Tíminn - 09.10.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.10.1991, Blaðsíða 1
1 ■Rvm Hefur boðað frjálslyndi og framfarir í Afvopnunin gæti stoppað álverið Séð yfir Keilisnes á Vatnsleysuströnd. Heflast þar álversframkvæmdir á næsta ári? Vinnuveitendasambandið telur það óráðlegt að reikna með að bygging nýs álvers hefjist hér á landi á næsta ári, eins og ráð er fyrir gert í þjóð- hagsáætlun og þar með í forsendum fjárlaga- frumvarpsins. Að sögn Þórarins V. Þórarinsson- ar, framkvæmdastjóra VSÍ, hafa málmmarkaðir í heiminum verið að breytast mikið í sumar og samdráttur í hergagnaframleiðslu hefur mikil áhrif á álmarkaðinn. Lokahöggið segir Þórarinn hafa komið fyrir þremur vikum með hinni víð- frægu afvopnunarræðu Bush Bandaríkjaforseta og nú sé svo komið að fáir búist við að álverð hækki á næstunni, a.m.k. ekki næstu fimm árin. Þórarinn segir of seint að endurskoða þjóðhags- áætlun og fjárlög á miðju næsta ári og því væri hyggilegt fyrir þingmenn að endurskoða þessar forsendur áður en fjárlagafrumvarp er sam- þykkt. Jóhannes Nordal, formaður álviðræðu- nefndarinnar, telur hins vegar að hergagnafram- leiðslan hafi ekki svo mikil áhrif á álmarkaðinn og kveðst bjartsýnn á að álversframkvæmdir hefjist á næsta ári. • Blaðsíða 3 Jóhanna Sigurðardóttir boðar 4-5 milljarða lækkun í húsbréfakerfinu en útgáfan verður engu að síður 12 milljarðar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.