Tíminn - 21.09.1991, Side 6

Tíminn - 21.09.1991, Side 6
6 Tíminn Laugardagur21. september 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sfmi: 686300. Auglýslngasíml: 680001. Kvöldsfmar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Gmnnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Samanburöarfræöi Félagsvísindastofnun Háskóla Islands hefur annast framkvæmd könnunar meðal íslendinga á því alþjóð- lega verkefni félagsvísindamanna að kanna lífsskoðun fólks eftir þjóðerni þess, þó fremur ríkisfangi. Tilgang- urinn virðist vera sá að geta borið saman lífsskoðanir manna landa og heimsálfa á milli, sem í sjálfu sér hlýt- ur að vera mjög fróðlegt viðfangsefni, ef það er viðráð- anlegt. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar hefur látið svo ummaelt í blaðaviðtali að könnunarstarf af þessu tagi muni verða „hluti af manntölum framtíðarinnar", hvemig sem það er hugsað. Hitt er miklu skiljanlegra sem hann segir, að lýðræðisleg stjórnvöld sæki stefnu- mið sín að miklu leyti til viðhorfa og lífsskoðunar al- mennings og telur hann að sú þróun fari vaxandi. Þar með má ætla að þessar lífsskoðanakannanir hafi sann- að hagnýtt gildi sitt. Síst skal í efa dregið að lýðræðisleg stjórnvöld láti lífs- skoðanir þegnanna ráða stefnumiðum sínum. Hins vegar kann það að veíjast fyrir þeim, sem setja stefnu- mið, hvernig slík viðleitni verður útfærð. Þar reynir eftir sem áður á dómgreind og túlkunarhæfileika, að ekki sé sagt siðferðilegan metnað og það sem snertir hugsjónir, boðskap og málafylgju. Þetta verður þeim mun vandasamara sem þjóðfélögin eru flóknari. Ekki getur það verið tilgangur skoðanakannana að vera bein hvatning til þess að ganga meirihlutaskoð- unum á hönd. Könnun „lífsskoðana" sker sig ekkert úr öðrum skoðanakönnunum um það, að hún er upplýs- ingasöfnun sem vinna verður úr, meta og túlka eftir aðstæðum í réttu samhengi við aðra vitneskju. Viðurkennt skal að framkvæmdastjórar könnunar- innar hér á landi hafa fýrir sitt leyti bent á, að gæta þurfí varfærni við túlkun hennar og samanburð við kannanir í öðrum löndum. í því sambandi er ástæða til að nefna sérstaklega það, sem skýrt hefur fram komið, að skýrsla sú, sem fjölmiðlar hafa haft undir höndum um hönnunina, er að vísu frumgagn þessa máls, en að litlu leyti úr því unnið. Eftir er að birta þessar niðurstöður f bók með ritgerð- um ýmissa sérfræðinga um efni þeirra, skilning og notagildi. Fram að þessu hefur lífsskoðanakönnunin ekki verið annað en skemmtilegt fréttaefni, sem flutt hefur verið í fjölmiðlum með kostum og göllum þeirr- ar aðferðar að kynna fræði og vísindi. Þess hljóta menn að bíða með eftirvæntingu, hvernig snjallir höfundar notfæra sér fyrirliggjandi gögn til þess að greina af innsæi og röldiyggju hvar íslendingar standa um lífs- skoðun og gildismat lífsverðmæta. Dr. Guðmundur Finnbogason, sem teljast má forvígismaður félagsvís- inda á íslandi, ritaði um þetta efni og fórst það vel. Dr. Sigurður Nordal fjallaði eftirminnilega um efnið, svo og ýmsir aðrir höfundar, sem minna fer fyrir. Sá þáttur þessa máls, sem snýr að því að bera saman „þjóðir“ á grundvelli svona skoðanakönnunar og krossaprófs, hlýtur að vera umdeilanlegur. í því efni er eðlilegra að bera saman þjóðfélagsgerðir fremur en persónulegt hugarfar manna eftir ríkisfangi. Hvað er þjóð? Hver er aðstöðumunur þjóða og þegna? ± /í ER fagnað ákaft á Vestur- löndum þegar múrar kommún- ismans hrynja hver af öðrum. Brestimir voru öllum ályktunar- bæmm mönnum fyrir löngu ljósir, en fyrir aðeins örfáum ár- um grunaði engan á hve völtum brauðfótum öll hugmyndafræð- in og hrófatildur hennar, komm- únistaríkin, stóðu. Fyrst eygðu menn lýðfrelsið í Póllandi og síðan í hverju gamla leppríkinu af öðm, Ungverjalandi, Tékkó- slóvakíu, Þýska alþýðulýðveld- inu og varð kommúnisminn jafnvel að láta undan í Rúmeníu og Búlgaríu og nú síðast í Alb- aníu. Mestu tíðindin hljóta samt að teljast að Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna var lagður niður og er ekki lengur til sem stofn- un, eða hvað það nú var sem hafði alræðisvald í gamla keis- aradæminu í hartnær sjö ára- tugi. Lýðræði og frjáls markaðsbú- skapur er það sem koma skal. Eða svo em menn að álykta og ákveða. En sennilega em spá- menn álíka glámskyggnir á framvinduna og þeir vom fyrir nokkmm árum eða mánuðum. Ekki em nema örfáar vikur síð- an Bush Bandaríkjaforseti vildi helst ekkert af sjálfstæðiskröfum Eystrasaltsríkjanna vita, en tek- ur nú undir þær. í síðasta mán- uði gerði sami forseti stuttan stans í Kíev, höfuðborg Úkraínu, og flutti ræðu og varaði Úkra- ínumenn við að gerast sjálfstætt og fullvalda ríki, því hann hélt þá ennþá að Sovétríkin mundu áfram verða ein heild og varaði við öllu því sem raskað gæti því jafnvægi. En þess er að gæta að í Ameríku er það lögboðin trú að þjóðernis- stefna sé af hinu illa og að hana beri að uppræta hvar sem hún skýtur upp kolli. Afstaða Evrópuþjóða til júgó- slavneska ríkjasambandsins var svipuð þar til fyrir nokkmm vik- um að þær fóm að snúa við blaði og em nú að velta fyrir sér hvort þær eigi að fara að steypa sér út í stríðsrekstur á þeim gamla og nýja vígvelli, Balkanskaga. Þjóðemishyggjan í Evrópu sem og öðmm heimshlutum spyr þá í Washington, London eða Bms- sel ekkert um það hvort hún er til eða ekki. Þjóðir og þjóðabrot heimta sitt sjálfstæði og að göm- ul ríki verði endurreist og að fólk fái að búa við þá menningar- arfleifð sem það telur sig eiga rétt á og tala og skrifa þau tungumál sem þeim em tömust. Eru öll þessi mál sem varða þjóðerni og kynþætti, sem lifa í nábýli hver við annan, miklum mun snúnari en hippakynslóðir Vesturlanda vilja vera láta og al- ræðissósíalisminn kvað niður með valdboði og hörku. Takmörkuð heimssýn Það er einkenni heimsfrétta- manna að þeir em allir á sömu slóðum á sama tíma. Einu sinni veltust þeir um á vínbörum og í leirdmllunni á hrísgrjónaökrum Víetnams og var engar fréttir að hafa úr öðmm heimshornum á því méli. Um skeið voru þeir í Afganistan og tímakom héldu þeir sig í Eþíópíu, einu sinni í Angóla, á Faiklandseyjum, í Suð- ur-Afríku, El Salvador, Nicar- agua í nokkra mánuði, örfáar vikur í Líberíu í fyrra og stund- um í Líbanon og svona má lengi telja, og jafnvel má minna á Bi- afra, sem var nafli alheimsins um skeið þegar einn kynþáttur var að undiroka eða útrýma öðr- um. Snemma á árinu héldu þeir sig við Persaflóa og komu aðalfrétt- imar af stríði þar sem hundmð þúsunda vom drepin og þjóðríki lögð í rúst frá sjónarvotti sem horfði á eldglæringar á nóttum undir gardínuna í herbergi sínu á hótelinu Al Rashid í Bagdad. Enginn er kominn til að segja að fréttaflutningur eigi að vera einhvern veginn öðm vísi en bú- ið er að venja mann á með kerf- isbundinni mötun að geðþótta stóru fréttastofanna og auglýs- ingastjóra öflugustu sjónvarps- stöðvanna. En því er þessi þula höfð yfir að rétt er að minna á, að hinar svo- kölluðu heimsfréttir og hrað- suða í fréttasendingum er alls ekki hið sama og að segja skil- merkilega frá atburðum sem eiga sér stað hér og hvar úti í þeim stóra heimi. Þessi stöðugi og einhliða frétta- flutningur er helst til þess fall- inn að slíta atburði og hræringar úr samhengi og mgla í ríminu. Glámskyggni í ljósi þess hve lítið er vitað um allt hið mikla umrót sem á sér stað í þeim heimi sem til skamms tíma laut kommúnista- stjómum, er oft furðulegt að fylgjast með hve menn em djarf- ir að draga ályktanir af tilviljana- kenndum þekkingarpunktum og spá um framtíð ríkja og heims- hluta. í lýðræðisríkjunum kveða stjórnmálamenn og margir aðrir upp úr um að austur í Sovét þrái fólk ekkert annað en lýðræði og umfram allt samkeppni og frjáls- an markaðsbúskap. Sömu aðilar leggja á ráðin um hvernig al- frjáls markaður á að leysa vanda- málin nánast af sjálfu sér. Þetta minnir einna helst á gömlu kommana sem töldu að sósíal- isminn einn og sér mundi leysa sérhvert þjóðfélagslegt vanda- mál sem upp kynni að koma. Þeir bönnuðu líka þjóðernis- kennd með löggjöf og sögðu þar með að hún væri ekki til og hvar sem bryddaði á henni voru allar hugmyndir um slikar kenndir barðar niður af hörku, með því fororði að þeir sem haldnir væru slíkri sótt væru uppfullir af hatri á náunganum og öðrum óþverraskap. Hver hreppir vopnavaldið? En mörgum að óvörum rís nú hvert sovétlýðveldið upp af öðru og krefst sjálfstæðis og þau munu fá það. Einfaldlega vegna þess að flest eða öll ríkin vilja verða fullvalda og fyrirstaðan er lítil sem engin. Jafnframt koma í ljós margs kyns atriði, sem ekki var gefinn sérstakur gaumur þegar menn voru hvað uppveðraðastir vegna hruns kommúnismans. Það var ekki fyrr en Rússland hið mikla lýsti yfir vilja til sjálf- stæðis frá öðrum lýðveldum Sovétsambandsins, að farið var að spyrja hvað yrði um heraflann og hver myndi ráða honum. í framhaldi af því var spurt hver myndi varðveita kjarnorkuvopn- in, sem dreifð eru um láð og lög. Rússaforseti svaraði strax og sagði að auðvitað yrðu öll kjam- orkuvopn geymd í Rússlandi og þyrftu menn ekki að hafa áhyggjur af þeim meir. I vikunni sem er að líða lýsti síðan forseti Kazakstan því yfir að auðvitað myndi hann og hans fólk varðveita áffam eldflaugar „sínar“ með tilheyrandi kjama- oddum, og er hægt að skjóta hinum stærstu þeirra milli heimsálfa. Auk þess hafa Kaz- akstanar yfir að ráða mörgum meðaldrægum eldflaugum og vopnabúnaði í þær. Kazakstan er eitt þeirra ríkja sem lýst hafa yfir vilja til sjálfstæðis, og mun verða fyrsta ríki múslima til að ráða yf- ir miklu magni fullkominna at- ómvopna, ef vilji forsetans verð- ur að veruleika. Þetta er aðeins eitt umhugsun- aratriði af ótalmörgum sem vakna varðandi breytingar aust- ur i heimi og þá framtíð sem þær boða. Óstarfhæf þjóðfélög Tíðrætt hefur orðið um uppá- fallandi hungursneyð í Sovét- ríkjunum og hvað gera þurfi til að afstýra henni. Vesturlönd boða mikla neyðaraðstoð og eru hafnir flutningar á ógrynnum matvæla af umframbirgðum Norður-Ameríku og Evrópu- þjóða austur í álfu. Einna erfið- ast er að skipuleggja dreifinguna þegar komið er austur í sósíalis- mann, en það verður leyst með einhverju móti. Engu er líkara en að þjóðum Sovétríkjanna sé um megn að brauðfæða sjálfar sig eða yfirleitt að halda uppi starfhæfum þjóð- félögum. Skýringar á þessu fyrirbæri eru margar, en í rauninni allar jafn óskiljanlegar. í Sovétríkjunum býr nefnilega menntað og tæknivætt fólk. f umræðunni á Vesturlöndum ber æ meira á því að fjallað er um Rússa og aðrar Sovétþjóðir eins og einhverja fávísa vesalinga, sem ekki eru færir um að sjá sjálfum sér farborða og verði því að draga fram lífið á bónbjörg- um. Ef hægt er að tala um þekktar staðreyndir í þessu sambandi, hlýtur það að vera almenn vitn- eskja að í Sovétríkjunum er fyrir löngu búið að útrýma ólæsi og að menntakerfið hefur verið

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.