Tíminn - 19.10.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.10.1991, Blaðsíða 10
'!8 Tíminn Laugardagur 19. október 1991 MINNING Guðmundur Svavar Valdimarsson Kvöld-, nætur- og holgidagavarsla apótoka ( Reykjavfk 18. til 24. október er I Apóteki Austurbæjar og Breiðholtsapóteki. Þaö apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsl- una frá kl. 22.00 aö kvöldl til kl. 9.00 aö bifvélavirki, Sauðárkróki Fæddur 28. maí 1920 Dáinn 11. október 1991 Mig langar í örfáum orðum að minnast vinar okkar, Guðmundar Valdimarssonar, sem lést á Sjúkra- húsi Skagfirðinga 11. október sl. eft- ir hetjulegan bardaga við illkynja sjúkdóm sem fáir sleppa lifandi frá. Guðmundur fæddist að Mið-Mói í Fljótum 28. maí 1920, sonur heið- urshjónanna Margrétar Gísladóttur og Valdimars Guðmundssonar. Ekki staldraði hann lengi við þar, því það- an fluttust þau þegar hann var árs- gamall að Garði í Hegranesi og bjuggu þar til 1927, en þaðan kom viðumefnið Valdi Munda Garðs, sem allir kannast við sem til þekkja. Til Sauðárkróks fluttist hann með for- eldrum sínum 1927 og bjuggu þau að Skagfirðingabraut 12 alla tíð síð- an. 20. desember 1942 gekk Mundi að eiga Sigurbjörgu Sigurðardóttur, Boggu, frænku mína frá Geirmund- arstöðum í Sæmundarhlíð. Þau hófu búskap fyrst á Skagfirðinga- brautinni hjá foreldmm hans, en byggðu sér síðan íbúðarhús á Báru- stíg 3 og fluttu í það 1952 þar sem þau bjuggu síðan. Mundi vann allan sinn starfsaldur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, byrjaði í Mjólkursamlaginu 16 ára gamall og keyrði síðan flutningabfl á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks, en byrjaði að vinna á Bifreiðaverkstæði K.S. 1947 og vann þar til 1. maí 1990. í áratugi var hann sýningarmaður í Sauðárkróksbíói og í 23 ár samfellt sáu þau hjón um rekstur þess, og minnast eflaust margir þeirra tíma að fara í bíó til Munda og Boggu. Mundi var mikill heiðursmaður, ábyrgur svo af bar og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Mjög eftir- sóttur og góður bifvélavirki og voru þeir ófáir sem ekki vildu láta aðra fara höndum um bíla sína en hann. Hjónaband þeirra Munda og Boggu var einstaklega hamingjusamt. Aldrei bar neinn skugga á og voru þau einstaklega samhent í gegnum lífið. Þau eignuðust tvær dætur: Margr- éti Nýbjörgu, búsetta á Akureyri, gifta Rafni Benediktssyni, þau eiga einn son, Guðmund Valdimar; Og Guðlaugu Ingibjörgu, búsetta á Siglufirði, gifta Steinari Elmari Ámasyni. Þau eiga þrjú böm: Fann- eyju, Grétar Rafn og Sigurbjörgu Hildi. Ég kynntist Munda fyrst þegar ég var smápolli heima á Geirmundar- stöðum. Þá var hann ásamt foreldr- um sínum og Boggu að heyja á gmndinni niðri við veg. Síðan hefur verið mikið og gott samband milli fjölskyldnanna og heimsóknir tíðar á báða bóga. Upp í hugann koma minningar frá sláturtíðinni í gamla daga, en í þá daga vorum við Gulli bróðir í fæði og húsnæði hjá Boggu og Munda á Bárustígnum. Það var ógleymanlegur tími. Við í Raftahlíðinni kveðjum þig, Mundi minn, með vinsemd og virð- ingu og þökkum þér fyrir allt. Elsku Bogga mfn, missir þinn og fjölskyldu þinnar er mikill, en minningin um góðan eiginmann, föður, tengdaföður og afa lifir þegar sorgin Iíður hjá. Geirmundur Valtýsson Tíminn tekur sinn toll. Samferða- menn og vinir hverfa hver af öðrum yfir móðuna miklu. Það minnir hvem mann á það að kallið kemur að lokum til hvers og eins. Hvort skammt eða langt er þess að bíða veit enginn, þótt fullhraustur sé á líðandi augnabliki. Á slíkum stund- um hvarfla að minningar frá liðnum tíma, jafnvel svo að Iöngun vakni til þess að setja á blað slík þankabrot, en að jafnaði eru hugrenningamar einar látnar duga. Þegar nágranni okkar hjóna og bama okkar á Báru- stíg 6, Guðmundur Valdimarsson, Bárustíg 3 á Sauðárkróki, er nú kvaddur á brott, rennur upp sú hug- renningarstund, sem fyrr er nefnd, enda nærri okkur vegið, þar sem gatan ein skilur heimili okkar að. Því em þessi þankabrot á blað sett. Guðmundur Valdimarsson var fæddur 28. maí 1920, sonur hjón- anna Valdimars Guðmundssonar, sem löngum var kenndur við Garð í Hegranesi, og konu hans Margrétar Gísladóttur og fluttist með þeim til Sauðárkróks árið 1925. Á Sauðár- króki átti Guðmundur heima alla tíð síðan. Hann dó á Sjúkrahúsi Skag- firðinga á Sauðárkróki um hádegis- bilið 11. október sl. Fyrstu kynni mín af Munda Valda, eins og hann var að jafnaði kallaður, vom á íþróttavellinum á Eyrinni 1942, en þá og næstu árin á eftir tók hann þátt í spretthlaupum og öðr- um íþróttum með góðum árangri. Á þessum ámm tók hann mikinn þátt í félagslífinu í bænum. Má í því sam- bandi nefna Ungmennafélagið, Skátafélagið, Leikfélagið og ýmis önnur félagasamtök. I beinu fram- haldi af störfúm hans að félagsmál- um varð hann sýningarstjóri Sauð- árkróksbíós í áratugi og mikið var til hans leitað um stuðning í félagslífi bæjarbúa, enda ætíð viðbúinn að rétta hjálparhönd að hverju góðu málefni. Guðmundur var ekki reikull í spori á starfsvettvanginum frekar en á íþróttavellinum. Sextán ára að aldri hóf hann störf hjá Kaupfélagi Skag- firðinga og var starfsmaður þess alla sína starfsævi. Fyrstu fjögur árin vann hann í Mjólkursamlaginu, síð- an var hann bifreiðarstjóri hjá félag- inu í sjö ár, en eftir það starfaði hann sem bifvélavirki á bifreiðaverkstæði félagsins og verkstjóri þar í forföll- um aðalverkstjóra allt til þess að hann lét af störfum fyrir ári. Guð- mundur var fjölhæfur til verks og kunni skil á mörgum tækniþáttum, ekki síst þeim er vörðuðu tónlist og skyld verkefni. Hann var vinsæll maður og öllum hjálpsamur. Nú hefði mörgum þótt sanngjarnt að hann fengi notið friðsæls síðdeg- is og ævikvölds um nokkurra ára skeið, en svo reyndist ekki mögu- legt. Vágesturinn barði að dyrum og hlaut sigur þrátt fyrir hljóðláta bar- áttu hans sjálfs, lækna og konu hans, sem vakti yfir velferð hans með hlýju, meðfæddri góðvild og þrótti. Guðmundur og kona hans, Sigur- björg Sigurðardóttir frá Geirmund- arstöðum í Sæmundarhlíð, giftu sig og stofnuðu heimili 1942. Fyrstu ár- in bjuggu þau hjá foreldrum hans við Skagfirðingabraut, en 1952 byggðu þau hús og heimili sitt að Bárustíg 3 og hafa búið þar síðan. Þau hjónin „ræktuðu garðinn sinn“ bæði utandyra og innan og sköpuðu menningarlegt og hlýlegt heimili, laust við prjál og glingur dægur- tísku. Þau hafa alla tíð síðan verið vinmörg og því margir átt til þeirra leið. Þau fýlgdust því vel með straumum lífsins í bæ og byggð. Þau Guðmundur og Sigurbjörg eignuðust tvær dætur, Margréti, sem gift er Rafni Benediktssyni og búsett á Akureyri, og Guðlaugu, gifta Elmari Árnasyni og búa þau á Siglufirði. Allt frá því 1956, er við hjónin flutt- umst á Bárustíg 6, höfum við verið nágrannar, aðeins gatan skilið heimili okkar að. Öllum mun ljóst hve mikils virði það er að eiga góða nágranna og gott samferðafólk. Milli heimila okkar hefur alla tíð, í 35 ár, ríkt djúpstæð vinátta. Á þessu tíma- bili hafa börn okkar báðum megin götunnar alist upp til fullorðinsára, hópurinn okkar á Bárustíg 6 og dæt- urnar tvær á Bárustíg 3. Það fer þó ekki á milli mála hver er í meiri þakkarskuld í þessu efni. Þau eru ótalin sporin sem smáfólkið trítlaði norður yfir Bárustíg til að heim- sækja og leita skjóls hjá Boggu Munda, eins og Sigurbjörg var jafn- an kölluð, og félagsskapur við þau hjónin og dætur þeirra. Varðandi yngstu bömin okkar, og þá sérstak- íega yngstu dótturina, var þetta svo algengt að vakið gat spurningu um hvorum megin götunnar hún ætti heima. Fyrir alla þessa vináttu, hlýhug og hjálpsemi viljum við hjónin og börn okkar öll þakka af alhug á þessari sorgar- og kveðjustund. Við söknum góðs vinar og samhryggjumst þér, kæra Bogga, dætrunum og fjöl- skyldum þeirra og sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Bogga og Guðjón Bárustíg 6 morgnl vlrka daga en kl. 22.00 ð sunnudög- um. Upplýslngar um læknis- og lyfjaþjón- ustu eru gefnar I sfma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafólags (slands er starfrækt um helgar og á stórhátlöum. Slm- svari 681041. Hafnarfjöröun Hafnarfjarðar apótek og Norö- urbæjar apótek ern opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptls annan hvem laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýslngar I slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búöa. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort aö sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er oplö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I sima 22445. Apótek Keflavfkur: Opiö virka daga frá k. 9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al- mennafrldaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opiö vlrka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabæn Apótekiö er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Alnæmisvandlnn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, simi 28586. Læknavakt fýrir Reykjavlk, Soltjamames og Kópavog er I Heilsuvemdarstöö Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar- dögum og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesl er læknavakt á kvöldin Id. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingar og tímapantanir I sima 21230. Borgarspitalinn vakt frá Id. 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en siysa- og sjúkravakt (Slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sóL arhringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyQabúðir og læknaþjónustu erugefnar I sirtv svara 18888. Ónæmisaögerðlr fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöö Roykjavikur á þriöjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskfrteini. Garöabær: Heilsugæslustööin Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I slma 51100. Hafnarfjöröur Heilsugæsla Hafnarfaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavfk: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suöumesja. Siml: 14000. Sálræn vandamál: Sáifræðistöðin: Ráögjöf I sálfræöilegum efnum. Simi 687075. Landspltalinn: Aila daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildln: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar ki. 15-16. Heimsóknartimi fyrir feöur kl. 19.30- 20.30. Barnaspftali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlæknlngadeild Landspftal- ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu- lagi. - Landakotsspltall: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 Björg Jónsdóttir Þann 6. október sl. lést að heimili sínu eftir eríiða sjúkdómslegu Björg Jónsdóttir frá Ingólfsfirði á Strönd- um. Björg var fædd 10. maí 1934. Hun var fjórða af sjö systkinum sem upp komust. Snemma kom í ljós hversu dugleg og kraftmikil hún var við allt sem hún tók sér fyrir hend- ur. Hún varð snemma bókhneigð og las mikið. Björg var alla tíð mikill náttúru- unnandi og ferðaðist víða, bæði inn- anlands og erlendis. Voru hún og eftirlifandi maður hennar, Guð- mundur Hartmannsson lögreglu- þjónn á Selfossi, mjög samrýmd og samhuga í því sem laut að náttúru- skoðun og ferðalögum. Þau hjón eiga tvö böm sem bæði eru upp- komin. Heimili Bjargar bar þess vott að þar bjó kona, sem hafði ánægju af að fegra og bæta það sem í kringum Réttarholti 9, Selfossi hana var. Það má með sanni segja að það var sama hvar Björg kom, hún var dáð og virt af öllum sem kynnt- ust henni, enda átti hún marga góða vini. Það má á margan hátt líkja dvöl Bjargar á meðal okkar við farfugl- ana: Hún fæddist eins og áður segir 10. maí. Það brást held ég ekki að fyrstu vorboðarnir komu á æsku- stöðvar okkar á afmælisdegi hennar. Þeir, sem voru samvistum við Björgu, fundu þá hlýju og yl sem hún veitti öðrum. Nú þegar hún kveður okkur syrtir að í huga okkar. Við, sem eftir lifum, trúum því og treystum að hún sé nú komin til betra tilverusviðs þar sem við mun- um hitta hana þegar í okkur verður kallað. Það ber að þakka allar þær ánægju- stundir sem ég og mín fjölskylda höfum átt með Björgu og þeim hjónum. Að endingu vil ég biðja góðan guð að varðveita minningu ástkærrar systur minnar og vera eiginmanni hennar, börnum og öðr- um ástvinum styrkur í sorg þeirra. Guð blessi ykkur öll. Páll Jónsson Kristinn Finnbogason Auk landsfrægrar atorku og fram- kvæmdasemi þekkti ég Kristin Finnbogason að greiðvikni. Það var stundum, sem hann leitaði uppi þá sem máttu sín miður, til að rétta þeim hjálparhönd. Og ungu fólki, sem vildi sanna sig, var hann ávallt reiðubúinn að gefa tækifæri. framkvæmdastjóri Fundum okkar bar fyrst saman um vor árið 1986, þegar hann réð mig til sín sem blaðamann við Tímann. Ég varð einn af fjölmörgum nýgræð- ingum á ritstjóm blaðs, sem átti að endurreisa á rústum NT og gömlu orðspori. Kristinn tók fúslega áhættur, en ferill margra, sem þama hófu störf í blaðamennsku, ber skynbragði hans glöggt vitni. Kristin kveð ég með þakklæti í huga, og votta Guðbjörgu konu hans og aðstandendum einlæga samúð. Þór Jónsson daglega. - Borgarspitallnn f Fossvogi: Mánu- daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandiö, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 tll kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeiid: Alla daga kl. 15.30 til ki. 17. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspítali: Heim- sóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspftali Hafnarfiröl: Alia daga kl. 15-16 oo 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili f Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurtæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar- hringinn. Simi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsið: Heimsóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátlðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri - sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00- 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofusími frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. SJúkrahús Akra- ness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavfk: Neyðarslmi lögreglunnar er 11166 og 000. Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreiö simi 11100. Kópavogur Lögreglan simi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 11100. HafnarQörðun Lögreglan sfmi 51166, slökkvi- lið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavfk: Lögreglan slmi 15500, slökkviliö og sjúkrablll simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, sfmi 11666, slökkviliö slmi 12222 og sjúkrahúsiö slmi 11955. Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 22222. IsaQörður Lögreglan simi 4222, slökkviliö slmi 3300, brunaslmi og sjúkrabifreið slmi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.