Tíminn - 21.09.1991, Side 7
Laugardagur 21. september 1991
Tíminn 7
LAUGARDAGURINN 21. SEPTEMBER 1991
Hvað ber framtíð þessara ungu Moskvubúa í skauti sór, sem samkvæmt hefð leggja blómsveig við grafhýsi Leníns við Kremlarmúra?
Tímamynd: OÓ
sæmilega virkt. Háskólar eru
margir og mikið hefur verið lagt
upp úr tæknimenntun, sem hef-
ur skilað sér á mörgum sviðum.
Langt er síðan Rússar hófu að
smíða eigin túrbínur og orkuver
og allt frá lokum síðari heims-
styrjaldarinnar hefur vopnasmíð
þeirra ekki gefið öðrum herveld-
um eftir.
Þeir eiga bíla- og flugvélaverk-
smiðjur og hafa um langt árabil
smíðað kafbáta og flugskeyti og
hafa verið í fararbroddi í smíði
geimflauga og rannsókna út fyr-
ir jörðina. Þeir hafa átt og eiga
frábæra vísinda- og listamenn og
kjamorkuver og atómvopn
framleiða þeir eins og ekkert sé
sjálfsagðara. En þeir geta ekki
komið óskemmdu komi frá
Úkraínu til Moskvu eða
óskemmdu svínakjöti frá Eist-
landi til St. Pétursborgar.
_________Út í hött
Vestur í Bandaríkjunum og víða
í vestanverðri Evrópu em uppi
háværar raddir um að ekki eigi
að aðstoða Sovétþjóðimar nema
þeim verði sett ströng skilyrði
sem þeim verður gert að hlíta.
Þar ber mest á kröfum um að
tekinn verði upp markaðsbú-
skapur hið snarasta, þótt enginn
hafi hugmynd um hvemig fara á
að því. Þar sem enginn á neitt en
ríkið og niðurlagður flokkur á
allt er leiðin til markaðsbúskapar
hvorki bein né greið. Og enn síð-
ur fyrir þá sök að fæstar þjóðir
Sovétríkjanna hafa nokkm sinni
kynnst því hvað frjáls viðskipti
em né á hverju þau byggjast.
Krafan um tafarlausan mark-
aðsbúskap austur um álfur er því
út í hött.
Þá verður einnig þrautin þyngri
að fá herina, sem eitt sinn vom
kenndir við blóðlitinn, til að af-
vopnast Lítillega var minnst á
afstöðu Asfumannanna í Kaz-
akstan til þeirra mála hér að
framan.
Að vísu hefur enginn gert kröfu
til að Sovétríkin afvopnist, held-
ur hafa fulltrúar Atlantshafs-
bandalagsþjóðanna farið fram á
að einhvers konar trygging verði
gefin fyrir því að kjamorkuher-
aflinn lúti einni stjóm og að yfir-
ráðum vítisvopnanna verði ekki
dreift meðal margra ólíkra þjóða
sem hafa mismunandi heimssýn
og um margt ólíka hagsmuni.
Yfirráð kjamorkuvopnanna og
framtíðarskipan þeirra mála em
það mikilvægasta í þeirri miklu
deiglu sem öðmvísi heimur er að
verða til úr en sá sem þekkjum.
Ríkjasamband
markaðsins
Svo enn sé vikið að ummælum
Bush Bandaríkjaforseta, lét hann
mikinn þegar hann var búinn að
sigra í stríðinu við íraka og boð-
aði „nýja heimsskipan" og hafði
þá í huga að kommúnisminn og
Varsjárbandalagið vom að syngja
sitt síðasta. Friður, farsæld og
markaðskerfi var framtíðarsýn
forsetans, sem horfði vongóður
til þeirrar framtíðar sem mark-
aðurinn tók að sér að skipu-
leggja.
En það sýnist ætla að fara á svip-
aðan veg með hina nýju heims-
skipan og áskomnina til Úkra-
ínumanna um að slíta ekki Sov-
étsambandið. Á sama tíma og
Vestur-Evrópa keppist við að
byggja upp ríkjasamband mark-
aðsins þar sem þjóðemi og mis-
munandi menningararfur á ekki
að skipta hinu minnsta máli, ber-
ast menn á banaspjótum og
heimta sjálfstæði úr ríkjasam-
steypum í þeirri sömu Evrópu.
í Rúmeníu em veður öll válynd
milli Rúmena og Ungverja sem
þar búa, og uppi em háværar
raddir meðal Tékka og Slóvaka
um aðskilnað, og ekki þarf að
fara mörgum orðum um ástand-
ið í Júgóslavíu þessa dagana og
hvers vegna borgarastyrjöld geis-
ar þar.
Auðvitað er rangt að tala um að
einhver nýr heimur sé í uppsigl-
ingu eða ný heimsskipan að
komast á. Mur á móti sækir
fremur í gamalkunnugt ástand,
þar sem Balkanskagi er í upp-
námi, óróleiki í austurríska keis-
aradæminu og öll jaðarsvæði
veldis Rómanoffanna vilja losna
undan miðstjómarvaldinu. Ef
fleira þarf að telja, þá sækir Japan
í sig veðrið og veldi þess þenst út,
viðsjár em í Kína og Bandaríkja-
menn em rétt einu sinni á fömm
frá Filippseyjum. Míka býr við
vaxandi fátækt og Rómanska
Ameríka er meira og minna und-
ir stjórn hershöfðingja og prýði-
lega spilltra stjómmálamanna.
En ekkert verður eins og það var
áður, þótt finna megi einhverjar
sögulegar hliðstæður við fyrri
tíð. Tækni og tíðarandi er annar.
Og þó, trúin á markaðsbúskap-
inn á okkar tíð og alla þá blessun
sem honum á að fylgja er ekki
með öllu ósvipuð hugsýnum og
framtíðarómm sósíalistanna fyrr
á öldinni.
Óraunsæi og óskhyggja er
slæmt veganesti þeirra sem ætla
sér að byggja nýjan heim, koma á
nýrri heimsskipan og troða sín-
um hugmyndum og skoðunum
upp á aðra, hvort sem óskað er
eftir þeim eða ekki.
Mikil tíðindi og
illskiljanleg
Afneitun Sovétmanna á komm-
únismanum og upplausn sam-
bandsríkisins og þar með hmn
mesta herveldis sögunnar em
meiri tíðindi en svo að að þýðing
þeirra verði melt og skilin af
samtíðinni. Hugmyndafræði
sem nálgast trúarbrögð, sem
studd er af heljarafli fjölmennari
hers en mannkynið hefur áður
kynnst, búnum vopnum sem
grandað geta hvaða óvini sem er
á augabragði, hrynur á nánast
einu vetfangi fyrir augunum á
manni án vopnaviðskipta og án
þess að vera ógnað af nokkmm
óvini.
Risaveldið kærir sig ekki lengur
um að vera til og allt bendir til
að það leysist upp í mörg ríki
meira og minna ólíkra þjóða.
Vel má vera að enn sé mikilla
tíðinda að vænta og að þetta
mikla uppgjör fari ekki eins
hljóðlega og friðsamlega fram og
hingað til. Það er að minnsta
kosti fávíslegt að þykjast sjá í
hendi sér hver framvinda verður
og halda að öll kurl séu komin til
grafar.
Það hefur ekki einu sinni verið
skilgreint svo gagn sé að hvað
kom eiginlega fyrir kommúnis-
mann og hvers vegna sósíalism-
inn virðist hreinlega gufa upp, í
þeirri von að markaðskerfið sé
þess megnugt að taka við og gera
betur.
Augljóst er að mikillar aðstoðar
er þörf og hún verður veitt. Lýð-
frjálsu og ríku ríkin geta ekki
teflt á tvær hættur og horft að-
gerðalaus á, ef skortur og neyð í
sovésku lýðveldunum hleypir
öliu í bál og brand, og hvað hinn
ægiöflugi her kann þá að taka til
bragðs. Síst ef enginn veit hver
stjórnar honum eða hvort hann
lætur yfirleitt að stjóm sem
heild.
Það er eðlilega ofaukið skiln-
ingi manna hvemig það má vera
að þjóðir, sem smíða fullkomnar
eldflaugar og stunda geimrann-
sóknir, geta ekki firamleitt mat-
væli ofan f sjálfar sig. Ekki síst ef
þess er gætt að t.d. aðeins Úkra-
ína gæti framleitt kom fyrir all-
an heiminn ef því væri að skipta.
En auðvitað er það tómt mál um
að tala.
Umrótið og ólgan í alþjóðamál-
um er svo mikil þessi misserin
að segja má að vígstaðan breytist
frá degi til dags. Hraðfréttimar,
sem berast látlaust um ofurtæki-
lega fjölmiðla, em ekki Ifklegar
til að auka þekkingu og skilning
á þeim hræringum sem eiga sér
stað, eða þeim breyttu viðhorf-
um sem nánast hver dagurinn
flytur með sér.
Leikslok eru engin, því sagan
heldur sínu striki, en hún verður
ekki skrifuð fyrr en eftirá.