Tíminn - 09.10.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.10.1991, Blaðsíða 6
6 Tfminn Miðvikudagur 9. október 1991 Tímiim MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin 1 Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason SkrlfstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slmi: 686300. Auglýslngaslmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hvers vegna textavarp? Alllangt er umliðið síðan ríkissjónvarpið tók að auglýsa framtak sitt um að koma upp svokölluðu textavarpi. Textavarp er sérstök tækninýjung á sjónvarpssviði sem farin er að breiðast út um heiminn og hlaut fyrr eða síðar að berast til íslands. Sjónvarpið hefur skil- greint orðið textavarp svo að það sé rafeindadagblað. Mætti allt eins segja að það sé margra síðna vegg- blað á sjónvarpsskjá, enda er talað um að textavarp- ið sé sent út í „síðum“ sem áhorfandi getur „flett“ með réttum tæknibúnaði. Vafalaust mætti birta hverskyns lestrarefni á síðum slíks rafeindadagblaðs, en svo virðist sem textavarpi sjónvarpsins sé aðeins ætlað að vera tilkynninga- miðill sem flytur ýmsar hagnýtar upplýsingar til hversdagsbrúks sem yfírleitt verða ekki taldar til beinna frétta. Að því er séð verður er hér um að ræða fróðleik sem þegar er fastaefni allra dagblaða og í ýmsum tilfellum aðgengilegur í textasímaþjónustu ritsímans í Reykjavík. Sjónvarpið nýtir sér með þessu alla tæknimögu- leika til þess að sinna þörfum áhorfenda sinna eða viðskiptavina. Ofsagt kann að vera að sjónvarpið sé beinlínis að sýna fram á að prentmál í venjulegum skilningi sé úrelt, en óneitanlega má sjá í þessari tækni eins og leiftur af framtíðarsýn af því hvernig hægt verði, þegar stundir líða fram, að dreifa lestr- arefni í rafeindabókum, -blöðum og -tímaritum. Hver veit nema ritaðir textar af hvaða tagi sem er verði í vaxandi mæli lesnir af sjónvarpsskjá. Hér er e.t.v. verið að stíga fyrstu sporin í að útrýma „bók- inni“ og er í ætt við pappírslausu viðskiptin sem mjög eru lofuð sem framfaramál á sviði nútímavið- skipta. Að vísu skal engu spáð um afdrif „bókarinn- ar“ í þessu tæknilega umróti að öðru leyti en því að kynslóðir framtíðarinnar ráða öllu um það. Hvað textavarp Sjónvarpsins varðar er rétt að taka undir með forráðamönnum stofnunarinnar að tækninýjung þessi er enn á frumstigi á hennar veg- um, tilraunastigi, eins og sjónvarpsmenn segja. Því miður láðist Sjónvarpinu í íyrstu fréttum af þessu máli að láta þess nógu rækilega getið að hér væri um tilraunastarfsemi að ræða, sem aðeins gæti þjónað þeim, sem þegar hefðu ný og fullkomin við- tæki og annan búnað, en kæmi ekki að eðlilegum notum þeim sem eiga gömul viðtæki og illa búin til viðtöku textavarps. Ef sjónvarpið hefði lagt meiri áherslu á að kynna þessa starfsemi sem tilraun fremur en að auglýsa hana sem glansnúmer á af- mælisári, hefði mátt spara ónytjumælgi um yfirvof- andi málspjöll af þessu framtaki. Áhrif textavarps í nútíð og framtíð ætti að ræða og meta á öðrum for- sendum en þeim að íslenskri tungu sé voðinn vís af slíkri tækni. Nær hefði verið að spyrja: Hvaða til- gangi þjónar þessi starfsemi? Svarar hún kostnaði? GARRI þýða Parísarminningar Gmest Hemingways, A Moveable Feast, datt hann niður á bókartitil, sem heftir verið munntamur siðan, Veisla í fanmgrinum. Þessi bókar- titill er ckki alls kostar rökréttur, að engar veisiur ent haidnar í far- angri manna. Til þess þarf farang- átti hann víð að bókin væri um hreyfanlega veislu, þ.e. veislu sem haldin er hér í dag og þar á morgun. Þeir kunnu mun betur að orða þetta sveitakariamlr f Suður-Þing, er fólk kom þar eitt sinn saman á skemmtun. Samkomuhúsin voru þá byggð þannig, að undir dansgólf- sýningar voru menn fluttu mil sitL Konráð Vil- hjálmsson var eitt sinn að tala fyrir fuDu húsi, en strákar voru með hark og báreysti í kaffisölunni í kjallaranum. Indriði Þórketsson á þegar svo bauð við að horfa, En í máli Indriða kom fram notkunin á forliðnum farand, sem mericti eitthvað á hreyfingu, eða tö- stand, sem ekki var við neitt bundið. Því heföi Þingeyingur ef- laust kailað veislubók Heming- ways Farandveislo og látið þar við sitja. Þetta ágæta orð kemur í hugann nú, þegar margar veislur eru haldnar og af ýmsum tiiefn- um. Forsetinn okkar fer þar fyrir öðru veisluhaidi. Hún var i sum- ar í Úrúgvæ í Suður-Ameríku. Á haustdögum var hún komin til íriands. Nú er hún í Washington og á næstunni fer hún til Japans til aö taka við hciðursdoktor. Góðar óskh* fylgja forsetanum í þessar farandveislur. Enginn dregur í efa að bún er tll sóma landi og þjóð hvar $em hún kem- ur. Hún gróðursetti tré á eyjunni grænu, og sá þó varla út yfir skóginn. Hún gróðursetur vænt- anlega tré Leifs heppna í Wash- ington og vantar þó Ameríku- menn ekld skóg. Og hún gróður- setur tré hvarvetna á fslandl, þar sem skógs er vant. Stoppistöð heimsins veisluglaður maður, en vefslur hans voru engar farandvelslur. Þærvoru flestar haldnar heima á Bessastöðum, eða útl í héruðun- um, sem hann gerði sér far um að heimsækja. Nú dttga ekkert minna en hin fjörru heimshorn fyrir forsetaveislur okkar. Þannig hreytist tíðarandiun og tækifær- er vér heyrum úr neðra, frændi? Indriði svaraði að bragði: Eigi veit ek þaö svo gjöria frændi, en þat ætla ek at þar muni farandkú einni haldiðvera. Gródursett í Wash- Þetta var þeim likt Þingeying- unum að talast við á fymdu máli, Þegar Ásgeir Ásgeirsson var forseti var býsnast mjög yfir ferðalögum hans. Hann fór þó eklri vxða eriendis, og alis ekiri að hann notaði Bessastaði sem eins- konar stoppistöð fyrir heimsins rútu. En tímamir hafa breysL Nú er mikið auðveldara að ferðast og fljótlegra að skjótast heimsálfa á milli en á dögum Ásgeirs. Það út af fyrir sig gerir samanburð hæp- inn. Ásgeir var jafnvei talinn samræmi við ferðalög alls þorra íslendinga. Þeir stunda súlar- landareisur eins og hvem annan atvinnuveg og hafa af þvi bæði hollustu og gaman. Áramótaávarp á CNN eða Sky? í strjálbýlu landi þar sem vetrar- nauð er mikil, þótt! aUtaf sjátf- sagt að reyna að komast heim á jólum. Fjölskyldur gátu veriö sundraðar meirihlutann úr árinu við atviimu og nám. Þaft breytti engu um þörfina fýrir að vera heima á jóium. Nú er þessi siður eflaust líka lagður af að mestu. Tækifærið er jafnvei notaft fil aft fara í sóiarlandaferð meft hangi- kjöt í farangrinum. Ferðaþröng forsetans er varla orðin slík að hún geti eklri verið heima á jól- um. Um það leyti sinnir hún einu merkasta embættisverki sinu, að ávarpa þjóðina á nýársdag. Það ferst forsetanum vel úr hendi, eins og annað sem hún gerir. Ef líf lægi við væti jafnvel hægt að leysa úr þessum vanda með ávarplft. Hún gætl verift í Pata- góníu um áramót og flutt ávarp sitt í sjónvatp og útvarp engu að síður. CNN- og Sky-stöðvamar myndu með ánægju koma ávarp- inu heim á réttum ííma. Garri VITT OG BREITT RAMMAGERÐIN í allt sumar var keppst við að fylla upp í fjárlagarammann og var hann prýðilega útfylltur þegar fjár- lög voru lögð fram í þingbyrjun, en þau lög eru ramminn um ríkisum- svifin og efnahaginn á næsta ári. Það er því mikil rammagerð sem landsfeðurnir og húskarlar þeirra sinna til að koma einhverju skikki á það sköpulag, sem efnahagslífið á að taka á sig á því herrans ári 1992. En það er einmitt árið sem lengi hefur verið beðið með eftirvænt- ingu þar sem innri markaður Evr- ópubandalagsins á að taka gildi. En þar sem Jón Baldvin utanríkis- ráðherra er orðinn „hundleiður" á því botnlausa þrasi öllu, eins og hann skýrir sjálfur frá, er óþarfi að blanda því saman við hin íslensku efnahagsundur. Utanríkisráðherrann okkar er nú farinn að tala eins og flestir aðrir um Evrópubandalagið og trúði blaðamönnum í Dyflinni fýrir því að það væri „vanmáttug og óskilj- anleg stofnun" og er maður nú loksins farinn að skilja tungutak ráðherrans um Evrópumálin. Hins vegar fer tvennum sögum af írskum skilningi á málefnum og hagsmunum íslands og EB. Þjóð- höfðinginn okkar segir írska vera stútfulla af skilningi á þörfum ís- iendinga, samtímis því að utanrík- isráðherrar landanna sýna hvor öðrum fullkomið skilningsleysi. Og á meðan rauðbirknar þjóðir á eyjum Atlantshafsins dást að smá- um nefjum hvor annarrar og telja til skyldleika, gefur Jón Baldvin digrar yfirlýsingar í EB-landinu ír- landi um að vera beittur yfirgangs- semi og þjösnaskap af samtökun- um. Allt í einu er okkur hætt að koma innri markaðurinn við, eða hvað varð eiginiega af honum? Homsteinar á brauö- fótum Meðal hornsteina rammagerðar- innar um fjárlögin eru spár Þjóð- hagsstofnunar og eru þær oftast hinar dægilegustu, eða allt þangað til að til kastanna kemur, þá standa þeir hornsteinar alltaf einhvern veginn á skjön við aðra hluta hrófatildursins. Nú er verið að kynna efnahags- áætlun atvinnurekendafélagsins og er hún öll á annan veg en þeir spádómar sem lagðir eru til grund- vallar fjárlagagerðinni. Vinnuveitendasambandið gerir ráð fyrir 10 milljarða króna minni útflutningi en Þjóðhagsstofnun og munar um minna. Þjóðhagsstofn- un horfir fram á hækkandi álverð, en atvinnurekendur segja að það muni standa í stað og það sem meira er, það verður ekkert álver byggt á íslandi á næsta ári. Lengra er ekki spáð fram í tímann. Þjóðhagsstofnun og fjármála- ráðuneytið hækka álverðið og ætla að hefja byggingu nýs álvers, sem á að moka fjármagni inn í landið og standa undir áframhaldandi verk- takavelferð. Það verður að segjast eins og er, að fram til þessa hefur VSÍ verið mun spámannlegra vaxið en Þjóð- hagsstofnun og bólar enda hvergi á undirritun samninga um álver á Keilisnesi. Á milli vina Útflutningur á óunnum fiski hef- ur minnkað mikið á þessu ári og á næsta ári verður þrengt enn meira að þorskkvótanum og er nú helsta vonin um batnandi horfur bundin við að farið verði að landa smáfisk- inum eða vinna hann um borð í skipunum í stað þess að henda honum í sjóinn. Enginn veit hve mikil aflaaukn- ingin verður ef hætt verður að henda dauðum smáfiski í sjó í stað þess að gera úr honum verðmæti. Sumir nefna að svo sem eitt hundrað þúsund tonnum sé fleygt árlega, eða álíka miklu magni og Hafrannsóknarstofnun leggur til að þorskveiðikvótinn verði skertur um á næsta ári. Er þetta einn af mörgum óvissu- þáttum sjávarútvegsins, sem sagt er að sé undirstöðugrein þjóðarbú- skaparins. Misjafnlega grundaðar spár og getgátur eru það sem lagt er til grundvallar rammagerðarinnar miklu sem á að stýra afkomu þjóð- ar, einstaklinga og fyrirtækja á fjárlagaárinu og skakkar ekki nema nokkrum tugum milljarða króna á niðurstöðunum. En hvað eru nokkrir tugmilljarð- ar milli vina? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.