Tíminn - 26.09.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 26. septenber 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin f Reykjavfk
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gislason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrfmsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason
Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Sfmi: 686300.
Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Náttúra og umhverfi
Ekki er langt síðan að fram kom í skoðanakönnun,
að íslenskir kjósendur teldu umhverfismál eitt
hinna brýnustu þjóðmála. Fleiri þjóðir munu líta
eins á.
Ef einhver alvara er á bak við slíkt almenningsálit
ætti almenningur víða um heim að gera sér grein
fyrir því að beint samband er milli lifnaðarhátta
manna og eyðingarafla í náttúrunni. Með lifnaðar-
háttum er ekki eingöngu átt við daglegt líf á heimil-
um, heldur atvinnu- og framleiðsluhætti, allt sem
maðurinn tekur sér fyrir hendur, lifir á og lifir fyrir.
Þótt rétt sé að vara við öfgum órökstuddra örvænt-
ingarkenninga um framtíð mannsins, er rangt að
skella skollaeyrunum við ályktunum sem náttúru-
fræðingar, líffræðingar, félagsvísindamenn og heim-
spekingar draga af ástandi jarðargróðans og nátt-
úrugæðanna sem mannkynið á allt undir um líf sitt
og tilveru.
Þess vegna er það sannmæli, sem áhrifamönnum
og stjórnendum ríkja og þjóða ber að virða, að um-
hverfísmál eru ekki síður nauðsynlegur þáttur
stjórnmála en önnur þau þjóðfélagsleg málefni, sem
lengi hafa verið talin sérstök viðfangsefni stjórn-
málamanna, atvinnurekenda og félagsmálafrömuða.
Vegna þess hversu marggreind þessi mál eru er erf-
itt að bera neins staðar niður í umræðum um um-
hverfísmál án þess að hver einstakur þáttur þeirra
— hvort sem það er mengun, gróðureyðing, ofveiði
eða hvað annað sem ógnar lífríki jarðarinnar — veki
spurningar um lífshætti mannsins og framtíð heil-
brigðrar náttúru og óspillts umhverfis.
Ekki er efí á því að íslendinga varðar miklu að ná
tökum á umhverfismálum og náttúruvernd engu
síður en aðrar þjóðir. Atvinnu- og lifnaðarhættir Is-
lendinga eru þess eðlis að þjóðin stendur frammi
fyrir stórfelldri mengunarhættu, ofveiði og gróður-
eyðingu og verður að kosta miklu til að koma í veg
fyrir allt þetta. Stjórnvöld hljóta að hafa forgöngu í
þessum efnum, en nauðsynlegt er að vekja forystu-
menn atvinnulífsins til vitundar um ábyrgð sína í
þessu efni.
Ein er sú auðlind sem íslendingar eiga í ríkari mæli
en aðrar þjóðir: Vatnið. Margir gera sér auðvitað
grein fyrír þessu. íslensk fyrirtæki freista þess að
gera vatn að útflutningsvöru. Ekkert er nema gott
um það að segja, enda fyrirliggjandi að vatn er þegar
söluvarningur í alþjóðaviðskiptum og á eftir að
verða það miklu meira en er.
Á hinn bóginn er ástæða til að harma það ástand í
vatnsbúskap og vatnsöflun sem ríkir víða í löndum
heims og á m.a. sinn þátt í því að íslendingar sjá lífs-
björg í því að selja vatn til annarra landa.
Eitt af því sem náttúrufræðingar benda á er það að
vatnsból jarðarinnar séu á þrotum vegna foreyðslu á
vatni. Því er spáð að að því kunni að koma, að vatn
verði ekki síður orsök styrjalda en olía. Hér verður
að vísu ekki sérstaklega tekið undir slíka spá, en hún
gefur eigi að síður vísbendingu um ástand lífsskil-
yrða sem nauðsynlegt er að bregðast við í tíma.
GARRI
Allt vélvæðist nú á dögum. Efcki
er nema ein og hálf öld síðan rif-
ist var um það á íslandi hvar
halda bæri þingfunái. Var þá að-
eins ljallað um hvar menn gætu
talað fyrir málum, sem vörðuðu
þjóðína, svona nokfcum veginn
hjálpariaust. Hestafcerran hafði
efcki cinu sinni verið flutt tll
landsins hvað þá flófcnari búnað-
ur, svo menn voru ekfei að velja
stað með tilliti til vélvæðingar.
Bjami Thorarensen og Júnas
Hallgrímsson viidu veija endur-
vöfctu Alþingi stað á Þingvöllum,
þar sem það hafði verið"háð frá
öndverðu. Jón Sigurðsson kaus
hins vegar Reyfcjavífc. Það sjónar-
mið varð ofan á. Síðan hafa verið
uppi raddir um að fara að vilja
stórskáldanna tveggja, Bjama og
Jónasar, og flytja Alþingi til Þing-
vaila. Hér á árum áður var Císii
Cuðmundsson alþingismaður
einn heisti talsmaður þess. Þeir,
sem þetta viidu, bentu einmitt á,
að tækni væri orðin það mifcd í
fjarskiptum og ferðalögum, að
engir erfiðieikar ættu að vera því
fylgjandi að efna tíl þinghalds á
Þingvöllum. Munn jafnvei sumir
hafa haft sumarþing í huga. En
það var fyrir daga laxveiðinnar. f
stað þess að nota tæknina tif að
flytja þinghaldið til Þingvalia hef-
ur veríð brugðiö á það ráð að
tæknivæða þinghúsið við Austur-
völl, svo að í staðinn fyrir þá eðli-
iegu áreynsiu sem fylgir þvf að
skrifa já eða nei á miða eða rétta
upp hönd, geta þingmenn nú fitl-
að við tafcfca á borði sínu og þann-
ig kveðið á um örlög þjóðarinnar.
Með því móti er þinghúsíð orðið
ígildi sæmilegs fisfciðjuvers.
Spilað á græjurnar
Miðað við þann gust, sem er á
ríkisstjóm Davíðs Oddssonar,
mætti ætla að ekki þyrfti miidð
til þingtakkanna að grípa nú í
byrjun næsta mánaðar. Eins og
kunnugt er hefur hráðamein
grípið flesta opinbcra sjóði
landsins. Niðursfcurður vegna
fjáriagagerðar hefur verið með
þeim hætti, að efcfci er vitað
hvort heiiir og áríðandi þættir
þjóðfélagsins iifa stundinni
íengur eða sfcemur. Skoðana-
kannanir sýna að sjálfstæðis-
menn og kratar hafa efcfci lengur
þann meirihiuta á þingi, sem
þeir státuðn af þegar stjómin
var mynduð. Nú liggur fyrir
þessari ríkisstjóm að fljóta
næsta fcastið á töfcfcunum á Al-
þingi. Þar situr hún í meiri-
hluta, þótt fylgið sé farið, og
getur spiiað af fingmm fram þá
samdráttarsinfóníu á græjumar
sem henni er hugleiknust. Eftir
því sem melra syrtir í álinn í
þjóðmálunum fjölgar græjunum
á Alþingl, þánnig að hver meðal
popphljómsveit mætti fcallast
fullsæmd af. Mætti vel álíta eft-
Ir öllum horfum um innihalds-
leysi og ráðviliu ríkisstjómar-
innar í vetur, að ríkisstjórain
yrði með vorínu valin hesta
popphljómsveit ársins. En þaö
fer að sjálfsögöu eftir því hvera*
ig henni tefcst að spila á hljóð*
færin á Alþingi, sem nú hefur
verið búið töfckum upp á eitt eða
tvö Steinway. Matthías Bjarna-
son verður svo látinn sjá um
trommusóióaraar.
Poppstjömur á þing
Miðað viö tilhneigingar í þing-
mannavaii og hið nýja hlutverk
takka-þingsins, er ekki úr vegi að
láta sér detta í hug, að næstir á
þing verði þeir Megas og Bubbi.
Fyrst að útséð er með það, að
þjóðarhagur bjarglst e« þingið
hefur í staðinn veríð búið undir
popp og tafcfcavætt í hólf og góif,
er efcki úr vegi að ætla heistu
snillingum og gáfualjósum
poppsins stað á Aiþingi. Þá geta
þingvinir og aðdáéndur mætt
vælandi á Austurvelli, berir að
ofan, eins og venjan er við uppá-
komur á Læfcjartorgi og tekið
undir við guði sína. Það hvarílar
náttúrlega efcki að neinum, að
Alþingi Islendinga er elsta þing í
heimi. Sem móðir alhra annarra
þinga hefur það siðvenjur að
verja, sem felast m.a. ekki í
tæýabrasi japanskra smárafram-
ieiðenda. En það er ekfci von aö
þingmenn almennt átti sig á
þessu, eða hafi tillfinningu fyrir
því stóra söguiega hlutverfci,
sem þeir gegna með setu sinni á
þingi. Þeir koma úr sauðfjárfcjör-
dæmum og sjávarþorpum, eða
frá lögfræðiprófum hjá hásfcóla,
sem heidur að Snorri Sturluson
sé númer tvö af íslenskum höf-
undum. Þegár Bjarhi og Jónas
töluðu um haukþing á bergi vom
þeir ekki að tala um tölvuvætt
hljóðvér við Austurvöll. Rödd
sfcynsamra manna heyrist alls
staðar, jafnvel þótt þelr bvfsJl.
En f stað þess að treysta á þessar
raddir eða þetta hvísl þarf að
nota tafcfca.
VÍTT OG BREITT
Fúskarar í stórbyggingum
Vel má taka undir það að ekki sé
of í lagt að ráðhús í höfuðborg
kosti þrjá milljarða króna. Auk
heldur þegar húsin eru tvö og
samtengd með tveggja kjallara
bílageymslu. Ráðhús eiga að vera
vegleg og þaö á að vera metnaðar-
mál íbúa höfuðborgar að ekkert
sé til sparað að gera svona sam-
eign hvað glæsilegasta og gæti
fimm eða tíu milljarða kostnaður
þess vegna verið vel við hæfi. En
þá þyrftu líka væntanlegir eig-
endur ráðhússins að vera búnir
að samþykkja að leggja svo háar
upphæðir til framkvæmdanna.
Þegar bygging ráðhúss Reykja-
víkur við Tjörnina hófst 1987 eft-
ir samkeppni og dómnefndarúr-
skurð, var áætlað að verkið kost-
aði svo sem hálfan milljarð
króna. En þá var verðbólga og
kauphækkanir hjá bygginga-
verkamönnum, svo að engum
þótti mikið þegar ný kostnaðar-
áætlun, sem gerð var 1989, hljóð-
aði upp á hálfan annan milljarð.
Síðan hefur verðbólgu verið
haldið niðri og sáralítil hækkun
orðið á Dagsbrúnartexta, en samt
sýnir splunkuný kostnaðaráætl-
un að ráðhúsin eigi að kosta nær
þrjá milljarða króna.
Og enn er mikið eftir að fram-
kvæma og má Davíð einn í stjórn-
arráðinu vita hver endaníegur
kostnaður verður.
Klaufar að reikna
Enn skal endurtekið að ráðhús
má vel vera dýrt og glæsilegt. En
það er eitthvað meira en lítið að,
þegar reikningarnir verða helm-
ingi hærri en lofað var að selja
það á í upphafi.
Hönnuðir og verktakar hafa séð
um framkvæmdina samkvæmt
pöntunum borgarstjórnar. Skatt-
greiðendur í Reykjavík borga.
Að húsin skuli kosta helmingi
meira nú, en lofað var fyrir tæp-
um tveimur árum, eru svik. Þetta
tímabil hefur ríkt þjóðarsátt og
verðbólga verið sáralítil miðað
við fyrri tíð, og hafa engin hald-
bær rök verið færð fyrir því að
hækka verkpöntunina um helm-
ing.
Aðstoðarmaður aðstoðarmanns í
borgarkerfinu er látinn gefa loðn-
ar upplýsingar og lélegar afsakan-
ir fyrir kostnaðaraukanum og eru
böndin látin berast að verktökum
og hönnuðum.
En manni er spurn: Er þetta
ekki allt unnið samkvæmt útboð-
um og eiga ekki hönnuðir að
undirbúa verk og verktakar að
vita í hvað þeir eru að bjóða?
Eða kann þetta fólk alls ekki að
reikna? Hefur það ekki hugmynd
um hvað það er að taka að sér og
hvað kostar að vinna verkin, sem
það þykist hafa sérhæft sig í að
framkvæma? Þarf það ekki að
standa við neina skilmála, sem
verktaki hlýtur að samþykkja
þegar hann tekur verk að sér? Er
verkkaupanda fjandans sama þótt
allar kostnaðaráætlanir fari úr
böndum og verktakar og hönnuð-
ir hrifsi helmingi hærri upphæð-
ir til sín en um var samið?
Hvaða apa- og slönguspil eru
það eiginlega sem verktakar,
hönnuðir og opinberir verkbeið-
endur eru að leika sín á milli á
kostnað skattborgaranna?
Svara við spurningunum er ekki
vænst, því þau munu sem endra-
nær ofbjóða dómgreind þeirra
sem óska skiljanlegra skýringa.
Vel má byggja fínt
og dýrt
Það er orðin regla að opinberar
stórframkvæmdir á sviði bygginga-
listar kosti heimingi meira en
reiknað er með í upphafi. Nægir að
benda á Flugstöð og Perlu.
Hönnun bygginganna og verklýs-
ingum virðist mjög áfátt og verk-
takar hafa ekki hugmynd um hvað
þeir eru að taka að sér, og sýnast svo
aldrei þurfa að standa við tilboð sín.
Svona vinnubrögð eru fúsk og aft-
ur fúsk og bera því vitni að þeir,
sem verkin vinna, séu miklu flínk-
ari að skrifa út reikninga og fá þá
borgaða en að meta hvað verkin
leggja sig á í upphafi. En það er ein-
mitt það sem verktakastarfsemin
byggist á.
En á meðan stjómmálamenn og
aðrir vörslumenn opinberra fjár-
muna átta sig ekki á leikreglunum
munu hönnuðir og verktakar fara
sínu fram og blóðmjólka skatt-
greiðendur og kjömir leiðtogar
hrósa sér af athafnaseminni.
Opinberar byggingar eiga að hafa
reisn, vera „monumental". Þær
mega vera dýrar, en umfram allt
vandaðar og smekklegar. íbúarnir
eiga að líta til þeirra með stolti og
li'ta á þær sem sameiginlega eign
sína og eiga enda einhvern aðgang
að þeim.
En það þýðir ekki, að hönnuðir og
verktakar slíkra bygginga líti á
skattgjöld sem einhverja gullgæs
sem verpir þeim til dýrðar og arð-
semi.
Ef reist er bygging fyrir þrjá millj-
arða á að reikna út í upphafi að hún
kosti þrjá milljarða, en ekki en ekki
hálfan eða einn og hálfan. Það er í
því sem fúskið og svikin liggja.
OÓ