Tíminn - 13.09.1991, Page 1

Tíminn - 13.09.1991, Page 1
Tilkynning heilbrigðisráðherra um að breyta St. Jósefsspítala í hjúkrunar- heimili fyrir aldraða kom stjórn spítalans og bæjaryfirvöldum í opna skjöldu: Ræna sjúkrahúsinu af Hafnfirðingum Heilbrigðisráöherra hefur einhliða og fyrirvaralaust ákveðið að leggja niður St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og setja þar þess í stað á fót hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða. Stjórnendum spítalans var tilkynnt um þetta í vik- unni um leið og þeim var gert Ijóst að breytingin yrði að eiga sér stað fyrir áramót. Það telja spítalamenn hins vegar gjörsamlega óframkvæmanlegt. Heilbrigðisráð- herra hafði ekkert samráð við flokksbróður sinn, Guð- mund Árna Stefánsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði, um þessa ákvörðun, en Hafnarfjörður á þó 15% í spítalan- um. Bæjarstjórinn segir þetta einsdæmi í samskiptum sveitarfélaga og ráðuneyta og kallar þetta fljótræðis- ákvarðanir. Nái þessi ákvörðun fram að ganga verða Hafnfirðingar í einu vetfangi sviptir deildarskiptu sjúkrahúsi, sem þeir töldu sig hafa fjárfest í fyrir fjórum árum. • Blaðsíða 5 Guðmundur Ámi Stefánsson Sighvatur Björgvinsson ræddi segir ákvörðun Sighvats fljót- ekki ákvarðanir sínar við bæjaryf- fæmi og einsdæmi. irvöld í Hafnarfirði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.