Tíminn - 21.09.1991, Side 5

Tíminn - 21.09.1991, Side 5
Laugardagur 21. september 1991 Tíminn 5 Getur aftanákeyrsla veriö lottóvinningur? 750 fengu 600 milljónir greiddar fyrir hálshnykk Sjúklingar, sem orðið hafa fyrir áverkum á hálsi, hafa þrefaldast á einum áratug. Þeir voru á síðasta ári yfír 1200. Kostnaður vegna þessara áverka er talinn vera um 700 milljónir króna. Annar hver ökumaður, sem fékk bætur hjá tryggingafélögum árið 1989 vegna slysatryggingar ökumanns og eigenda, fékk þær vegna hálsmeiðsla. Heildarútgjöld tryggingafélaganna á síðasta ári vegna þessara meiðsla námu um 600 milljónum króna. Meðalgreiðsla til sjúklings var 800 þúsund krónur. Þessar upplýsingar komu fram á námsstefnu um hálshnykk sem hófst í gær. Að henni standa Borgar- spítalinn, Félag íslenskra sjúkra- þjálfara og Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. Hálsáverkum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Þeir voru um 400 ár- in 1981-1983, um 450 árin 1984- 1985, 550 árin 1986-1987, 700 árið 1988, 900 árið 1989 og rúmlega 1200 árið 1990. Þreföldun hefúr því orðið á fjölda þessara sjúklinga á einum áratug. Algengast er að áverkar á hálsi verði í bílslysum, eða um 70% allra sjúkdómstilvika. Hálsáverkar verða í rúmlega öðru hverju bílslysi. Þetta er mun meiri tíðni en í nágranna- löndum okkar. Hálsáverkar eru einnig mun algengari á höfuðborg- arsvæðinu en í öðrum landshlutum þar sem þeir eru tiltölulega óalgeng- ir. Líklegt er að umferðarþunginn á höfuðborgarsvæðinu ráði þar mestu um. í 56% tilvika verður hálshnykk- ur vegna aftanákeyrslu. Um það bil helmingur bílanna, sem sjúklingar slösuðust í, voru í kyrrstöðu eða þar um bil, þegar slysið varð. Ástæður fyrir fjölgun slysa á hálsi geta verið ýmsar. Bílum hefur fjölg- að mikið og umferðarþunginn að sama skapi aukist. Á ráðstefnunni kom einnig fram að samband sé á milli Qölgunar hálsáverka og auk- innar notkunar á bílbeltum. Þegar bflbelti er notað verða hálsliðimir hreyfanlegasti og jafnframt óvarð- asti hluti líkamans er árekstur á sér stað. Athyglisvert er að þetta er ein af fá- um sjúkdómsgreiningum á slysa- móttöku Borgarspítala þar sem kon- ur em í meirihluta, þær em nær 60% sjúklinganna. Árlega greiða tryggingafélögin 750 manns bætur vegna hálsáverka, þar af em 600 ökumenn. Meðaltjón er metið á 800 þúsund krónur. Kostn- aður við læknismeðferð er hins veg- ar mun minni, eða um 50 til 40 þús- und á sjúkling, samtals 23 til 30 milljónir á ári. Sé tekið tillit til Benedikt Jóhannesson tölfræðingur í pontu, og Brynjólfur Mogensen bæklunarlæknir. þeirra, sem hljóta varanlegan skaða en fá ekki bætur, má áætla að heild- arkostnaður vegna þessara slysa sé um 700 milljónir á ári. Athyglisvert er að aðeins 0,5% hálshnykkssjúk- linga vom lagðir inn á sjúkrahús. Benedikt Jóhannesson, tölfræðing- ur hjá Talnakönnun, flutti erindi á ráðstefnunni um kostnað við háls- meiðsl. Hann sagði ljóst að sumt af því fólki, sem fær greiddar bætur, hefur ekki orðið fyrir varanlegum skaða og óvemlegum óþægindum vegna slyssins. Hann sagði að fyrir þetta fólk væri aftanákeyrsla eins og hver annar lottóvinningur. Benedikt Timamynd: Aml BJama sagði einnig nauðsynlegt að endur- skoða bótagreiðslumar. í dag fer upphæð bótanna eftir því hvað við- komandi hefur í tekjur og hvaða stöðu hann hefur í samfélaginu. Ekki væri vfst að þetta væri heppi- legt fyrirkomulag. Borgarstjorn: Austurstræti opnað fyrir umferð bíla Það er lítið spennandi að reka álver um þessar mundir: Álverið tapar milljarð á ári Borgarstjóm samþykkti tillögu skipulagsnefndar að opna Austur- stræti fyrir bflaumferð til reynslu > sex mánuði. Jafnframt var samþykkt tillaga Nýs vettvangs og Framsólmar- flokksins að samhliða því yrði Vallar- stræti gert að göngugötu. Með þessu er miklu deilumáli lokið í bili. Félög þeirra, sem reka verslanir eða eiga fasteignir í miðbænum, hafa um nokkurt skeið róið að þessum úrslit- um öllum árum. Nú hafa þau fengið sitt fram. Aldrei þessu vant féllu atkvæði ekki eftir hinni breiðu og beinu línu milli meirihluta og minnihluta. Sex sjálf- stæðismenn (Jóna Gróa Sigfúsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Ámi Sigfússon, Anna K. Jónsdóttir, Sveinn Andri Samkomulag um breytingar á kjarasamningi um sauðfjárslátrun hefur verið undirritað á nailli Al- þýðusambands Suðurlands og Vinnuveitendasambands íslands. Samið var um 5.500 kr. ein- greiðslu og auk þess um greiðslu orlofs- og desemberuppbótar, 9,94 kr. á klukkustund. Sveinsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son), tveir fulltrúar Nýs vettvangs (Ólína Þorvarðardóttir og Kristín 01- afsdóttir) og Sigrún Magnúsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins, greiddu tillögunni atkvæði. Fjórir sjálfstæðismenn (Guðrún Zoéga, Katrín Fjeldsted, Magnús L. Sveins- son og Páll Gíslason), alþýðubanda- lagsmaðurinn Sigurjón Pétursson og kvennalistakonan Elín G. Ólafsdóttir greiddu atkvæði gegn henni. Rök meirihlutans eru: Að ekki verið vikist undan kröfu þeirra sem vinna við Austurstræti um að það verði opn- að umferð bfla, ef það kynni að bjarga miðbænum frá glötun. Kaupmenn í miðbænum og Kaupmannasamtökin hafa meðal annars ályktað í þessa átt. Samningsaðilar undirrituðu sömuleiðis yfirlýsingu um að end- urskoðun á heildarsamningi skuli lokið fyrir 1. júní n.k. Verður það líklega að teljast mál til komið, því áratugur er síðan slíkur samning- ur var síðast gerður og allt frá 1984 hefur gerðardómur verið í gildi. Katrín Fjeldsted, fulltrúi Sjálfstæðis- flokks, sem greiddi atkvæði gegn til- lögunni, var mjög harðorð í garð fé- laga sinna og sakaði þá um að hafa látið undan þrýstingi þröngs hóps hagsmunaaðila, það er að segja kaup- manna í miðbænum. Hún hvetur borgarbúa til að sýna andstöðu sína við þessa tilhögun í verki, með bréfa- og greinaskrifum. Magnúsi L. Sveins- syni, forseta borgarstjómar, þótti þó alvarlegast að flokksböndin riðluðust og lýsti áhyggjum sínum yfir því að nýr meirihluti kynni Það má fljóta með að í lítilli könnun á áliti bogarbúa á hugmyndum um að opna Austurstræti, sem Skáís gerði fyrir Stöð 2 í sumar, voru 60% andvíg- ir opnun, en 30% fylgjandi. Þá fékk borgarstjóm undirskrift 1.300 vist- vænna borgara, fyrir fundinn í fyrra- dag, sem vildu mótmæla hugmynd- um um að opna Austurstræti. Gatnamálastjóri ætlar að nauðsyn- legar breytingar muni kosta um sex milljónir. -aá. Útlit er fyrir að álverið í Straumsvík verði rekið með yfilr eins milljarðs króna tapi á þessu ári. Ástæðan er gífurleg verðlækkun á áli, sem staf- ar af offramboði á álmörkuðum. Þrátt fyrir þessa slæmu stöðu eru engin áform uppi um að draga sam- an í rekstri áiversins eða segja upp starfsfólki. Á undanfömum mánuðum hefur gífurlegt magn af áli verið sett á markað frá Sovétríkjunum og öðr- um þjóðum í Austur-Evrópu. Afleið- ingin hefur orðið mikil verðlækkun á heimsmarkaði á áli. í byrjun þessa árs var tonnið selt á 1.500-1.600 dollara. Um mitt ár var það komið niður f 1.350 dollara og í þessari viku var tonnið komið niður fyrir 1.200 dollara. Álverð hefur ekki ver- ið lægra í aldarfjórðung. Tcilið er að álverksmiðjur verði að fá um 1.900 dollara fyrir tonnið af áli ef reksturinn á að geta staðið undir sér. Það er því ljóst að flestar álverksmiðjur í heiminum verða reknar með tapi allt þetta ár, því ekki er búist við að álverð hækki mikið það sem eftir lifir þessa árs. Um mitt ár 1988 var tonnið af áli selt á um 3.000 dollara, en það ár var álverið í Straumsvík rekið með miklum hagnaði. I raforkusamningi Alusuisse og Landsvirkjunar er miðað við að raf- orkuverð sveiflist í takt við verð á áli. Raforkuverðið fer þó aldrei niður fyrir 12,5 mill á kWst. og aldrei upp fyrir 18,5 mill. Miðað við álverð í dag borgar álverið f Straumsvík lág- marksverð fyrir raforkuna eða 12,5 mill. Raforkuverðið fer ekki að hækka fyrr en álverð kemst upp f 1.250 dollara. Tálið er að Sovétríkin sendi um milljón tonn af áli á markað í Vest- ur-Evrópu á þessu ári, en áður sendu þeir ekki nema um 200 þús- und tonn á ári á markað. Við þetta bætist að eftirspurn eftir áli er lítil í Bandaríkjunum. Þetta eru meginor- sakirnar fyrir verðlækkuninni. -EÓ Sunnlenskir slátrarar fá 5.500 króna eingreiðslu: SAMIÐ UM AÐ SEMJA rm FLAGGAÐ RÉTTUM FÁNA Svo vírðist setn Títnanum hafl orðið á í messunni í frétt af fána- málutn á Laugardalsvellinum þegar þar fór fram leikur íslensku og grisku meistaranna í Evrópukeppni meistaraliða í vikunni. f frétflnni sagði að grfska fánanum bafl ekki verið flaggað, heldur fána sem var með hvítum krossi á bláum feidi. Hið rétta er að Grikkir munu hafa tvær gerðir af þjóðfána og er I Önnur. Algengasta gerðin, blá- og hvftröndóttur fáni með ferhyrndum reit þar sem hvítur kross er á biá- um feldi, er farfáni og sjófáni Grikkja, en sá sem flaggað var, réttilega, á LaugardalsveDi er land- fáni. Tíminn hafði kannað allar tíl- tækar handbækur um fána áður en fréttín var skrifuð f gær og raunar nett málið við menn sem talið var að þekktu vel til grískra fánamála. bókinni „Fánar að fornu og nýju“, að fánamir eru tveir og fréttin því röng. Við biðjumst velvirðingar á

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.