Tíminn - 13.09.1991, Qupperneq 9
Föstudagur 13. september 1991
Tíminn 9
í
Sigrún Sturludóttir Sigrún Magnúsdóttir Sigríöur Hjartar Bjarney Bjarnadóttir
10 ára
afmælisþing L.F.K.
Landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður haldiö
( Reykjavlk dagana 4. og 5. október nk. að Borgartúni 6.
[ tilefni af 10 ára afmæli Landssambands framsóknar-
kvenna býður Félag framsóknarkvenna I Reykjavlk til
skoðunarferðar föstudaginn 4. október. Við heimsækjum
fyrirtæki og stofnanir borgarinnar, sem ekki eru alltaf til
Guðrún Sveinsdóttir
sýnis almenningi, undir leiðsögn Sigrúnar Magnúsdóttur og Sigrlðar Hjartar.
Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður I boði FFK.
Laugardagskvöldið 5. október er lokahóf Landsþingsins að Borgartúni 6, sem
jafnframt verður afmælishóf með skemmtidagskrá.
Við hvetjum framsóknarkonur um land allt til að fjölmenna á afmælisþingið.
Afmællsnefndln
Reykjavík -
Viðtalstímar
Finnur Ingólfsson, alþingismaður, verður með viðtalstlma á
skrifstofu Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 20, 3. hæð,
þriðjudaglnn 17. septemberkl. 17.00-19.00.
Ólafsvík
Aðalfundur framsóknarfélaganna I Ólafsvfk verður haldinn
fimmtudaginn 19. september kl. 20.30 I Framsóknarhúsinu.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning á Kjördæmisþing.
3. Almennar umræöur um málefni bæjarfélagsins.
4. Ingibjörg Pálmadóttir alþingism. ræðir um starfið
framundan.
Stjómln.
Fulltrúaráð framsóknar
félaganna í Reykjavík
Drætti I skyndihappdrættinu hefur verið frestað.
Nánar auglýst síðar.
Alúðarþakkir og kveðjur sendi ég öllum þeim sem
glöddu mig á einn eða annan hátt þann 28. ágúst
síðastliðinn.
Guðmundur Pétursson
frá Gullberastöðum
Eiginmaður minn
Ingólfur Eide Eyjólfsson
Garðbraut 74, Garði
verður jarðsunginn frá Útskálakirkju laugardaginn 14. september kl.
14.00.
Eria Magnúsdóttir
Ringo Starr og Barbara Bach hafa snúið við blaðinu, flutt til Monte Carlo og hætt öllu sukki.
Gömlu brýnin róast og fullorðnast:
Ringo Starr farinn
að borða grænmeti
Ringo Starr, fyrrum trommari í
goðsagnarbandinu frá Liverpool
sem nefridist Bítlarnir, og eigin-
kona hans Barbara Bach, fyrrum
Bond- leikkona, hafa komist yfir
áfengissýki og fíkniefnanotkun.
Þau hafa búið sér fallegt heimili í
Monte Carlo þar sem þeim líður
betur og lifa heilbrigðara lífi en
þau hafa gert f mörg ár. Borða
góðan og hollan mat og halda sér
í góðu formi.
Ringo vinnur að nýrri plötu og
Barbara er að byrja nám í sál-
fræði. Þau hafa verið gift í tíu ár
og eiga alls 5 uppkomin börn.
Synir Ringos heita Zak 25 ára, Ja-
son 23 ára og Lee 20 ára. Börn
Barböru heita Francesca 23 ára
og Gianni 19 ára og eru í háskóla.
Þau hjónakorn reyna að hjálpa
hvort öðru við að ánetjast ekki
fíkniefhum að nýju.
En líkar þeim vel að búa í Monte
Carlo? Ringo segir að það sé frá-
bært. „Ef ekki væri nema veðrið,
sem er gott, alltaf. Ekki eins og í
Englandi þar sem ég bjó í öll
þessi ár. Hérna er allt svo frjálst
og umhverfið allt fallegt," segir
Ringo. Kona hans tekur undir
þessi orð hans og segir fegurð
umhverfisins ótrúlega. „Það er
Iíka ágætt að búa bara ein með
Ringo. Ég held það hafi reynst
okkur báðum til góðs að flytja
hingað. Sólin skín allan daginn,
þetta er indælt."
Ringo eyðir frístundum sínum
í að mála, fara í gönguferðir,
synda, liggja í sólbaði, lesa og
borða góðan mat. Þess á milli
vinnur hann að plötu með Don
Juaz, Phil Ramone og Jeff Lynne.
Bítillinn síungi hefur nóg að gera
og við eigum örugglega eftir að
heyra í honum af plasti fljótlega.
Francesca, dóttir Barböru,
kemur oft í heimsókn til
þeirra.
Meö því að hjálpa hvort öðru hefur þeim tekist að yfirstíga ým-
is vandamál, eins og eiturlyfja- og áfengisnotkun.