Tíminn - 20.09.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.09.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 20. september 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gislason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Skrtfstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavik. Siml: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð i lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Forystuskylda ríkisvaldsins Hafrannsóknastofnun hefur sent frá sér upplýs- ingar um niðurstöðu seiðarannsókna sem gerðar hafa verið á stóru hafsvæði kringum ísland auk þess sem rannsókn fór fram á Grænlandshafi og undan ströndum Austur-Grænlands. Fram hefur komið að þessar rannsóknir hafi náð til stærra heildarsvæðis en venjulegt er. Niðurstaða þessara rannsókna sýnir mjög alvar- legt ástand um vaxtarmöguleika þorskstofnsins. Samkvæmt þeim hefur þorskklakið við ísland í ár brugðist með stórfelldari hætti en dæmi eru til þau rúmu 20 ár sem seiðarannsóknir hafa verið framkvæmdar á vegum Hafrannsóknastofnunar. Ekki er einasta að þorskárgangurinn 1991 sé svo veikburða sem þessar mælingar sýna, heldur er hér um að ræða sjötta árganginn í röð sem sýn- ir litla viðkomu þorsks á íslandsmiðum og nálæg- um hafsvæðum. Hvað varðar ástand klaksins á þessu ári er sýnt að hinum mögru árum þorskv- iðkomunnar fækkar ekki, þau gætu þess vegna orðið sjö, ef ekki verður breyting á. Framreikning- ur á þjóðarhag hlýtur að leiða til þeirrar niður- stöðu að þjóðin verður að búa sig undir að mæta erfiðu efnahagsástandi á næstu árum. íslendingar geta ekki hlaupið frá þeirri stað- reynd, að sjávarafli er driffjöður þjóðarbúskapar- ins. Þeirri staðreynd verður að mæta af fullu raun- sæi, hvorki með vanmati né ofmati. Hún leggur öllum ráðandi öflum þá skyldu á herðar að taka þátt í þeim viðbúnaði sem nauðsynlegur er til þess að standast óhjákvæmilegan samdrátt í fiskveið- um með þeim áhrifum sem hann hefur á aðrar at- vinnugreinar og hvers kyns umsvif þjóðarbúsins. í því efni er enginn þáttur þjóðarbúsins undanskil- inn, ekkert ráðandi afl í þjóðfélaginu ábyrgðar- laust né nein efnahagsstærð fráskilin því að koma þar við sögu. Þegar horfur í þjóðarbúskap eru með þessum hætti geta ráðamenn og hagsmunahópar ekki vísað hver á annan. Slíkum vanda verður að mæta með þjóðarsamstöðu um heildstæða lausn. í því efni hefur ríkisvaldið forystuskyldu, sem því ber að rísa undir. Ríkisstjórnin verður að sam- eina þjóðina um markmið og leiðir, byggja upp trúnaðartraust gagnvart slfkum aðgerðum með því að jafna áhrifum efnahagsvandans réttlátlega niður. Nú er tækifæri fyrir ríkisstjórnina að láta á reyna um vilja sinn í þessu efni, þegar samningar um kaup og kjör launþega standa sem hæst. Nú er síst minni ástæða til að fá launþega til samstarfs um viðráðanlega þróun efnahagsmála en var fyrir einu og hálfu ári þegar þjóðarsáttin var gerð. Hvað sem líður einstökum efnahagslegum stjórntækjum, hvort heldur er í peningamálum eða ríkisfjármálum, er aðeins eitt sem sker úr um jafnvægi í efnahagsmálum: friður á vinnumark- aði. Ríkisstjórninni ber að stuðla að slíkum friði með samráðum við launþegastéttina um heildar- markmið og leiðir til að ná því. ■1 VÍTT OG BREITT Uppmögnun vandamála Fræg er sagan um lærisvein galdra- meistarans sem stalst til að virkja sópinn til að bera vatn og margra annarra verka sem strákur nennti ekki að vinna. En lærisveinninn var langt frá því að vera fullnema í fræð- unum og hann réð ekki við að stöðva sópinn þegar nóg var að gert. Gerð- ist sópurinn ofvirki hinn mesti og hamaðist svo við húsverk og vatns- burðinn að allt varð undan að láta og höll galdrameistarans (ylltist af vatni. Lærisveinninn fylgdist með, vanburðugur að stöðva ofvirknina sem hann hafði sjálfur komið af stað og kunni engin ráð til að stöðva. Þetta gamla ævintýri er sígilt dæmi um alla þá angurgapa sem eru lagn- ir að koma atburðarás af stað og ráða svo engu um framvinduna þegar allt er farið úr böndunum. Ráðherragengi Davíðs Oddssonar stendur nú í ströngu að reyna að stöðva sópinn sem það hefur magn- að upp og fer nú oífari um flesta kima þjóðfélagsins og rótar upp moldviðri sem byrgir flestum eðli- lega sýn. Fremstur meðal jafningja Ráðherramir eru óðum að reyna að stöðva orðróm um hinar og þess- ar meintar aðgerðir sem þeim er ætlað aö fara að taka til höndum að framkvæma. Enginn veit lengur hvað em hugmyndir, sem aldrei stóð tii að hrinda í framkvæmd, og hvað em ráðagerðir sem búið er að samþykkja í ríkisstjóminni. Fremstur meðal jafningja í upp- mögnun vandræða í tilraunum til að stöðva ofvirknina er Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra. Hann kemur fram í fjölmiðlum dögum oftar og stritar við að leið- rétta orðróm, sem orðinn er að staðreyndum, um að ekki standi til að leggja á sjúklingaskatt eða minnka heilbrigðisþjónustu við auralítið fólk, og reyndar ekki við þá ríku heldur. En neitar ekki að slíkt hafi kannski komið til tals á ein- hverjum stigum fjárlagagerðarinn- ar. Samtök lækna og félagsmálaverur af mörgu tagi mótmæla oft á dag að fara eigi að leggja heilbrigðisþjón- ustu á íslandi í rúst þótt sú aðgerð sé hafin, því læknar staðfesta að fólk sé farið að deyja úr sjúkdómum. Þá er verklag á skurðstofum og lyfjasortir á fleygiferð í umræðunni með spakviturlegum hugleiðingum um hvað séu skólagjöld og hvað námskostnaður, hve margir nem- endur eru skráðir í Reykjanesskóla með frjóum athugasemdum um að eftirleiðis eigi aðeins þeir ríku að fá að vera heilbrigðir og menntaðir. Þar með fylgir að þeir, sem mennta og lækna, eiga líka að vera ríkir. Vanhugsun Auðvitað voru það engir aðrir en ráðherramir sjálfir og nánustu sam- starfsmenn þeirra sem komið hafa allri umræðunni af stað með van- hugsuðum og ótímabærum yfirlýs- ingum um sukk og svínarí fyrri ráðamanna og að þeir séu útvaldir til að taka til höndum að koma lagi á hlutina. En allt snýst þetta í höndum þeirra, vegna þess að ráðherramir vom svo uppteknir að koma höggi á forvera sína og þær stofnanir, sem undir þá heyra, að þeir varast ekki að það er ætlast til að mark sé tak- andi á orðum og tillögum ráðherra. Haldnir hafa verið blaðamanna- fundir, m.a. af fjármálaráðherra, til að reyna að leiðrétta þann misskiln- ing að ráðherramir hafi meint eitt- hvað með því sem þeir hafa látið hafa eftir sér um fjárlagagerðina, niðurskurð, spamað, útgjöld, skatt- leysi þeirra efnuðu og fleira og fleira. En yfirlýsingagleðin hjaðnar ekki og áfram er haldið að útmála hve einstaklega erfið fjárlagagerðin sé. Síðasta útspilið er atvinnutrygg- ingadeild Byggðastofnunar, sem er eins og allir vita undir háyfirstjóm Matthíasar Bjamasonar alþingis- manns, og á nú deildin sú að koma illilega aftan að fjárlagagerð niður- skurðarmeistaranna. Eru skuldir deildarinnar framreiknaðar til margra ára, einsog skuldir lífeyris- sjóðs ríkisstarfsmanna í fýrri viku, og fengnar út svakalegar taptölur með aðferðinni og svosem 50 fyrir- tæki umsvifalaust gerð gjaldþrota. Hvemig þetta svartagallsraus magnast upp í meðferðinni veit enginn, enda spyrja vankunnandi lærisveinar ekki að leikslokum. En einsog allir muna endaði sagan um lærisvein galdrameistarans ágætlega, því þegar seiðkarlinri kom heim kunni hann ráð að stöðva of- virkni kústskammarinnar. Svo var búin til yndisleg músík um allt saman, en það er önnur saga. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.