Tíminn - 19.10.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.10.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 19. október 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason Skrtfstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Síml: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ósanngjörn ályktun Samband ungra jafnaðarmanna hélt fund í vikunni og ályktaði um stefnu sína og viðhorf í ýmsum mál- um. Þar á meðal samþykktu þessi samtök ungkrata enn eina ályktun sína um landbúnaðarmál, þar sem öfgar flokksforystu þeirra í þeim efnum koma skýrt fram. Er greinilegt að ungir jafnaðarmenn gefa foryst- unni ekkert eftir í ósanngjarnri og ómálefnalegri af- stöðu til landbúnaðar og þess fjölþætta vanda, sem bændastéttin og verkafólk í búvöruiðnaði á við að stríða. Sem stjórnmálaflokkur sker Alþýðuflokkurinn sig algerlega úr um þessa nýju tegund „bændahaturs", enda naumast vottur af andófí innan flokksins gegn hatursáróðri af þessu tagi. Þar syngur flokkskórinn einum rómi. í ályktun Sambands ungra jafnaðarmanna er að fínna áskorun á þingflokk Alþýðuflokksins að halda til streitu stefnu sinni um að nýjum búvörusamn- ingi ríkisins við samtök bænda verði hnekkt. Það sýnir ósvífnina hjá þessum ungliðum Jóns Baldvins og Jóns Sigurðssonar að þeir tala um bú- vörusamninginn sem siðleysisgerning og lýsa efni hans svo að verið sé að skuldbinda „almenning mörg ár fram í tímann“. Hver maður með heilbrigða dómgreind áttar sig á hversu óréttmæt sú ásökun er að búvörusamning- urinn sé óeðlileg fyrirgreiðsla við bændastéttina og að honum sé hægt að breyta að pólitískri vild. Sú fullyrðing að verið sé að „skuldbinda almenning mörg ár fram í tímann" er augljóst skrum gagnvart kjósendum, sem raunar er vafamál að fái mikinn hljómgrunn. Flestir íslendingar þekkja hver aðdragandi búvöru- samningsins var og hvert markmið hans er. Búvöru- samningurinn er liður í þeirri víðtæku áætlun, sem þingfylgi er fyrir og bændur styðja að fullu, að draga úr umframframleiðslu landbúnaðarvara, aðlaga hana þörfum innlends markaðar. Þessi stefna var mörkuð með búvörulögum frá 1985. Þar var gert ráð fyrir aðlögunartíma að því er varðar framkvæmd laganna. Fyrir því var pólitískur meirihlutavilji að bændastéttin og íandbúnaðarkerf- ið í heild fengi réttlátan tíma til aðlögunar, enda hef- ur það ætíð komið skýrt fram gagnvart Alþingi og stjórnvöldum að bændasamtök hafa sýnt í því frum- kvæði, sem ber að meta og taka tillit til. Ef litið er til þess árangurs, sem þegar hefur náðst í samdrætti í búvöruframleiðslu, er ljóst að hann er verulegur. Bændur hafa undirgengist samdráttinn með skipulegum hætti, svo að ekki er með neinni sanngirni hægt að fínna að þeirri framkvæmd. Þessa sá fljótlega stað í mjólkurframleiðslu og fullur vilji að hafa hana í jafnvægi. Skerðing sauðfjárhalds, fækkun sauðfjár í landinu, hefur einnig gengið eðli- lega. Bændur biðja ekki um annað en að fjárhags- legri og félagslegri röskun uppstokkunar í landbún- aði sé mætt með siðmannlegum, samningsbundn- um hætti. ^BeNJAMÍN H.J. Eiríksson hefur sent frá sér bókina Hér og nú, þar sem birtar eru blaða- greinar hans frá síðustu árum. Bók þessi er ekki síður forvitni- leg fýrir margra hluta sakir en bók Benjamíns, Ég er, sem kom út 1983. Nýja bókin er þó þýð- ingarmeiri en sú fyrri, vegna þess að í henni segir höfundur frá veru sinni í Sovétríkjunum. Hann fór þangað til að læra hag- fræði 1935 fyrir meðmæli Brynj- ólfs Bjamasonar og þrátt fyrir mótmæli Einars Olgeirssonar, sem vildi senda Hauk Björnsson. ,Auðvitað réði Brynjólfur,“ segir í bókinni. Þótt Hér og nú sé að miklum hluta áður birt efni, eru í upphafi hennar áður óbirtir kaflar, sem upplýsa svo sem verða má ástæður fyrir þrauta- göngu Benjamíns á vegum kommúnista. Flokksbroddar f fæði Höfundur var hraustur maður og heilsugóður og varð ekki var neinna kvilla, nema hvað hann fékk taugaveikibróður í Moskvu, og var ár að ná sér eftir þau veik- indi. Þótt Benjamín væri hraust- ur og bæri það með sér, vom fulltrúar Sovétmanna alltaf að spyrja hann hvernig heilsan væri áður en hann fór austur. Það var eins og aðeins afrenndum mönnum væri ætlað að stunda nám í Moskvu á þessum tíma. Benjamín áttaði sig á því þegar komið var austur 1935, að viður- væri fólks var harla bágborið, enda einni hungursneyðinni ný- lega lokið. Þar sem hann bjó var vinnukona úr sveit með mjög framsettan maga. Kommúnistar kunnu skýringu á því, og sögðu að stúlkan hefði fengið sinn framsetta maga af því að vinna á ökmm. Benjamín gat sér þess hins vegar til, að hungur hefði farið svona með hana. Hann gætti þess hins vegar að gera enga athugsemd við hina flokks- legu skýringu. Brynjólfur og Einar komu til Moskvu á þing Komintern á meðan Benjamín var þar. „Ég sá að þeir fengu öðmvísi mat en almenningur í Moskvu," skrifar hann um hina íslensku flokksbrodda. Kvaðst á brautarstöð Við lestur áður óbirtra kafla í bók Benjamíns kemur í hugann hvað völtum fæti öll sagnfræði kommúnista stendur. Þó er ekki enn kominn tími til að skil- greina lygar og afflutning þeirra til hlítar. En það er byrjað að rofa til. Langan tíma tekur að breyta Tansaníu-kerfmu í skóla- málum okkar, svo dæmi sé tekið, eða skera burtu allar þá leyndu eða ljósu innrætingu sem þar er beitt. Lungann úr þessari öld hefur sagnfræði kommúnista verið allsráðandi. Meðhalds- menn þeirra hafa verið mælskir og eftir þá liggur sandur af rit- smíðum, sem standa í dag eins og fáránlegir loftkastalar utan um getgátur. í stuttu máli skýrir Benjamín frá margháttuðum uppákomum í samskiptum við kommúnista á meðan hann var sjálfur kommúnisti og vildi trúa á andlega og veraldlega forsjá al- ræðisríkisins. Hann fann þó fljótt að kommúnistum var ekki gefin nein sérstök vitsmunavit- und í hagfræði og dvaldi því ekki í Moskvu nema í rúmt ár. í byrj- un desember 1936 var hann ferðbúinn. Tvö fylgdu honum á jámbrautarstöðina, Eymundur Magnússon og Vera Hertzsch. Þau Benjamín og hún höfðu kynnst í Moskvu. Hún hafði áður búið í Pétursborg með Rosen- blum flokksfélaga. Hann kom við sögu í hreinsunum 1937. Hvorugt þeirra Veru og Benjam- íns kusu að tala um framtíðina. „Vera yrði ágætis lífsfömnautur ef allt yrði með felldu,“ skrifar Benjamín um hugsanir sínar á brautarstöðinni. Þau skrifuðust á eftir að hann fór og Benjamín gerir hvorki að játa eða neita að hún hafí alið honum dóttur. Að svelta í góðri trú Eins og öll sagnfræði kommún- ista er ónýtt verk, ónýttust líka öll eðlileg og mannleg sambönd í hafróti gerræðislegra athafna sovéskra stjómvalda fyrir stríð, þegar mest lá við að reka áróður- inn um dýrðarríkið í Rússlandi. Menn, sem ætluðu þangað, voru spurðir að því hvort þeir hefðu heilsu. Pappírsbúkum flokks- brodda erlendra ríkja var hlíft við harðræðinu, sem þjóðin mátti þola, með því að gefa þeim annan og betri mat, væm þeir gestkomandi. Þessir sömu aðilar voru ekki fyrr komnir heim frá hungurmörkum gistivináttunn- ar en þeir hófu upp sönginn um meðferð auðvaldsins á fátæk- lingum. Sá söngur er kunnur ís- lendingum, þótt þeir hafi aldrei haft nema spurnir af auðvaldi. Nú, mörgum mannslíkum síðar, kemur Alþýðubandalagið á mið- stjórnarfund og samþykkir í drögum að stefnuskrá: „Innan ramma róttækrar jafnaðarstefnu ber að nýta kosti markaðsbú- skapar á margvíslegum sviðum, en þó ætíð með það að leiðar- ljósi, að markaðurinn á að vera þjónn en ekki herra, tæki en ekki trúarbrögð." Það sem kommúnisminn mátti, þ.e. að vera herra og trúarbrögð, má markaðsbúskapurinn ekki vera. Þetta er einskonar kínverskur afturbati. Það þarf svo ekki að taka fram, að engum dettur í hug að markaðsbúskapur eigi að vera herra og trúarbrögð í senn. En sagnfræðingar kommúnista og hugsjónasmiðir hans hafa logið svo lengi til um markað og sjálfsbjargarviðleitni, að þeim er ómögulegt að ræða um mark- aðsbúskap nema með endalaus- um fyrirvörum. Sveltum þjóð- um Sovétríkjanna voru ekki gefnir neinir fýrirvarar í áratugi. Þeir sultu í góðri trú. Nemandi á vítamínsprautum Um það bil sem þeir Einar og Brynjólfur voru að éta steikur hjá Komintem í Moskvu, bjó námsmaðurinn Benjamín í Zja- vomiki, úthverfi Moskvu. Hann lýsir staðnum þannig: „Eldað var í sameiginlegu eldhúsi á litlum olíuvélum, eins og þeim sem hér stóðu í öllum eldhúsum sein- ustu árin áður en rafmagnið kom. Ekki man ég hvort við höfðum rennandi vatn, en kam- ar var í horni á garðinum, svo að þarna höfðu að sumu leyti orðið meiri framfarir en á Vatnsleysu- ströndinni og í Holtunum þegar ég var bam. Ég svaf á bedda á miðju gólfi.“ Benjamín lýsir út- hverfinu þannig, að húsin hafi mest verið bjálkahús með görð- um og limgerðum meðfram götustæðum, sem vom þýfð. Gangstéttir voru plankar með- fram limgerðunum og víða stóðu opnir skurðir, þar sem grafið hafði verið fýrir lögnum. En Benjamín sá fleira en óhrjá- legt umhverfi sitt. Hann fann matarskortinn, sem allur al- menningur bjó við, og hann komst að raun um að orðið kommúnisti hafði nokkuð aðra merkingu en fýrir vestan. Það merkti ekki endilega mann með ákveðnar skoðanir og hugsjónir, heldur flokksmeðlim, sem hafði forgang að stöðum og embætt- um, „mann undir aga, trúnaðar- mann“. Eftir að Benjamín kom í skólann borðaði hann í sameig- inlegum matsal nemenda. Fæð- ið var brauð, kálsúpa, smjör eins og ofan á eina brauðsneið og smávegis af kjöti. Eftir á sá hann að hann hefði átt að nýta sér brauðið betur. Síðla vetrar var honum bættur upp naumur kostur með vítamínsprautum. Vinstri menn í fornöld Á sama tíma geisaði lofdýrða- róðurinn um framtíðarríkið á bökkum Volgu á Vesturlöndum. Þá var ekki enn kominn tími til að kenna föðurlandsstríðinu um eymdina. Á íslandi stjórnuðu þeir Brynjólfur og Einar Komm- únistaflokki íslands. Þar komst engin gagnrýni að um sovét- skipulagið og aldrei síðan fýrr en nú, að ljóst er orðið að sovét- skipulagið er sniðið fýrir eitt- hvað annað en fólk. íslenskir blekbullarar af ýmsu tagi skrif- uðu langar rollur um þá endur- lausn, sem kommúnisminn fæli í sér fyrir alþýðu manna. Jafn- framt sá flokkurinn um að dreifa áróðri um þessa blekbullara, sem átti að sýna að þar færu snilldarmenn. Þessi aðferð hefur verið viðhöfð fram á síðustu daga. Enn er verið að skrifa bæk- ur og gera lærðar athuganir til að undirstrika hvað kommún- isminn er gamall í fólki. Ný ís- landssaga hefur séð dagsins ljós, þar sem margvísleg rök eru færð fýrir því að vinstra fólk, allt frá í fomöld, hafi verið góða fólkið með réttlætið reitt í þverpokum. Ekki hefur fundist svo eitt og eitt þrælsgerði á liðnum árum, að því hafi ekki fýlgt lærðar greinar um hópflutninga vinstri manna hingað í fornöld, sem hefðu tek-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.