Tíminn - 20.09.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.09.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. september 1991 Tíminn 7 Matthías Björnsson: Glötuð tunga - Glötuð þjóð EES Kæru íslendingar! Nú er vá fyrir dyrum í okkar þjóðfé- \a&i eins og oft áður. Idag stöndum við frammi fyrir því að glata fúllveldi okkar; ekki í sjö ald- ir, eins og áður, heldur um alla fram- tíð (að eilífu). Þá á ég við með tilvon- andi samningum um Evrópskt efna- hagssvæði (EES), en með þeim samningum, ef úr verður, verðum við fjötruð í helgreipar Efnahags- bandalagsins (EB), sem þýðir að lög okkar og réttur á fúllveldi okkar glat- ast Okkar fagra tunga, okkar fegra land, og þessi góða þjóð munu folla í gleymsku og dá. Því skulum við standa saman til að bægja þeirri hættufrá. Samningamir, sem framundan eru, fela í sér fullveldisafsal. í honum eru ákvæði um að erlendar þjóðir fái ótakmarkað frelsi fyrir fjármagns- markaði og vinnumarkaði hér á landi okkar. Úti í Evrópu eru þúsundir auðkýf- inga, sem þegar líta hýru auga til fjárfestinga hér á landi. Það er fyrst fiskvinnslan, því þeir reyna að kom- ast inn bakdyramegin, síðan fiski- miðin, fallvötnin, ámar okkar og að lokum bæir, kot og höfuðból. Þetta allt munu þeir klófesta að lokum. Við hljótum að sjá það í hendi okk- ar að allt verður keypt upp. Þeir stóm hafa fjármagnið. - EB Fjármálamennimir munu fara læ- víslega að í byrjun, td. hækka laun hjá fiskvinnslufólki eða greiða hátt verð fyrir fiskiðjuver, en því miður em oft á tíðum alltof margir falir fyr- ir peninga. Fallvötnin munu þeir virkja, en það kostar gífúrlega fjár- muni; þá munar heldur ekki um það. Ég hef heimildir fyrir því að nokkr- ir milljónamæringar í Þýskalandi séu þegar famir að ræða um kaup á fossum okkar til stórvirkjana, baeði til sölu á rafmagni yfir til Evrópu og til stóriðjuframkvæmda hingað og þangað um landið, spúandi eitruðu lofti í allar áttir. Þessum framkvæmdum á að hraða, því auðkýfingamir vilja koma fiár- munum sínum í gagnið sem fýrst; því skjótari gróði fyrir þá. Við þessar fyrirhuguðu stóriðju- framkvæmdir þarf gífurlegan mann- afla. f Evrópu eru nú yfir 20 milljón- ir atvinnulausra manna. í Frakklandi er allt í háa lofti — liggur við óeirð- um vegna innflutts fólks af ýmsum þjóðum, sem þeir þurfa að Iosna við vegna landsmanna sjálfra. Sömu sögu er að segja frá Þýskalandi og fleiri Evrópulöndum. Af þessu sjáum við að nógur mann- afli af ólíku þjóðemi er tilbúinn að koma hingað þegar til stórfram- kvæmda kemur. Við getum reiknað með lágmark 100 til 200 þúsund manns á einu bretti, jafnvel uppí 400 til 500þúsund. Við Islendingar erum aðeins 250 þúsund manns með bömum og ung- lingum; það er svipað og smá út- hverfi í meðalstórri borg erlendis. Það er sorglegt til þess að vita að sumir ráðherrar okkar lands vilji steypa okkur í slíka glötun og að minnsta kosti einn þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, þó ekki séu nefndir fleiri. Þessir menn vilja taka frá okk- ur frelsið á sama tíma og þeir em vinveittir frelsi Eystrasaltslandanna, sem og öll okkar þjóð. Margoft hafa ráðherrar verið spurð- ir um sannleika þessa máls, en engin afdráttarlaus svör hafa fengist og því allt á óhreinu hjá þeim. Hvað verður um sjómannastéttina og fiskvinnslufólkið, en fiskurinn er í dag aðal undirstaða okkar þjóðfé- lags? Hvað verður um bændastétt okkar, sem um aldir hélt þessu þjóðfélagi uppi atvinnulega og menningarlega séð? Nú er meiningin að þurrka hana út Hvað um allt launafólk þessa lands og almennt allar aðrar stéttir? Við skulum gera okkur eitt ljósfc Eftir að allt mannhafið, sem mun sækja hingað eftir atvinnu, er kom- ið, þá mun tunga okkar glatasfc Glötuft tunga er sama sem glötuö þjóft. Gleymum ekki bömum okkar, bamabömum okkar og öllum af- komendum okkar, þegar þau þurfa í náinni framtíð að biðja útlendinga um vinnu hér í heimalandi sínu, — og það skulum við hafa hugfast. Baráttan gegn samningum um Evrópskt efnahagssvæði (EES) og inngöngu f Efnahagsbandalagið (EB) er með öllu þverpólitískt mál, því fólk úr öllum flokkum og stétt- um mun berjast fyrir fúllveldi okkar. Hefium því nú þegar baráttuna gegn þessum öflum. Ég sagði hér áðan að ég hefði heim- ildir fyrir því að þýskir milljónamær- ingar (auðkýfingar) hefðu nú þegar áhuga á kaupum fallvatna okkar. Ástæðan fyrir því er þessi: Hingað kom til mín í sumar hámenntaður þýskur maður í góðri atvinnu. Hann fór að ræða við mig um EES og EB og sagði meðal annars: „Þið íslend- ingar megið ekki missa sjálfstæði ykkar og tungu; heldur ekíd okkar vegna, því þá missum við allt það dá- samlega og hreina loft sem þið eigið, en hjá okkur er allt í reyk og meng- uðu lofti. Ef til vill verður þetta eitt af síðustu löndum í Evrópu með jafn hreint loft og ykkar hér á íslandi er, og hvar eigum við þá að anda að okkur hreinu lofti í framtíðinni, ef stórar mengunar-verksmiðjur verða dreifðar um land ykkar. Fyrir utan alla þá náttúrufegurð sem land ykk- ar hefúr. Þetta land megið þið ekki láta eyðileggja, fyrir alla muni.“ Ef allir Þjóðveijar hugsuðu eins, þá væri vel farið. Við skulum hafa eftirfarandi hug- fasfc Það er auðvelt að hagnast í bili með því að fóma auðlindum okkar, en slíkt er skammgóður vermir og uppi munum við standa gjörsam- lega allslaus og með glatað fullveldi. Við viljum hafa viðskipti við allar þjóðir Evrópu og raunar allar þjóðir heims, en utan við öll bandalög þeirra þjóða, sem vilja hneppa okkur í fjötra. Stöndum saman um land allfc Verj- um fúllveldi okkar. Vinnum ötullega gegn landsölumönnum. Höfundur er fyrruerandi loftskeytanuður og ikóbstjóri, bújettur í Varmahlíb í SkagafirðL Guðmundur P. Valgeirsson: Ný kirkja vígö Ámeskirkjur, hin eldri í baksýn. Sunnudaginn 8. þessa mánaðar vígði biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, nýja sóknar- og safnað- arkirkju að Arnesi á Ströndum, við hátíðlega athöfn, í blíðskapar veðri. Auk biskups voru mættir 6 prest- ar. Þar af 5 aðkomuprestar. Þeir voru, auk sóknarprestsins, séra Jóns ísleifssonar, Sigurður Guðmundsson fyrrv. vígslubiskup, séra Guðni Þór Ólafsson prófastur Húnavatns- og Strandaprófasts- dæmis, Melstað, séra Kristinn Bjömsson prestur á Hvamms- tanga, séra Ágúst Sigurðsson Prestsbakka og séra Bjöm H. Jóns- son fyrrv. prestur á Húsavík. — Séra Björn H. Jónsson hóf prests- feril sinn hér að Ámesi fyrir 40 ár- um og þjónaði Ámesprestakalli í 4 ár. Þessir virðulegu guðs og kirkj- unnar þjónar settu stóran svip á þessa helgu athöfn með nærveru sinni og gáfu henni mjög hátíðleg- an blæ og góð hughrif. — Þökk sé þeim fyrir það og komu sína til þessarar hátíðlegu stundar. Athöfnin hófst með því að biskup, prestar og sóknarnefnd gengu í skrúðfylkingu inn kirkjuna og upp að altarinu með kirkjugripi Árnes- kirkju og komu þeim fyrir á altari nýju kirkjunnar. Höfðu þeir áður verið færðir úr gömlu kirkjunni. Því má skjóta hér inn, að undir- stöður altarisins eru brimsorfnir blágrýtissteinar af Fellshlíðarfjör- um þar sem brimaldan svellur tíð- ast og með þunga við hleinar og fjörusteina. — Því næst hófst vígsla hinnar nýju kirkju með því að biskup vígði hana helgri vígslu sem sóknar- og safnaðarkirkju Árnesprestakalls og lýsti yfir blessun Guðs og sinni á hinu helgaða húsi safnaðarins. Að þeirri helgun lokinni steig biskup í stólinn og flutti einkar fagra og hugnæma ræðu, sem lengi mun lifa í hugum þeirra er á hlýddu. — f ræðu sinni fór hann lofsorðum um hið nýja guðshús — Betel safnaðarins — hönnun þess, smíði og frágang allan, sem væri til sóma fyrir alla aðstandendur þess og hinn fámenna söfnuð. Að ytra útliti bæri það svipmót af hinu fagra og stórbrotna umhverfi sínu. — Hann bar lof á söfnuðinn og sóknarnefnd fyrir framtak og at- orku, að hafa komið þessu guðs- húsi upp á svo skömmum tíma með myndarskap svo sem raun væri á. Áður en þessari hátíðlegu kirkju- athöfn lauk var gengið að „náðar- borðinu“ þar sem fyrrverandi vígslubiskup, séra Sigurður Guð- mundsson, og prófastur, séra Guðni Þór Ólafsson, útdeildu náð- armeðölum kristinnar kirkju og kristilegs samfélags, þar sem flest allir kirkjugestir gengu að því náð- arborði, í hljóðri lotningu og bæn. Við athöfnina annaðist söngfólk safnaðarins kirkjusönginn undir stjóm og hljóðfæraleik Douglas A. Brotchie, skosks manns að ætt og uppruna, en dvelur hérlendis og er góðvinur og stundum gestur heimamanna. Allt var það með þeim ágætum sem staðhættir og kraftar heimamanna hafa upp á að bjóða. Það vakti athygli hve góður hljóð- burður er í hinni nýju kirkju. Hef- ur það mikið að segja. f lok kirkjuathafnarinnar tók for- maður sóknamefndarinnar, Gunn- steinn Gíslason, til máls. Rakti hann í stómm dráttum byggingar- sögu nýju kirkjunnar. Hann bar fram þakkir sínar og safnaðarins til allra þeirra sem hefðu heiðrað okkur með nærvem sinni á þessari hátíðlegu stund, og lagt það á sig að mæta til hennar, sumir um langan veg. Hann þakkaði yfirsmið kirkjunnar vel unnið verk, svo og öllum þeim sem lagt hefðu hönd sína að þessu verki í smáu og stóm og styrkt það með gjöfum, í vinnu, efni og peningaframiögum, sem væm veruleg, og hlýhug sem margir hefðu sýnt þessu verki. Sérstaklega gat hann Gísla Sigur- bjömssonar á Gmnd í Reykjavík, sem hefði sýnt þessu verki áhuga og ríkan skilning með ríflegum fjárframlögum og hlýjum hvetj- andi orðum til okkar fyrir framtak- ið. — Hann hefði heldur ekki gert það endasleppt, því nú fyrir vígsl- una hefði hann sent kirkjunni að gjöf 40 sálmabækur. Þær hefðu komið sér vel fyrir hina mörgu kirkjugesti. Hann færði biskupi og kirkjuyfirvöldum sérstakar þakkir fyrir ómetanlegan skilning og stuðning við byggingu hinnar nýju kirkju. Sá skilningur hefði skipt sköpum í því sem hér hefði verið að gerast og verið gert og nú væri verið að vígja til þjónustu við söfn- uðinn. Hann þakkaði viðstöddum prestum nærvem þeirra á þessari hátíðarstund, hlý orð þeirra og blessunaróskir. öll athöfnin fór mjög virðulega fram og yfir henni allri var mikil hátíðarstemmning. Enda er hún einstök í sinni röð og óviðjafnan- leg í sögu þessarar afskekktu sveit- ar. Viðstaddir munu seint eða aldr- ei gleyma því sem fyrir augu og eyru bar á þessari hátíðarstundu. Að lokinni athöfn í kirkjunni var gengið að veisluborði í samkomu- húsi sveitarinnar, sem er aðeins spölkorn frá kirkjunni. Konur sveitarinnar höfðu undirbúið það veglega og með sóma. Eru ótíund- uð verk þeirra við þann undirbún- ing og við að koma ýmsu í lag í og við kirkjuna fyrir vígsluna. Hefur í því sem oftar komið fram óeigin- gjarnt sjálfboðaliðsstarf þeirra í þágu kirkju sinnar. Undir borðum ávörpuðu biskup og prestar heimamenn og gesti með árnaðaróskum og blessunar- orðum. Formaður sóknarnefndar flutti að lokum þakkarorð. Eins og áður sagði var margt af aðkomufólki saman komið til að njóta með heimamönnum þessa einstæða, hátíðlega atburðar. Meðal þeirra var Guðlaugur Gauti Jónsson, arkitekt kirkjunnar. Hann er ættaður héðan úr Árnes- hreppi. Hann hefur unnið mikið og gott verk í þessu sambandi fyr- ir ættbyggð sína og goldið henni „Torfalögirí' fyrir veru sína í föð- urtúni á æskuárum sínum. Hann rakti í fáum orðum þróunarferil hugmyndar sinnar að þessu húsi og samstarfi sínu við formann sóknarnefndar, frænda sinn, og lýsti ánægju sinni yfir því verk- efni. Einnig voru þarna aðrir fag- menn, sem lagt höfðu hendur sín- ar að þessu verki á margvíslegan hátt og af óeigingirni, boðnir og búnir til að gera allt sitt til að þetta verk mætti takast sem best og fara vel úr hendi og vera þeim vanda vaxið að þjóna þeim tilgangi sem því er ætlað. — Auk þess vin- ir og velunnarar þessarar fram- kvæmdar, víða að komnir. Hafi þeir heila þökk heimamanna. Kveðjur og heillaóskir bárust frá ýmsum velunnurum, sem ekki gátu komið því við, að mæta til þessarar hátíðar. Það var ómetanlegt að finna frá öllum þessum aðilum þann yl og velvilja sem kom fram í orðum þeirra, sem með orðum tjáðu sig, og engu síður hinna, sem með nærveru sinni sýndu okkur vin- áttu og samstöðu í þessu máli, á þessari stundu. — Þó ekki kæmist nema brot af þeim bænum og blessunarorðum til hásætis himn- anna, sem fram voru bornar, held ég og trúi, að „syndin", sem bisk- up vék að í ræðu sinni, hljóti að verða slegin út af laginu, og þá virka okkur heimamönnum til ómetanlegrar blessunar. Þegar þetta stóra og erfiða verk- efni er metið og þeim þakkað að verðugu sem þar hafa að unnið á margvíslegan hátt, þá vil ég sem þessa frásögn set á blað, láta það koma fram hversu stór hlutur sóknarnefndarformannsins Gunn- steins Gíslasonar er í framkvæmd þessa máls og hve mikið við, sem höfum staðið við hlið hans í því, eigum honum að þakka. — Þar hefur við engin gamanmál verið að glfma með köflum og mörgu ómaklega að honum vikið, og oft úr vöndu að ráða. Því hefur hann mætt með prúðmennsku og still- ingu, sem honum er eðlislega f blóð borin, og sýnt meira um- burðarlyndi þeim öflum, sem unnið hafa gegn byggingu þeirrar kirkju, sem nú er tekin í notkun, en mér og öðrum hefur stundum þótt við hæfi, þegar réttar leik- reglur hafa verið að engu hafðar. Hann hefur nú komið þessu verki í höfn. Vonandi fylgir þvf sú gæfa að um það skapist einhugur og samfélag kristins safnaðar svo það verk, sem hér hefur verið að unn- ið söfnuði og safnaðarlífi til úr- bóta, megi skila tilætluðum ár- angri. — Sú er von og bæn þeirra, sem að þessu verki hafa staðið. Þar sem almennur vinnudagur fór í hönd urðu gestirnir að flýta för sinni hver til síns heima. Voru því hinir tignu gestir og aðrir góð- vinir kvaddir með virktum, vin- áttu og þökk. Einhverri hátíðleg- ustu stund í tilveru þessarar sveit- ar var lokið. — Andi friðar og kær- leika hvíldi yfir þeim, sem hér áttu sannkallaða hátíðarstund. Bæ, 10. september 1991.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.