Tíminn - 12.10.1991, Qupperneq 14
22 Tíminn
Laugardagur 12. október 1991
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Styrkir til háskóla-
náms í Noregi og
Þýskalandi
1. Norsk stjómvöld bjóða fram styrk handa íslensk-
um stúdent eða kandídat til háskólanáms í Noregi
námsárið 1992-93. Styrktímabilið er níu mánuðir frá 1.
september 1992. Til greina kemur að skipta styrknum
ef henta þykir. Styrkurinn nemur um 5.300 n.kr. á mán-
uði. Umsækjendur skulu vera yngri en 35 ára og hafa
stundað háskólanám í a.m.k. 2 ár.
2. Þýska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt ís-
lenskum stjórnvöldum að boðnir væru fram eftirtaldir
styrkir handa (slendingum til náms og rannsóknastarfa
í Þýskalandi á námsárinu 1992-93:
a) Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu
hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi.
b) Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið
1992. Umsækjendur skulu vera komnir nokkuð
áleiðis i háskólanámi og leggja stund á nám í öðr-
um greinum en þýsku. Einnig þurfa þeir að hafa
góða undirstöðukunnáttu í þýskri tungu.
c) Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og
rannsóknastarfa um allt að sex mánaða skeið.
Nánari upplýsingar um styrkina, svo og umsóknar-
eyöublöð, fást í menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls-
götu 4, 150 Reykjavík.
Umsóknum skal skilaö í ráðuneytið fyrir 15. nóvember
n.k. um þýsku styrkina, en 1. desember n.k. um
norska styrkinn.
Menntamálaráðuneytið,
11. október 1991.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Styrkir til háskóla-
náms í Noregi og
Svíþjóð
1. Norsk stjórnvöid hafa tilkynnt aö þau bjóði fram í
löndum, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, fimm styrki
til framhaldsnáms viö háskóla í Noregi skólaárið 1992-
93. Ekki er vitaö fyrirfram, hvort einhver þessara
styrkja muni koma í hlut (slendinga. Umsóknir skal
senda til: Norges allmennvitenskapenlige forskn-
ingsrád, Sandakerveien 99, N- 0483 Oslo 4, fyrir 1.
mars n.k., og lætur sú stofnun í té umsóknareyöublöð
og frekari upplýsingar.
2. Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa
erlendum námsmönnum til að stunda nám í Svíþjóð
námsárið 1992-93. Styrkir þessir eru boðnir fram í
mörgum löndum og eru öðru fremur ætlaðir til náms
sem eingöngu er unnt að leggja stund á í Svíþjóð. Sér-
stök athygli er vakin á þvi að umsækjendur þurfa að
hafa tryggt sér námsvist við sænska stofnun áður en
þeir senda inn umsókn. Styrkfjárhæðin er 6.440 s.kr. á
mánuði námsárið, þ.e. í 9 mánuði. Til greina kemurað
styrkur verði veittur i allt að þrjú ár. Umsóknir um styrk-
ina skulu sendar til Svenska Institutet, Enheten för ut-
bildnings- och forskningsutbyte, box 7434, S-103 91
Stockholm, og lætur sú stofnun í té tilskilin umsóknar-
eyðublöð fram til 1. desember n.k.
Menntamálaráðuneytið,
11. október 1991.
HAFNARFJARÐARBÆR
Lóð fyrir háhýsi
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir tilboðum í bygg-
ingarrétt á lóð fyrir fjölbýlishús við Háholt.
Húsið verður tólf hæðir, með 92 íbúðum ásamt
bílgeymslum og verslunar- og þjónusturými.
Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 22. október
1991.
Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu bæj-
arverkfræðings, Strandgötu 6.
Bæjarverkfræðingur
ISLENDINGAR
EIGA BESTU
BRIDGEMENN
í HEIMINUM
íslendingar eru heimsmeistarar í bridge. Þeir sigruðu Pólveija með
415 stigum gegn 376. Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingar verða
heimsmeistarar í flokkaíþrótt. ísiendingar hafa í allan gærdag fagn-
að frábærum árangri sinna manna.
Það var mikil spenna í húsi Bridge-
sambands íslands við Sigtún í Reykja-
vík í fyrrinótt, þar sem á milli 150-200
manns vöktu og spáðu í síðustu spilin.
Fögnuðurinn var mikill, þegar ljóst
var að íslendingar voru orðnir heims-
meistarar. í fyrrinótt voru leiknar
tvær lotur, 32 spil, en alls voru spiluð
160 spil. Fyrir íokaloturnar höfðu ís-
lendingar 60 stiga forskot, 338 stig
gegn 258. íslendingar héldu áfram að
safna stigum í upphafi áttundu lotu.
Þá snérist leikurinn Pólverjum í vil og
þeir náðu að saxa á forskotið, en sigur-
inn var þó aldrei í verulegri hættu.
Mönnum stóð þó ekki alveg á sama,
þegar Pólverjar unnu 7 spil í röð í síð-
ustu lotunni. íslendingar náðu að
stöðva Pólverjana og vinna með 39
stiga mun.
Það voru stoltir og glaðir íslendingar
sem stóðu upp frá borðinu eftir sigur-
inn í fyrrinótt. „Ég er nú varla farinn
að trúa þessu," sagði Jón Baldursson.
„Þetta var sigur liðsheildarinnar. Við
erum kannski ekki með bestu einstak-
linganna, en við vorum með besta lið-
ið og besta fyrirliðann," sagði Jón.
íslensku keppendurnir og forystu-
menn Bridgesambandsins voru sam-
mála um að þáttur fyrirliðans í sigrin-
um væri mikill. Undirbúningur fyrir
keppnina hefði verið markviss og góð-
ur. Hann fólst m.a. í mikilli líkams-
þjálfun. Fyrirliðinn bannaði keppend-
um að spila bridge í tvo mánuði eftir
Evrópumeistaramótið í sumar, enda
var svo komið, þegar dró að keppn-
inni, að spilarana þyrsti í að fá að
handleika spilin.
Þeim, sem ekki kunna bridge og hafa
ekki fylgst með uppgangi íþróttarinn-
ar hér á landi, kemur þessi frábæri ár-
angur nokkuð á óvart. Þeir, sem
þekkja til getu íslenskra bridgespilara,
eru hins vegar ekki eins hissa. Þó hef-
ur líklega engan grunað að ísland ætti
eftir að koma heim með heimsmeist-
aratitil í bridge.
ísland hefur í gegnum árin oft náð
góðum árangri á Evrópumeistaramót-
um. Lið íslands var t.d. í 4.-5. sæti í
Brighton árið 1987. Liðið tryggði sér
rétt til að keppa á heimsmeistaramót-
inu, með því að lenda í 4. sæti á Evr-
ópumeistaramótinu í Killamey á ír-
landi fyrr á þessu ári.
í íslensku bridgesveitinni eru 6 spil-
arar, auk fyrirliðans sem ekki keppir
við bridgeborðið: Aðalsteinn Jörgen-
sen, 32 ára framkvæmdastjóri. Guð-
laugur R. Jóhannsson, 47 ára endur-
skoðandi. Guðmundur Páll Arnarson,
34 ára blaðamaður og skólastjóri
Bridgeskóla íslands. Jón Baldursson,
37 ára fulltrúi hjá Flugleiðum. Þorlák-
ur Jónsson, 35 ára verkfræðingur. Örn
Arnþórsson, 45 ára skrifstofustjóri.
Fyrirliði liðsins er Björn Eysteinsson,
43 ára bankamaður. Jón og Aðalsteinn
spila saman, Þorlákur og Guðmundur
Páll, og Guðlaugur og Örn.
Það, sem hefúr vakið einna mesta at-
hygli varðandi frammistöðu íslenska
liðsins, er hve spilamennskan hefur
verið jöfn. Liðið tók forystu í sínum
riðli í upphafi keppninnar og hélt
henni til loka. Liðið tapaði ekki nema
tveimur leikjum. Sama var upp á ten-
ingnum í undankeppninni. fsland tók
forystuna í öllum þremur leikjunum,
gerði fá afdrifarík mistök og sigraði án
þess að andstæðingamir næðu að
komast upp fyrir þá á stigatöflunni.
Lið ísland spilaði raunvemlega eins
og heimsmeistarar. Spenntir fslend-
ingar, sem vanir em að fylgjast með
íslenska handboltalandsliðinu, biðu
alltaf eftir slæma kaflanum, en hann
kom bara ekki.
Þegar litið er til baka, finnst manni
hreinlega að þetta hafi verið létt hjá
„strákunum", svo vitnað sé í Bjama
Fel. En íslenska liðið þurfti svo sann-
arlega að hafa fyrir sigrinum. Keppnin
í undanúrslitum stóð í um 12 tíma á
dag og Örn Amþórsson sagði að hver
keppandi hefði tapað að meðaltali um
4-5 kílóum meðan á keppninni stóð.
Það var því ekki að ástæðulausu að
Björn Eysteinsson, fyrirliði liðsins,
lagði áherslu á að keppendur væru í
góðu líkamlegu formi fýrir keppnina.
fsland vann riðlakeppnina, fékk
254,25 stig. í undanúrslitum keppti
íslenska liðið við B-lið Bandaríkjanna.
ísland sigraði næsta auðveldlega,
hlaut 271 stig gegn 184. Til að fá að
keppa um heimsmeistaratitilinn urðu
íslendingar að vinna Svía. Það gerðu
þeir með 43 stiga mun, 269 gegn 226.
Svíamir vom reyndar næstum búnir
að jafna í næst síðustu lotunni. Úrslit-
in í sjálfum úrslitaleiknum urðu síðan
415-376.
Á þessu stigi er ekki Ijóst hvað bíður
heimsmeistaranna. Elín Bjarnadóttir,
framkvæmdastjóri Bridgesambands-
ins og eiginkona Jóns Baldurssonar,
sagði líklegt að þeim muni í framtíð-
inni bjóðast mörg tækifæri til að
keppa á stórmótum úti um allan
heim. Ólíklegt er að um beinan fjár-
hagslégan ávinning verði að ræða fyr-
ir keppendur. Mikill tími hefúr farið í
bridge hjá meistumnum síðasta árið,
og ljóst er að sá tími mun ekki minnka
alveg á næstunni. Elín sagði að at-
vinnuveitendur þeirra hefðu sýnt
þeim mikinn kilning og gefið þeim frí
frá vinnu. Áhugi á bridge hefur aukist
gífurlega hér á landi í kjölfarið á
glæsilegum sigri. Bridgebækur renna
út eins og heitar lummur og bridge-
námskeið eru yfirfull.
Heimsmeistaramir koma heim til ís-
lands síðdegis á sunnudag. -EÓ