Tíminn - 20.09.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.09.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 20. september 1991 UTLOND Sovétríkin biðja þjóðir heims um aðstoð: Þörf er á mun meiri aðstoð en áætlað var Sovétríkin þurfa nauðsynlega 14,7 milljarða dollara aðstoð í formi matvæla og erlendra Iána. Þetta kom fram á fundi sendi- nefndar frá Sovétríkjunum og fulltrúa Evrópubandalagsins (EB). Þessi upphæð er tvöfalt hærrí en búist var við. Þegar ljóst var að upphæðin er mun hærri er reiknað var með, sett- ust fulltrúar EB aftur að samn- ingaborðinu til að ákveða hvern- ig bregðast skal við þessum nýju tölum. Júrí Lúzhkov, staðgengill forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, sagði fúll- trúum EB á fundi í gær að Sovétrík- in þyrftu á 14,7 milljarða dollara að- stoð að halda. Þessi upphæð sam- svarar 880 milljörðum íslenskra króna. Einnig sagði Lúzhkov að sú upphæð sem áður var búið að nefna, 7 milljarðar dollara, hefði einungis verið hugsuð sem lán EB til Sovét- ríkjanna án þátttöku annarra landa. Evrópubandalagið gerði hins vegar ráð fyrir að þar væri átt við alþjóð- lega aðstoð þar sem lönd eins og Japan og Bandaríkin væru með í spilinu. Jacques Delors, framkvæmdastjóri EB, segist ekki hafa reiknað með að Sovétríkin þyrftu meira en 2,4 millj- arða aðstoð frá Evrópubandalaginu. Hann sagði að þegar talað hefði ver- ið um 7 milljarða hefði það komið sér gjörsamlega í opna skjöldu. Tálsmaður EB segir að sendinefnd Skyldu þessar konur hafa nóg að verði send sem fyrst til Moskvu til að kanna nánar gögn sem varða beiðn- ina um aðstoð. Frans Andriessen, sem sér um ut- anríkismál EB, fór til Moskvu fyrr í þessum mánuði. Hann hefur sagt að hann geti ekki séð sig sem yfirum- sjónarmann aðstoðar við Sovétríkin. Hann varaði jafnframt við þeirri hættu sem fælist í því ef EB tæki á sig ábyrgð sem það gæti ekki staðið bíta og brenna í vetur? undir. Andriessen vísaði til vanda- mála við skipulagningu úthlutunar mun minni upphæðar (300.000 dollarar) sem samþykkt var að veita til matvælaaðstoðar í Sovétríkjun- um á Rómarfundinum í desember sl. Hann sagði að sú upphæð væri enn ekki öll komin í gagnið. Lúzhkov sagði að í kjölfar lélegrar uppskeru í Sovétríkjunum yrði að flytja inn meira magn af matvælum Hersveitir sambandshersins lagðar af stað til Króatíu: 20 km röð af hermönnum og skriðdrekum streymdi í átt til Króatíu í gær en venjulega. Hann sagði á fundin- um með EB að Moskvu vantaði 2,2 milljarða dollara lán í formi mat- væla. Þá sagði hann að eftirstöðv- arnar (5,2 milljarðar) væri æskilegt að fá í formi tveggja lána. Þau ættu að vera jafnhá, annað greitt innan þriggja ára en hitt til 5-10 ára. Lúzhkov fór til Lundúna seinni- partinn í gær. Þar hittir hann John Major, sem er í forsvari fyrir sjö helstu iðnríki heims (G7). Þeir munu ræða þarfir Sovétríkjanna. Talsmaður Evrópubandalagsins sagði f gær að samkomulag væri í nánd, en væri ekki tilbúið. Reuter-SIS Búið er að reikna út hversu miklar líkur eru á að smitast af alnæmissýktum lækni: Líkur eru mjög litlar Hættan á að smitast af alnæmi í skurðaðgerð er 1 á móti 21 milljón á hveija klukkustund sem þú eyðir á skurðarborðinu. Þetta eru sömu líkur og þær að þú lendir í alvarlegu umferðar- slysi á leiðinni á sjúkrahúsið. Þetta eru niðurstöður tveggja lækna í Boston, sem hafa rann- sakað þetta mál. Þessi útreikningur er byggður á að það séu 0,8% líkur á að maður skað- ist á skurðarborðinu og að 0,4% lík- ur séu á að skurðlæknirinn eða að- stoðarmaður hans séu smitaðir af al- næmisveirunni. Þá er reiknað með að 0,15% líkur séu á að blóð úr þeim smitaða komist á einhvern hátt inn í blóðrás sjúklings. í grein, sem birtist í New England Journal of Medicine, eða Læknablaði Nýja Englands, segja læknarnir tveir, þeir AJbert B. Lowenfels og Gary Wormser að jafnvel þótt þeir hefðu vanmetið þær tölur, sem þeir nota til útreikninga, sé ekki möguleiki á að líkurnar verði meiri en 1 á móti 4 milljónum, hverja klukkustund á skurðarborðinu. Þeir segja ennfremur að líkurnar geti verið allt að 1 á móti 333 millj- ónum. )rlafnvel þótt vitað væri að skurðlæknirinn væri smitaður af al- næmisveirunni, eru líkurnar á að sjúklingur smitist við uppskurð mjög litlar,“ segja þeir. „Besta áætlað mat kemst nærri 1 á móti 83.000 klukkustundum á skurðarborðinu." Lowenfels og Wormser byggja út- reikninga sína á áður gerðum rann- sóknum. Þessir útreikningar eru gerðir á sama tíma og mikill órói hefur grip- ið um sig meðal Bandaríkjamanna um að sjúklingar smitist auðveldlega af læknum sem eru alnæmissmitað- ir. Þessi órói kemur í kjölfar máls þar sem tannlæknir, sem smitaður var af alnæmi, smitaði stúlku sem var sjúklingur hans. Hún liggur nú fyrir dauðanum af völdum alnæmisveir- unnar. Reuter-SIS Löng fylking skriódreka og hersveita hélt frá Belgrad í gær, í áttina til Króatíu. Vitni segja að a.m.k. 70 skriðdrekar og mikill fjöldi hervagna ásamt fjölda hermanna hafi haldið til Króatíu í gær og fylkingin hafí veríð meira en 20 km löng. Líklegast er að verið sé að styrkja sambandsherinn á átakasvæðum í Króatíu. Leiðtogar Evrópubandalagsins ræddu í gær hvort senda ætti frið- arsveitir til Króatíu, til að halda vopnahléð sem samið var um fyrr í vikunni. Átökum hefur ekki linnt þrátt fyrir umsamið vopnahlé. f gær var tilkynnt um harða bardaga við strönd Eyjahafs. Flugvélar sambandshersins tóku þátt í bar- dögum, en einnig var barist víða inni í landi. Fréttamenn, sem staddir eru í Króatíu, tilkynntu í gær að átök ættu sé stað í landinu, en ekki eins harkaleg og undanfarna daga. Þó er barist á götum úti í bænum Fréttayfirlit WASHINGTON - Bandaríska utanríkisráðuneytið hvatti alia Bandaríkjamenn, sem staddir eru I Króatfu, Bosníu-Herzegovinu og í Kosovo, að yfirgefa þessa staði nú þegar. Þá voru bandarfskir rík- isborgarar hvattir til að fara ffá Júgóslavíu eins fljótt og kostur er, hvar sem þeir eru þar. BAGDAD - Irakar saka Banda- ríkjamenn um að betja hertrumb- umar. Áður höfðu Bandaríkja- menn sagt að þeir ætli að koma upp herpölium í Saudi- Arabíu, þvi að enn ættu Irakar fjölda Scud-fiauga og gætu tekið upp á að nota þær. SAMEINUÐU ÞJÓOIRNAR - Javier Perez de Cuellar fram- kvæmdastjóri er bjartsýnn á að senn fáist lausn á gíslamálinu. Á miðvikudag tilkynntu mannræn- ingjar ( Beirút að sleppa ætti ein- um vestrænum glsl úr haldi innan skamms, en ekki hefur enn bólað á þeim gísl. Spámenn telja að það verði Jack Mann sem verði látinn laus. Vukovar. í gær hittust utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins og varnar- málaráðherrar Vestur-Evrópu- bandalagsins til að hafa samráð um hvort senda á friðargæslusveitir inn í Króatíu. Þjóðverjar og ítalir hvöttu EB til að fá formleg fyrirmæli frá Sam- einuðu þjóðunum. Þeir sendu frá sér tilkynningu, sem í stendur: „Við verðum að gera allt, sem hægt er, til að tryggja að vopnahléð verði haldið." Rúmlega 500 manns hafa týnt lífi í átökum á milli Serba og Króata, síðan Króatía lýsti yfir sjálfstæði hinn 25. júní. Carrington lávarður, sáttasemjari EB, stóð að samningi um síðasta vopnahlé, en svo virðist sem það ætli að mistakast, rétt eins og þau vopnahlé sem komið hefur verið á áður. Francois Mitterrand Frakklands- forseti er fylgjandi því að friðar- sveitir verði sendar til Króatíu. „Formleg tilskipun frá Sameinuðu þjóðunum er nauðsynleg, og ef hún fæst verða þjóðir Evrópu- bandalagsins að bregðast við henni," segir Mitterrand. Reuter-SIS Erfðavísir sykur- sýki er fundinn Franskir vísindamenn tilkynntu í gær að þeir væru búnir að finna erfðavísi sem orsakar sykursýki. Þessi uppgötvun gæti hjálpað til við meðhöndlun á sjúkdómnum. Jean-Francois Bach, prófessor við Nechersjúkrahúsið í París, sagði að með þessu ættu læknar að geta greint sjúkdóminn mun fyrr í fólki. „Þetta opnar nýja leið í meðferð sjúkdómsins. Okkur verður einnig gert kleift að greina mjög snemma hverjir eru líklegri til að fá sykur- sýki. Við verðum fær um að segja til um hvort systkin þess, sem hef- ur sykursýki, sé í áhættuhóp. Vegna þessa ætti að vera hægt að þróa læknismeðferð sem myndi hægja á sjúkdómnum eða jafhvel koma í veg fyrir hann," sagði Bach í viðtali við frönsku útvarpsstöðina Info í gær. Hann sagði síðar í viðtali við franska sjónvarpið að innan tveggja ára yrði líklega hægt að finna út hvaða fólk væri líklegt til að fá sykursýki, með þar til gerðum prófum. „Við vonumst til að það taki ekki lengri tíma en þrjú, fjögur ár að finna fyrirbyggjandi meðferð. Það gæti tekið styttri tíma, og það gæti tekið lengri tíma,“ sagði Bach að lokum. Reuter-SIS Italskri flugvél rænt Allir farþegar og áhöfn ítölsku þot- unnar, sem rænt var í gær, komust heilir á húfi til síns heima eftir að búið var að yfirbuga flugræningj- ann. I tilkynningu frá yfirvöldum á flug- vellinum í Túnis kemur fram að all- ir séu heilir á húfi og flugvélin hafi verið tæmd af fólki. Flugvélinni var rænt í gær á leið- inni frá Róm til Túnis. Hún er af gerðinni DC-9 og er í eigu ítalska flugfélagsins Alitalia. Um borð í flugvélinni voru 130 farþegar ásamt áhöfn. Flugræninginn fyrirskipaði að flugvélinni yrði flogði til Alsír, en flugyfirvöld þarlendis heimiluðu ekki lendingu þar. Þotan lenti í Tún- is. Talsmaður flugfélagsins, Marisa Ri- olo, segir að búið sé að handtaka flugræningjann. Reuter-SIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.