Tíminn - 10.10.1991, Page 1
1
Jón og Gunna á
útopnu í bönkum
A fyrstu sex mánuðum þessa árs
hafa heimilin í landinu aukiö lán-
tökur sínar um 15%. Til viðbótar
lánum úr húsnæðiskerfinu bættist
við aukin umferð í bankakerfinu.
Á hálfu ári hafa heimilin tekið að
láni um 40% af öllum nýjum lánum
í lánakerfinu, eða samtals um 26
milljarða króna. Sú upphæð svarar
til þess að hvert mannsbarn hafi
bætt 100.000 krónum við skuldir
sínar, eða hvert meðalheimili sleg-
ið sér 400.000 kr. á hálfu ári. Seðla-
bankinn kveðst ekki hafa skýring-
ar á reiðum höndum á þessum lán-
tökum, en telur bjartsýni á bætt
efnahagsástand á fyrri hluta árs-
ins eiga þar hlut að máli. Lítil
ástæða virðist hins vegar til bjart-
sýni eins og útlitið er í efnahags-,
atvinnu- og vaxtamálum nú á
haustdögum. Búast má við að róð-
urinn verði þungur hjá þeim Jóni
og Gunnu, þegar kemur að því að
borga lánin sem þau tóku í bjart-
sýni smni.
Blaðsíða 3
Búast má við að greiðslubyrðin af bjartsýnislánum Jóns og Gunnu á fyrri helmingi ársins eigi eftir að
reynast þeim þung í Skauti. Ttmamynd: Árni Bjama
YFIR 3 ÞUSUND MANNS
SITJAIRIKISNEFNDUM