Tíminn - 26.09.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.09.1991, Blaðsíða 16
RÍKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hatnorhusinu v Tryggvagotu S 28822 AUÐV Suöurland Öðruvísi bílasala BlLAR • HJÓL • BÁTAR•VARA- HLUTIR. ITAÐ sbraut 12 M H MYND HJÁ OKKUR - BlLL HJÁ ÞÉR SIMI 679225 CJtöygTji <Yp> Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga SIMI 91-676-444 V Iíniinn FIMMTUDAGUR 26. SEPT. 1991 Geir Magnússon, forstjóri Olíuverslunar íslands, um frelsi í olíuviðskiptum: Flutningsjöfnunin er lykilatriði frelsisins Innflutningur á öllum olíuvörum verður gefinn frjáls frá næstu áramótum. Jafnfram mun lagaákvæði um verðjöfnunarsjóð flutningskostnaðar verða tekið til endurskoðunar, en sjóðurinn tryggir nú að verð á olíuvörum sé það sama hvar sem er á land- inu. „í versta falli getur það gerst að það verði engin flutningsjöfnun, sem þýðir að við fáum lægra verð í Reykjavík og hærra verð eftir því sem fámenni og fjarlægð er meiri frá þéttbýlustu kjömum," segir Geir Magnússon, forstjóri Olíuverslunar íslands. „Ég hef ekki séð útreikning- inn á því ennþá hvað þetta gæti munað miklu. Það getur munað það miklu að menn eltist ekki við að selja bensín eða olíu, — að það standi ekki undir kostnaði að selja á landsbyggðinni. Geir segir flutningsjöfnunina vera stóru spuminguna núna og þá hvemig landsbyggðarþingmenn í öllum flokkum taka á því máli. Verð- ur það samþykkt á Alþingi að hafa þessa orku mikið dýrari úti á landi heldur en í Reykjavík?" Aðspurður segir Geir að verðmynd- un í bensíni sé að 2/3 skattar, en 1/3 er innkaupsverð, álagning og kostn- aður. Spumingin er hvort við getum gert betri innkaup á þessum 1/3 hluta. Innkaupin miðast við heims- markaðsverð og þar að auki er ísland ekki það stór neytandi á heimsmark- aði að menn fari að bjóða vöruna mjög mikið niður. En þetta á allt eft- ir að koma í ljós. Við höfum tiltölu- lega litla reynslu í þessu. Fijálsræðið í bensínkaupum er búið að vera í nokkra mánuði og það munar ein- hverjum aurum á milli olíufélag- anna. Grundvallarspumingin er hvort það eigi að vera mikið dýrara að lifa úti á landi, þ.e. hvað varðar heimili og atvinnulíf, heldur en í Reykjavík. Það hefúr í rauninni ekkert breyst frá því að lögin voru sett um flutn- ingsjöfnunina. Það hafa engin meg- inrök breyst í því að það skuli vera jafnræði að þessu leyti. Ég gæti látið mér detta í hug að það verði lögð á ákveðin krónutala á hvem seldan lítra til þess að standa undir flutn- ingsjöfnuninni. Það hlýtur að vera til staðar þekking á því hve margar krónur á lítra þarf á bensín eða olíu til þess að ná jöfnuði. Ef Olíuversl- unin gerði verri innkaup heldur en aðrir, þá yrði okkar olía náttúrlega dýrari í Reykjavík og úti á landi, heldur en hinna olíufélaganna. Ef við gerðum aftur á móti betri inn- kaup þá yrði verðið lægra, þó svo að þetta flutningsgjald kæmi ofan á. Það er búið að ákveða frjálsræðið, en það er ekki búið að ákveða lykilat- riðin í fijálsræðinu, þ.e. flutnings- jöfnunina," segir Geir að lokum. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir aðspurður að útgerðin sé stór kaupandi gasolíu og svartolíu. „Við teljum að ef flutn- ingsjöfnunarsjóður yrði lagður nið- ur, eigi það ekki að hafa neina þýð- ingu fyrir útgerðina. Með því að gefa þetta frjálst, þá teljum við að sam- keppnin verði það mikil um þessa „stórkúnna“ að það ætti ekki að koma að sök, þó svo að ekki sé hægt að tryggja sama verð alls staðar," segir Sveinn. „Ég myndi horfa til þess með mik- illi ánægju ef flutningsjöfhunarsjóð- ur yrði lagður niður,“ segir Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs. „Ég held að landsbyggðin þurfi engu að kvíða. Það er mín skoðun að það sé allt of mikið gert úr því, að það verði einhver mikill munur á verði, eftir því hvar á landinu olían verður seld. Ég held að félögin muni reyna að ná fram allri þeirri hag- kvæmni sem hægt er í flutningum á milli olíuhafnanna annars vegar og dreifingarstöðva hins vegar,“ segir Kristinn. Hann segir enn fremur: „Þegar sest verður niður og menn virða þetta vandamál fyrir sér, þá hlýtur þetta að vera það sem menn leggja metnað sinn í að gera þannig, að allir geti vel , við unað, þ.e. allir viðskiptavinir hvers félags fyrir sig. Það kann að vera, ef að þetta verður algjörlega frjálst, þ.e.æs. bæði innkaupajöfhun og flutningsjöfnun verður felld nið- ur með lagabreytingum, að ein- hveijir stærri aðilar muni reyna að þrýsta á um það að þeir njóti stærð- ar sinnar að einhverju leyti í kjömm. En hvað varðar sölu til almennra neytenda, þá á ég alveg eftir að sjá að það verði einhver stórmunur á verði eftir því hvar á landinu þetta er.“ Þórður Skúlason hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga segir að sem fyrstu viðbrögð lítist sér auðvitað illa á að olíuverð fari að verða dýrara úti á landi. Það yki þann aðstöðumun sem nú þegar er á milli þéttbýlisins og hinna dreifðu byggða. Kostnaður við ráðhúsið í Reykjavík eykst stöðugt: 105% umfram áætlun Frá norrænni ráöstefnu um fiskvinnslu. Tímamynd: Ámi Bjama VÖÐVABÓLGAí FISKVINNSLU Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður vegna byggingar ráðhúss í Reykjavík verði 2.950 miUjónir. Þegar bygging- aráform voru upphaflega kynnt í borgarstjóm Reykjavíkur var gert ráð fyrir að ráðhúsið myndi kosta 1.440 mUIjónir, framreiknað til verölags í dag. Þetta er 105% hækkun á bygg- ingartímanum. Aðstoðarborgarverk- fræðingur telur eðlilegra að miða kostnað við áætlun sem gerð var í janúar 1989, en samkvæmt henni hefur kostnaðurinn aukist um 26%. Horfur eru á að kostnaður við bygg- ingu Periunnar og ráðhússins verði a.m.k. 4,6 mUljarðar króna. Kostnaðaráætlunin, sem lögð var fram í borgarráði í fyrradag, er sú fjórða sem þar hefur verið lögð fram. Sú fýrsta hljóðaði upp á 1.440 millj- ónir á núviröi. Hálfu ári seinna, í júlí 1988, var áætluninni breytt og hún hækkuð upp í 1.935 milljónir. Hálfu ári seinna var enn lögð fram ný áætl- un og þá var kostnaðurinn kominn upp í 2.339 milljónir. Nýjasta kostn- aðaráætlunin gerir síðan ráð fyrir að kostnaðurinn verði 2.950 milljónir. Rétt er að taka fram að á þessum tíma hefur byggingunni verið breytt, m.a. hefur bfiakjallarinn verið minnkaður og byggingin sjálf verið stækkuð um 20%. Áætlað er að hönnun ráðhússins muni kosta 481,7 milljónir á verðlagi dagsins í dag og kostnaður við um- sjón og eftirlit verði 109,4 milljónir á sama verðlagi, alls 591,1 milljón. Þessi kostnaður er áætlaður um 20% af heildarkostnaði við bygginguna. Vinnu hönnuða hússins er ekki lokið og hefur vinna þeirra reyndar dregist nokkuð á langinn, einkum vinna arkitekta. Áætlað er að 94% hönnun- arvinnunnar sé lokið og að henni verði fulllokið 1. desember. Kostnað- ur við hönnun hússins hefur farið 23% fram úr áætlun, sé miðað við kostnaðaráætlunina sem var lögð fram í janúar 1989. Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi Alþýöubandalagsins, sagði að sér kæmi í sjálfu sér ekki á óvart að kostnaður við ráðhúsið hefði farið fram úr kostnaðaráætlun. Á það hefði verið bent árið 1987, þegar borgar- stjóm samþykkti að byggja ráðhúsið, að húsið myndi kosta meira en 750 milljónir. Þá hefði Davíð Oddsson, þá- verandi borgarstjóri, vísað því harð- lega á bug. Guðrún sagði það ámælis- vert að bera á borð fýrir borgarfull- trúa upplýsingar um kostnað við byggingu þessa umrædda húss, sem öllum mætti vera ljóst að voru rang- ar. Hún sagði að það væri umhugsun- arvert fyrir þjóðina að sá maður, sem er ábyrgur fyrir því að eyða milljörð- um króna umfram áætlanir í ráðhús- ið og Perluna, skuli nú vera orðinn ábyrgur fyrir efnahagsmálum þjóðar- innar. Hún sagði það kaldhæönislegt að Davíð Oddsson skuli í þjóðhátíðar- ræðu hafa gagnrýnt eyðslu stjóm- málamanna á almannafé með tilvísun í þjófnað nokkurra starfsmanna á kaffipokum. Guðrún sagði ljóst að kostnaður við ráðhúsið færi yfir 3 milljarða. í nýj- ustu kostnaöaráætlun væri ekki reiknað með ýmiss konar búnaði í ráðhúsið, kostnaði við lóðarfram- kvæmdir og kostnaði við samkeppni um hönnun ráðhússins. Þá væri áætl- unin miðuð við útreiknað meðalverð- lag þessa árs, en það ætti eftir að breytast. Davíð Oddsson, fyrrverandi borgar- stjóri, Iýsti því yfir þegar hann tók skóflustunguna að ráðhúsinu að hús- ið yrði opnað 14. aprfl 1992. Núver- andi borgarstjóri hefur lýst því yfir að við þessa dagsetningu verði staöið. Guðrún sagði að þetta myndi hafa talsverðan aukakostnað í för með sér, þar sem ýmsir verkþættir væru á eftir áætlun. Ekki hefði t.d. unnist tími til að Ijúka hönnun hússins. Það væri því eðlilegt að seinka því að opna hús- ið og byggja það á eölilegum bygging- arhraða. Guðrún varaði ráðamenn borgarinnar við því að gera sömu mistök og gerð voru þegar flugstöðin á Keflavíkurflugvelli var byggð, en allt kapp var lagt á að Ijúka henni fyrir kosningar 1987. Það hafði mikinn aukakostnað í för með sér. Verði niðurstaðan sú að ráðhúsið kosti 2,950 milljónir, hefur Reykja- víkurborg og fýrirtæki hennar, Hita- veita Reykjavíkur, eytt um 4,6 millj- örðum í að byggja ráðhúsið við Tjöm- ina og Perluna á Öskjuhlíð. Á norrænni ráðstefnu um starfsum- hverfi og vinnuvemd í fiskvinnslu, sem hófst í gær, var greint frá nið- urstöðum úr rannsóknum Atvinnu- sjúkdómadeildar Vinnueftirlits rík- isins á likamlegu ástandi fisk- vinnslufólks með hliðsjón af líkam- legu ástandi íslendinga. Þær eru þessar helstar að íslendingar hafa mikil óþægindi frá vöðvum og liða- mótum, meiri en þekkist með út- lendingum. Talið er og að þau stafi helst af vöðvabólgu og vöðvagigt, en alloft þó af sinaskeiðabólgu, liða- verkjum og þreytu. Fiskvinnslufólk hefur fieiri einkenni álags og er oft- ar frá vinnu vegna þeirra en al- menningur annar. Konur eru hrjáð- ari en karlar. Hulda Ólafsdóttir sjúkraþjálfari sagði frá því í erindi sínu að helstu orsakir vöðvabólgu væru stöðug spenna vöðva, ofálag af miklum átökum og þreyta vegna einhæfrar vinnu. Þá gætu kuldi, hál gólf, há- vaði, léleg hönnun, launakerfi, vinnuandi og -skipulag aukið hætt- una á að vöðvar bólgni. Þá kom og fram í máli Huldu að mörg fisk- vinnsluhús hérlendis hefðu áður- nefnda ágalla. Á ráðstefnunni var skýrt frá mjög ít- arlegri könnun sem Svíar ætla að gera á líkamlegu ástandi fiskvinnslu- fólks í Svíþjóð. Þeir ganga skrefi lengra en Islendingar. Að fengnum svörum frá fiskvinnslufólkinu ætla þeir að gera nákvæma læknisfræði- lega athugun á þeim óþægindum sem fólkið kvartar undan. -aá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.