Tíminn - 26.10.1991, Page 8
8 Tíminn Laugardagur 26. október 1991
' ; . ' S,' ‘ < ’i J J y' % v gð '
Guðmundur J. Guðmundsson, fráfarandi formaður VMSÍ, um horfur í samningamálum:
Þaö stefnir í stórátök
„Ég heid að eftir því sem það dregst lengur að VSÍ og ríkisstjómin geri sér grein
fyrir því að það er með öllu útilokað að halda þessum leik áfram, þá sé það ekki
lengur spurning um hvort, heldur hvenær stríðið skellur á,“ segir Guðmundur J.
Guðmundsson, fráfarandi formaður Verkamannasambands íslands.
—Áttu von á verkfollum?
„Ég er ansi smeykur um það og það getur
orðið allmikil breyting á samskiptum á
vinnumarkaðnum frá því sem verið hefur um
alllangt skeið. Það sem undrar mig er það að
ríkisstjómin hafi alls ekkert rætt við verka-
lýðsfélögin — ekkert. Þó eru samningar út-
runnir. Það er talað um nýja þjóðarsátt, um
hvað?
Fólk er hrætt við verðbólgu. Fólk er hrætt
við lánskjaravísitöluna sem hvolfist yfir það.
Fólk er hins vegar tilbúið, ef það fær trygg-
ingu fyrir því að verbólguholskefla velti ekki
yfir það og lánskjaravísitalan ræni það ekki
aleigunni. Gengið verður að vera fast og
ákveðnir hlutir verða að vera ömggir í þjóðfé-
laginu. Síðan verða að koma til kaupmáttar-
hækkanir til fólks á lægstu og meðaltekjum,
t.d. í formi verðlækkana á nauðsynjum. Ef
það gerist ekki, er tómt mál að tala um þjóð-
arsátt. Eins og nú horfir stefnir allt í spreng-
ingu.“
Risi á brauðfótum?
16. þingi Verkamannasambands íslands auk
í gær og af formennsku lét leiðtogi þess um
árabil, Guðmundur J. Guðmundsson. Þingið
var haldið í skugga svartra spádóma um hag
lands og þjóðar á næstu mánuðum og árum,
nýgerðra samninga um EES og lausra kjara-
samninga. Hvernig er hreyfingin í stakk búin
að mæta þessu? Er hún sameinuð og sterk,
eða risi á brauðfótum eins og fráfarandi vara-
formaður VMSÍ sagði á þinginu á dögunum?
Guðmundur J. Guðmundsson:
„Það er kannski fullmikið sagt. Hitt er annað
mál að mörg verkalýðsfélög eru þjökuð af ákaf-
lega mikilli félagslegri deyfð. En þau eru ekk-
ert einsdæmi. Ég held ég hafi misst út úr mér
á þinginu að verkalýðsfélögin eru víða áhrifa-
mesti drifkraftur hvers byggðarlags, en sums
staðar væru hestamannafélögin sterkari.
Það er ýmsu áfátt hjá nokkrum verkalýðsfé-
lögum. Dæmi eru um að aðalfundir séu ekki
haldnir reglulega eða þá að mæting sé dræm
á fundi, sem minnir mig að sumu leyti á veik-
leika kaupfélaganna. Hjá sumum þeirra voru
fundir afar fámennir og aðeins fáeinir toppar
láta svo Iítið að sýna sig. Fámennisfundir í
litlum verkalýðsfélögum þar sem þetta fimm
til fimmtán manns mæta á fundi félaga með
kannski 2-300 félagsmenn, það er mjög
ískyggilegt.
Verkamannasambandið verður að hafa for-
ystu um að finna þann vinnustíl sem gerir
hinn almenna mann virkan í félögunum. Er
félagsfundaformið í þessum stífa hefðbundna
stíl, þar sem sömu — stundum leiðinlegu —
mennimir halda sömu ræðurnar, úrelt? Þarf
þetta ekki að vera þannig að menn komi sam-
an og spjalli frjálsar og fleiri taki þátt í um-
ræðum? Ætti ekki að leggja meiri áherslu á
vinnustaðafundi. Það er sjaldan að maður
lendi í kröppum dansi á félagsfundum, en því
fremur á hörðum vinnustaðafundum þar sem
allir em mættir og menn þurfa ekki að standa
upp, heldur geta skotið úr sætum sínum. Á
slíkum stundum koma oft upp ótrúlegustu
hugmyndir og margar snjallar.
Nýsköpun félagsstarfs
Það eru margar skýringar uppi um orsakir
félagslegrar deyfðar. Sú, sem kennir sjón-
varpinu alfarið um, er held ég of billeg. Rétt
er að það er mikið sjónvarp. En vinnutími er
mjög langur og tíðarandinn er sá að ekki
skuli eyða miklum tíma í ólaunuð félagsmál.
En það eru ekki öll félög sem eiga í vanda. Ég
nefni sem dæmi Verkalýðsfélag Borgarness.
Þar er gríðarlega fjölþætt starfsemi á vegum
þess. Það heldur fræðslunámskeið um alla
hugsanlega hluti og ég held að VMSÍ verði að
skera upp herör í þessum efnum. Það verður
að fá menn og senda þá út um land, halda að-
alfundi þar sem það hefur ekki verið gert í
kannski eitt til þrjú ár og koma skikk á mál
þessara félaga, þar með talin fjármál.
Ég veit þó ekki til að nokkurs staðar sé um
beint fjármálamisferli að ræða í stöku félög-
um, heldur sé um að ræða trassaskap í fjár-
málum og reikningshaldi. Þar held ég að nóg
væri að VMSÍ hefði eftirlit og gæti skorist í
leikinn ef þörf krefur. Þá held ég að starfs-
fræðslunámskeið skipti fólk mjög miklu
máli. Þegar fiskvinnslunámskeiðin voru að
fara af stað minnist ég þess að margar fúll-
orðnar konur voru smeykar við þau og voru á
móti þeim. Þegar ég spurði þær nánar hvers
vegna, þá kom í ljós að þær óttuðust að verða
teknar upp að töflu í yfirheyrslu. Við þessu
hraus þeim hugur. Þegar í ljós kom að
kennslan var á allt annan veg — stuðst við
myndbönd, skyggnur og leiðbeiningar — þá
höfðu þær unun af þessu og sjálfsímynd
þeirra breyttist, þær urðu stærri í eigin aug-
um, sjálfstraustið jókst.
Það verður að gera átak í því að fólk sæki á
þennan hátt sjálfstraust og styrk og fínni
styrk hvert af öðru. Sjálfsöryggi fólks er oft
ákaflega áfátt.
Það þarf að efla námskeiðahald í starfs-
fræðslunni. Árangurinn er ekki einungis efld
sjálfsvirðing fólksins sjálfs, heldur líka eykst
virðing annarra fyrir starfsgreininni. At-
vinnurekendur lýstu því yfir eftir fiskvinnslu-
námskeiðin að þeir hefðu grætt á þeim: Eftir
þau hefði meðferð hráefnis orðið betri, starfs-
fólkið hefði borið meiri virðingu fyrir starfi
sínu og skynjað betur mikilvægi þess. Sama
hefðu aðrir einnig farið að gera. Fræðsla er
ákaflega mikilvæg, ekki síst í ljósi hins mikla
og ískyggilega flótta úr fiskvinnslunni."
Opinn EES-vinnumarkaður —
Öryggi verkalýðsfélaga
— Núer viðvarandi skortur á fólki í fisk-
vinnsluna ogþar með stöðug eftirspum eftir
erlendu vinnuafli. EES-samningar hafa tek-
ist, sem þýða munu frjálsan og opinn vinnu-
markað. Óttastu aukna ásókn erlends vinnu-
afls í landið — vinnuafls sem gerir minni
kröfur til aðbúnaðar á vinnustað, sjúkra-
trygginga og fleira í þeim dúr?
„Jíí, það geri ég dálítið, og kannski helst frá
A-Evrópu. Hins vegar hefur reynslan verið sú
að það er ekki stór hópur erlends verkafólks
sem haft hefur hér langa dvöl. Það gera lang-
ir dimmir vetur, skortur á hlýjum sumrum
og svo er tungumálið svo gífurlega erfitt að
það eru varla nokkrir nema Þjóðverjar sem ná
tökum á því. Af öllum þeim gífurlega fjölda
kvenna frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi, sem hér
hafa komið í fiskvinnu, held ég að það séu
innan við 15 sem flengst hafa hér.
Varðandi síðasta hluta spurningarinnar, þá
er það svo að verkalýðsfélögin veita fólki í
vaxandi mæli mjög víðtæka tryggingu at-
vinnuleysistryggingasjóðs og sjúkrasjóðs auk
fjölda hvers konar bóta, sem munar verulega
um í hvers kyns erfiðleikum sem upp kunna
að koma. Sjúkrasjóðurinn hjá Dagsbrún og
nokkrum öðrum félögum líftryggir t.d. með-
limina, og við höfum verið að ræða um að
fleiri félög slægju sér saman um líftryggingu.
Fyrir þá og fjölskyldur þeirra, sem í erfiðleik-
um lenda, er þetta ótrúleg hjálp; ég tala nú
ekki um þegar áföll valda örorku, þá er um
verulegar bótaupphæðir að ræða, óháð því
hvort félagar hafa sín iðgjöld um langan eða
skamman tíma.
Tvísköttun og misrétti
Lífeyrissjóðirnir hafa skipt sköpum, bæði
um eftirlaun eða til aðstoðar við að koma þaki
yfir höfuðið. Menn eru nú orðnir hræddir við
nýja vaxtasprengingu, en meðan vextir voru
viðráðanlegir þá veittu sjóðirnir og veita fólki
ómetanlega aðstoð við að eignast eigin íbúð.
Nú auglýsir hinn frjálsi lífeyrissjóður mjög
þar sem framlag hvers og eins erfist ef greið-
andi deyr frá inneign í sjóðnum. En missi
maður heilsuna t.d. 35 ára, þá fær hann fullar
bætur úr lífeyrissjóði, en hafí hann aðeins
greitt í hinn „frjálsa" fær hann aðeins það
sem hann hefur náð á stuttri starfsævi að
greiða.
Almennur lífeyrissjóður er vitanlega gífur-
legt öryggisatriði og tryggir fjárhag fólks á
eftirlaunaaldri. Hins vegar, þegar stað-
greiðslukerfi skatta var tekið upp, var farið að
skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur fólks. Sagt
var hins vegar að þetta yrði aðeins gert fyrsta
árið meðan aðlögun að nýja kerfinu ætti sér
stað. Þetta er hins vegar enn skattlagt. Hluti
lífeyrisþega, sem fær ellilífeyri og tekjutrygg-
ingu og einnig framlag úr lífeyrissjóði, þarf
að sæta því að lífeyrisútgreiðslan sé skattlögð.
Með þessu eru bæði lífeyristekjur og -iðgjöld
skattlögð. Þetta er tvísköttun, sem verður að
linna. En lífeyrissjóður Fjárfestingafélagsins
auglýsir skattfrjáls iðgjöld. Þetta er sérkenni-
legt.“
— Það þarf greinilega að taka á ýmsu í
næstu kjarasamningum.
Já. Þetta er eitt af þeim sératriðum, sem
verið er að tala um. Ég held að ef lífeyrisið-
gjöld eiga ekki að hafna í einhverjum brask-
sjóðum, þá verði iðgjöld almennu lífeyris-
sjóðanna að vera skattfrjáls eins og er hjá líf-
eyrissjóði Fjárfestingaféíagsins h.f.
í verkalýðsfélögunum felst ákaflega sterk
samtrygging og heldur fólki að félögunum.
En hvemig gerum við félaga okkar virka? Það
er spumingin sem við stöndum frammi fyrir
og verðum að takast á við af verulegum krafti.
Fleiri skattþrep
Eitt mesta hneyksli í sambandi við jöfnuð í
dag em skattamálin. Áður en staðgreiðslu-
kerfið var tekið upp vom þrjú skattþrep. Nú
er bara eitt. Við erum með lægsta skattþrep
sem til er í V-Evrópu á háar tekjur. En við er-
um með hæsta skattþrep sem til er í V-Evr-
ópu á lágar tekjur og að það sé sama prósent-
an á þetta allt sýnir að enginn vilji er til jafn-
aðar í þessu efni. Önnur óhæfan er sú að fyr-
irtæki geti gert sig skattlaus með því að
kaupa töp sem em frádráttarbær til skatts að
fullu, samanber dæmið af Granda sem getur
keypt 100 milljóna tap hraðfrystihússins á
Stokkseyri, eignast með því frystihúsið og
fengið 200 milljónir úr ríkissjóði og fengið
frystihúsið frítt.
Langskatthæsti maður í Reykjavík, Þorvald-
ur í Sfld og fiski, telur vel og samviskusam-
lega fram. Hann segist fá rétta álagningu og
heldur auðvitað eftir ríflegum framfærslu-
eyri. En hins vegar er hann áreiðanlega ekki
tekjuhæsti maður í Reykjavík, enda segist
hann aldrei kaupa töp, „ég er bara í svínarí-
inu,“ segir hann.
Bæði hér í Reykjavík og úti á landi þá er
hægt að sjá menn með lúxushúsnæði og fleiri
en einn og fleiri en tvo glæsivagna og lifa lífi
sem krefst tekna upp á eina til tvær milljónir
á mánuði. Þetta lið greiðir lægri skatta en al-
mennt verkafólk. Ég hef sagt að ég sé löngu
hættur að gera kröfur til skattstofa á íslandi,
enda er mér hulin ráðgáta hvernig þær vinna.
En að hreppsnefndir og bæjarstjórnir skuli
ekki gera athugasemdir við þetta er alveg
furðulegt.
Siðlaus skattalög
Með því að kaupa töp þá færast eignirnar sí-
fellt á færri og færri hendur og þeir, sem þetta
stunda, hafa möguleika á að sleppa framhjá
tekjuskatti og útsvari og virðisaukaskatti í
sumum tilfellum - - býsna mörgum reyndar.
Þetta er látið óátalið ár eftir ár og fólki með
þurftartekjur storkað.
Á sama tíma og allt þetta viðgengst er harð-
neitað að hreyfa skattleysismörkin, harðneit-
að að lífeyrissjóðsgreiðslur verði frádráttar-
bærar til skatts, hvað þá að hætt verði að
skattleggja bætur úr lífeyrissjóði. Þá eru
dæmi um að menn í sérstökum toppstörfum
hafi haft gífúrlegar tekjur, hundruð þúsunda
á mánuði. Almennt séð lýsir þetta ástand sér-
kennilegu siðferði: Hvernig geta þessir menn,
sem lofuðu í vor að hækka skattleysismörk og
hækka lægstu laun, sagt nú: Við getum ekki
hækkað skattleysismörkin, við getum ekki
hækkað lægstu launin fyrr en eftir svona þrjú
ár og þá kannski. Ætlast þeir til að fólk trúi
þeim?“
—Nú fenguð þið fimm þúsund undirskrift-
ir fiskvinnslufólks til stuðnings kröfunni um
hækkuð skattleysismörk.
Jú og það hefur skilað undirskriftunum á
þann stað sem þær eiga heima — til ríkis-
stjórnarinnar ásamt viðeigandi skilaboðum.
Það er nefnilega svigrúm til að bæta kjör fisk-
vinnslufólksins: Það hefur orðið gífurleg
hækkun á sjávarafúrðum, en hún hefur lítið
skilað sér til þessa fólks. Hún hefúr hins veg-
ar skilað sér til útgerðar og sjómanna. Sjó-
menn eru kannski aldrei of vel íaunaðir við að
stunda sjó við íslandsstrendur allt árið, en
fyrr má nú vera að ekkert af þessum hækkun-
um renni til fiskvinnslufólks.
Láglaunafólkiö borgar
f sambandi við þjóðarsáttina þá stóð aldrei á
láglaunafólkinu. Það gerði aldrei neinar aðrar
kröfur en að staðið yrði við samningana. Við
hjá Dagsbrún lögðum fram hundruð þúsunda
í verðlagseftirlit og ýmis önnur félög í Reykja-
vík studdu okkur í því, önnur ekki.
En það stóðu ekki allir við sitt: Á samnings-
tímanum leyfðu bankamir sér að þrælhækka
vextina og skammt er síðan fjármálaráðherra
hækkaði vexti á ríkisskuldabréfum og hver er
afleiðingin? Jú, um leið og hann er búinn að
hækka vexti ríkisskuldabréfa þá hækka bank-
arnir meira og vaða síðan áfram eftir sínu eig-
in hugmyndakerfi. Nú em svokallaðir nafn-
vextir á skammtímalánum 22,5-23%. Þeir
vom 23% við gildistöku þjóðarsáttarsamn-
ingann 1. febrúar 1990, þannig að þeir em nú
komnir í það sama og þá og raunvextir enn
hærra, enda sér á: Fyrirtæki, sem áður skil-
uðu hagnaði, em nú farin að tapa. ísland er í
hópi 10 landa með hæstu þjóðartekjur í
heimi, en fjarri því með hæsta kaup.
Fjárfestingar okkar hafa verið svo ólöguleg-
ar og ómarkvissar að engu tali tekur. En þeg-
ar á bjátar er alltaf kallað á þetta fólk, að það
verði að bjarga. Og áfram á það nú að bjarga,
— kannski á þessu að linna eftir þrjú ár —
kannski.
Nú er nóg komið
Fjármálaspilling og gervigjaldþrot eru orð-
in daglegt brauð og fara vaxandi og var þó
ástandið slæmt fyrir. Þetta horfir fólk upp á á
sama tíma og það engist sundur og saman.
Misrétti er að aukast og við virðumst vera að
fjarlægjast ákveðinn jöfnuð í þjóðfélaginu.
Fólk á hærri tekjum og stór hluti af valds-
mönnum hefur held ég engan vilja til þess að
laga þetta. Þjóðfélagið virðist vera að breytast
ákaflega mikið. Mér finnst t.d. giftingar vera
farnar að vera meira innan stétta en áður og
allt lífsmynstur vera að breytast milli þjóðfé-
lagshópa. Það er ekkert slagorð lengur að það
búi tvær þjóðir í landinu.
En þessi þjóð, sem er undir, er búin að fá
nóg. Það má kannski þreyja þorrann og gó-
una einhverjar vikur. Hve margar skal ég ekki
um spá, en þetta springur."
— Þið ætlið ekki að láta eyðileggja mark-
mið þjóðarsáttarinnar?
„Nei. Kannski tekst þeim að eyðileggja þau,
en það er vilji hjá fólki fyrir grunnmarkmið-
um hennar. En hið hræðilega misrétti og
mikli launamismunur og munur á fríðindum
er óþolandi. Það á enn að auka á misréttið
með hinum nýju þjónustugjöldum. Þetta
verður að stöðva og leita verður meiri jafnað-
ar og meira réttlætis í þjóðfélaginu.“
Stefán Ásgrímsson