Tíminn - 09.10.1991, Síða 4

Tíminn - 09.10.1991, Síða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 9. október 1991 ÚTLÖND y Landsbergis varar við öðru valdaráni í Sovétríkjunum: OSKAR EFTIR HJALP VESTURLANDA VIÐ AÐ KOMA HERNUM í BURT Vytautas Landsbergis, forseti Litháen, hefur varað Vesturlönd við því að annað valdarán verði framið í Sovétríkjunum. Hann bað Vest- urlönd jafnframt um hjálp við að fá Moskvu til að kalla hersveitir Sovétríkjanna í Litháen heim. Á blaðamannafundi í Bretlandi í gær sagði hann að enn væri hætta á að harðlínumenn létu til skarar skríða og reyndu að ná völdum í Sovétríkjun- um. „Þrátt fyrir að valdaránið í ágúst hafi mistekist, er mjög líklegt að gamlir valdhafar innan kommúnista- flokksins reyni að ná völdum á ný,“ sagði Landsbergis. Hann sagði að for- ystumenn sovéska hersins væru mjög óánægðir og efhahagskeríið væri í rúsL .Ástandið gefur pólitískum öfl- um tækifæri til að ná völdum, td. rússneskum þjóðemissinnum eða jafnvel samtökum fasista." Landsberg- is sagði að það ætti að beita Sovétríkin þrýstingi til að binda endi á það sem hann kallar „ólöglega hersetu í sínu landi“. Hann sagðist vonast til þess að breska ríkisstjómin ræddi um þetta við sovésk stjómvöld. Landbergis kom til Blackpool í Bret- landi þar sem hann mun ávarpa árlega ráðstefnu íhaldsflokksins þar í landi. Hann átti fund með John Major, for- sætisráðherra Bretlands, seinnipart- inn í gær. Eystrasaltsríkin voru meðal fyrstu Sovétlýðveldanna til að lýsa yfir sjálfstæði, en þau vom undir jámhæl Sovétríkjanna í 50 ár eða síðan Þjóð- verjar og Sovétmenn gerðu með sér samning um skiptingu Evrópu. Landsbergis sagði að lokum: „Ef Sov- étríkin hafa vopnaðar sveitir sínar í öðmm löndum, en það er í raun ekki annað en ofbeldisaðgerð og þvingun, vekur það spumingu um hvort virki- lega sé hægt að búast við vinsamlegu sambandi við þau.“ reuter-sis Skilaboð Litháa til Sovétmanna. Ekki mikil átök í Króatíu í gær: Þingið fundaði um o|3nsil*iI Þingið í Króatíu fundaði í gær á tveimur stöðum til að ræða alls- hcrjar vopnahlé. Þar var einnig rætt um að Króatía segi sig form- lega úr júgóslavneska ríkjasam- bandinu. Júgóslavneski herínn hættl árásum í gær í Króatíu og hélt áfram viðræðum við ráðamenn þar og sendifulltrúa Evrópu- bandaiagsins, til að reyna að komast að samkomulagi um vopnahiéð. Tilkynnt var um átök á stöku stað eftir að herinn sagðist hafa hætt árásum um miðnætti í fyrri- nótt og lofað vopnahiéi ef Króatar afiéttu umsátrí um höfuðstöðvar hersins í Króatíu. Annars var heldur rólegt í Króatfu í gærdag. Króatar sögðu ekki hvort þeir samþykktu skiiyrði hersins, en aðstoðarmaður vamarmálaráð- herra átti fund með yfirmanni hersins í Zagreb til að vinna úr smáatriðum. Embættismenn í Króatíu segja að meira en 1.000 manns hafi látið lífið síðan Króatía lýsti yfir sjálfstæði þann 25. júní. Nokkr- um vopnahléum hefur verið kom- ið á, án árangurs. reuter-sis Tilkynnt hver fær friðarverðlaun Nóbels á mánudaginn: Samtök eöa ópólitískur einstaklingur þykir helst koma til greina Á mánudaginn verður tilkynnt hver hlýtur fríðarverðlaun Nóbels í ár og er fólk strax faríð að velta vöngum yfir hver eða hverjir verði handhafar 60 milljóna, heiðurspenings og við- urkenningarskjals, ásamt þeim heiðri sem felst í því að fá þessi verðlaun. Geir Lundestad, formaður Nóbel- stofnunarinnar í Ósló, segir að Honecker ekki framseldur Moskva og Bonn hafa komist að samkomulagi um að fyrrum leið- togi kommúnista í Austur-Þýska- iandi, Erích Honecker, skuli enn um sinn dvelja í útlegð í Sovétríkj- unum. Svo hermir frétt í þýska dag- blaðinu Bild. Þrátt fyrir það vilja þýskir rann- sóknarmenn fá að spyrja Honecker nokkurra spurninga, en í Þýskalandi er hann ákærður fyrir manndráp vegna fýrirskipana sinna til landa- mæravarða um að skjóta á flótta- menn við Berlínarmúrinn. Bild vitnar í vel upplýsta heimilda- menn í Moskvu, sem segja að Hans- Dietrich Genscher, utanríkisráð- herra Þýskalands, og Borís Pankin, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hafi gert með sér samkomulag um þetta, þegar þeir hittust í New York í síðasta mánuði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Bild segir að þýskir rannsóknar- menn vilji fá að leggja nokkrar spurningar fyrir Honecker, sem var vikið frá völdum síðla árs 1989, rétt áður en Berlínarmúrinn féll. Honec- ker var fluttur frá gamla Austur- Þýskalandi til Moskvu, undir því yf- irskini að hann ætti að fara í skurð- aðgerð. Bonn mótmælti þessu og krafðist þess að hann yrði framseld- ur, því hann á yfir höfði sér réttar- höld í Þýskalandi. reuter-sis þrýstihópar starfi grimmt að því að fá sitt fram. Til að mynda hafa fulltrúar einnar ótilgreindrar persónu sent nefndinni, sem sér um að velja verð- launahafann, 40 kassa fulla af úr- klippum um afrek hennar ásamt bænaskjali. „Þessi tiltekna persóna hefur aldrei komið til greina sem handhafi friðarverðlauna Nóbels," segir Lundestad um þetta mál. „Þar að auki er tímasóun að reyna að beita Nóbelsverðlaunanefhdina einhverj- um þrýstingi.“ í fyrra fékk Mikhaíl Gorbatsjov, for- seti Sovétríkjanna, verðlaunin og ár- ið þar á undan var það Dalai Lama, trúarlegur leiðtogi í Tíbet, sem hlaut friðarverðlaunin.I ár hafa rúmlega 80 einstaklingar og 20 samtök verið til- nefnd til verðlaunanna. Norsku fjölmiðlarnir hallast helst að því að verðlaunin fari ekki í hendur stjómmálamanns að þessu sinni, heldur til samtaka á borð við Rauða krossinn eða Sameinuðu þjóðanna. En hvað segir Lundestad um það: „í gegnum söguna hafa friðarverðlaun- in farið í hendur ólíkra aðila, til at- hafnasamra stjómmálamanna, til mannúðarsamtaka, til friðarsinna í víðtækri merkingu. Það kemur bara í ljós.“ Dagbladet í Noregi telur Aung San Suu Kui, frelsishetjuna frá Búrma, helst koma til greina. Fleiri em einn- ig nefndir, svo sem Jóhannes Páll páfi II, George Bush Bandaríkjaforseti og Vytautas Landsbergis, forseti Lithá- en. Baráttumaður blökkumanna í Suður-Afríku, Nelson Mandela, er einnig nefndur, svo og Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu. Þeir komu einnig sterklega til greina í fyrra, en það sem helst þykir draga úr líkum á að Havel eða Landsbergis hljóti verð- launin er sú staðreynd að það var ein- staklingur úr austurblokkinni sem hlaut þau í fyrra. Verðlaunaafhendingin árið 1978 vakti mikla reiði og deilur, en þá hlutu Menachem Begin, forsætisráð- herra ísraels, og Anwar Sadat, forseti Egyptalands, friðarverðlaunin fyrir friöaráætlun í Miðausturlöndum. Ár- ið eftir hlaut móðir Teresa verðlaun- in. reuter-sis Þjóðverjar eru að fá nóg af nýnasistum: Almenningur verndar flóttamenn Hundruð Þjóðveija hafa fengið sig fullsadda á framferði nýnasista og ákveðið að gera eitthvað tíl að spyma fótum við ofbeldisaðgerðum þeirra. Fjöldi Þjóðverja tók höndum saman og sló hring utan um gistiheimili er- lendra flóttamanna í Wenden tíl að vemda þá fyrir árásum nýnasista. Árásir nýnasista á útlendinga und- anfarið em með þeim verstu síðan á valdaárum Hitlers. Nýnasistar hafa staðið að ofbeldisað- gerðum víða um landið undanfamar þrjár vikur og em árásimar orðnar um 500 talsins. Þær beinast gegn er- lendum flóttamönnum, sem sótt hafa um hæli í Þýskalandi. Einn Afríkubúi hefúr látið lifið í þessum árásum og tvö líbönsk böm em slösuð. Bemd Winkelmeier, stjómandi fé- lagslegrar þjónustu í Wenden, segir að nýnasistamir séu aðeins lítill hluti þjóðarinnar. Þýskur sagnfræðingur líkti í gær árásum róttækra nýnasista útlendinga víða um landið við ástand- ið í Þýskalandi á fjórða áratugnum. „Þessar ofbeldisaðgerðir em að eýði- leggja þá virðingu og það traust sem Sambandslýðveldið Þýskaland hefur áunnið sér síðustu 40 ár hjá umheim- inum,“ segir Golo Mann sagnfræð- ingur í viðtali við dagblaðið Express. „Framkoma þessarra nasistahópa, hrottaleg meðferð á útlendingum, er sambærileg við ástandið á milli 1932 og 1933,“ segir Mann. Undanfarið hefur fjöldinn allur af út- lendum flóttamönnum og innflytj- endum í Þýskalandi orðið fyrir barð- inu á nýnasistum. Ríkisstjómin sagði á mánudaginn að hún gæti lítið gert til að stöðva þessar árásir, nema biðja Þjóðverja um hjálp við að verja fóm- arlömbin. Mann sagðist ekki geta trúað því að nasistar tækju völdin í Þýskalandi, eins og gerðist snemma á fjórða ára- tugnum þegar nasisminn kippti stoðunum undan Weimarlýðveldinu og Adolf Hitler komst til valda. „Lýðræðisöfl í Þýskalandi eru of sterk til að fólk leyfi nasistum að komast til valda á ný,“ segir Mann. reuter-sis

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.