Tíminn - 09.10.1991, Qupperneq 13
Miðvikudagur 9. október 1991
Tíminn 13
Aðalfundur
FUF
í Reykjavík
verður haldinn þann 18. október kl.
20 að Hafnarstræti 20, skrifst. Framsóknarflokks.
Dagskrá: 1. Kosning embættismanna fundarins.
2. Skýrslur stjórnar, gjaldkera.
3. Kosning formanns, stjómar endurskoðenda og fulltrúa (fulltrúaráð
framsóknarfélaganna f Reykjavlk.
4. Tillaga til lagabreytinga og eru þær eftirfarandi: 14. grein breytist eða dvelja
þar langdvölum" I „eða hafa aðsetur þar". Og f 12. grein breytist „samkvæmt
flokkslögum" f „það er einn fulltrúi fyrir hverja 10 félagsmenn og jafnmargir til
vara".
Tillögur liggja frammi á skrifstofu Framsóknarflokksins.
5. Ávarp nýkjörins þingmanns, Finns Ingólfssonar.
Umræður.
6. Önnur mál.
Stjómin.
Létt spjall á
laugardegi
REYKJAVIK
Laugardaginn 12. október verður fyrsti léttspjallsfundur
vetrarins.
Umrsðuefni:
Stjórnmálaviðhorfið og flokksstarfið
Flnnur Ingólfsson alþingismaður mun innleiða spjallið.
Fundurinn verður haldinn að Hafnarstræti 20, III. hæö, og hefst kl. 10.30.
Fulltrúaráðið.
Fulltrúaráð framsóknar
félaganna í Reykjavík
Drætti I skyndihappdrættinu hefur verið frestað.
Nánar auglýst sfðar.
Konur Suðurlandi
Aðalfundur Félags framsóknarkvenna Ámessýslu verður haldinn þriðjudaginn 15.
október kl. 21 að Eyrarvegi 15, Selfossi.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
Nýir félagar velkomnir.
Fjölmennum. Stjómin
Kjördæmisþing
á Vestfjörðum
Kjördæmisþing framsóknarmanna I Vestfjarðakjördæmi verður haldið á Hólmavfk
dagana 19.-20. október.
Þingstörf hefjast kl. 13.00 laugardaginn 19. október.
Dagskrá nánar auglýst sfðar.
Aðalfundur
framsóknarfélaganna I Vestur- Skaftafellssýslu verður haldinn föstudaginn 11.
október kl. 21 f Brydebúð, Vík.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing
3. Lagabreytingar
4. Önnur mál
Á fundinn mæta alþingismennimir Jón Helgason og Guðni Ágústsson og Olavfa
Ingólfsdóttir, formaður Kjördæmissambands framsóknarmanna á Suðurlandi.
Nýir félagar velkomnir.
Stjómln.
Árnesingar
Aðalfundur Framsóknarfélags Ámessýslu verður haldinn mánudaginn 21. október
kl. 21 að Eyrarvegi 15, Selfossi.
Dagskrá samkvæmtfélagslögum.
Stjómin.
Akranes — Bæjarmál
Morgunfundur verður haldinn laugardaginn 5. október kl. 10.30 I Framsóknarhús-
inu við Sunnubraut. Rætt verður um bæjarmálefni.
Bæjarfulltrúamlr.
Madonna hefur nád tökum á honum:
Lét gera á sig brjóst til
að vera eins og Madonna
Svona Ktur Kelly út áður en
hann bregður sér í hlutverk
Madonnu.
Kelly Michaels, sem lfldr eftir
Madonnu, þráði svo heitt að
líkjast goðinu að hann eyddi
3.500 dollurum eða 210.000
íslenskum krónum í silikon-
brjóst til að líkjast henni einn
meira.
„Ég er eini karlmaðurinn
sem lfldr eftir Madonnu, sem
er með bijóst. Mín eru að
vísu einu númeri minni, ég
nota skál B en hún C,“ segir
Kelly.
Hann er svo heppinn dreng-
urinn að hann er með spá-
dómsgáfu í bijóstunum.
„Bijósin á mér vita hvenær
þaö rignir. Alltaf þegar ég fæ
verk í bijóstin veit ég að nú
fer að rigna.“ Þetta eru sem-
sagt yfimáttúrleg bijóst,
hugsið ykkur bara.
„Ég hef verið kallaður öfuguggi,
norn, padda, hóra og þaðan af
verra. Það er greinilegt að það er
fullt af fólki þarna úti sem virki-
lega hatar Madonnu,“ segir Kelly.
„Svo eru aðrir sem biðja mig um
eiginhandaráritanir og þá hugsa
ég með mér: ,Ja, ef þau bara vissu
að ég er karlmaður en ekki Mad-
onna pæja.“ Fólk yrði sennilega
brjálað ef það vissi það. Það held-
ur örugglega að ég sé bara Mad-
onna,“ segir Kelly, sem er aðeins
tvítugur.
Fyrir 6 árum barði hann Mad-
onnu fyrst augum og síðan þá
hefur hann verið haldinn þrá-
hyggju. „Ég vissi þá að ég yrði að
verða hún. Ég var hvort eð er lík-
ur henni, meira að segja með
sömu beinabygginguna." Þremur
árum síðar, þegar hann var 17
ára, fékk hann nægilegan kjark til
að klæða sig upp eins og Mad-
onna. „Vinkona mín í gaggó mál-
aði mig eins og Madonnu. Hún
lagaði líka á mér augabrúnimar.
Svo fórum við á ball. Það var ekk-
ert smáræði af strákum sem fóru
að reyna við mig. Vinkona mín,
sem kom með mér, varð svo af-
brýðisöm, að við hættum að vera
vinir,“ segir þessi geðþekki ungi
maður.
Kelly hélt þessu leyndu fyrir for-
eldrum sínum þar til dag einn að
þau gripu hann glóðvolgan. „Ég
kom heim um miðja nótt. Þau
kveiktu ljósin og þar var ég, alveg
eins og Madonna. Þau fóru alveg í
rusl. Sex mánuðum seinna fór ég
að heiman til að reyna fyrir mér
sem eftirlíking af Madonnu."
Núna kemur hann fram í Finocc-
hio’s klúbbnum í San Francisco.
Þangað ætlar Spegill Tímans að
bregða sér næst þegar hann fer til
San Francisco. Hann er örugg-
lega æði.
Hann er alls ekki svo ólíkur Madonnu.