Tíminn - 09.10.1991, Síða 3

Tíminn - 09.10.1991, Síða 3
Miðvikudagur 9. október 1991 Tíminn 3 Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, telur engar líkur á að álversframkvæmdir hefjist á næsta ári: Gengur afvopnunin af álverinu dauðu? Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjórí VSÍ, telur ekki hyggi- legt að reikna með því að framkvæmdir við byggingu álvers á Keilis- nesi hefjist á næsta árí. Hann segir að samdráttur í hergagnafram- leiðslu leiði til áframhaldandi offramboðs á álmörkuðum og allar líkur séu því á að heimsmarkaðsverð á áli verði áfram lágt, a.m.k. næstu fimm ár. Jóhannes Nordal, formaður álviðræðunefndar, telur að samdráttur í vopnaframleiðslu hafí ekki afgerandi áhríf á álmark- aði. Jóhannes er bjartsýnn á að framkvæmdir við álver hefjist á næsta ári, en viðurkennir að mörg ljón séu á veginum. Vinnuveitendur telja óvarlegt að reikna með að bygging álvers og virkjana hefjist á næsta ári. Þórar- inn V. var spurður um á hvaða for- sendu þeir byggðu þessa skoðun. „Málmmarkaðirnir hafa verið að breytast mjög mikið í sumar. Loka- höggið, sem þeir fengu, var ræða sem Bush, forseti Bandaríkjanna, flutti fyrir tæpum þremur vikum. Samdráttur í vopna- og hergagna- framleiðslu hefur mikil áhrif á ál- markaðinn, ekki bara vegna þess að álið er notað utan um vopnin heldur líka vegna þess að álduft er mikil- vægur þáttur í eldsneyti á eldflaug- ar. Altjent er talið að þessar breyt- ingar í heiminum í átt til friðar dragi mjög mikið úr notkun og eft- irspum á áli. Austurblokkin, einkum Sovétríkin, hefur sett feiknalega mikið af áli inn á heimsmarkaðinn á þessu ári. Menn hafa trúað því til þessa að þetta væru gamlar birgðir, sem rúss- neskir verksmiðjustjórar væru að grafa úr jörðu, og um væri að ræða einhverjar umframbirgðir fram yfir fimm ára áætlanir. Þetta eru for- sendur sem menn eru hættir að trúa á. Menn telja nú að þetta sé nýfram- leitt ál. Það er ekki markaður fyrir álið í heimalandinu, vegna þess að úrvinnsluiðnaðurinn er hruninn. Meginástæðan er þó sú að herinn hefur notað stærstan hluta af þess- ari framleiðslu með einum eða öðr- um hætti. Spádómar manna í álheiminum ganga út á það í dag að álverð verði lágt a.m.k. næstu fimm ár. Við ger- um ráð fyrir að aðilar, sem hafa hug Stjórn Neytendasamtakanna: Samgönguráðuneytið hamlar samkeppni „Neytendasamtökin mótmæla ákvörðun samgönguráðuneytis- ins, að hafna bciðni flugfélagsins SAS um 6 nátta fargjald til Norð- urlanda. Með ákvörðun sinni er samgönguráðuneytið að koma í veg fyrir að neytendur geti keypt ferðir á iægra verði en nú er, og miililandaflugi. Ástæðan, sem talsmaður ráðuneytisins gefur, er sú, að ef fallist hefði verið á bciðni SAS um 6 nátta fargjald hefði það náð tii stórs hluta af utanlandsferðum landsmanna á viðkomandi flugleiðum. Það þýð- ir, að hefði beiðnin verið sam- þykkt, þá hefði orðið veruleg verðlækkun fyrir neytendur á stórum hluta af utanlandsferð- um þeirra.“ Þetta er álit stjómar Neytenda- samtakanna á hlut samgöngu- ráðunevtisins í fargjaldastríði SAS og Flugleiða. Eins og fram hefur komið f fréttum, fór SAS þess á lelt við yfirvöld flugmála á Isiandi að mega bjóða sama verð á 6 nátta ferðum til Norðurlanda og Flugleiðir bjóða í 3 nátta ferðum. Rökin eru þau að Flug- leiðir séu eina íslenska flugféiag- ið og haidi uppi ferðum til iands- ins alit árið; taka beri tíllit tíi þess. Það flnnst sfjóm Neytendasam- takanna ekki rétt og i ályktun hennar segir svo: „Neytenda- samtökin telja það óhæfu, aft stjómvöld skuli banna breytíng- ar á verðlagningu í millilanda- flugi tí! að halda uppi verði og um leið hindra eðUlega sam- keppni í mlUilandaflugi. Það er miklivægt til að viðhalda fijálsri samkeppni og eðtílegri verðlagningu tll neytenda, að komið sé f veg fyrir samráð þeirra sem selja vöra og þjón- ustu. Slíkar samkeppnishömlur halda uppi verði til neytenda. Talsmaður samgönguráðuncytis- ins virðist ekki áta sig á þessum mikilvægu atriðum í frjálsu hag- kerfl. Þannig |ýsir hann því yfir, að það sé dapurlegt að flugféiög- in skuU ekki geta náð samkomu- lagi um fargjöld á vetrarpakkan- um. UmmæUn þýða, að það sé dapuríegt að flugfélögin skuU ekki hafa getað náð samkomu- lagi um að halda uppi háu veröi á þjónustu sinni Neytendasamtökin telja mjög mikilvægt, að íslendingum bjóð- ist á hverjum tíma sem hagstæð- ust verð á milUiandaflugleiðum. Nú þegar liggur fyrir, að íslcnd- ingar þurfa að gjaida meira verð fyrir farmiða stna til og frá tand- inu en ýmsír þeir sem kaupa far- mlða sína erlendis. Það á aö vera hlutverk samgönguráðuneytis- ins að sjá til þess, að íslendingar sitji við sama borð og aðrír hvað varðar verð á farmiöum í miUi- landaflugi, en það er ekki hlut- verk ráðuneytisins aö stuðla að því að takmarka samkeppni, banna hana og halda uppl háu verði á þessari þjónustu." Samgönguráðuneytíð ætlar nú að kanna síðast talda efnlsatriði gagnrýni stjórnar Neytendasam- takanna; hvort dýrara sé að kaupa flugmiða hér en eriendis. Forstjóri Fluglelða, Sigurður Helgason, hefur sagt að svo sé ekkL Verðið ráðist af verðbólgu og gengi krónunnan stundum sé dýrara að kaupa flugmiða hér, stundum ódýrara. -aá. á að fjárfesta í framleiðslu á áli, taki mið af því hvemig ástandið er. Við vonumst sannarlega til þess að af þessum framkvæmdum verði, en við metum það þannig að þessar breyttu aðstæður á mörkuðunum hafi dreg- ið svo mjög úr líkunum á því að af þessu verði á næsta ári, að það sé af- skaplega óhyggilegt að byggja heim- ilisbókhald þjóðarinnar á þessum tekjuvæntingum. Það er of seint að endurskoða fjárlagafrumvarp og efnahagsstefnu á miðju næsta ári,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagðist ráðleggja alþing- ismönnum að endurskoða fjárlaga- fmmvarpið og miða við að ekkert verði af byggingu álversins. í frum- varpinu er miðað við að fram- kvæmdir hefjist við byggingu álvers og virkjana á næsta ári. Tekjur, sem ríkið áætlar að fá vegna veltuaukn- ingar í efnahagslífinu vegna þessa, eru áætlaðar rúmur einn milljarður. Jóhannes Nordal, formaður álvið- ræðunefndar og stjórnarformaður Landsvirkjunar, vildi ekki gera mik- ið úr áhrifum minnkandi hergagna- framleiðslu á álmarkaði. Hann sagði að notkun áls í hernaðartæki væri ekki stór hluti af heildarnotkun áls í heiminum. Stærstu markaðir fyrir ál væru annars staðar. Jóhannes sagðist telja að sala Sov- étmanna á áli til Vesturlanda stafaði íyrst og fremst af slæmu efriahags- ástandi hjá þeim og þörf þeirra fyrir erlendan gjaldeyri. Hann útilokaði þó ekki að minni hergagnafram- íeiðsla hefði þar einhver áhrif. Jó- hannes sagði að menn ættu von á að Sovétmenn og þjóðir í Austur-Evr- ópu myndu halda áfram að senda ál á markaði á Vesturlöndum um nokkurt skeið. Aukin eftirspurn eft- ir áli heima fyrir, samhliða bættu efnahagsástandi, og óhagkvæmar álbræðslur ættu hins vegar, þegar til lengri tíma er litið, að draga úr ál- sölu til Vesturlanda. Jóhannes sagði að á næstu árum myndi notkun á áli aukast. Álnotk- un væri stöðugt að aukast á nýjum sviðum, ekki síst f bílaiðnaði. Til þessara nýju markaða væri horft þegar ákvarðanir væru teknar um fjárfestingar í áliðnaði. „Það getur enginn fullyrt að þessi álbræðsla verði byggð. Málið er í fullum gangi. Unnið er að því, án þess að maður sjái nokkra tilhneig- ingu hjá okkar samningsaðilum til að hægja nokkuð á ferðinni með sinn undirbúning. Ég er frekar von- góður um að í byrjun næsta árs verði tekin ákvörðun um að fara í þessa framkvæmd, en það er ljóst að það er ýmislegt í stöðunni sem auð- veldar ekki málið. Þar á ég við ál- verðið í dag og ástandið á fjármála- mörkuðum." sagði Jóhannes. -EÓ Ewos hættir framleiðslu á Fyrirtsekið Ewos { Reykjavík, aem framleiðir fiskafóður, befur neyðst til að dnga verolega samaa framleiðslu vegna samdráttar í sölu fóðurs á Færeyjamarkað. Ámi Gunnarsson, framkvaemda- atjóri Ewos, sagði að fyrirtækið myndi einbeita sér að því að sinna heimamarkaði. Hann sagftl elg- endur Ewos ákveðna í aö komast yfir þetta áfall. Framkiðsla Ewos á markaði { Fscreyjum hefur verið kringum 6000 tonn á ári, en heildarfram- ieiðsla fyrirtældslns hefur verið að Ewos myndi einbeita sér að innanlandsmarkaði, en jafnframt reyna að finna nýja markaðl. Ilann sagði að á meftan ekki hefðu fund- ist nýir markaðir væri ekki um annað að ræða en draga úr fram- leiðslu. Hann sagði eígendur fyr- Irtækisins ákveðna í aö halda framleiðsfu áfram, þrátt fyrir þetta áfall Ewos hóf framleiðslu 1986 og var þá gert ráð fyrir að framleiða eingöngu á innanlandsmarkað. Innanlímdsmarkaðurinn varð var eftir, vegna áfalla, sem fiskeld- Íð varð fyrir, og brcyttra markaðs- aðstæðna. Þegar ljóst var að inn- Íendi markaðurinn myndi bregð- ast að verutegu leyti, féllst norska fyrfrtækift Ewos, sem á 49% i Ew- os á íslandi, á að hlcypa islensku framleiðslunnl inn á Færeyja- markað. Erflölelkar í flsketdi hafa þrengt aö norska fyrirtækinu, eins og öðrum fyrirtækjum f þessari grein, og þess vegna féllst það eidd á að endumýja samning við Ewos á ísiandi um að það fram- leiddi á Færeyjamarkað. -EÓ Tfmamynd Áml Bjama Nokkrir af hestunum sem nú fara utan. Sölusamtök íslenskra hrossabænda: Sölumiðstöö í Þýskalandi Sölusamtök íslenskra hrossa- bænda hafa tekið á leigu búgarð nærri Kaufungen í miðju Þýska- landi. Hann verður sölumiðstöð samtakanna. Á næstu dögum fara svo fyrstu hestamir utan, 70 sam- tals í þessum mánuði, flestir þegar seldir. Ráðgert er að í framtíðinni fari um 40 til 50 hross utan f hverj- um mánuði. SÍH hafa komið sér upp kerfi sér- stakra matsmanna. Þeir meta hross og verðleggja samkvæmt þar til gerðum stöðluðum ramma samtakanna. Þá hafa SÍH fengið sér sérstakt vörumerki, Edda hest- ar, og hyggja á víðtæka kynningu erlendis. -aá. Næg verkefni en vantar fé Niðursuðuverksmiðjan hf. á ísafirði hefur fengið tveggja mánaða greiðslustöðvun. Þann tíma ætlar stjórn fyrirtækisins að nota til að endurskipuleggja, með aðstoð sér- fræðinga, reksturinn fjárhagslega, m.a. með öflun nýs hlutafjár og láns- fjár, auk þess að leita samninga við SAMGONGURAÐUNEYTIÐ TIL MÓTS VIÐ SAS Samgönguráðuneytiö hefur veitt SAS heimild til að bjóða fjögurra og fímm nátta fargjald til Norðurfanda á sama verði og Flugleiðir bjóða þriggja og fjögurra nátta ferðir. Heimildinni fylgir það skilyrði að farþegar Flugleiða fái að sitja við sama borð og farþegar SAS í fram- haldsflugi til níu borga á Norður- löndum. Og að samkomulag takist með félögunum um skiptingu tekna á flugleiðunum. Félögin hafa fengið frest til mánaðamóta til að semja. -aá. lánardrottna um skuldaskil. Stefnt er að því að þessu verkefni ljúki fyrir áramót. í frétt frá fyrirtækinu segir m.a. að næg verkefni liggi fyrir við að fram- leiða upp í staðfesta samninga. Stjóm Niðursuðuverksmiðjunnar heitir á starfsfólk og aðra velunnara að vinna saman að því að koma fyrir- tækinu út úr þeim erfiðleikum sem nú steðja að því og öllum rækjuiðn- aðinum. Takist slík samstaða þurfi ekki að óttast um árangur. Á daglegri stjórn verður sú breyting að Stefán Jónsson viðskiptafræðingur verður framkvæmdastjóri, en Éiríkur Böðv- arsson tekur við stjórnarformennslu og vinnur að framtíðarverkefnum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.