Tíminn - 26.09.1991, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.09.1991, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 26. september 1991 Tíminn 15 Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu: „Ásgeirs-aðferðin“ gekk upp Islenska liðið sýndi stórleik í fyrsta sigri íslands á Spáni Spánvetjar urðu að láta í minni pokann í gær þegar íslenska lands- liðið í knattspymu vann 2-0 sigur í Evrópukeppni landsliða á Laugar- dalsvelli. Leikurinn markaði þátta- skil í landsliðssöguni, þar sem nýr þjálfari, Ásgeir Elíasson, var við stjómvölinn, með nýja leikaðferð og nýja leikmenn. Óhætt er að segja að „Asgeirs-aðferðin" hafi gengið upp í gær, íslenska liðið lék á köfl- um mjög vel og stórleikur liðsins í síðari hálfleik verður lengi í minn- um hafður. Spánverjar áttu ekkert svar við leik íslenska liðsins og leik- menn liðsins, sem flestir koma frá stórliðunum Real Madrid, Barcel- ona og Atletico Madrid, náðu vart að ógna íslenska markinu. Mikil harka var í leiknum, þó eink- um framan af. íslenska liðið virkaði óöruggt og Spánverjamir náðu ekki að sýna sinn rétta leik. Ólafur Þórð- arson fékk besta færi fyrri hálfleiks; fékk boltann óvaldaður við vítateig- inn eftir sendingu Kristjáns Jóns- sonar, en var lengi að athafna sig og Zubizarreta varði skot hans. Besta færi Spánverja fékk „Manolo" þegar skot hans smaug framhjá stönginni utanverðri. Annars var fyrri hálfleik- ur lítið fyrir augað, en íslenska liðið óx með hverri mínútunni. Ein breyting var gerð á íslenska lið- inu í leikhléinu, Andri Marteinsson kom inná fyrir Val Valsson, sem meiddist í fyrri hálfleik. Þessi skipt- ing virtist hafa mjög jákvæð áhrif og íslenska liðið lék betur saman en áð- ur og ógnaði meira en gestimir. Á 50. mín. vann Eyjólfur Sverrisson boltann í vítateig Spánverja, gaf fyr- ir á Sigurð Grétarsson, en vamar- maður náði að komast fyrir skot Sigurðar og boltinn fór í boga rétt yfir markslána. Stuttu síðar skallaði Kristján Jónsson frá á marklínu, eft- ir skot Spánverja. Eyjólfur var held- ur seinn að átta sig á 59. mín. er hann fékk góða sendingu frá Andra, varnarmaður komst á milli á síðustu stundu. Þar fór sannkallað dauða- færi í súginn. Spánverjar svömðu með góðri sókn á 65. mín. sem end- aði með skoti „Manolos" rétt fram- hjá markinu. íslands náði forystunni á 71. mín. Sigurður Jónsson átti góða send- ingu inn fyrir spænsku vömina á Þorvald örlygsson, sem renndi tánni íboltann. Zubizarreta átti ekki möguleika á að verja, boltinn fór í bláhomið, 1-0. Stuttu síðar fór skot Vizaino úr aukaspymu í íslenskan varnarmann og framhjá. Hom- spyma á 78. mín. gaf íslenska liðinu annað mark. Sigurður Grétarsson gaf aftur á Sigurð Jónsson, hann gaf inná teiginn þar sem Eyjólfur Sverr- isson var fyrstur í boltann og skor- aði af stuttu færi, 2-0. Hvorki Eyjólf- ur né Þorvaldur hafa fyrr skorað mark í landsleik. Það sem eftir lifði leiks reyndu Spánverjar að sækja, en íslenska lið- ið hélt boltanum vel sem fyrr og gaf ekkert eftir. Hörður Magnússon kom inná fyrir Baldur Bjamason á 74. mín. Hörður átti góðar rispur upp völlinn með boltann og fast langskot að marki, en nokkuð fram- hjá. Eins og áður segir lék íslenska lið- ið mjög vel, þó einkum í síðari hálf- Ieik. Erfitt er að taka einstaka leik- menn út úr, þar sem allir stóðu sig mjög vel. Vörnin var vanda sínum vaxin, miðjan hélt boltanum vel og lék vel saman og sóknarmennimir voru mjög ógnandi. Þá var Birkir Kristinsson mjög ömggur í mark- inu. Baldur Bjarnason lék sinn fyrsta landsleik og komst nokkuð vel frá sínu, þegar hann hafði komist yf- ir taugaspennuna. Hörður sýndi það, þær mínútur sem hann lék, að hann á fullt erindi í landsliðið. Lið íslands: Birkir Kristinsson, Pét- ur Ormslev, Kristján Jónsson, Guðni Bergsson, Valur Valsson (Andri Mar- Sagt eftir leikinn: Ási Jeir Elíasson landsliðsþjálfari: „Eg taldi fyrir leikinn að við ætt- um jafna 50-50 möguleika á sigri, en í dag hafði ég mikla trú á því að við myndum sigra. Það var létt yfír mér í dag, en ég fékk aðeins í mag- ann fyrir leikinn." „Þrátt fyrir sigurinn hefði ýmis- legt mátt betur fara, undirbún- ingstíminn var stuttur og við vor- um í vandræðum í byrjun leiksins. Miðjan var þá of framarlega, en það lagaðist í síðari hálfleik. Mér hefur alltaf fundist lítið vanta uppá að við næðum góðum úrslitum gegn sterkum þjóðum hér á heimavelli." „Ég hafði ekki áhyggjur af þeirri gagnrýni sem fram kom á valinu á liðinu, það heyrast alltaf óánægju- raddir þegar landslið er valið. Leik- aðferðin, hvort sem hún er kennd við Fram eða ekki, er góð leikað- ferð, það sýndi sig í dag.“ Krístján Jónsson: „Þetta er góð byrjun fyrir Ásgeir, leikaðferðin gekk upp. Léttleikandi spil og boltanum haldið, minni kraftafótbolti. Þetta var erfiður leikur, þó ekki sá erfiðasti sem ég hef leikið, leikurinn gegn Barcel- ona úti í fyrra var erfiðari." Þorvaldur Öríygsson: „Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma, það var stórkostlegt að sjá á eftir boltanum í netið. Við vorum þolinmóðir og héldum boltanum meira en áður og spiluð- um okkur út úr pressunni. Ný leik- aðferð, sem hentar okkur vel, og ferskir menn höfðu sitt að segja og nú nýttum við dauðafærin." Baldur Bjamason: „Það var gaman að leika sinn fyrsta landsleik gegn Spáni og sigra. Það er ekki að ráðast á garð- inn þar sem hann er lægstur. Þetta er Fram-takturinn, hann hentar betur en gamla leikaðferð lands- liðsins. Ég var stressaður í byrjun, en strákarnir Iéku vel og þetta var góður leikur.“ Eyjólfur Sverrisson: „Það var gaman að skora fyrsta A- landsliðsmarkið í sigurleik. Við sýndum að við getum haldið bolt- anum og það gerir allt auðvald- ara.“ Pétur Ormslev: „Ég er mjög ánægður með leikinn og það var gaman, en erfitt, að koma inní liðið eftir það sem á undan er gengið. Við sýndum núna að þetta er hægt Breytingin, sem gerð hefur verið, hefur gert liðinu gott. Við þekkjum leikaðferðina vel, þeir Framarar sem eru í liðinu, og hinum Ieist einnig vel á þetta. Ásgeir lagði hart að mér að ég gæfi kost á mér í liðið, ég lét undan og ætla að halda áfram." BL Andri Marteinsson lék vel í síðari hálfleik í landsleiknum í gær, en hann kom inná sem varamaður í leikhléi. Á myndinni hér að ofan á hann i höggi við Juan Goicoehcea. Timamynd Ámi Bjama teinsson á 46. mín.), Baldur Bjarna- son (Hörður Magnússon á 74. mín.), Sigurður Jónsson, Ólafur Þórðar- son, Þorvaldur Örlygsson, Sigurður Grétarsson, Eyjólfur Sverrisson. BL KNATTSPYRNA BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIl) ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Landsbvgeðar- ÞJÓNUSTA fyrirfólk, stofnanir og fyrirtæki á landsbyggðinni. Pöntum varahluti og vörur. Samningsgerð, tilboð í flutninga. Lögfræðiþjónusta, kaup og sala bifreiða og húsnæðis. Okkur er ekkert óviðkomandi, sem getur létt fólki störfin. LANDSBYGGÐ HF Ármúla 5 -108 Reykjavík Símar 91-677585 & 91-677586 Box 8285 Fax 91-677568 • 128 Reykjavík Færeyingar steinlágu Færeyingar töpuðu stórt fyrir stóra bróður Dönum í 4. riðli und- ankeppni EM í gærkvöld. Þeir töp- uðu 0-4 í Landskrona í Svíþjóð. Kim Christofte skoraði úr víta- spymu á 2. mín. Bent Christian- sen bætti öðm marki við á 7. mín. Frank Pingel skoraði þriðja mark- ið á 69. mín. og Kim Vilfort átti síðasta orðið á 76. mín. Jafnt í Moskvu Sovétmenn og Ungverjar gerðu 2-2 jafntefli í 3. riðli í Moskvu í gærkvöld. Staðan var jöfn í leik- hléi 1-1. ítalir töpuðu ítalir töpuðu fyrir Búlgömm 1-2 í Sofíu í vináttulandsleik í gær- kvöld. Gianluca Vialli og einum Búlgara var vikið af leikvelli á lokamínútu leiksins fyrir slagsmál, en áður hafði einn Búlgari fengið að líta rauða spjaldið. Stórsigur Stuttgart Stuttgart vann 6-1 sigur á útivelli gegn Freiburg í þýsku bikarkeppn- inni í gærkvöld. Af öðmm úrslitum má nefna að Kaiserslautem vann 0-1 sigur á Bamberg og Karlsmhe vann Ham- borg með sama mun. BL Elskulegur eiginmaður minn Ölvir Karlsson Þjórsártúni lést 24. september. Kristbjörg Hrólfsdóttir Póstur og sími óskar að ráða starfsmann með þekkingu og einhverja reynslu í tölvumálum. Upplýsingar hjá starfsmannadeild, Landsímahúsinu v/Austurvöll. PÓSTUR OG SÍMI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.