Tíminn - 19.10.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.10.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 19. október 1991 DRYKKJARKER íyrir kýr, hesta og sauðfé NYTT! Flotholtsventlar fyrir vatnsker og tanka MUðsOiðfý HÖFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 Norrænu blikkverðlaunin fýrir ráðhúsþakið: Margrét Harðardóttir og Steve Christer fá blikkverðlaunin afhent. Studio Grandi verð- launaður Norrænu blikkverðlaunin voru afhent í vikunni, en þau voru að þessu sinni veitt tveimur aðilum, annars vegar hönnuðum Vasa-safnsins í Stokk- hólmi og hins vegar aridtektum Ráð- hússins í Reykjavík. Það eru Nor- nenu blikksmiðjueigendasamtökin sem standa að þessum verðlaunum, og eru þau veitt áriega þeim aridtekt- um, sem hannað hafa byggingar þar sem blikk eða aðrir málmar, sem blikksmiðir fara höndum um, koma við sögu. Það var Studio Grandi, með Margréti Harðardóttur og Steve Christer í far- arbroddi, sem hlutu verðlaunin fyrir Ráðhúsið. Dómnefndin varð sammála um að hönnun og útfærsla á þaki hússins væri sérstaklega lofsverð og sýndi bæði hugarflug og djörfung. Með þessari útfærslu telur dómnefnd- in að stigið sé nýtt og athyglisvert skref í byggingarlist og notkun efnis- ins Alucobond, sem er unnið úr áli. Þetta hafi verið sérlega vel heppnað, bæði frá fagurfræðilegu sjónarmiði og hagnýtu. 150 f lóttamönnum vísað frá á 4 árum Frá árinu 1987 hefur 150 útlend- ingum verið vísað úr landi í flug- höfninni í Keflavík og höfnum landsins, þar af 40 á síðasta ári og 15 það sem af er þessa árs. Frá ár- inu 1976 hefur 83 pólitfskum flóttamönnum frá Suðaustur-Asíu verið veitt hæli hér á landi. Auk þess hefúr 33 verið veitt hér pólitískt hæli, sem ekki falla með skýrum hætti undir skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna á pólitískum flóttamönnum, en hefur af mannúð- arástæðum verið veitt hér landvist. Þetta kom fram í svari dómsmála- ráðherra við fýrirspum frá Kristínu Ástgeirsdóttur, alþingismanni Kvennalistans. Dómsmálaráðherra sagði að á ár- unum 1986-1990 hefðu verið veittar 10.115 vegabréfsáritanir til lands- ins. Árlega væri nokkrum tugum synjað um áritun. Ástæðumar geta verið ófullnægjandi skilríki, gmnur um að viðkomandi sé að koma til landsins í atvinnuleit eða að við- komandi hafi áður fengið brottvísun frá öðmm Norðurlöndum. Ráðherra sagði að nýlega hafi allmörgum frá Túnis, Alsír og Marokkó verið vísað frá landinu, þar sem gmnur hafi leikið á að um skipulagðan innflutn- ing væri að ræða. Þá hafi fólki frá ríkjum fyrir botni Miðjarðarhafs verið synjað um landvist á tíma Persaflóastríðsins, vegna ótta við hryðjuverk. Kristín Ástgeirsdóttir og Guðrún Helgadóttir sögðu löngu tímabært að endurskoða lög um flóttamenn, og hvöttu ráðherra til að beita sér fyrir endurskoðun þeirra. Kristín lagði áherslu á að hér væri á ferðinni mál sem væri orðið mjög stórt vandamál í Evrópu, og fslendingar þyrftu að gera sér grein fyrir hvern- ig ætti að bregðast við því áður en það yrði aðkallandi hér á landi. -EÓ Áhalda- húsið á Patró brann Um klukkan tfu síðastliðið fóstudagskvöld kom upp eldur í Áhaldahúsi Patreksfjarðar- hrepps. Siökkvistarfinu lauk rúmum þremur klukkutfmum síðar. Þar brann allt sem bmnnið gat. Samkvæmt upplýslngum Iög- reglunnar á Patreksflrði er tal- ið líklegt að kviknað hafi í út Englrgáglar M|||||Í tjaraMÍ sli Gífurlegum fjármunum er árlega varið í endurbætur og viðgerðir, því skulum við nýta okkur ónegldu hjólbarðana og haga akstri eftir aðstæðum. GATNAMÁLASTJÓRINN í REYKJAVÍK frá olíukyndingu. -j* 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.