Tíminn - 26.09.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.09.1991, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. september 1991 Tíminn 3 Þjóðhagsstofnun reiknar út afkomu í sjávarútvegi: Hagnaðurinn færður frá vinnslunni til veiðanna „Þetta háa hráefnisverö færir hagnað frá vinnslunni til veiðigrein- anna,“ segir m.a. í niðurstöðu Þjóðhagsstofnunar um afkomu físk- veiða og vinnslu. Fiskverð er nú um 32% hærra heldur en meðal- verð síðasta árs, sem aftur þýðir að hráefnisverð hefur hækkað 15% meira en verð þeirra afurða sem úr því eru unnar. Svo er nú komið að frystingin þarf nær 60% heildarteknanna til greiðslu á hráefnis- kostnaðinum einum og saltfískverkendum 75% teknanna. Lítið er þá orðið eftir til að greiða fyr- ir allan annan rekstarkostnað og dug- ir ekki til þótt hlutlall launakostnað- arins hafi lækkað stöðugt á undan- fömum ámm. Húrrandi taprekstur, þrátt fyrir mjög hátt afurðaverð. Nær 15% tap í saltfisk- vinnslu Þjóðhagsstofnun hefur lokið upp- gjöri á rekstri botnfiskvinnslu 1990. Niðurstaðan varð sú, að hreinn hagn- aður af tekjum hafi orðið 0,8% á vinnslugreinunum samanlögðum. Þar af var 3% hagnaður af frysting- unni, en aftur á móti 3,5% tap af sölt- un. Miðað við rekstrarskilyrði nú í september hefur áætluð afkoma fisk- vinnslunnar snúist í 7,5% tap. Það er 4,5% hjá vinnslunni og 14,5% í sölt- un. (Hjá báðum greinum væri tapið um 2% meira, ef reiknað væri út frá því að sá samdráttur í afla og fram- Ieiðslu, sem ákveðinn hefur verið á nsesta ári, væri nú þegar orðinn). ... en 15% gróði á frystitogurum Þar sem höfuðástæðan fyrir auknu tapi er hækkun hráefnisverðs, hefur afkoman í fiskveiðum aftur á móti batnað um 5% milli ára. Um 3% hreinn hagnaður varð á veiðunum árið 1990, sem áætlað er að hafi auk- ist í 8% um þessar mundir. Minnstur er hann 3,5% hjá bátunum, þá 9% hjá togurunum og ætlað er að hreinn hagnaður frystitogaranna sé 15% um þessar mundir. Miðað við áætlaðan samdrátt í afla færi meðal- talið niður í 1,5% hagnað af veiðum. Þegar veiðar og vinnsla eru tekin saman sem ein heild var hreinn hagnaður um 2,5% af tekjum í fyrra. Áætlað er að hann hafi minnkað nið- ur í 1% um þessar mundir. En dæm- ið sýnir 5,5% tap miðað við sam- dráttinn í afla og vinnslu. Þjóðhagsstofnun segir að vísu mikl- um vandkvæðum bundið að meta áhrif þess á afkomuna þegar afli dregst svo mikið saman eins og ráð- gert er á næsta ári. í áðurgreindum tölum er miðað við að samdráttur- inn dreifist jafnt á alla. Leiði hann hins vegar til uppstokkunar, þannig að verst stæðu fyrirtækin hætti rekstri, yrði afkoman ekki svona slæm. Mjög hátt afurðaverð, en... Að sögn Þjóðhagsstofnunar hefur verð fyrir botnfískafurðir nú hækkað verulega annað árið í röð. f krónum talið hefur frystiiðnaðurinn fengið tæplega 16% hækkun frá meðaltali síðasta árs, en söltunin rúmlega 12% á sama tíma. Þjóðhagsstofnun segir verð þessara afurða mjög hátt um þessar mundir. Þrátt fyrir lítið fram- boð sé nokkur hætta á að það geti lækkað, ef neytendur snúa sér í meira mæli að ódýrari matvörum. Líklegt er þó talið að verðið haldist hátt fram á næsta ár. „Þrátt fyrir þessar miklu hækkanir á verði unninna botnfiskafurða og þrátt fyrir hóflegar kostnaðarhækk- anir á flestum aðföngum öðrum en hráefni, þá hefur hagur vinnslunnar versnað mikið frá því sem var á árinu 1990,“ segir Þjóðhagsstofnun, eins og rakið hefur verið hér að framan. Laumast sjóarinn í vasa verkakonunnar? Þegar litið er á útreikninga Þjóðhagsstofnunar nú og fyrr, vaknar sú spuming hvort sjómenn hafí seilst í vasa fískverkafólks þegar kem- ur að hlutdeild í launaköku sjávarútvegsins. Kemur þá m.a. í ljós að sá hluti heildartekna fískvinnslunnar, sem fer í launagreiðslur, hef- ur farið minnkandi ár frá ári á sama tíma og æ stærri hluti teknanna fer til að borga fyrir fískinn. Hér má sjá hvað þessir tveir lang- stærstu kostnaðarliðir fiskvinnsl- unnar tóku stóran hluta af heildar- tekjum frystihúsanna á síðustu ár- um og áætlun fyrir þetta ár. Tölurn- ar benda t.d. til þess að frystingin þoli að borga hátt í 75% teknanna í þessa tvo liði samanlagða. Helstu gjöld og afkoma í frystingu Hráefni Laun =H+L Hagnaður % % % % 1987 49,6 24,8 = 74,4 + 0,8 1989 46,9 23,5 = 70,4 + 1,3 1990 49,6 21,0 =70,6 +3,0 kvæmlega sama hlutfall. Launahlutinn hefur þó enn sigið heldur niður á við á þessu ári. Hlut- inn, sem fer til hráefniskaupanna, hefur hins vegar rokið upp úr öllu valdi, eða um 9,3% milli ára (um 12% frá 1989). Enda afkoman hríð- fallið, um 7,3%, í verulegan tap- rekstur. Minna en ekkert eftir Þegar litið er á saltfiskverkunina þessi sömu ár verður dæmið á viss- an hátt ennþá grófara: Áætlun: 1991 58,9 20,8 = 79,7 +4,3 Ýmsan fróðleik má lesa úr þessum tölum. Það virðist a.m.k. ljóst að fiskverkafólk hefur ekki aukið sinn hlut í takt við hækkandi fiskverð s.l. tvö ár. Þvert á móti verður jafnvel ekki betur séð en að bætt afkoma frystihúsanna hafi náðst með „sparnaði" í launakostnaði. Athygl- isvert er t.d. að nákvæmlega jafn stór hluti heildartekna frystingar- innar fór í hráefni árin 1987 og 1990. Launakostnaðurinn lækkar aftur á móti um 3,8% og svo merki- lega (?) vill til að afkoma greinarinn- ar batnar einmitt um 3,8%, ná- Hráefhi Laun =H+L Hagnaður % % % % 1987 56,0 17,4 : = 73,4 + 5,5 1989 61,4 18,8 = 80,2 + 5,7 1990 64.1 16,3 = 80,4 + 3,5 Áætlun: 1991 75,2 16,4 = 91,6 +14,6 Líklega þarf enginn að undrast tap- rekstur, þegar í ljós kemur að sá hluti teknanna, sem fer í greiðslu hráefnisverðsins, hefur á aðeins fjórum árum stækkað meira heldur en nemur öllum launakostnaði salt- fiskvinnslunnar. En einnig hér hef- ur samt Iaunahlutfallið lækkað. Saltfiskverkandinn virðist, eins og frystihúsið, þurfa einhversstaðar í kringum fjórðung teknanna fyrir annað en hráefni og laun, m.a. um- búðir, flutningskostnað, orku, við- hald, vexti og afskriftir svo nokkuð sé nefnt. Um 225 milljóna launalækkun? Hvað þessi hlutföll þýða svo í í beinhörðum krónum tálið er ekki síður athyglisvert. Saltfiskurinn sýnist þar gott dæmi. Milli áranna 1989 og 1990 jukust heildartekjur saltfiskverkenda um 510 milljónir kr. (í 12.760 m.kr.). Hráefnisverðið hækkaði ennþá meira, eða um 660 milljónir. En heildarlaunakostnaður lækkaði aft- ur á móti um 225 milljónir milli ára. Enn er búist við 1.400 m.kr. hækk- un tekna milli ára. Hráefnisverðið hækkar samt rúmlega þúsund millj- ónum meira, eða 2.475 m.kr. Áætl- aður launakostnaður hækkar hins vegar um tæpar 250 m.kr. 3.130 milljónir á móti 20 Gangi áætlun þessa árs eftir, breyt- ast þessir stærstu póstar rekstrarins þannig milli áranna 1989 og 1991: Tekjur 12.250 14.160 16% Hráefni 7.520 10.650 42% Laun 2.300 2.320 1% Hagnaður + 690 + 2.070 Hráefniskostnaðurinn hækkar um rúmlega 3,1 milljarða á tveim árum (hvar af 1.250 milljónir eru hækkun á aflahlut og kaupi). Til að mæta því hefur saltfiskverk- unin samt aðeins fengið innan við tveggja milljarða hækkun á útflutn- ingsverði afurðanna (eðlilegt að tap- ið aukist). Það virðist þó bót í máli að launa- kostnaðurinn hefur ekki hækkað nema 1% eða á þessum tveim árum (í staðinn fyrir 960 milljónir hefði hann hækkað um 42% í takt við hráefnisverðið). Þrátt fyrir hlutfallslega launalækk- un hefur tap saltfiskvinnslunnar samt aukist úr 690 milljónum 1989 upp í 2.070 milljónir á þessu ári. Minni framleiðsla = minna tap? Það er því líklega að vonum að Þjóðhagsstofnun skuli hafa reiknast svo til að samdráttur í kvóta og þar með saltfiskvinnslu geti dregið nokkuð úr hinu gríðarlega tapi salt- fiskverkenda. Miðað við núverandi rekstrarskil- yrði en framleiðslu næsta árs er áætlað að tekjurnar lækki um 2.300 milljónir króna. Hlutfallslega eykur þetta tapið um 2%. Eigi að síður þýðir þetta að tap í krónum talið minnkar um 130 milljónir. - HEI Hvern á að kalla til ef meiriháttar mengunaróhöpp verða? mengun Umhverfísráðherra skipaði í gær sérstaka aðgerðanefnd tíl að stýra aðgerðum þegar meirihátt- ar mengunaróhöpp í sjó verða. Nefndin á að koma saman þegar mengunarslys verða eða stór- hætta er á þeim. Hún á að meta mengunarhættu, skipuleggja rannsóknir á h'friki, leiðbeina um viðbrögð og samræma að- gerðir einstakra stofnana. Þá á nefndin að meta árangur aðgerða, sem gripið er til vegna meiriháttar mengunarslysa, þeg- ar aðgerðum er lokið, og gera til- lögur um úrbætur tíl umhverfls- ráðherra, telji hún þörf á. Nefndin á að bytja starf sitt á því að gera viðbragðsáætlun um rannsóknir eða athuganir vegna hugsanlegra mengunarslysa af völdum ohu og geislavirkra efna hér við land og á næriiggjandi hafsvæðum. Þá skal nefndin fara yfir og meta árangur viðbragða við grútarmenguninni fyrir Norðurlandi sL sumar. j sérstakri aðgerðanefnd vegna mengunaróhappa á sjó eiga sæti dr. Jón Bragi Bjamason formað- ur, Davíð Egilsson vcrkfrzeðing- ur, tilnefndur af Siglingamála- stofnun, Jón Ólafsson haffræð- ingur, tilnefndur af Hafrann- sóknastofnun, dr. Sigurður Magnússon, tiinefndur af Geislavömum ríkisíns, og dr. Ævar Petergcn fuglafræðingur, tílnefndur af Náttúmfræðlstofn- un. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.