Tíminn - 19.09.1991, Síða 5

Tíminn - 19.09.1991, Síða 5
Fimmtudagur 19. september 1991 Tíminn 5 Sigrún Magnúsdóttir leggur til að borgarstjórn endurmeti rekstur Sorpu: SORPINU SMYGLAÐ FRAMHJÁ KERFINU Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi leggur til að borgarstjóm beiti sér fyrir gagngeru endurmati á gjaidskrá, starfsháttum og rekstri Sorpu bs. í greinargerð með tillögunni, sem Sigrún leggur fram á fundi borgar- stjórnar í dag, segir: „í ljósi fenginn- ar reynslu er óhjákvæmilegt að end- urmeta gjörsamlega gjaldskrá, rekstur og starfshætti fyrirtækisins. Starfsemi Sorpu bs. var ætlað að stuðla að bættri sorphirðu og auk- inni umhverfismenningu, þar sem opnir sorphaugar væru aflagðir. Á þessu hefur orðið mikill misbrestur. Gjaldskrá fyrirtækisins er því miður þannig, að spilliefni skila sér ekki og þeim er hent í sjó eða komið fyrir með öðrum hætti. Gjaldskráin knýr gámafyrirtæki til að koma með sorp í stórum gámum, því standa stórir gámar opnir dögum saman á meðan verið er að safna í þá, öllum til ama nema varginum. Þá er innvegið magn sorps minna en gert var ráð fyrir, þannig að ljóst er að verulegu magni sorps hlýtur að vera fyrirkomið með öðrum hætti. Ekki reynist unnt að bagga allt sorp, s.s. fiskúrgang o.fl., og því er eftir sem áður verulegt magn sett á opna hauga. Óhjákvæmilegt er að hefja brennslu sorps í einhverjum mæíi. Það er sorglegt til þess að vita að fyr- irkomulag, sem átti að bæta um- hverfismenningu og stuðla að um- hverfisvemd, hefur í veigamiklum atriðum orðið til hins gagnstæða. Borgarstjóm ber því að hafa for- göngu um gagngerar breytingar til að ná upphaflegum tilgangi." Sigrún Magnúsdóttir sagði í sam- tali við Tímann í gær: „Ég hef áhyggjur af því að við séum að fara í alveg öfuga átt við þá sem við ætluð- um okkur með því að hverfa frá opn- um haugum. Ég hef fregnir af því að fólk hendi msli í sjóinn, keyri með msl á opna hauga á Selfossi og Akra- nesi o.s.frv. frekar en að greiða skila- gjald til Sorpu. Og ef það er stað- reynd að gjaldskrá Sorpu sé svo há að spilliefni skili sér ekki, er það al- varlegt mál sem taka verður á af festu. Ég spyr hvort ekki sé rétt að lækka gjaldskrána, eða jafnvel að sveitarfélögin taki þetta að sér eins og hverja aðra þjónustu, að taka við spilliefnum, svo að þau spilli ekki umhverfinu. Það hefur komið í ljós að stóran hluta sorpsins er ekki hægt að bagga og því neyðumst við til að hafa opna hauga. Þess vegna segi ég að sorp- böggun var spor í rétta átt, en ekki nógu stórt. Ég tel að við hefðum átt að fara út í fullkomna brennslustöð, eins og bent var á fyrir tveimur ár- um. Undirbúningurinn var ekki nærri nógu góður. Og til að bæta gráu ofan á svart er hinn venjulegi borgari alveg mglaður í þessum málum. En alvarlegast er ef þetta verður að- eins til að spilla árangri í umhverfis- málum. Þegar við höfðum opna hauga fór þó að minnsta kosti allt sorpið þangað," segir Sigrún Magn- úsdóttir borgarfulltrúi. -aá. Skipað í embætti Þingvallaprests: Séra Hanna María þjóðgarðsvörður Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur skipað séra Hönnu Maríu Pétursdóttur í embætti sóknarprests á Þingvöllum frá og með 1. október 1991. Hanna María mun jafnframt gegna starí! þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Þingvallanefnd mælti með því að Hanna María yrði skipuð í starfið. Hún var valin úr hópi níu umsækj- enda. Séra Hanna María sagðist vera mjög hamingjusöm og þakklát ráð- herra og Þingvallanefnd íyrir það traust sem sér hafi verið sýnt. Séra Hanna María hefur ekki verið sókn- arprestur síðastliðin 6 ár. Hún sagð- ist vera afskaplega ánægð með að vera orðin starfandi sóknarprestur aftur og sérstaklega ánægð með að fá tækifæri til að starfa á Þingvöll- um. ,Á Þingvöllum bíða mín mörg spennandi verkefni. Hæst ber undir- búningur að 1000 ára afmæli kristnitöku á íslandi. Ég kvíði ekki þeim verkefnum sem bíða. Það er mjög vel haldið utan um þennan stað af Þingvallanefnd. Séra Heimir hefúr unnið gott starf og ég á því von á að það verði gott að koma að þessu búi,“ sagði séra Hanna María. -EÓ Séra Hanna María Pétursdóttir. Hvað á sýslumaðurinn í Árnessýslu að gera við 11 myndir sem hann keypti ekki? OLI Þ. KEYPTI 11 LISTAVERK Sýslumannsembættið í Ámessýslu fékk nýverið í hendur 11 vatnslita- myndir efltir Grétar Hjaltason, lista- mann á SelfossL Embættismönnum þar á bæ mun ekki vera Ijóst hvað gera á við þessar myndir, enda voru þær ekki keyptar að frumkvæði þeirra. Það mun hafa verið Óli Þ. Guðbjartsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem tók ákvörðun um að kaupa myndimar. Ókunnugt er um kaupverðið. Andrés Valdimarsson, sýslumaður í Ámessýslu, staðfesti að umræddar myndir væru í eigu sýslumannsemb- ættisins og jafnframt að hann heföi ekki tekið ákvörðun um að kaupa myndimar. Hann vildi að öðm leyti ekíri tjá sig um málið, en vísaði á dóms- málaráðuneytið. Ekki náðist í embætt- ismenn í ráðuneytinu sem gátu gefið frekari skýringar á þessum kaupum. Umræddar vatnslitamyndir vom á sýningu í Reykjavík og vom þar til sölu. Eitthvað mun sala hafa verið dræm. Eftír að fyrrverandi dómsmálaráðherra ákvað að kaupa myndimar vom þær settar í geymslu í Reykjavík. Nýlega var þeim komið tíl réttra eigenda á Sel- fossi. Hjá sýslumannsembættínu vita menn hins vegar ekki almennilega hvað gera á við myndimar. Vélstjórafélag Islands: Banni mætt með hörku „Almennur félagsfundur Vélstjóra- félags íslands mótmælir harðlega hugmyndum fiskvinnslunnar um að draga stórlega úr og jafnvel banna allan útflutning á ákveðnum teg- undum af ferskum fiski. Verð á fiskmörkuðum erlendis hef- ur verið mjög gott að undanförnu og verið allt að 173% hærra á sum- um tegundum en verð á innlendum mörkuðum. Að leggja til bann á út- flutningi á ferskum fiski við slíkar aðstæður er harkaleg árás á kjör sjó- manna, sem mætt verður af fyllstu hörku." —Fr.tfik. Vífilfell gefur H.í. 10 m.kr. Verksmiðjan VífUfeU gaf í gær Háskóla íslands 10 migjón kr. peningagjöf í 80 ára afmælisgjöf. Gjöfin er gefin í minn- ingu Björns Ólafssonar, stofnanda fyrir- tækisms og fyrrum menntamálaráð- herra. Háskólinn hefúr nýlega fest kaup á hús- inu Haga, en í þeim húsakynnum hóf Bjöm Ólafsson rekstur fyrirtækisins fyrir tæpum 50 árum. í Haga verða kennsla og rannsóknir í lyfjafræði lyfsala tíl húsa. I minningu Bjöms, sem brautryðjanda og áhugamanns um menntun og vísindi, hefur Háskólinn ákveðið að láta nafn hans tengjast einni rannsóknarstofú sem rekin verður í húsinu. Frá afhendingu peningagjafar Vífilfells til H.f. Sveinbjörn Bjöms- son rektor tekur viö gjöfinni úr hendi stjórnarformanns Vífilfells. Tfmamynd: Aml Bjama Tiiiaga stjórnar- andstöðunnar á borgarstjórnar- fundi Reykjavíkur í kvöid: Sporvagnar og/eða lestir gegn loftmengun r gai g a rg I II Hlflí 121111 lí i Hv|i«jflviiv Fyrlr borgarstjórnarfundi í kvöld liggur tillaga frá fnlitrú- um stjómarandstöðunnar þar sem lagt er tll að kannaðir verði möguleikar á því að koma á lesta- eða sporvagnasamgöng- um í Reyýavík/höfuðborgar- svæðinu. Með tillögunni er jafnframt lagt til að kannað verði bvort önnur sveitarfélög á höfuð- borgarsvæöinu vilji taka þátt í könttuninni með það í huga að samgöngukerfið næði Ul alls svæðisins. M.a. verði kannaöir möguleikar á tengingu strætis- vagnaferða við lesta- eða spor- vagnakerfið. Mlðað er við að þessi könnun feli í sér áætiun um stofn- og rekstrarkostnað og að jafnframt yrði áætlað hversu mikiö sparaðist með minni notkun einkabíla. TiUag- an gerir ráð fyrir að á fjárhags- áætlun næsta árs verði tryggðir fjánnunir tíl þessarar könnun- *í greinargerð stjómarand- stöðunnar segir m.a.: „Til þess að verða raunverulegur val- kostur þurfa almenningssam- göngur að svara kröfum fólks um hraða og ferðatíðni. Lestir eða sporvagnar á sérstökum forgangsbrautum hafa betrí mögulelka á slíkrí þjónustu en straetisvagnar á þungum um- ferðaræðun».“ Síðan er bent á að á heímsþingi Alþjóðasam- bands sveitarstjóraa sl. sumar, þar sem fjallað Var um um- hverfismál, var lögð rík áhersla á að borgaryfirvöld sýndu við- Ieitni til að draga úr notkun einkabíla. Orðrétt segir í grein- argcrðinni: „Baráttan gegn loftmengun frá bílum, m.a. koltvísýringsmengun, sem tal- in er eiga stóran þátt í að valda svokölluðum gróðurhúsaáhríf- um, var þar lögð til grundvall- ar. Á heimsþinglnu voru ein- mitt kynntar almenningssam- göngur, sem þróaðar hafa verið sfðustu ár í Ziirfch og Grenoble (400-500 þúsund manna borg- ir) og þykja hafa heppnast ein- staklega vel.“ Fram að þessu hafa tillögur um að kanna hagkvæmni spor- vagna- eða lestaferða í Reykja- vfk ekki náð fram að ganga, en flutningsmenn tiiiögunnar segja nauðsynlegt nú að finna valkosti sem geti keppt við einkabílinn. Þeir teija það jafn- framt skynsamlegt að slík könnun nái til alls höfuðborg- arsvæðisins, enda liggi fyrir að áætlaður íbúaíjöldi þess árið 2010 verði á bilinu 168-198 þúsund manns. í opnugrein í Tímanum í gær kom m,a, fram að ólíkt því sem gerist erlendis era það bílar sem valda mestri koltvísýrings- mengun á íslandi, samkvæmt fyrirlestri sem Dean Abra- hamssoh, Júlíus Sólnes og Valdimar Jónsson verkfræði- prófessorar fluttu á norrænnl ráðstefnu náttúruvísinda- manna um gróðurhúsaáhrifin, sem haldin var í Kaupmanna-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.