Tíminn

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinoktober 1991næsti mánaðurin
    mifrlesu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Tíminn - 09.10.1991, Síða 9

Tíminn - 09.10.1991, Síða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 9. október 1991 Miðvikudagur 9. október 1991 Tíminn 9 . flllt Uppgræðslan á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði 1981-1989: Árangurinn bestur þar sem friðað var i 2 ár en síðan hóflega beitt „Hinn mikli beitarþungi og sú síbeit, sem verið hefur á miklum hluta upp- græðslusvæðanna vegna þess að þau eru ógirt, varð bæði til þess að seinka framvindu gróðurs á þeim og draga úr uppskeru. Svæðin hafa oft verið beitt of snemma og vegna síbeitar hefur plönt- unum ekki gefist nægilegur tími til að mynda blaðmassa. Árangur varð bestur þar sem landið var friðað fyrstu tvö árin eftir sáningu, síðan beitt í hófi og ekki fyrr en gróður var kominn vel á veg á vorin." Þessi orð Ingva Þorsteinssonar, sér- fræðings hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins, standa í nýútkominni skýrslu Rannsóknastofnunar landbún- aðarins um uppgræðslu á Eyvindar- staðaheiði og Auðkúluheiði á árunum 1981-1989. Þessi uppgræðsla hófst að frumkvæði og á kostnað Landsvirkjun- ar og var henni ætlað að bæta fyrir það gróðurlendi sem fyrirsjáanlega myndi tapast undir uppistöðulón Blönduvirkj- unar og framkvæmdir vegna hennar. Samkvæmt samningum Landsvirkjun- ar og landeigenda var gert ráð fyrir því að grædd yrðu upp svæði allt að þrjú þúsund hekturum. Nú nemur stærð uppgrædds lands á bæði Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði um 1650 hektur- um. Landgræðsla ríkisins hefur að mestu framkvæmt sjálfa vinnuna við upp- græðsluverkefnið, en Rannsóknastofn- un landbúnaðarins hefur fylgst með vexti og framgangi gróðurs og sérfræð- ingar stofnunarinnar og fleiri vísinda- menn hafa samhliða uppgræðslunni stundað margvíslegar rannsóknir og tilraunir. í formála skýrslunnar segir ritstjóri hennar, Ingvi Þorsteinsson, að tilgang- ur rannsóknanna hafi m.a. verið að komast eftir því hve mikinn áburð þyrfti til að viðhalda viðunandi gróður- þekju og uppskeru á uppgræðslusvæð- unum, bera saman grastegundir og stofna til ræktunar við hin erfiðu gróð- urskilyrði á hálendinu og að kanna beitar- og næringargildi gróðurs á upp- græðslusvæðunum. Sumarið 1989, þegar níu ár voru liðin frá því að uppgræðslan hófst, voru gerðar mjög ítarlegar rannsóknir á gróðri og jarðvegi svæðanna og er greint frá þeim og niðurstöðum þeirra í skýrslunni. Ingvi Þorsteinsson telur að skýrslan marki þáttaskil í gróðurrann- sóknum og vonast til að niðurstöður, sem í henni koma fram, nýtist sem best við að græða upp landið. Sé litið yfir árangur af uppgræðslu- starfinu á Auðkúlu- og Eyvindarstaða- heiði, þá telja fræðimenn hann góðan og jafnvel betri en mátt hefði vænta við jafn erfið veðurfars- og gróðurskilyrði ■ , . , Svona leit út áríð 1981 á svonefndum Öfuguggavatnshæðum áður en uppgræðsla hófst. og eru á heiðunum. Uppgræðslusvæðin eru í 425-610 m yfir sjávarmáli eða ríf- lega yfir gróðurfarslegum hálendis- mörkum. Gera má ráð fyrir því að vaxt- artími sé þar með um mánuði styttri en á láglendi norðanlands og meðalhiti 2-3 gráðum lægri. Þegar uppgræðslan hófst árið 1981 voru heiðarnar nánast gróðurvana og örfoka, en gróður tók fljótt við sér þeg- ar byrjað var að dreifa áburði og gras- fræi, en dreifingin fór einkum fram úr flugvélum. Nokkur hluti svæðisins var frá upphafi friðaður fyrir beit og varð hann alþakinn gróðri á 5-6 árum. Mikið beitarálag var hins vegar víða annars- staðar á svæðinu og þar var landið ekki algróið fyrr en eftir 8-9 ár. Þá var reynt að græöa upp tvö sandfokssvæði, en ár- angur varð ófullnægjandi, enda svæðin ekki friðuð. Breytt gróðurfar Þegar menn sá grasfræi á landsvæði með „villigróðri" og dreifa áburði, má vitanlega gera ráð fyrir breytingum á gróðurfari. I yfiriiti um árangur upp- græðslunnar segir Ingvi Þorsteinsson um þetta: „Sá takmarkaði gróður, sem var á svæðunum við upphaf uppgræðslunn- ar, var dæmigerður hálendis- og mela- gróður, en tiltölulega fjölbreytilegur. Eftir sáningu og áburðardreifingu gjör- breyttist gróðurfarið, ekki aðeins hvað varðar þéttleika heldur einnig tegundir. Grös svara best áburði og urðu þau ríkj- andi í gróðurfari samfara áburðardreif- ingunni, en þær gróðurtegundir, sem fyrir voru í landinu, hurfu að mestu. Slík breyting átti sér einnig stað í gróðurfari þeirra svæða, sem aðeins var f uppgræðsluverkefninu var m.a. sáð til beringspuntar. Hann spjaraði sig ágætlega á friðuðum svæðum, en þar sem sauðfé náði til hans gekk honum miður. Á Öfuguggahæðum höfðu orðið alger umskipti um mitt ár 1988. dreift á áburði en engu grasfræi. Þar jókst hlutdeild innlendra grasa í gróð- urbreiðunni. Uppgræðsla með áburði, hvort sem er með eða án sáningar grasfræs, leiðir þannig til myndunar graslendis með tiltölulega einhæfu gróðurfari, sem er ólíkt hinu fjölbreyti- lega, náttúrulega gróðurfari heiðanna að yfirbragði og eiginleikum. Framvinda gróðurs á uppgræðslu- svæðunum hefur að sjálfsögðu verið mishröð. Ekki hefur verið unnt að rekja það til mismunandi hæðar svæðanna yfir sjó, heldur fyrst og fremst til ann- arra þátta, svo sem landgerðar, skjóls, snjóalaga, rakaskilyrða og mismunandi beitarálags. Frá því að uppgræðslan hófst árið 1981 hefur gróður uppgræðslusvæð- anna tvisvar orðið fyrir áföllum af völd- um vetrarveðráttu. Það var eftir vet- urna 1983-1984 og 1988-1989, sem voru mjög snjóþungir. Bæði árin var þó um óverulegar gróðurskemmdir að ræða. Eftir Stefán Ásgrímsson Uppskera sveiflast með árferði, beitar- álagi og því hversu vel áburðardreifing- in tókst. Á hinum friðaða hluta svæð- anna hefur hún verið frá einu til fjög- urra tonna þurrefnis á hektara, en á beitta hlutanum hefur hún verið tals- vert minni vegna mikils beitarálags." Lostætur gróður Ingvi Þorsteinsson segir í yfirliti sínu um árangur uppgræðslunnar, að gróð- urinn á þeim svæðum, sem grædd voru upp, hafí reynst afar lostætur og fé sótt mjög í hann. Beitarþungi hafi að jafnaði verið nálægt tveim ærgildum á hektara og svari það til þess að um þrjú þúsund ærgildi gengju að jafnaði á þeim 1650 hekturum sem græddir voru. Eftir því sem uppgræddu svæðin stækkuðu, hefði þó beitin minnkað á úthaganum. Bæði þess vegna og eins vegna þess að sauðfé hefur mjög fækkað að undan- förnu, megi vænta þess að ástand út- hagans batni. Ekki var borinn áburður á allsstaðar um allan ræktunartímann, heldur fóru fram víðtækar og allflóknar tilraunir í áburðargjöf. Þannig var t.d. hætt að bera áburð á nokkra reiti eftir fjögurra ára áburðargjöf. Þar breyttist gróður- farið fljótlega úr hreinu graslendi nán- ast, í gróðurlendi þar sem ríkjandi var mosi og háplöntur á strjálingi. Eftir að fimm ár án áburðar höfðu liðið var upp- skera orðin afar lítil, hvort sem um var að ræða friðaða reiti, eða reiti sem beitt var á. Það er hins vegar mat manna að mosa- þekjan, sem eftir stendur, eigi eftir að bæta verulega gróðurskilyrði í jarðveg- inum umfram ógróið land, m.a. á þann veg að yfirborðið verði stöðugra og rakaskilyrðin verði betri. Þarna hafi því verið búið í haginn fyrir það að aðrar tegundir nái að festa rætur og breiðast út. Forsendur þess séu hins vegar þær, að í jarðveginum sé einhver fræforði eða að í nánd séu gróðurlendi og þaðan geti fræ borist með vindum eða á annan hátt. Það muni síðan ráðast af ýmsu, svo sem veðurfari og meðferð landsins, hvort nýliðun á slíku landi verði upphaf að frekari gróðurþróun og nýjum gróð- urlendum, eða hvort hin áunnu gróð- urskilyrði jarðvegarins mnuni rýrna til þess horfs er var í upphafi uppgræðsl- unnar. Skýrslan um uppgræðslu Eyvindar- staða- og Auðkúluheiðar er viðamikið plagg, og í henni er tekið á flestum þeim þáttum sem málið varða. í henni er fjallað um upphaf þess og forsendur að ráðist var í verkefnið. Þá fjalla fjöl- margir vísindamenn um sértæk atriði verkefnisins. Sem dæmi um það má nefna að fjallað er í sérstökum kafla um jarðfræði svæðanna, veðurfar og gróð- urfar í upphafi. Þá er ritað um einstaka þætti sjálfrar uppgræðslunnar, svo sem áburðartil- raunir, jarðvegsrannsóknir og jarðvegs- hitamælingar, mælingar á rótakerfi grasa, athuganir á stökkmori, fjarkönn- unarmælingar sem gerðar hafa verið og um rafgirðingar og notkun þeirra með- an á verkefninu hefur staðið, svo aðeins fátt sé nefnt. Skýrslan, sem er fjölrit RALA nr 151, fæst hjá Rannsóknastofn- un Iandbúnaðarins. : iéiéisi llliiii iillii lil ISIÍI •. "X

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar: 181. Tölublað (09.10.1991)
https://timarit.is/issue/281300

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

181. Tölublað (09.10.1991)

Gongd: