Tíminn - 19.09.1991, Síða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 19. september 1991
Ásgeir Leifsson og Baldur Líndal:
Súrálsverksmiöja
í Þingeyjarsýslum
Á íslandi má fá mikla og ódýra orku. Taliö er aö aöeins sé búið aö
virkja um 5% af því vatnsafli sem hagkvæmt væri að nýta og brot
af gufuorku háhitasvæöa. Meö gufu er þá fyrst og fremst átt við
gufuvirkjun fýrir Kísiliðjuna hf. í Mývatnssveit og saltvinnsluna á
Reykjanesi til iðnaðarframleiðslu, Kröfluvirkjun til raforkufram-
leiðsíu og Nesjavallavirkjun og Svartsengisvirkjun til hita- og raf-
orkuframleiðslu.
Sé háþrýst gufa notuð til raforkuframleiðslu einvörðungu er nýt-
ing hennar í besta falli, eins og í Kröfluvirkjun, um 14%. Nýting
háhitans er hins vegar mest þegar hann er nýttur beint sem varmi,
eða að öðrum kosti bæði til hitunar og raforkuvinnslu.
Mannfjöldi áriö 2010 meö flutningum og breyting frá 1990
Island
298.500
+17,4%
Heimild: Byggðastofnun
Rannsókn háhitasvæðis er
flókin og dýr. Mæla þarf yfir-
borð varðandi hita og viðnám.
Þá þarf að leggja veg og vatns-
leiðslu vegna djúpborunar til
að fá upplýsingar um hugsan-
lega gufuframleiðslu og eigin-
leika hennar. Slík rannsókn
getur kostað um kr.
100.000.000, svo það er aug-
ljóst að ekki verður farið í slíka
rannsókn nema góðar og gild-
ar ástæður séu til þess. Fyrir
um 20 árum var nokkuð um
slíkar rannsóknir á háhita-
svæðum, einkum nálægt
byggð svo sem í Hveradölum
við Hveragerði, á Reykjanes-
svæði, í Mývatnssveit vegna
Kísiliðjunnar og Kröfluvirkj-
unar og svo nýlega á Nesjavöll-
um, en lítið hefur verið gert
annars staðar.
Reyndar er kostnaðarverð á
jarðgufu ekki fyllilega þekkt,
en það er verið að þróa reikni-
líkan á Orkustofnun þar sem
nánar verða kannaðir ýmsir
áhættuþættir sem tengjast há-
hitasvæðum og rekstri gufu-
veitna. Því má bæta við að álit-
ið er að virkjun orku frá há-
hitasvæði geti verið ódýrasti
virkjunarkostur sem völ er á.
Auðlindir í Þingeyjar-
sýsium
í Þingeyjarsýslum eru ýmis
athyglisverð háhitasvæði, eins
og á Þeistareykjum, við Öxar-
fjörð og Fremri-Námur. Ekk-
ert þessara svæða hefur verið
kannað nema á yfirborðinu og
þau verða ekki könnuð að ráði
nema hægt sé að benda á eitt-
hvert verkefni þar sem hægt
verði að nýta orku þeirra.
Fyrir u.þ.b. ári voru auðlindir
í Þingeyjarsýslum kannaðar.
Þetta var fyrst og fremst skrá-
setning á þáttum þar sem fyrir
hendi voru aðstæður sem
hugsanlega skópu möguleika
með nýtingu í huga vegna eðl-
is þeirra, þar sem til staðar var
mikil orka, hagnýt jarðefni,
þekking o.s.frv. Auðlindakönn-
unin er ein leið til að skoða
nýja möguleika í atvinnumál-
um. Háhitasvæðin í Þingeyjar-
sýslum eru hugsanlega ein
stærsta auðlind þeirra, ef hægt
er að nýta þau á hagkvæman
hátt.
Ljóst er að framtíðarhorfur í
atvinnu- og búsetumálum í
Þingeyjarsýslum eru dökkar
um þessar mundir, nema eitt-
hvað verði gert til úrbóta.
Samkvæmt framreikningi frá
Byggðastofnun, sem gerður
var síðastliðið sumar, var spáð
8% fækkun íbúa í Suður-Þing-
eyjarsýslu og 49% fækkun í
Norður- Þingeyjarsýslu,
Bakkafírði og Vopnafirði á
næstu 20 árum á meðan spáð
var fíölgun í Reykjavík um
37%.
Aðstæður við
Húsavík
Það hefur ýmislegt verið
skoðað á undanfömum ámm
varðandi atvinnuuppbyggingu
t.d. á Húsavík. Eitt stærsta
átakið var vegna hugsanlegrar
trjákvoðuverksmiðju sem var
skoðuð 1980-1983. Athugun
var gerð á stofnun verksmiðju
sem ynni úr 200.000 tonnum
af hráviði á ári og átti að hag-
nýta orkuna frá Þeistareykja-
svæðinu til þess. Gerð var at-
hugun á flutningi gufu frá
Þeistareykjasvæðinu til Húsa-
víkur, en vegalengdin þar á
milli er um 32 km. Niðurstað-
an var sú að það væri vel
mögulegt og með viðráðanleg-
um kostnaði. Hins vegar er
hagkvæmni stærðarinnar við
pípulögn mjög mikil, svo ef
það á að vera hægt að flytja
gufu um leiðslu með ódýmm
hætti verður leiðslan að vera
tiltölulega stór. Einnig var
gerð athugun á stórskipahöfn
þar sem gætu lagst 40.000 dwt.
stór skip. Var höfnin hugsuð
við Bakkahöfða rétt norðan við
Húsavík. Þess má geta að nið-
urstaða könnunarinnar fyrir
trjákvoðuverksmiðjuna var sú
að hún þótti of áhættusöm, en
það var sökum annarra þátta
en gufuöflunar.
Jarðhiti til
iðnaðamota
Áhugi á jarðhitanotkun til
iðnaðarframleiðslu hefur lengi
verið til staðar og lághiti hefur
verið notaður lengi, t.d. við
þvotta. En án þess að fara of
djúpt í söguna þá hafa ýmsir
kostir verið í athugun á seinni
hluta þessarar aldar og þar á
meðal hugsanleg súrálsfram-
leiðsla á íslandi. Á árinu 1974
var ungverskur maður að
nafni dr. György Sigmond á
vegum Þróunarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna hér á
landi til að skoða þetta mál. Þá
var verið að tala um aðstæður
á Reykjanesi, að nýta háhita-
svæðið Trölladyngju og fá
markað fyrir súrálið hjá álver-
inu í Straumsvík. Dr. Sigmond
samdi skýrslu um málið og
kom þar fram ýmis fróðleikur
um málið, þó ekki hafí allt
staðist tímans tönn.