Tíminn - 12.10.1991, Page 6
6 Tíminn
Laugardagur 12. október 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandl: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin (Reykjavlk
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gfslason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gfslason
Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Sími: 686300.
Auglýsingaslmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f.
Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um
helgar. Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Pólitískt heilablóðfall
I Tímabréfí í dag er fjallað um stefnu ríkisstjórnar-
innar eins og hún birtist í fjárlagafrumvarpinu, og
sýnt fram á að samkvæmt því ætla núverandi stjórn-
arflokkar að breyta íslenskri samfélagsgerð með af-
dráttarlausum hætti.
Eftir að Tímabréfið var samið á fimmtudag hafa
komið fram nýjar stefnumarkandi yfirlýsingar frá
forystu stjórnarflokkanna um byltingarkenndar
hugmyndir þeirra í stjórnmálum.
Stefnuræða forsætisráðherra á fimmtudagskvöld er
staðfesting á því að ríkisstjórnin ætlar að umbylta
íslensku hagkerfi og þjóðfélagsgerð. Þessi stefna
kemur þó hvað skýrast fram í prentaðri stefnuskrá,
sem stjórnarflokkarnir standa sameiginlega að og
kynntu á fréttamannafundi, einnig á fimmtudaginn.
Hvort sem litið er til fjárlagafrumvarpsins, stefnu-
ræðunnar eða hinnar sameiginlegu stefnuskrár, ber
allt að sama brunni um það að auðhyggjan er þar
leiðarljósið, hin lýðræðislega félagshyggja skal fyrir
borð borin.
Hlutur Alþýðuflokksins í þessari samfylkingu ný-
kapítalista er athyglisverður, en annars hættur að
koma á óvart. Hann er staðfesting á þeirri þróun,
sem löngu er hafin í þessum flokki, að ganga til liðs
við auðhyggjuna og slá ekki af í fylgispektinni.
Málflutningur talsmanna Alþýðuflokksins í útvarp-
sumræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í
fýrrakvöld bar ekki einasta með sér að Alþýðuflokk-
urinn sé vistráðið hjú á höfuðbóli kapítalismans,
heldur ætla krataforingjar í kappsemi sinni að yfir-
bjóða húsbændur sína í Valhöll með enn svakalegri
hugmyndum um byltingu hagkerfis og velferðar-
þjónustu en jafnvel íhaldið lætur sig dreyma um.
Einn hinna vitru Alþýðuflokksmanna á fyrri tíð,
Emil Jónsson, lýsti stefnu jafnaðarmanna svo í grein
árið 1965, að þeir vildu koma á „velferðarríki, þar
sem allir búa við velmegun og enginn þarf að óttast
um afkomu sína, mannréttindi sín eða frelsi sitt“.
Og Emil Jónsson sagði einnig:
„Þessu marki er augljóslega ekki hægt að ná í
óheftu auðvaldsþjóðfélagi, þar sem einstaklingar og
einkafélög eiga framleiðslutækin.“ Hann rekur síð-
an ýmsar ástæður fyrir því að jafnaðarmenn telja
eðlilegt að hið opinbera annist ýmsan viðamikinn
rekstur og þjónustustarfsemi. Eftirtektarvert er að
Emil Jónsson vitnar beint í stefnuskrá flokksins,
sem segir að „stefnt sé að ríki jafnaðarstefnunnar“,
en í því felst m.a. „þjóðfélag, sem hefur skipulega
heildarstjórn á efnahagskerfinu til þess að tryggja
almenna velmegun, næga atvinnu, réttláta tekju-
skiptingu og sanngjarna niðurjöfnun skatta ...“
Hér er að finna andann í þeirri sósíaldemókratísku
stefnu sem á sinni tíð hafði heillavænleg áhrif á þró-
un íslensks þjóðfélags ásamt lýðræðislegri félags-
hyggju annarra stjórnmálaafla og samvinnustefnu
að sínu leyti. Núverandi forysta Alþýðuflokksins hef-
ur varpað félagshyggjunni fyrir borð, en ráðist und-
ir áraburð kapítalismans. Alþýðuflokkurinn hefur
orðið fyrir pólitísku heilablóðfalli.
1 járlagafrumvarpið ber það
með sér að ætlun ríkisstjórnar-
innar er að leysa vanda ríkissjóðs
eftir forskriftum alþjóðaauð-
hyggju samtímans. Þetta kemur
skýrt fram, hvort sem litið er á
tekjuöflunaraðferðir eða val
verkefna og útgjöld til þeirra.
íslensk samfélagsgerð
í auknum mæli hyggst ríkis-
stjórnin afla tekna með persónu-
bundnum þjónustugjöldum og
nefsköttum í stað skatta sem
lagðir eru á eftir efnum og ástæð-
um. Þessi þjónustugjaldaleið er
almennt varhugaverð, vegna þess
að hún þyngir útgjaldabyrði hjá
þeim sem eru í mestri þörf fyrir
þjónustu velferðarkerfisins og
tekur ekki tillit til efnahags. Hún
stríðir í grundvallaratriðum gegn
þeim velferðar- og jafnaðarhug-
myndum, sem sett hafa svip sinn
á íslenskt samfélag og á sér fyrir-
myndir á Norðurlöndum, enda
oft litið svo á að norræn samfé-
lagsmynd hafi sérstöðu og litið
hefur verið upp til, vegna þess að
norræn félagshyggja hefur tryggt
tiltölulega jöfn lífskjör með því
að draga úr andstæðum ríki-
dæmis og örbirgðar, en á engan
hátt stofnað til yfirþyrmandi
miðstýringar atvinnulífs né lam-
andi hafta á athafnafrelsi einstak-
linga. Þvert á móti hefur norrænt
velferðarþjóðfélag tryggt rýmra
og virkara einstaklingsfrelsi en
aðrar þjóðfélagsgerðir. Þetta á við
um íslenskt þjóðfélag ekki síður
en önnur norræn samfélög.
Núverandi valdhafar á íslandi
sýna það í mörgu að þeir ætla að
breyta samfélagsgerðinni. Fjár-
lagafrumvarpið ber þess skýrust
merki. Ríkisstjórnin veit sem er
að það er fjárlagastefnan sem
miklu getur skipt um að breyta
þjóðfélaginu í þá átt sem hún
hugsar sér. Sá misskilningur er
algengur að fjárlög ríkissjóðs séu
rammi um þjóðarbúskapinn, að í
fjárlögum birtist öll fjármálaum-
svif í þjóðfélaginu. Þessi mis-
skilningur er fyrir flestra hluta
sakir afar meinlegur, því að hann
felur í sér þá villu, þá fávisku um
þjóðfélagið, að fjármálaumsýsla
ríkissjóðs vegi þyngra í heildar-
búskap þjóðarinnar en önnur
svið hans, þegar sannleikurinn er
sá að ríkisbúskapurinn (opinberi
geirinn) er aðeins nokkur hluti
heildarumsvifanna á móti öðrum
rekstrarsviðum þjóðarbúskapar,
þar sem atvinnulífið í fjölbreytni
sinni er umfangsmest.
Tilfærsla verkefna
Hver er þá sú breyting sem nú-
verandi ríkisstjórn ætlar að gera
á þjóðfélaginu? í höfuðdráttum
er hún sú að flytja „félagslega"
þjónustu frá opinbera geiranum
til einkageirans. Slík ráðstöfun er
hvergi nærri svo sakleysisleg að-
gerð sem orðin ein benda til.
Flutningur félagslegra viðfangs-
efna frá ríki (og e.t.v. sveitarfé-
lögum) er enginn léttir á útgjöld-
um almennings vegna þeirra, því
að um leið er gert ráð fyrir að
kaupsýsluaðilar taki að sér að sjá
um slík verkefni og selja aðgang
að þeim. Verkefnin eru m.ö.o.
flutt frá hinu opinbera til kaup-
sýslunnar, þau hverfa ekki úr
þjóðfélagsstarfseminni, þau eru
einfaldlega gerð að gróðalind
þeirra sem fást við kaupsýslu,
enda ætlast til að viðskiptamenn
greiði úttektina eins og hún kost-
ar. „Viðskiptamenn" í þessu til-
felli eru m.a. sjúklingar, öryrkjar,
skólanemendur (eða réttara sagt
fjölskyldur skólanemenda) o.s.-
frv. o.s.frv.
Á íslandi hefur nútímaþjóðfé-
lagið þróast jafnt og þétt í þá átt
að með stjórnmálaaðgerðum,
þ.e. löggjafarstarfi, hefur mynd-
ast verkefnaskipting milli opin-
bera geirans og einkageirans,
sem heita má að helstu stjóm-
málaflokkarnir væm lengst af
sammála um í höfuðatriðum.
Varla er hægt að segja að undan-
fama áratugi hafi orðið stórdeil-
ur milli stjórnmálaflokka um
þessa hlutverkaskiptingu. í reynd
hafa allir stjórnmálaflokkarnir
stuðlað að þessari skiptingu, þótt
það sé ein íþrótt stjórnmála-
manna að tíunda afrek flokka
sinna og telja það fram sem
hverjum og einum finnst um
hlutdeild þeirra í því sem að lok-
um mátti heita sameiginlegt
framtak margra flokka, einkum
þegar litið er yfir löng tímabil.
Þegar talað er um hlutverka-
skiptingu milli opinbera geirans
og einkageirans er nærtækt að
nefna tvö svið þjóðfélagsumsvifa,
sem allir stjórnmálaflokkar hafa
verið sammála um fram á síðasta
ár að ættu að vera í umsjá hins
opinbera: Heilsugæsla og skólar.
Margar ástæður urðu til þess að
stjórnmálaflokkarnir sættust á
þessa skipan. Ein ástæðan var sú
að þetta voru viðamikil verkefni
og erfitt einkageiranum að leggja
fé til uppbyggingar og rekstrar
nema með opinberum stuðningi.
Starfsmenn á sviði heilsugæslu
og skóla kusu heldur að starfa hjá
hinu opinbera en eiga sitt undir
duttlungum einkarekstrar. En
þyngst mun það hafa vegið, eink-
um þegar fram í sótti, að stjórn-
málamenn í öllum flokkum
gerðu sér grein fyrir því að heil-
brigðisþjónusta og menntun eru
mannréttindamál, sem lýðræðis-
þjóðfélagi ber að sjá um að allir
fái notið, a.m.k. svo að enginn
verði útilokaður frá heilbrigðis-
þjónustu og menntun af völdum
rangláts skipulags eða af fjár-
hagsástæðum. Stjómmálamenn
komust almennt að þeirri niður-
stöðu að heilbrigðis- og mennta-
kerfið ætti að tilheyra opinberum
rekstri, það yrði réttlátara í fram-
kvæmd og almennara að út-
breiðslu við slíka verkaskiptingu,
enda hefði einkageirinn nóg á
sinni könnu sem væri atvinnulíf-
ið í hinum almenna skilningi
þess orðs. Hlutverk einkageirans
er að annast atvinnulífið að lang-
mestu leyti.
Rfkisrekstur undan-
tekning
Strandferöaskipin eru lífæðar í samgö
Hvað atvinnulífið sjálft varðar
hefur heldur ekki verið neinn
óyfirstíganlegur skoðanamunur
á því hvemig því væri skipt innan
þjóðfélagsins. Höfuðreglan, sem
flestir meginflokkar hafa fylgt í
þeim efnum um áratuga skeið, er
að á íslandi skuli vera blandað
hagkerfi, sem m.a. felur það í sér
að notfæra sér ýmis form rekstr-
ar og eignaraðildar atvinnufyrir-
tækja eftir aðstæðum. f reynd
hefur þetta þýtt það að flestir hafa
litið á ríkisrekstur atvinnufyrir-
tækja sem undantekningu, en þó
svo eðlilegan úrkost að hann
bæri að nýta í vissum tilfellum, af
því að hann hentaði best þegar
allir kostir væru bornir saman.
Það kemur líka í ljós að þau at-
vinnufyrirtæki, sem ríkið hefur
staðið fyrir, eru sérstaks eðlis og
oftast svo að menn sáu ekki önn-
ur úrræði þegar til þeirra var
stofnað. Má þar nefna tiltekinn
verksmiðjurekstur, svo sem
áburðar- og sementsverksmiðju,
en yfirleitt starfa ríkisfyrirtæki á
afmörkuðum þjónustusviðum,
sem einkageiranum var (og er)
um megn að sinna sómasamlega
í þágu allra landsmanna. For-
dæming á ríkisrekstri í öllum
greinum á því engan rétt á sér.
Þótt til ríkisrekstrar hafi verið
gripið í einstöku falli, var það síð-
ur en svo krafa um aukna ríkis-
forsjá og miðstýringu. Hér var
nær eingöngu um að ræða hag-
nýtt úrræði sem eðlilegt var að
nýta i almannaþágu.
Hitt er annað mál að sum þess-
ara ríkisfyrirtækja þyldu nú að
skipta um eigendur, það má svo