengi og sendum út bréf fyrir viku
síðan til allra skóla, sem stundað
hafa verklega kennslu og útskrifað
atvinnuflugmenn sl. fimm ár, og
óskum eftir undirtektum þeirra við
hugmyndum okkar,“ sagði Pétur.
Hann segir að Vesturflug hafi út-
skrifað 22 atvinnuflugmenn, Flug-
skóli Akureyrar 2, Flugskóli Helga
Jónssonar 1 og Flugtak hf. 32. Af
þessum fjórum skólum séu því Flug-
tak hf. og Vesturflug hf. tvímæla-
laust hæfir á þessari stundu til að
taka að sér atvinnuflugkennslu að
fúllu.
Flugmálastjóri segir nauðsynlegt
að taka upp nýja háttu í atvinnuflug-
kennslu, vegna þess að búið sé að
stofna staðalsamband loftferðaeftir-
lita í Evrópu, sem væri að vinna að
sameiginlegum kröfum. um mennt-
un atvinnuflugmanna. Þegar hann
taki gildi, muni íslenskt skírteini
gilda hvar sem er innan þessa staðal-
sambands. Því verði að uppfylla
kröfur sem þar verða gerðar. Flug-
nám sé einnig afar dýrt og ekkert
niðurgreitt af ríkinu. Því sé Flug-
málastjórn áfram um að verðið sé
sem hagstæðast og námið sem hag-
nýtast fyrir nemendur.
I þriðja lagi segir flugmálastjóri að
aldrei hafi staðið til að breyta fyrir-
komulagi náms til einkaflugprófs og
þeir skólar, sem leyfi hafi til þeirrar
kennslu, muni hafa það áfram, að
öllu óbreyttu. „Þeir, sem nú hafa
leyfi til atvinnuflugkennslu, munu
halda þvf áfram og nemendur, sem
nú eru í einhverjum öðrum skólum
en sem hugsanlega fá atvinnuflug-
kennsluna í sínar hendur, munu
geta haldið áfram námi sínu þar sem
þeir eru nú. Þá var hugmyndin að
semja við einn flugskóla í þrjú ár og
endurskoða samninginn árlega. Það
hefur enn ekkert verið gert í þessu
máli annað en kanna hug flugskól-
anna til þessara mála,“ sagði Pétur
Einarsson flugmálastjóri.
—sá
Gunnar H. Kristínsson hitaveitustjöri:
að hruni
„Það er þó ckki vegna sögunnar
um að Perlan sé að hrynja?“
sagðí Gunnar H. KristSnsson
hitaveitustjórí,
þegar blaðið hafði samband við
hann vegna nýrra lausafregna af
Perlunni í Oskjuhlfð. Gunnar
sagði engan fót vera fyrir því að
mætti hluta af miklum
verídræði- og eftirlitskostnaði við
Perluna tíl þess að burðarviríri í
hvolfþalri hafi sigið um 2-3 cm.
Hann sagði að slíkt sig myndi
ekki sjást með berum augum og
engar mælingar hafi verið gerðar
til að kanna þetta, enda ekki gef-
ist nokkur ástæða til þess, þar
sem hann vissi ckld betur en
Perlan væri eíns traust og hún
gæti verið. Hann kunni enga
skýringu á því hvernig sögusagn-
ir um þetta hefðu komist á kreik,
taldi helst að einhver hrekkjalóm-
ur hefði komið henni af stað.
Bæjarþing Hafnarijarðar:
8 m án. fyrir
á rás með hamri
Fallinn er dómur í bæjarþingi Hafn-
arfjarðar í máli mannsins sem
ákærður var fyrir tilraun til mann-
dráps er hann réðst að sofandi eig-
inkonu sinni með hamri aðfaranótt
hins 3. júlí sl. Maðurinn var dæmd-
ur til 18 mánaða óskilorðsbundinn-
ar fangelsisvistar.
í dóminum er ekki fallist á megin-
kröfu ákæruvaldsins um að tilraun
til manndráps hafi verið að ræða,
enda skorti frekari sannanir og
ákærði neiti staðfastlega. Brot
ákærða felst hins vegar í líkamsárás
á konu sína með hættulegu vopni.
Gæsluvarðhaldsvist hins dæmda,
alls 77 dagar, kemur til frádráttar frá
fangelsisvistinni.