Tíminn - 26.09.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.09.1991, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 26. september 1991 Tíminn 5 Andstæðingar EB/EES fylkja liði sínu: Stofna kjör- dæmafélög í Samstöðu Samstaða um óháð ísland, sem stofnuð var í ágústlok sl., gengst fyr- ir stofnun aðildarfélaga í kjördæm- um landsins á næstunni, en í starfs- reglum samtakanna er gert ráð fyrir slíku fyrirkomulagi. Fólk í öllum kjördæmum landsins hefur undanfarið starfað að undir- búningi slíkra félaga í samráði við stjóm Samstöðu. Félögin munu hvert um sig skipuleggja starf sitt um meginmarkmið samtakanna, sem er að vinna gegn aðild íslands að EES og/eða EB. Stofnfundir kjördæmafélaga Sam- stöðu verða haldnir í sjö kjördæm- um á næstu vikum sem hér segir: Laugardaginn 28. sept. kl. 14 í Valaskjálf, Egilsstöðum, fyrir Aust- urland og Bifröst, Sauðárkróki, fyrir Norðurland vestra. Mánudaginn 30. sept. kl. 21 á Hót- el Selfossi fyrir Suðurland. Laugardaginn 5. okt. kl. 14 í Kven- félagshúsinu á Hólmavík fyrir Vast- firði, Á Hótel Borgarnesi fyrir Vest- urland, í Sjallanum, Akureyri, fyrir Norðurland eystra, í veitingahúsinu A. Hansen fyrir Reykjanes. Á fund- unum verða flutt ávörp og stutt fræðsluerindi og kosið í stjórnir kjördæmafélaganna. Undirskriftasöfnun þar sem skorað er á ríkisstjómina að hætta nú þeg- ar viðræðum um aðild íslands að EES er enn í gangi og munu kjör- dæmafélögin væntanlega fylgja henni eftir. Stofnfundur kjördæmisfélags Sam- stöðu í Reykjavík verður ákveðinn síðar. —sá Séð yfir Víti og Öskjuvatn. Norræna eldfjallastöðin kannar breytingar suðaustan Vítis: NÝR JARÐHITI Á ■ ■ OSKJUSVÆÐINU „Það kom í ljós að það er verulega mikill nýr jarðhiti á þessu svæði,“ sagði Guðmundur E. Sigvaldason, forstöðumaður Norrænu eldfjallastöövarinnar, í samtali við Tímann, en hann ásamt fleiri sérfræðingum EldQailastöðvarinnar lauk í gær könnunarleiðangri í Öskju. Kannað var nýtt jarðhitasvæði austan í Öskju og suðaustan við Víti, en í sumar höfðu þeir Eysteinn Tryggvason og Halldór Ól- afsson frá eldfjallastöðinni tekið eftir að jarðhiti virtist vera að auk- ast á þessu svæði frá því þeir voru þar við mælingar í fyrra. Hátækni í Keflavík? Ríkisstjómin hefur ákveðið að skipa nefnd á vegum utanríkis-, fjár- mála- og iðnaðarráðuneytis til að kanna möguleika á hátæknifram- leiðslu á Keflavíkurflugvelli á toll- frjálsu svæði. Hugmyndin er að framleiða vömr á Evrópumarkað úr hlutum frá Bandaríkjunum og Asíu. íslensk stjórnvöld hafa átt í viðræð- um við bandarískt tölvufyrirtæki um kosti þess að framleiða hátækni- vömr á tollfrjálsu svæði á íslandi. Á næstunni verður kannað hvort slík framleiðsla er hagkvæm hér á landi. Að sögn Guðmundar hefur þessi nýi jarðhiti breitt talsvert mikið úr sér síðan í fyrra, en þá var aðeins um gufu að ræða á tiltölulega litlu svæði. Jarðhitinn sést á yfirborðinu og það em töluvert miklar myndbreyt- ingar sem hafa orðið þarna, brenni- steinsútfellingar og sjóðandi hiti,“ sagði Guðmundur í gær. Hann sagði að þeir hefðu orðið var- ir við nýjan jarðhita, bæði gufur og hita á um hálfs kflómetra löngu og um 100 metra breiðu belti utan í hlíð fjallsins. Hins vegar hefðu brennisteinsútfellingarnar, sem þeir urðu varir við, verið á mun minna svæði eða á um 20 metra breiðum bletti. Aðspurður um hvað ylli þessum nýja jarðhita sagði Guðmundur að þetta gæti verið vísbending um að einhverjar hreyfingar hafi orðið á spmngum sem hafi opnast. „Það hefur lengi verið jarðhiti á svæðinu, en á öðrum stöðum, t.d. við Öskju- vatn. Á jarðhitasvæðum gerist það að jarðhiti flyst til á milli staða án þess að það þurfi að merkja nokkuð frekar," sagði Guðmundur aðpurður um hvort þetta benti til þess að frek- ari jarðhræringar eða jafnvel gos væm í vændum. „Hins vegar er það rétt að nokkmm vikum fyrir gosið 1961 opnaðist mikið jarðhitasvæði rétt hjá gosstöðvunum," sagði Guð- mundur, en undirstrikaði að af því mætti þó ekki draga of miklar álykt- anir. Ekki em að staðaldri jarðskjálfta- mælar á þessu svæði, en undanfarin sumur hefur verið komið þar fyrir mælum í stuttan tíma í senn, nú síðast í sumar. Að sögn Guðmundar hefur alltaf mælst nokkur virkni á mælunum, þetta 5-6 skjálftar á dag. Upptök þessara skjálfta hafa verið undir hinu nýja jarðhitasvæði. Nýja jarðhitasvæðið er ekki á hefð- bundnum ferðamannaslóðum og aðspurður um framhald sagði Guð- mundur að áfram verði fylgst með svæðinu og að trúlega yrði flogið yf- ir það að nokkmm vikum liðnum til að kanna hvort það hafi þá eitthvað stækkað. Þá var í þessum könnunar- leiðangri settur niður hallamælir á svæðinu, sem skráir gögn á tölvu- tæku formi, og verður hans vitjað eftir nokkrar vikur. Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar: Engin skóla- og sjúkra- gjöld, takk Fundur í fulltrúaráði Starfsmanna- félags Reykjavflcurborgar, sem hald- inn var um síftustu helgi, varar við þeim hugmyndum sem fram hafa komið að undanförnu um skólagjöld og gjaldtöku fyrir heilbrigðisþjón- ustu. Launafólk er hvatt til að standa vörð um velferðarkerfið og beita samtaka- mætti sínum gegn þeim öflum sem vilja á einhvem hátt skerða það. Þá segir í ályktuninni að mjög stór hluti launafólks hafi undanfarin ár búið við versnandi kjör og augljóst að ofannefnd gjaldtaka kæmi verst við láglaunafólk. Hvatt er til ráðdeildar í opinberum rekstri, en bent á að fjölmargar aðrar leiðir séu feerar til að afla ríkinu tekna en þær sem felast í því að skattleggja þá sem minna mega sín. —sá Þvagleki og hægðamissir útbreiddara en margir halda: Aðeins 6% nýta sér ókeypis hjálpargögn Aðeins 6% þeirra, sem missa þvag og/eða hægðir, nýta sér þá að- stoð sem þeir eiga rétt á í formi ókeypis hjálpargagna frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Þetta kemur fram í frétt frá hjúkrunardeild Rekstrarvara sem sér um að útvega hjálpargögn vegna þessa vandamáls samkvæmt sérstökum samningi við Tryggingastofn- un ríkisins. Að sögn Rutar Petersen, hjúkrun- arfræðings hjá Rekstrarvömm, má áætla að um 12.000 manns eigi við vandamál vegna þvagleka eða laus- heldni hægða að stríða hér á landi, ef gert er ráð fyrir að þetta vanda- mál sé álíka algengt hér og í ná- grannalöndum okkar. Hins vegar bendir hún á að erfitt sé að segja til um það nákvæmlega, hversu út- breitt þetta vandamál er, því mjög algengt sé að fólk líti á það sem feimnismál og telur Rut það eina aðalskýringuna á því hversu fáir í raun notfæra sér þá aðstoð sem Tryggingastofnun býður upp á. Rut segir það ekki tilviljun að f ná- grannalöndum okkar gangi þetta vandamál undir nafninu „falda vandamálið", og að engin ástæða sé til að ætla að Islendingar skeri sig úr hinum Norðurlöndunum í þess- um efnum. Þar sem aðeins um 700 einstaklingar nýta sér þessa þjón- ustu (af 12.000), má búast við að hundmð eða þúsundir karla og kvenna um land allt reyni að leysa úr sínu vandamáli upp á eigin spýt- Rut Petersen hjúkrunarfræð- ingur. ur, oft með vemlegum tilkostnaði. Rut bendir á að þvagleki eða það að missa hægðir sé í raun ekki sjúkdómur í sjálfú sér, heldur geti það verið sjúkdómseinkenni, sem hægt sé að lækna. Að sögn Rutar er eina leiðin til að aðstoða fólk, sem á í þessu, sú að upplýsa það um málið. Fá fólk til að kanna möguleikana á lækningu og að nýta þau úrræði, sem fyrir hendi em til að gera því kleift að lifa sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir þessi ein- kenni. í þessu skyni hefur Hjúkr- unardeild Rekstrarvara gefið út bæklinginn ,Að þora að tala um eðlilega líkamsstarfsemi", en þar er fjallað vítt og breitt um þvagleka og lausheldni hægða og bent á þær leiðir, sem fólki em færar hér á landi til að fá úrlausn á málum sín- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.