Tíminn - 20.09.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.09.1991, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. september 1991 Tíminn 11 Atli Eövaldsson og félagar máttu þola tap í gærkvöldi fýrir ítalska liðinu Torino. Hér er Atli í baráttu viö Roberto Mussi, en hann gerði fyrra mark ítalanna. Tímamynd Ami Bjama Evrópukeppnin í knattspyrnu: KR-INGAR VORU OFURLIÐIBORNIR KR-ingar biðu í gærkvöidi iægrí hlut fyrir ítalska liðinu Torino, 2-0, í frek- ar daufum ieik á Laugardalsvelli. ítalimir höfðu tögl og hagldir í nær öllutn ieiknum, ef frá eru talin tvö færi á sömu mínútunni í fyrri hálf- leik. KR-ingar hófu leikinn ágætlega og spiluðu vel úti á vellinum, en gekk lít- ið að komast í gegnum sterka vöm Torinoliðsins, með fyrirliðann Bresci- ani sem sinn besta mann. Ekkert var um færi hjá hvorugu liðinu og það var ekki fyrr en á 20. mínútu sem eitt- hvað markvert gerðist Eftir vamar- mistök í KR- vöminni barst boltinn til Robertos Mussi, sem var staddur utarlega í teignum. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina, heldur lét vaða á markið og knötturinn hafhaði í net- inu á bak við Ólaf Gottskálksson. Eft- ir markið hresstust KR-ingar og á 23. mínútu fengu þeir tvö dauðafæri. Það fyrra var eftir aukaspymu Rúnars Kristinssonar. Boltinn barst til Ragn- ars Margeirssonar, sem var á mark- teig, og renndi hann boltanum fyrir markið, en þar vantaði mann til að ýta knettinum yfir línuna. Hálfri mínútu síðar gaf Gunnar Skúlason frábæra sendingu innfyrir vöm Torino og þar var Heimir Guðjónsson einn á móti markverðinum, en á einhvem óskilj- anlegan hátt tókst honum að klúðra knettinum í hendumar á markverði Torino. Eftir þennan einnar mínútu hamagang, róaðist leikurinn á ný og ítalimir fóru að fá meiri tök á leikn- um. Það var síðan þremur mínútum fyrir leikhlé sem að Atli Eðvaldsson átti lúmskt skot, sem fór rétt framhjá. 0-1 í hálfleik. Síðari hálfleikur var algerlega eign ítalanna og höfðu þeir öll völd á vell- inum. Þó að þeir sæktu ekki mikið, þá var leikurinn þeirra. Það duldist eng- um. Á 55. mínútu fékk Casagrande upplagt tækifæri til að auka muninn í tvö mörk. Fékk knöttinn á markteig, en tókst ekki ætlunarverk sitt. Átta mínútum síðar kom annað mark Tor- ino. Tekin var homspyma og barst boltinn 10 metra út fyrir vítateig þar sem Enrico Annoni stóð og þrumaði knettinum í mitt KR-markið af 25 metra færi. Það var síðan á 85. mín- útu sem síðast sást lífsmark með KR- liðinu, en þá átti Rúnar Kristinsson gott skot af löngu færi á ítalska mark- ið og mátti ítalski markvörðurinn hafa sig allan við til að verja, en það tókst. Lokatölur því 0-2 Torino í hag. KR-Iiðið var lakara liðið í gær. En þó er aldrei að vita hvað gerst hefði ef Heimir Guðjónsson hefði skorað úr færi sínu í fyrri hálfleik. Fyrri hálf- leikurinn var þó mun betri hjá liðinu og er aldrei að vita nema að það hefði hresst aðeins síðari hálfleikinn ef skiptingar hefðu komið fyrr. Það var ekki fyrr en þegar um 10 mínútur vom eftir, sem Guðni Kjartansson sá ástæðu til að setja þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Bjarka Pétursson in- ná fyrir þá Heimir Guðjónsson og Gunnar Skúlason, sem í raun hafði leikið vel og var furðulegt að Guðni skyldi ekki taka Bjöm Rafnsson frek- arútaf. Bestir í KR-liðinu vom þeir Sigurð- ur Ómarsson og Þorsteinn Halldórs- son, sem börðust vel allan leikinn. Þá átti Rúnar Kristinsson ágætar rispur, en sást ekki þess á milli, enda lék hann stöðu framherja. Þá var Sigurð- ur Björgvinsson traustur. ítalska liðið var traust. Liðið er jafnt þegar á heild- ina er litið, en þó vom bestir þeir Walter Casagrande, Enrico Annoni og Giorgio Bresciani fyrirliði. ítalska lið- ið er ömgglega sterkara á sínum heimavelli og því má búast við að róð- urinn verði þungur í síðari viðureign liðanna í Torino. Leikinn dæmdi Fred McKnight og gerði ágætlega. -PS Evrópukeppni landsliða U18: ísland lagði Belga að velli íslensku strákamir, sem skipa landslið 18 ára og yngri, lögðu í gær jafnaldra sína frá Belgíu að velli með tveimur mörkum gegn einu á Varmárvelli í gærdag. Staðan í hálfleik var eitt núll Belgum í hag. ísland átti í vök að verjast allan fyrri hálfleikinn, endu léku þeir gegn sterkum vindi. Þá virtist fslenska vörnin ekki alveg viss hvað hún væri að gera. Belgar náðu að skora eitt mark fyrir leikhlé. En íslensku drengirnir komu ákveðnir til síðari hálfleiks. Þegar rúmar 20 mínútur vom liðnar af hálfleiknum skoraði Kristinn Lá- russon, einn besti maður íslenska liðsins, gott mark. Aðeins fimm mínútum síðar komst Helgi Sig- urðsson einn í gegnum vöm Belg- anna og skoraði sigurmarkið. fs- lendingar fengu færi til að auka muninn enn frekar, en tókst ekki. Engu að síður var þetta góður sigur hjá íslenska Iiðinu, með þá Helga Sigurðsson og Kristin Lámsson sem sína bestu menn. Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. Eiginmaður minn Páll Pálsson fyrmm bóndl Efri-Vík verður jarðsunginn frá Prestbakkakirkju á Slðu laugardaginn 21. sept- ember kl. 14. Fyrir hönd vandamanna V. r Magnea Guðrún Magnúsdóttlr Ástkær móðir okkar Halldóra Örnólfsdóttir Sjónarhæð, ísaflrðl verður jarðsungin frá isafjarðarkapellu laugardaginn 21. september kl.14. Böm, tengdabörn og bamaböm -\ Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir Jón Hreiðar Kristófersson Vesturbrún 9, Flúðum verður jarðsunginn frá Hmnakirkju laugardaginn 21. september kl. 14. Þeir sem vildu minnast hans láti Hjartavemd eða aörar liknarstofnanir njóta þess. V. Jóhanna Sigrföur Danlelsdóttlr Blrgir Þór Jónsson Krlstln Ásta Jónsdóttlr Krlstln Jónsdóttir og systkinl hlns látna 'N Þökkum inniiega auösýnda samúð við andlát og útför Ingólfs Eide Eyjólfssonar Garöbraut 74, Garöi Eria Magnúsdóttir Hafsteinn Eide Ingólfsson Aldfs Jónsdóttir Þór Ingólfsson Hallfríöur Þorstelnsdóttlr Kristín Ingólfsdóttir Ingólfur Þór Ágústsson Ástgeir A Ingólfsson Kristín Andrésdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi Þórður Guðnason Sunnutúni, Stokkseyrl verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 21. september kl. 13.30. Valgerður Sigurðardóttir Elfar Þórðarson Helga Jónasdóttlr Gerður Þórðardóttir BJarni Hallfreðsson barnabörn og barnabarnabarn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.