Tíminn - 10.10.1991, Side 5
Fimmtudagur 10. október 1991
Tfminn 5
Hlutur kvenna í opinberum nefndum og ráöum aukist úr 11% í 17% á þrem árum:
Opinberum nefndarmönnum
fjölgað um 27% á 3 árum
Þótt konur hafí síðustu árin aukið umtalsvert sinn hlut í nefndum
og ráðum ríkisins, sitja þar samt ennþá fímm sinnum fleiri karlar
en konur. Samkvæmt samantekt Jafnréttisráðs var hlutfall kvenna í
opinberum nefndum og ráðum komið í 16,6% árið 1990, en var
11% bæði 1987 og 1985 og aðeins 6% árið 1983. Það athyglisverð-
asta er þó samt það, hve gífuriega þessum nefndum hefur íjölgað.
Þannig hefur einstaklingum, sem sitja í verkefnanefndum ráðu-
neyta, fjölgað úr um 2.121 árið 1987 upp í 2.774 á síðasta ári, eða
um 31% á aðeins þrem árum. Þar við bætast (a.m.k.) rúmlega 250
manns í nefndum skipuðum af Alþingi. Vegna þessarar miklu fjölg-
unar hefur opinberum nefndarkonum fjölgað um 100%, úr 261 í
502 á þrem árum.
lagsmálum, en karlamir efhahags-
og atvinnumálum. Á þessu séu þó
ánægjulegar undantekningar. í fjár-
málaráðuneyti og Hagsýslustofnun
hafi hlutur kvenna í nefndum aukist
úr 6% í 16% og nær fjórfaldast að
fjölda til, úr 10 í 39, á aðeins þrem
árum. f áður kvenmannslausar
verkefnanefndir sjávarútvegsráðu-
neytisins höfðu í fyrra sest 10 konur,
eða 6% nefndarmanna.
Yfír 3 þúsund manns í
560 nefndum
Þeir 3.025 karlar og konur, sem hér
um ræðir, sitja í 562 nefndum,
stjómum og ráðum ríkisins. Þar af
er mikill meirihluti svonefndar
verkefnanefndir ráðuneyta, en að-
eins 45 em skipaðar af Alþingi.
Raunar þykir nokkuð ljóst að nefnd-
ir Alþingis séu vantaldar. Til dæmis
er þar á vegum utanríkisráðuneytis-
ins aðeins talin ein þingkjörin
nefnd, 5 manna, sem sinnir þróun-
armálum. Árið 1987 sat fimm sinn-
um fleira fólk í miklu fleiri þing-
kjömum nefndum á vegum ráðu-
neytisins, þeirra á meðal nefndum
sem sinna öryggismálum og þvíum-
líku, sem varla hafa verið lagðar nið-
ur. Nefndarmenn vom því líkast til
nokkm fleiri 1990 heldur en hér
komust á blað.
Jafnréttisráð fagnar auknum hlut
kvenna í nefndum og ráðum ríkis-
ins. Þetta feli í sér aukna möguleika
kvenna til áhrifa. Verkaskiptingin sé
þó enn frekar hefðbundin. Konur
sinni heilbrigðis-, menningar- og fé-
Hlutfall kvenna í verkefnanefndum ráðuneyta árin 1987 og 1990
30 -i
20 -
10 -
22 % Konur 87
E2 % Konur 90
Konurnar mega þakka
Svavari
Á hinn bóginn vekur nokkra at-
hygli að hlutfall kvenna í verkefna-
nefndum á vegum félagsmálaráðu-
neytisins hefur aðeins hækkað úr
21% í 23% á þrem ámm, en þetta er
sem kunnugt er eina ráðuneytið
sem stýrt er af konu.
Hlutur kvenna er hins vegar lang-
stærstur í verkefnanefndum
menntamálaráðuneytisins, og hefur
þar sömuleiðis hátt í tvöfaldast á að-
eins þrem ámm, úr 16% upp í 29%.
Og konum í þessum nefndum hefúr
á sama tíma fjölgað úr 112 í 253 á
•a
H
o
QU
í
OO
o
I
u
6
-o
Q
o SC
CQ
$ E
4a
OO
03
X
a
u.
C
03
5
þessu þriggja ára tímabili.
Þegar nánar er að gætt, kemur í
Ijós að aukið hlutfall í verkefna-
nefndum 1987-1990 geta konurnar
fyrst og fremst þakkað menntamála-
ráðherra (sem var Svavar Gestsson á
þessu tímabili). Að menntamála-
ráðuneytinu firátöldu óx hlutur
kvenna í verkefnanefndum aðeins úr
9% í 11% — en úr 11% í 17% að því
meðtöldu. Heilbrigðisráðuneytið
var hið þriðja þar sem konur vom
meira en fimmtungur þeirra sem
sátu í verkefnanefhdum. Þar hafði
hlutur kvenna aukist úr 18% í 21%
á umræddu tímabili.
í verkefnanefndum allra annarra
ráðuneyta var hlutur kvenna aðeins
2-9% árið 1990.
- HEI
Laxveiðitímabilinu 1991 er lokið:
172 þúsund laxar á land,
30% aukning frá í fyrra
t
Astkær eiginmaöur minn
Kristinn Finnbogason
framkvæmdastjóri
Mávanesl 25, Garöabæ
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni ( Reykjavlk
föstudaginn 11. október kl. 15.
Guðbjörg Jóhannsdóttir
börn, fósturböm, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn
Laxveiðitímabilinu 1991 lauk 20.
sept sl. Laxveiðitímabilið hefst
jafnan 20. maí og má ekki standa
lengur en þrjá mánuði á hverjum
stað, og er því sveigjanlegt um
einn mánuð.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
veiddust 32 þúsund laxar á stöng,
um 5 þúsund í net í ám og um 5
þúsund í net í sjó. Sjóveiddu lax-
„Það má reikna með því að meira
en 2.000 íslendingar eigi við þetta
vandamál [stam] að stríða, vanda-
mál sem þeir skilja ekki sjálfír,
vandamál sem þeir vilja ekki við-
urkenna jafnvel fyrir sínum nán-
ustu og vandamál sem getur or-
sakað mikla vanlíðan og félagslega
einangrun,“ segir í tilkynningu
frá hópi fólks, sem í kvöld ætlar
að stofna félag þeirra sem stama.
Það á að berjast fyrir því að boðið
verði upp á þjálfun í líkingu við það
sem gerist á hinum Norðurlöndun-
um. Það á að gefa þeim sem stama
tækifæri til að hittast, ræða vanda-
málið og hjálpa sér sjálfir. Það á að
auka þekkingu á stami. Fræða for-
arnir veiddust aðallega við Vestur-
land. Alls endurheimtust um 130
þúsund hafbeitarlaxar, þannig að
heildarlaxveiðin á íslandi hefur
orðið um 172 þúsund laxar, sem er
um 30% meira en í fyrra.
Um 10% fleiri laxar veiddust á
stöng í ár en í fyrra, en veiðin var
engu að síður 10% undir meðal-
veiði áranna 1974-1990, sem var
eldra, fjölskyldur, kennara og vini.
Stofnfundurinn verður haldinn í
sal Félags heyrnarlausra að Klapp-
arstíg 28, annarri hæð, klukkan
20:30. Þangað eru allir velkomnir.
-aá.
36.011 laxar.
Netaveiði í ár var mun minni en
verið hefur undanfarin ár. Þar
munar mjög um að netaveiði var
hætt í Hvítá í Borgarfirði. Meðal-
netaveiði í ám á áðurnefndu árabili
voru 16.832 laxar.
Fjöldi endurheimtra laxa úr haf-
beit var 45% meiri en árið 1990, en
þá endurheimtust 90.726. Aukn-
ingin stafar af því að fleiri seiðum
hefur verið sleppt. 2-3% af sleppt-
um seiðum virðast hafa endur-
heimst 1991.
Laxveiðin fór hægt af stað sl. vor,
en ástæður voru vatnsleysi, einkum
í smærri ám, fram eftir sumrinu.
Nokkuð rættist úr þessu með meiri
úrkomu síðsumars. Athygli vekur
að laxveiði jókst umtalsvert á Vest-
fjörðum, miðað við það sem verið
hefur. Telja menn að einkum sé um
að ræða villta hafbeitarlaxa.
—sá
Félag þeirra sem stama verður stofnað í dag:
2.000 sem stama
--------------------------------------------------.
ií
Innilegar þakkir færum við öllum þelm er auösýndu okkur samúö og vin-
arhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu
Hólmfríðar Valgerðar Jónsdóttur
Dvergasteinl, DJúpavogl
Jón Halldór Gunnarsson
Krlstrún BJörg Gunnarsdóttlr Slgvaldl Júlíus Þórðarson
Gunnar Slgvaldason
Frfða Margrét Slgvaldadóttlr
Móðir okkar
Elín Guðrún Ólafsdóttir
Austurhlfð, Blskupstungum
verður jarðsungin frá Skálholtskirkju föstudaginn 11. október kl. 14.
Jarösett veröur að Torfastöðum. Fyrir okkar hönd og annarra vanda-
manna
Dætur hlnnar látnu