Tíminn - 19.10.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.10.1991, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. október 1991 Tíminn 7 ið sér bólfestu í byggðakjömum. Þannig heldur sagnfræðidellan áfram, eins og ekkert hafi ískor- ist. Enginn veitir henni viðnám, enda em stofnanir, sem ættu að vera færar um það, undirlagðar af menntafólki sem hefur lært „fræði“ sín vel. Það er mikið duglegra við að læsa setmm eins og Ámastofnun fyrir erlendum gestum, sem koma hingað í op- inberar heimsóknir, samanber Rogers utanríkisráðherra hér um árið. Maður á svörtum _________frakka___________ Árið 1963 gaf Halldór Laxness út Skáldatíma, sem var einskon- ar uppgjör við fortíðina. Hann hafði lengi verið gistivinur Sov- étmanna og fundist þá sem hann stæði í miðpunkti heimsbók- menntanna og þeirrar miklu til- raunar, sem átti eftir að frelsa heiminn. í Gerska ævintýrinu hafði sami maður lýst því hvem- ig Sovétmenn höfðu tekið her- foringja sína og dæmt þá til dauða. Þar var hvergi dregið af sagnfræðinni. Skáldatími var skrifaður til að taka nokkuð aft- ur af þeirri sagnfræði, sem er meira en sagt verður um fyrrum félaga Halldórs. Þeir hafa aldrei játað að hafa verið blekktir og em nú famir að safna atkvæðum að nýju undir merkjum flokks, sem nefnir sig Alþýðubandalag um þessar mundir. Tveimur ár- um eftir að Benjamín hafði kvatt Vem Hertzsch á jámbrautarstöð í Moskvu, var Halldór beðinn fyrir böggul og kveðju til henn- ar. Ekki vildi betur til en svo, að á meðan Halldór var gestkom- andi hjá Vem kom fyrirmyndar- piltur frá fyrirmyndarríkinu. Halldór lýsir honum svo: „Dyra- vörslukona hússins vísar inn í herbergið ókunnugum manni fölum og toginleitum, klæddum í hinn skylduga svarta frakka allra rússneskra kontórista þess tímabils." Hann var kominn til að sækja Vem. Halldór bauðst til þess að slást í förina með þeim. Þá sagði Vera: „Þér emð ekki kommúnisti. Þér emð borgara- legur útlendur maður.“ Hún bað hann síðan að skila kveðju litlu telpunnar, sem þarna var, til föð- ur hennar í Stokkhólmi og segja að hann þyrfti ekki að óttast um hana. Sovétríkin væm bamgóð. Tvennum sögum fer að vísu af því. Svört angist dauðans Benjamín víkur að þessum fúndi Halldórs og Vem í bók sinni. Víst er að ekkert hefur spurst til hennar síðan og hið sama gildir um dóttur hennar, barnið, sem hún treysti Sovét- ríkjunum fyrir. Um þennan fund segir Benjamín. „Hvað átti hún að segja við Halldór? Átti hún að gagnrýna það sem var að gerast, gagnrýna Stalín?" Síðan segir Benjamín, að þetta hafi verið tímar réttarhaldanna miklu. „í brjóstum milljóna hlýtur að hafa ríkt svört dauðans angist. Fang- elsanir, dauðinn eða Síbería var það sem menn hugsuðu sem mest um, enda bein eða óbein reynsla fjöldans, og eins og nú var komið, fyrst og fremst með- lima flokksins. Alþýðan hafði að mestu fengið sitt í bili, einkum sveitafólkið, dauðann eða Síber- íu.“ Hvað Vem snertir telur Benjamín, að sennilega hafi hún verið búin að gera sér grein fyrir því að spumingin um sekt eða sakleysi skipti ekki máli lengur. Pólitískur einfeldningur Fréttin af Vem í Skáldatíma kom þeim Brynjólfi og félögum í vandræði. En þá kom frétt frá Gunnari Benediktssyni í Þjóð- viljanum. Hann skýrði frá því að hann hefði hitt Vem á Rauða torginu í Moskvu. Fjölskylda Veru bjó í Leipzig og hafði aldrei heyrt neitt frá henni. Það varð því strax hljótt um yfirlýsingu Gunnars. Áður hafði Vera verið gift manni að nafni Rosenblum, sem flutti inn bækur og tímarit frá útlöndum. í réttarhöldunum 1937 var þessi Rosenblum að lík- indum píndur til að bera ljúg- vitni um skemmdarverk og njósnir í Pétursborg. Sýnd hefur verið framhaldsmynd um njósn- arann Sidney Reilly, sem hét raunvemlega Sigmund Rosen- blum. Getum er að því leitt að þessir menn hafi verið bræður. Um það verður ekkert sagt hér og ekki er það staðfest í bók Benjamíns. En varðandi skrif Halldórs um Vem bætir Benj- amín við: „Ég tel víst að Vera hafi fljótt áttað sig á því, að hún var að tala við pólitískan einfeldn- ing. Annað hefði ekki aðeins ver- ið lífsháski, heldur sennilega óumflýjanlegur dauðadómur. Þetta var útlendingur, sem hún var að tala við. Og hvað var svo í fylgd með honum? Fangelsun. Þegar Halldór skrifar um þetta í Skáldatíma löngu seinna er hann enn úti á þekju.“ Sagnfræði á hundavöðum Einungis lokuðum ríkjum tekst að halda leyndum stjórnskipuð- um hörmungum alþýðu. Ein- ungis ósvífinni sagnfræðilegri túlkun tekst að búa til nýjan göf- ugmannlegan heim úr lygum, ofbeldi og samviskuleysi. Til að þessi sagnfræði verði virk verður hún að spretta upp meðal þjóða þar sem sagnfræðingar em tekn- ir trúanlegir. Þess vegna hefur engin raunvemleg sagnfræði um stjómmálaþróun byltingar- ríkis eins og Sovétríkjanna verið skrifuð. Hún laut fyrirskipunum að ofan. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að sagnfræðing- ar á Vesturlöndum hafa gert sér mjög títt um Sovétríkin og kommúnismann og skipst mjög í tvö horn. Annars vegar em þeir, sem hafa reynt að rýna í duímál stjórnarfarsins í Sovét. Hins veg- ar em þeir sagnfræðingar, sem fara yfir sem mest sögusvið á hundavöðum, upptendraðir af pólitískri lygi, og hika ekki við að smíða nýja þætti inn í fornöld og miðöld til að undirbúa kennslu fyrir böm, sem á að sýna þeim að kommúnisminn er ekkert stundarfyrirbæri, ekkert heimssögulegt geðveikikast. Að hann hafi alltaf verið til. í nú- tímanum hefur síðan verið vitn- að til „staðreynda", sem engar staðreyndir vom. Skrif Arngríms _________lærða__________ íslendingar hafa með sérkenni- legum hætti og vitnisburðum orðið áhorfendur að svívirð- ingarverki, sem kommúnisminn framdi á saklausri konu í Moskvu. Um hana hefur að vísu engin sagnfræði verið skrifuð. En hlutverk hennar í bylting- unni er þó dæmisaga, sem varp- ar ljósi á hvaðan sú sagnfræði er mnnin, sem keppst er við að skrifa í dag handa börnum og unglingum. Þau telja ekki ástæðu til að gagnrýna og mót- mæla frekar en Vera, vegna þess að kennararnir og kennslustofn- animar em þeim æðri. En helft- in af skrifaðri sagnfræði tuttug- ustu aldar á eftir að hljóta sömu örlög og sagnfræði Amgríms lærða, þegar hann skrifar um Kanaans-menn. Amgrímur var uppi á seytjándu öld og var tal- inn mestur þekkingarmaður á íslandi á sínum tíma. Nú væri erfitt að heimfæra ýmislegt sem hann skrifaði og kenna við stað- reyndir. Sagnfræði hans er orðin úrelt og sumt af henni er byggt á hjátrú, eins og sagnfræði kommúnista í dag. Dæmi um þetta er, þegar Arngrímur skrif- ar: „En svo vér ljúkum þessu máli á sama hátt og vér hófum, fullyrðum vér afdráttarlaust að Kanaansmenn hafi dreifst til Evrópu, og frá þeirri dreifingu séu jötnar vorir mnnir, þeir sem fyrstir byggðu heimshluta vorn.“ Ekki væri vitlausara að kenna þetta í skólum en fræði komm- únista.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.