Tíminn - 19.09.1991, Qupperneq 15
Fimmtudagur 19. september 1991
Tíminn 15
ÍÞRÓTTIR
Jón Erling
Ragnarsson gerði
fyrra mark Fram í
gær. Hér er hann
í baráttu við Grikki
Timamynd: Árni Bjarna
Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu:
FRABÆR FRAMMI-
STAÐA FRAMARA
Framarar voru nálægt því aft leggja
grísku meistarana Panathinaikos að
velli, er liftin áttust vift á Laugardal-
sveili í gærkvöldi. Jafntefli var ekki
sanngjamt, en varö engu að síftur
staftreynd, 2-2, eftir að Framarar
höfftu átt mörg mjög góð færi í síftari
hálfleik. Þetta er í annaft sinn sem
Fram gerir jafntefli í Evrópukeppni,
en þeir gerftu jafntefli í fyrra gegn
Djurgárden, 1-1, í síftari leik liöanna.
Pétur Ormslev lék
frábærlega
Framliðið var mjög sannfærandi í
leik þessum og síðari hálfleikinn léku
þeir hreint frábæra knattspymu, með
Pétur Ormslev sem sinn besta mann.
Hann stjómaði leik sinna manna og
vöminni eins og hershöfðingi. Hann
var mjög yfirvegaður og var vamar-
leikur hans góður. Eins og áður sagði
var síðari hálfleikur liðsheildarinnar
frábær, en þó skömðu framúr, auk
Péturs Ormslev, þeir Jón Erling
Ragnarsson, sem var mjög ógnandi í
framlínunni, Þorvaldur Örlygsson,
sem vann og spilaði vel, og varamað-
urinn Pétur Amþórsson, sem barðist
eins og ljón eftir að hann kom inn á,
og gaf með því félögum sínum ærlegt
spark í rassinn.
Fyrri hálfleikur var frekar í rólegri
kantinum. Leikmenn liðanna reyndu
að þreifa fyrir sér, sjá hvers andstæð-
ingurinn væri megnugur. Völlurinn
var leikmönnum erfiður, blautur og á
stundum var erfitt að hemja boltann.
Bæði liðin dekkuðu stíft, spiluðu
frekar fast og léku sterka vöm. Liðin
voru áþekk í fyrri hálfleik, en gríska
liðið átti þó nokkur færi. Á 35. mín-
útu leit fyrsta mark dagsins ljós og
vom það Panathinaikos-menn sem
vom þar á ferðinni. Það var Leonidas
Christodoulou sem þmmaði knettin-
um í netið af um 25 metra færi. 0-1
var staðan eftir dapran fyrri hálfleik.
Fengu Framarar víta-
mínsprautu í hálfleik?
Það var engu líkara en að leikmenn
Fram hefðu fengið vel útilátna vítam-
ínsprautu í hálfleik, því þeir komu
inn á völlinn og tóku öll völd á vellin-
um og hófu að þjarma að grísku vöm-
inni, sem virkaði ekki jafn traust og í
fyrri hálfleik. Þá skipti Ásgeir Elíasson
Pétri Amþórssyni inn á snemma í síð-
ari hálfleik og hafði það ekki síðri
áhrif. Það var á 10. mínútu sem
Framarar náðu að jafna metin. Þor-
valdur örlygsson vann knöttinn á
vinstri vængnum, sendi lága og fasta
sendingu fyrir markið, þar sem Jón
Erling Ragnarsson renndi sér aftur
fyrir vamarmenn Panathinaikos og
boltanum í netið. Aðeins fiómm mín-
útum síðar kom önnur fyrirgjöf frá
vinstri og nú frá Baldri Bjamasyni.
Markvörður Grikkjanna náði að slá
knöttinn frá, en þar kom Pétur vara-
maður Amþórsson og þmmaði knett-
inum í netið. Glæsilegt mark og
Framarar virtust til alls líklegir. Fjór-
um mínútum síðar fengu þeir kjörið
tækifæri til að auka muninn er Jón
Erling lék inn í teiginn og gaf frábæra
sendingu á Þorvald Örlygsson, sem
skaut föstu skoti frá markteigshomi,
en pólski markvörðurinn í marki
Grikkjanna varði vel.
Þruma úr heiðskfru
lofti
Á 64. mínútu náðu Grikkimir að
jafna metin og kom það mark eins og
þmma úr heiðskím lofti og var alls
ekki í neinu samræmi við gang leiks-
ins. Knötturinn barst til Leonidas
Christodoulou, sem var staddur á
miðjum vallarhelmingi Fram, en
hann var ekkert að tvínóna við hlut-
ina, heldur lét vaða á markið og hafn-
aði knötturinn í markinu hjá Birki
Kristinssyni. Tvö mörk hjá
Christodoulou og bæði jafn glæsileg.
Eftir markið róaðist leikurinn dálítið
og virtist mesti hamurinn renna af
leikmönnum Fram, en undir lokin
vöknuðu þeir aftur og á 85. mínútu
fengu þeir besta færi leiksins. Pétur
Amþórsson skaut föstu skoti að
marki og barst boltinn í gegnum
grísku vömina, þar sem stóðu þrír
Framarar á auðum sjó, þeir Þorvaldur
Örlygsson, Haukur Pálmason, sem
hafði komið inn á sem varamaður fyr-
ir Anton Markússon, og Jón Erling
Ragnarsson. Allir fengu þeir fáeri til
að koma knettinum í netið, en allt
kom fyrir ekki.
Gott lið, en...
Gríska liðið er skipað mörgum frá-
bæmm knattspymumönnum, en
þeir náðu sér margir hverjir ekki á
strik í gær. Virtist liðið koma með
sama hugarfari og svo mörg önnur
lið, þ.e.a.s. að tapa ekki í Reykjavík og
vinna leikinn svo heima. Þetta gerðu
Svisslendingamir og var engu líkara
en að Grikkimir gerðu það sama.
Besti maður í gríska liðinu var fyrir-
liðinn Dimitris Saravakos. Þá lék
pólski markvörðurinn Josef Wandzik
vel og ekki var nú verra fyrir Grikkina
að fá tvö glæsileg mörk frá Christodo-
ulou.
En sem sagt, Grikkimir geta verið
ánægðir með jafnteflið, en Framarar
geta að sama skapi nagað sig í hand-
arbökin yfir að hafa ekki klárað dæm-
ið, en fá engu að síður hrós fyrir. Þeir
sýndu að þeir em til alls líklegir og
Grikkimir em alls ekki ömggir í aðra
umferð og mega vara sig.
Leikinn dæmdi Norður-írinn Alan
Snoddy og gerði hreint frábærlega.
Notaði hagnaðarregluna mjög vel og
leikurinn gekk vel. Snoddy sýndi gula
spjaldið einu sinni og var það fyrirliði
Fram, Pétur Ormslev, sem það fékk
fyrir ljóta tæklingu. -PS
NOTAÐAR
BÚVÉLAR
á sérstökum
síðsumarskjörum
CASE58EARC árg. ‘85
CASE 585 dráttarvél árg. ‘84
MF 575 4X4 ARC dráttarvél m/ámoksturstækjum árg. ‘82
MF 365 dráttarvél árg. ‘88
MF 350 dráttarvél árg. ‘87
MF135 dráttarvél m/ámoksturstækjum árg. ‘74
ZETOR 5011 án framdrifs árg. ‘81
ZETOR 6945 4X4 m/ámoksturstækjum árg. ‘81
UNDERHAUG rúllupökkunarvél 7510 árg. ‘90
UNDERHAUG rúllupökkunarvél 7512 árg. ‘90
DEUTZ FAHR rúllubindivél 120X120 árg. ‘87
CLAAS R-34 90X120 rúllubindivél árg. ‘88
CLAAS R-66 150X120 rúllubindivél árg. ‘87
CLAAS R-44 rúllubindivél árg. ‘87
KRONE rúllubindivél 120X120 árg. ‘90
NEW HOLLAND 378 heybindivél árg. ‘80
NEW HOLLAND 945 heybindivél árg. ‘87
ásamt ýmsum öðrum vélum og tækjum.
SÉRSTAKIR GREIÐSLUSKILMÁLAR
Hafið samband
og kynnið ykkur síðsumarstilboðið
HOFÐABAKKA 9 -112 REYKJAVIK SIMI 91-670000
Vigtarmenn
Námskeið til löggildingar vigtarmanna
verður haldið í Reykjavík dagana 2. og 3.
okt. n.k. ef næg þátttaka fæst.
Allar nánari upplýsingar og skráning þátt-
takenda á Löggildingarstofunni í síma 91-
681122.
Löggildingarstofan