Tíminn - 20.09.1991, Síða 12

Tíminn - 20.09.1991, Síða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnorhusinu v Tryggvagotu « 28822 Lausnin er: Enzymol Nýtt í Evrópu J EUQO-HAIR ■ á Islandi Engln hárígræðsla Engin gerfihár Engin lyfjameðierð Einungis tímabundin notkun Eigið hár meó /tjálp lífefiia-orku ®91 -676331e.ki.i6.oo Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga Iíininn FÖSTUDAGUR 20. SEP'i: 1991 mmmam Guðsríki á mun fleiri þegna á Fróni en Skandinavíu: Djöfullinn er að veslast upp og helvíti að hverfa Þegar kemur að Guðsríki, sálarhróinu og syndinni virðast ís- lendingar eiga miklu meira sameiginlegt með írum og Banda- ríkjamönnum heldur en frændþjóðunum á Norðurlöndum. Þótt fólk skipi almennt fjölskyldunni, vinnunni, frístundalífinu og félögunum ofar í lífi sínu heldur en trúnni, segir þó meirihluti fólks á írlandi, Bandaríkjunum, Kanada, íslandi og í þrem kaþ- ólskum iöndum S-Evrópu trúna þýðingarmikla í lífi sínu, sam- kvæmt nýrri lífsgildakönnun. Til dæmis játa 75% íslendinga því að trúin veiti þeim huggun og styrk, en aðeins 27% Svía og Dana. „Djöfullinn danskur“ að deyja út? Raunar er ekki bara Guðstrúin að dofna hjá Dönum. Aðeins 8-10% þeirra trúa orðið á tilvist helvítis og djöfulsins. Litlu fleiri Danir (19%) trúa enn á Himnaríki og innan við fjórðungur á tilvist syndarinnar og upprisu. Aðeins þriðjungur Dana trúir á líf eftir dauðann og innan við helmingur þeirra að þeir hafi sál. Þrátt fyrir allt segjast samt 65% Dana trúa á tilvist Guðs og 73% telja sig trúhneigða. 1 Noregi og Svíþjóð voru þeir að vísu heldur fleiri sem játuðu trú á framangreint, nema himnaföðurinn sjálfan. Vel innan við helmingur Svía (45%) játar trú á tilvist Guðs og enn færri (30%) telja sig trúhneigða. Svíar reyndust samt ekki alveg trú- lausir, þegar til kom, því nærri 60% þeirra trúa því að til séu sænskar sál- ir. Himnaríki margra bara biðstöð? Á íslandi voru allar niðurstöður og hlutfallstölur allt aðrar. Djöfullinn sjálfur virðist að vísu vera að láta í minni pokann. Aðeins um fimmti hver íslendingur óttast tilvist djöfsa og enn færri (12%) óttast verri stað- inn, sjálft helvíti. Á tilvist sálarinnar trúa hins vegar næstum allir (88%) íslendingar. Um 85% trúa líka á tilvist Guðs og 81% á líf eftir dauðann. Um 70% lands- manna efast ekki um syndina, og hátt í 60% þeirra stefna á himnaríki í fyllingu tímans. Ekki ætla þeir sér þó allir þangað til eilífðar, því 40% landsmanna segjast trúa á endur- holdgun. Þrír af hverjum fjórum (75%) ís- lendingum segjast trúhneigðir. Að frátöldum fermingum, brúðkaup- um, skírnum og jarðarförum fara þó aðeins 9% til kirkju oftar en á jólum eða öðrum stórhátíðum, og 45% landsmanna sjaldnar en árlega eða nánast aldrei. Jarðarfarir mörgum aukaatriði Kirkjusókn er þó miklu minni í Danmörku og Svíþjóð, þar sem menn eru almennt ekkert að gera sér ferð í kirkju á jólum fremur en endra nær. Um 60% Dana og 70% Svía fara nær aldrei til kirkju ótil- neyddir. Þótt Norðmenn telji sig svo sem ekkert trúhneigðari (48%) en granna sína, fara þeir miklu oftar til kirkju. Um 9% þeirra sækja kirkju vikulega eða oftar, nær fjórðungur- inn mánaðarlega a.m.k. og enn stærri hópur á stórhátíðum. Aðeins fjórðungur Norðmanna sækir kirkju sjaldnar en árlega. Það er líklega fyrst og fremst sá fimmtungur Norðmanna sem telur það litlu skipta hvort trúarlegar at- hafnir fari fram vegna dauða. Það sama á við um Dani og Svía, aðeins 80% allra þessara þjóða telja trúar- legar athafhir við dauða mikilvægar. Og raunar enn óþarfari við fæðingar og giftingar, þar sem um og yfir þriðjungur þessara þjóða lætur sig trúarathafnir litlu skipta. Svíar þó minnst allra. íslendingar vilja nær allir (93%) kristilega jarðarför. En við fæðingar og giftingar (skírnir og hjónavígsl- ur) eru þeir ekki mikið meira fyrir trúarstússið en frændþjóðimar. Biðja — þegar í harð- bakkann slær Um 75% íslendinga segja trúna veita sér huggun og styrk. En ham- ingjusöm þjóð þarf ekki stöðugt á huggun að halda. Miklu færri, eða aðeins um helmingur, segist biðja oft eða stundum. Margir láta slíkt nægja þegar í nauðir rekur. Aðeins innan við fimmtungur lætur himnaföður- inn þó algerlega afskiptalausan. Á hinum Norðurlöndunum er þessu í flestu þveröfugt farið. Aðeins fjórð- ungur Dana og Svía og þriðjungur Norðmanna finnur nokkra huggun og styrk í trúnni. Og þessi fjórðungur biður oft eða a.m.k. stundum. Nokkr- ir til viðbótar reyna bæn ef í nauðir rekur. En um og yfir helmingur fólks í þessum löndum segist aldrei biðja. Þama virðist líklegt að um uppeld- isáhrif sé að ræða. Innan við þriðj- ungur Svía og vel innan við helming- ur Dana og Norðmanna segist hafa fengið trúarlegt uppeldi á heimili sínu. Á íslandi segjast aftur á móti 76% hafa fengið trúarlegt uppeldi. - HEI 2000 naut úti í haga, en enginn markaður fyrir þau: Offramleiðsla á nautakjöti Mikil offramleiðsla er á nautakjöti þessa stundina og eru horfur á að verðlækkun verði á nautakjöti. Markaður fyrir nautakjöt er nokkuð jafn, en að undanfömu hefur framleiðsla aukist mikið. Jón Magnús- son, sölustjóri hjá Goða, sagðist giska á að telja mætti offramleiðsl- una í um 2000 nautgripum. Gripimir em nú í sláturstærð og bíða þess að komast í sláturhús. Mjög lítill markaður er fyrir frosið nautakjöt, og þess vegna taka slát- urhúsin helst ekki nautgripi til slátrunar nema vera viss um að losna við það strax á markað. Það eru því bændur sem sitja uppi með vandann. Þeir eiga nú mikinn fjölda gripa, sem þeir vilja losna við fyrir veturinn. Hætt er við því að margir bændur lendi í vandræðum ef ekki tekst að auka sölu, og þess vegna ræða menn nú um að lækka verðið. Verðlækkun núna er hins vegar litin hornauga af sauðfjár- bændum, sem eru þessa dagana að setja sína framleiðslu á markað. Ríkissaksóknari um mál forstööumanns bifreiðaprófa: Aðgerðir óþarfar Ríkissaksóknari telur að ekki sé ástæða til málshöföunar í máli Guðjóns Andréssonar, fyrrv. for- stöðumanns bifreiðaprófa, og kemst að svipaðri niðurstöðu og dómsmálaráðuneytið hafði komist að áður. Jafnframt telur ákæruvaldið ekki ástæðu til frekari aðgerða í gagn- kærumálum og kröfum Guðjóns um opinbera rannsókn á embættis- færslu sinni og því þegar dómsmála- ráðherra sagði honum upp starfi. —sá Sauðfjárbændur leggja áherslu á að reyna að selja sem mest af nýslátr- uðu strax, til að draga úr geymslu- kostnaði. Ástæðan fyrir offramleiðslu á nautakjöti eru ýmsar. Þessi mark- aður hefur verið nokkuð góður og því hafa margir bændur freistast til að reyna auka tekjur sínar með því að setja á fleiri kálfa. Bændur, sem hafa orðið að draga saman í sauð- fjárbúskap eða loðdýrabúskap, hafa sumir hverjir farið inn á þennan markað. Jón Magnússon sagði að þetta væri vandamál sem bændur yrðu sjálfir að taka á. Það væri Ijóst að bændur hefðu sett á of mikið af kálfum, og því yrði að fara hægar í sakirnar á næstunni. Jón taldi að bændur ættu nú um 2000 nautgripi sem ekki væri markaður fyrir. Hann sagði að sumir bændur hefðu ekki pláss fyrir þessa gripi í vetur. Jón sagði sláturhúsin forðast að frysta nautakjöt, vegna þess að það seljist mjög illa og fyrir lágt verð. -EÓ Unnið að samantekt um uppkaup á fullvirðisrétti: ÞÉTTBÝLIS- KVÓTAR NÆR ALLIR CFLDIR Imi ■■i I n Kh Li m011 M Nú er unnið að samantekt um uppkaup ríkisins á fullvirðísrétti í sauðfjárrækt, sem gerð voru samkvæmt búvörusamningnum. Niðurstöður liggja ekki fyrir, en víðast hvar náðist markið, eða var að minnsta kosti ekki langt utan seilingar. Lausleg athugun sýnir og að nokkuð breytilegt er eftir búmarkssvæðum hveijir selja og hversu mikið. Hjá Búnaðarsambandi Kjalnes- inga fengust þær upplýsingar að alltr þeir sem áttu þéttbýliskvóta, sem voru nokkuð margir, haf) selt hann, en margir þó baidið eftlr þeim tíu ám sem eru utan kvóta. Fáir bændur, og helst þeir eldri, hafi hins vegar selt allan sinn rétt, enda fátt orðið eftir af sauðfé á Kjalamesi. Fáir bændur í Borgarfirði seldu allan sinn rétt. Þeir voru rétt rúmlega tíu talsíns og þá taldlr með þeir sem einnig stunda kúa- búskap. Bændum fækkar því lítiö í Borgarfiröi. Á Austurlandi vom þeir hins vegar nokkuð margir bændumir sem seldu allan sinn rétt. Alls 14 í Norður- Múlasýslu og 25 tii 30 í Suður- Múlasýslu. Allt bændur sem hætta öllum búskap nema kannski hrossarækt. Á Suöurlandi era þeir nokkrir sem seldu allt sitt. Þar er mjög áberandi mikU sala í þeim sveit- um sem liggja nærri þéttbýli og öðram þeim stöðum þar sem finna má aðra atvinnumöguleika en búskap. Þannig seldu margir Áraesingar, nokkuð margir Rangæingar, en fáir Skaftfelling- ar kvóta sinn. -aá.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.