Tíminn - 19.09.1991, Side 16

Tíminn - 19.09.1991, Side 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hotnorhusinu v Tryggvogotu « 28822 1 Lausnin er: Enzymnl ' •vA'yíí í Evrópu EUQO-HAIR á Islandi ■ Engin hárígræðsla ■ Engin gerfihár ■ Engin lyfjameðferð ■ Einungis tímabundin notkun Eiffið hár með hjálp lífefna-orku EURO-HAIR ^01 -676331e.kl.16.OO P:0:Box 188 • 121 Rvlk Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga 91 SÍMI -676-444 Tíminn FIMMTUDAGUR19. SEPT. 1991 Málm- og skipasmiðasambandið telur versnandi horfur á því að nýir þjóðarsáttarsamningar náist. Örn Friðriksson: Afleggja verður kaskó- tryggingu fjármagnsins „Okkur sýnist að til þess að hægt verði að semja á sama grund- velli og í febrúarsamningunum 1990, verði að byggja upp for- sendur til þess upp á nýtt,“ segir Örn Friðriksson, formaður Málm- og skipasmiðasambandsins og annar varaforseti ASÍ. Sambandsstjórn Málm- og skipa- smiðasambandsins kom saman til fundar um sl. helgi í Borgarnesi til að leggja mat á hvað hafi farið úr- skeiðis á nýliðnu samningstíma- bili. í áiyktun sambandsstjórnar- fundarins segir m.a. að stjórn- málaflokkar hafi í kosningabarátt- unni heitið áframhaldandi stöðugleika, lægri sköttum og hækkun lægstu launa. Nú á haust- mánuðum komi hins vegar í Ijós að ný ríkisstjóm hefur stuðlað að vaxtahækkunum. Hún hafi einnig ákveðið að krefjast þjónustugjalda fýrir félagslega þjónustu og aðrar aðgerðir, sem gangi gegn grund- vallaratriðum febrúarsamning- anna, séu í farvatninu. Örn Friðriksson sagði að vel hefði tekist til með að halda verðlagi á matvöru í skefjum á samningstím- anum. Það hefði hins vegar ekki tekist að fá ýmis sveitarfélög og bankana til þess sama, einkum á síðari hluta samningstímabilsins. Nauðsynlegt væri nú að finna ná- kvæmlega út hvað hefði farið úr- skeiðis, til að afstýra því að slíkt endurtaki sig á komandi samn- ingstímabili. í ályktun sambandsstjórnarfund- arins kemur fram uggur um að sá grundvöllur stöðugleika í efna- hags- og atvinnulífi, sem lagður var með þjóðarsáttarsamningun- um í febrúar 1990, sé úr sögunni. Ríkisvald og bankar haldi nú uppi vaxtastigi sem sé að eyðileggja ár- angur febrúarsamninganna; mörg sveitarfélög hafi hækkað fast- eignagjöld og aðrar tekjur sínar langt umfram launahækkanir, þrátt fyrir mótmæli verkalýðs- hreyfingarinnar; tryggingafélög hafi hækkað iðgjöld langt umfram almennar verðhækkanir. Auk þess hafi ýmsar fleiri hækkanir orðið umfram launabreytingar á þjóðar- sáttartímanum. Örn sagði í gær að fjármagnið tæki sífellt stærri hluta þjóðar- teknanna til sín, enda væri það nánast kaskótryggt með verð- tryggingu. En auk þess væri spilað með vextina eftir geðþótta og Seðlabankinn reyndi ekki einu- sinni að hafa stjórn á fjármagns- markaðnum. ,Að okkar mati verð- ur að rjúfa hina sjálfvirku teng- ingu við launin, sem í raun er kaskótrygging fjármagnsins — lánskjaravísitalan. Hafi almennir launþegar getað samið um ein- hverja launahækkun, hefur hún farið gegnum allt efnahagskerfið með sjálfvirkum hætti, hækkað fjármagnsskuldbindingar og gjaldskrár opinberra þjónustufyr- irtækja, t.d. Pósts og síma. Við svo búið verður ekki unað lengur. Það er forsenda nýrra samninga og al- gert grundvallaratriði að mínu viti, að klippt verði á þessa sjálf- virku tengingu lánskjara og verð- lags á vörum og þjónustu við laun- in,“ sagði Örn Friðriksson. í ályktun segir að forsendur nýrra kjarasamninga séu eftirfarandi: 1. Að afnumin verði sjálfvirk hækkun lánskjaravísitölu og nafn- vaxta vegna hóflegra launahækk- ana. 2. Rjúfa skuli aðra sjálfvirkni vegna umsamdra launabreytinga gagnvart öðrum verðlagsþáttum, svo sem hækkun á landbúnaðar- vörum og opinberri þjónustu. 3. Að iðgjöld launþega til lífeyris- sjóða verði ekki tvísköttuð. 4. Umsaminn kaupmáttur launa verði tryggður. Þá er tekið fram að ríkisvaldið verði að standa straum af útgjöld- um ríkissjóðs á annan hátt en hækka útgjöld launafólks með lág- ar og miðlungs tekjur. Þetta megi t.d. gera með því að fella niður sér- stakan skattaafslátt vegna hluta- bréfakaupa, sem á þessu ári verður um 660 milljónir. Fyrirtækjum verði ekki heimilað að draga frá tekjum sínum kaup á tapi annarra fyrirtækja. Fjár- magnstekjur verði skattlagðar og skattaeftirlit með fyrirtækjum og einstaklingum verði hert og sér- stakar ráðstafanir gerðar til að ná skatttekjum af þeim sem starfa á svörtum markaði. —sá Skimpróf til að sanna fíkniefnaneyslu: Sönnunin á 5 mín. Ontrak er skimpróf (screening test) notað til að sýna fram á ftkniefni í þvagi, þ.e.a.s. greinir efni í þvagi svo sem kókain, kannabisefni, morffn, barbíturöt, amfetamín svo einhver séu nefnd. Prófið hefur verið f notkun er- lendis í tæp 2 ár, m.a. í fangels- um, á meðferðarstofnunum, í umferðinni, bjá lögregiu þegar aikóhól mælist ekki, en sterkur grunur er um vfmu, og í ákveðn- um starfsstéttum. Æila má að töluvcrður sparnað- ur næðist með því að nota Ontrak- skimun, þar sem prófið er mun ódýrara en hefðbundin blóðrann- sókn. Þeir sem nota Ontrak-próf- ið nú telja að óþarft sé að gera blóðmælingu, þegar engin fíkni- efni mælast í þvagi. Blóðrannsókn er þá einungis framkvæmd til staðfestingar þegar ffkniefni sjást f Ontrak- þvagprófinu. Áhersla er Íðgð á að Ontrak-prófið sé aldrei eitt sér notað sem feliidómur eða sðnnun um neyslu fikniefna. Þannig yrði réttarfarslegs öryggis þess prófaða gætt. Prófið geta allir framkvæmt, en prófpakkinn er samsettur af þremur litlum plastglðsum A, B og C, plötu, pipettu og hræríp- inna. Dropum úr plastglösunum er blandað saman við þvag það sem rannsaka á, á plötunni. Blandan rennur síðan mnundir piötuna f hóifið fyrir enda hennar. Þar er svaríð lesið að þrem mfnút- um iiðnum með því að bera biönd- una í hóifinu saman við ferhyrn- ingana + og - fyrir ofan og neðan. Eriendur Baidursson, deildar- stjóri hjá Fangelsismáiastofnun, kannast við umrætt próf. Hann seglr „að það sé náttúriega bann- að að neyta fíkniefna inni í fang- eisum. Það er þrátt íyrir það alltaf ákveðið vandamál, því stór hluti þeirra manna, sem þangað koma, hafa verið að fikta við slíkt, meira eða minna. En fangar eru nú eldd múraðir inni í fangelsunum, þeir fá heimsóknir og þeir hafa ákveð- ið svæði tfl að hreyfa sig á. Þann- ig að það er erfitt að hindra það ai- gjörlega að fíkniefni komist inn í fangelsin. Þess vegna hefur verið ákveðið að hafa eitthvert eftirlit. Skimpróf sem þetta er Íiður f slfku eftirliti, en það getur mæit það hvort viðkomandl hefur verið að neyta fíkniefna. Auðvitað hjáipa þessi tæki okkur," segir Er- lendur. Eriendur segir að heimild sé fyr- ir því að taka þvag- eða blóðsýni úr fanga, ef grunur kemur upp um neyslu fíkniefna. Hingað til hefur þurft að senda fíkniefnaprófin til rannsóknar á rannsóknarstofu, en það tekur nokkra daga að fá niður- stððu úr blóðsýni. Eriendur tekur þó fram að lokum að starfsmenn séu ekkert yfir sig hrífnir af því að beita slíkum prófum. js Prófplatan fyrír Ontrak-skim- prófíö. Svariö er lesiö eftir þljár minútur. Tknam.:Aml Bjama Breytingar á húsnæði Alþingis. Áður varð „Snorrabúð stekkur". Efri deild skiptir nú um hlutverk og verður: Stofa þingmanna Þegar alþingismenn koma saman á Al- þingi í haust munu þeir í fýrsta sinn sitja í einni málstofu. Af þeim sökum standa nú yfir umfangsmikiar breyt- ingar á húsnæði Alþingis. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Al- þingis, segir að þar sem allir þingfundir verði framvegis í stóra salnum, sé ekki lengur þörf fýrir gamla efrideildarsalinn og þar losnar því pláss. Núna er verið að breyta efrideildarsalnum í setustofú fýr- ir þingmenn, enda veitir ekki af, það hefúr verið þröngt um þá, segir Friðrik. Friðrik segir „að það sé ýmislegt sem breytist varðandi þingsköp. í framtíð- inni verða umræðumar þrjár á þinginu, í stað sex áður. Nefndum fækkar úr 24 í 11, en það er geysilega mikill munur. Að vísu Ijölgar í hverri nefnd um 2 alþing- ismenn, þ.e. úr 7 í 9. Hingað til hala þingmenn jafnvel verið að hlaupa á milli 6-7 nefrida, sem var náttúrlega úti- lokað og í rauninni ekki framkvæman- legt.“ Þá má geta þess að nefhdimar staria framvegis einnig á sumrin og þingið starfar líka allt árið. Alþingi verður sett 1. október næstkomandi, en því þingi lýkur ekki fýrr en næsta þing er sett Þess vegna geta nefridimar starfað áfram, því að þingið verður að störfum allt árið. Verið er að koma fýrir atkvæða- greiðslukerfi í fúndarsal Alþingis. Það er búið að leggja leiðslur í borð alþingis- mannanna, en síðan verða lagðar ofan á plötur með hnöppum, sem notaðir em við atkvæðagreiðsla Friðrik kveður slík kerfi notuð á öllum Norðurlöndum. Friðrik segir að fúndið hafi verið að því að ekki væri hægt að sjá samstundis á ljósatöflu á veggnum, hvemig hver og Fyrrum efrideildarsalur Alþingis sem veríð er að breyta (setustofu fýrir þingmenn. einn þingmaður greiðir atkvæði. Þó að þingmenn sjái þetta ekki samstundis, þá gerir tölvukerfi það kleift að prenta „strax" út niðurstöður atkvæðagreiðsl- unnar. Þar kemur fram hvemig hver einstakur greiddi atkvæði. Friðrik bendir á að ráðherrastólamir í fúndarsalnum hafa verið færðir til. Þeir standa nú undir gluggunum, en þar stóðu þeir alveg fram til ársins 1987. Þá varð að færa stólana vegna þess að ráð- herramir voru orðnir of margir til að komast fýrir undir glugganum. Aðspurður segir Friðrik að lagabreyt- ingin um að Alþingi væri orðin ein mál- stofa hefði þurft að liggja fýrir, áður en byrjað var að breyta húsnæðinu. Hann segir að þrátt fýrir að stuttur tími sé til stefriu, verði húsnæðið tilbúið er þing- menn mæta til starfa 1. október. -js Hugmynd aö Ijósatöflu f fund- arsal Alþingis. Timamyndlr: Ami BJama

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.