Tíminn - 19.09.1991, Síða 11

Tíminn - 19.09.1991, Síða 11
Fimmtudagur 19. september 1991 l||l FlokKsstarf IdJ Ólafsvík Aðalfundur framsóknarfélaganna f Ólafsvlk verður haldinn fimmtudaginn 19. september kl. 20.30 f Framsóknarhúsinu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning á Kjördæmisþing. 3. Almennar umræður um málefni bæjarfélagsins. 4. Ingibjörg Pálmadóttir alþingism. ræöir um starfið framundan. Stjómln. Inglbjörg Akranes - Bæjarmál Morgunfundur verður haldinn laugardaginn 21. september kl. 10.30 I Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Rætt verður um bæjarmálin. Bæjarfulltrúamlr. Fulltrúaráð framsóknar- félaganna í Reykjavík Drætti I skyndihappdrættinu hefur verið frestað. Nánar auglýst slðar. Breyttur opnunartími skrif- stofu Framsóknarflokksins Frá 16. september verður skrifstofa okkar I Hafnarstræti 20. III. hæð, opin frá ki. 9.00-17.00 alla virka daga. Veríö velkomin. Framsóknarflokkurinn Borgnesingar, nærsveitir Spilum félagsvist f Féfagsbæ föstudaginn 20. september kl. 20.30. Mætum vel og stundvlslega. Framsóknarfélag Borgamess. 5. landsþing LFK Landsþing Landssambands framsóknarkvenna verður ( Borgartúni 6, Reykjavfk, dagana 4. og 5. október n.k. og hefst kl. 9.15. Ávörp á þlnglnu fíytja: Steingrlmur Hermannsson, form. Framsóknarflokksins Siv Friðleifsdóttir, form. Sambands ungra framsóknarmanna Páll Pétursson, form. þingfíokks Framsóknarflokksins Fulltnji Miðfíokkskvenna á Norðuriöndum. Konur, látið skrá ykkur sem fyrst f sfma 91-624480. Framkvæmdastjóm LFK. Borgarnes Borgfirðingar — Mýramenn Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður ræðir um stjómmála- viðhorfið og starfið framundan I Framsóknarhúsinu f Borgar- nesi mánudaginn 23. september kl. 20.30. Framsóknarfálögln. Ungir framsóknarmenn Þjóömálanefnd SUF heldur opinn fund um landbúnaðarmál I Borgamesi laugardag- inn 21. september kl. 16.00 i Framsóknarhúsinu. Mætum öll og komum skoðunum okkar á framfæri. ÞJóðmálanefnd SUF Auglýsing Vakin er athygli á að samkvæmt lögum nr. 34/1944 er óheimilt að nota fána íslands á söluvaming og skv. lögum nr. 56/1978 má eigi í heimildarleysi nota skjaldarmerkið við framboð vöru. f bók sem ráðuneytið hefur gefið út, „Fáni Islands, skjaldarmerki, þjóðsöngur, heiðursmerki", eru m.a. leiðbeiningar um meðferð fána. Forsætisráðuneytið, 16. september 1991. Tíminn 11 John Travolta og Kelly Preston eru búin að gifta sig, tvisvar! Einu sinni í París og aftur í Flórída John Travolta og Kelly Preston giftu sig í París, en það var ekki nóg fyrir bandarískum lögum, svo þau létu pússa sig saman í Flórída líka. Óhætt að segja að þau séu harðgift. Ótrúlegt en satt, John Travolta og hans heittelskaða Kelly Preston þurftu að gifta sig aftur, eftir að hafa uppgötvað að fyrri gifting þeirra, sem átti sér stað í París fyrir rúmri viku, var ekki lögleg samkvæmt bandarískum lögum. Paul Bloch, umboðsmaður Tra- volta, segir að parið, sem á von á barni með vorinu, hefði verið gift aftur í Daytona Beach, Flór- fda, þar sem Travolta á heima. Athöfnin var látlaus og fór fram í ráðhúsi bæjarins. Preston býr í Los Angeles, en þau hljóta að finna sér sameiginlegt heimili einhversstaðar núna, fyrst þau eru gift. Bloch sagði að hjónin hefðu ekki vitað að fyrri giftingin, sem fór fram í París á Hótel de Crillo, væri ekki giid samkvæmt bandarískum lögum. Það var falleg athöfn og hátíðleg, eins og tíðkast með brúðkaup. Eftir að ljóst var að giftingin var ekki alveg fullnægjandi samkvæmt bandarískum lög- um, ákváðu þau að láta pússa sig saman í Daytona Beach, svo að nú eru þau harðgift. Bloch sagði að Travolta og Preston litu á athöfnina í París sem hina raunverulega giftingu. John Travolta er frægastur fyr- ir leik sinn í kvikmyndunum Saturday Night Fever og Grease. Þá vakti hann nokkra athygli í Urban Cowboy. Eftir nokkra lægð undanfarin ár kom hann aftur fram á sjónarsviðið í myndunum Look Who’s Talking og Look Who’s Talking Too. Hann og Kelly Preston kynntust við tökur á kvikmyndinni The Experts í Vancouver árið 1988, en þau léku bæði í þeirri mynd. Ástarsamband þeirra hófst svo þegar þau hittust aftur í sömu borg síðar sama ár. Þau unnu þá bæði að kvikmyndum, en reynd- ar ekki þeirri sömu. John Travolta og Kelly Preston ákváðu að gifta sig þegar þau voru stödd í Parfs á kvikmynda- hátíðinni Deuville Film Festi- val. Paul McCartney leysir frá skjóðunni: Sjöundi áratugurinn gegnsýrður af dópi Bítillinn Paul McCartney seg- ir í viðtali, sem birtist við hann síðastliðinn sunnudag, að meirihluti þeirrar tónlistar, sem Bítlarnir sömdi á seinni hluta ferils síns, hefði verið saminn undir áhrifum fíkni- efna. „Frá því að Rubber Soul kom út árið 1965 voru allar Bítla- plöturnar samdar undir áhrif- um fíkniefna, sérstaklega marijúana og LSD,“ segir Paul McCartney í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel. ,Allur sjöundi áratugurinn var gegnsýrður af dópi — tón- list, bókmenntir, kvikmyndir. Víetnamstríðið fór fram undir áhrifum eiturlyfja," segir McCartney. Aðspurður um hvort hann sjálfur hafi verið áfengis- og fíkniefnasjúklingur svaraði hann að hann hafi verið hin mesta fyllibytta. „Ég sniffaði heróín í eitt skipti. Það er eig- inlega furða að það var ekki oftar,“ segir McCartney. En hann bætti við að hann hafi verið svo djúpt sokkinn í drykkju og eiturlyf að hann hafi næstum dáið. „Hver hugs- ar um að fá sér að borða eftir að hafa tekið sýru?“ spyr hann. Eftir að Bítlarnir hættu sam- starfi sínu árið 1969, stofnaði Paul McCartney nýja hljóm- sveit og hann er enn að semja ný lög. En hann segir að fíkni- efnanotkun sín sé liðin tíð. „Ég er mjög, mjög heppinn maður. Næsta ár verð ég fimmtugur og ég er enn að uppgötva nýja hluti,“ segir hann. „Ég á minn búgarð í Bretlandi. Ég sem kvikmynda- tónlist og fyrir þremur mán- uðum var fyrsta klassíska verkið mitt, óratoría, frum- flutt í Liverpool," segir Paul McCartney að lokum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.