Tíminn - 26.10.1991, Síða 15
Laugardagur 26. október 1991
Tíminn 23
húsakosti þess tíma, jafnvel hlóðaeld-
húsum og baðstofúm. í uppvextinum
urðu samrýmdastar systumar Lovísa og
Olga, en sem fyrr segir fór Lovísa ung til
hjúkrunamáms í Noregi. í Færeyjum og
eins í Noregi bjuggu einnig um tíma
Maxemine og Lúðvík, vegna hafnsögu-
náms hans og siglinga, og höfðu með
sér unga soninn Hans, sem þar vandist á
að tala klingjandi norsku. Hann drukkn-
aði, eins og áður segir, aðeins 19 ára
gamall.
Olga, ásamt systkinum sínum gekk í
bamaskóla þorpsins, en þá var aðal-
kennari þar Jón Stefánsson í Hammers-
minni, faðir Stefáns Jónssonar ffétta-
manns, og einnig uppffæðari séra Jón
Finnsson í Hrauni. Snemma varð hún
trúhneigð og urðu biblíusögur henni
hugstæðar. Einnig lærði hún undir-
stöðu í orgelleik hjá ffú Sigríði í Hrauni,
konu séra Jóns, og gaf Lúðvík afi henni
gamalt kirkjuorgel, kjörgrip sem áður
hafði átt Stefán faktor á staðnum, en
Maxemine hafði 17 ára gömul verið
bamfóstra á heimili hans og Andreu
WeywadL
18 ára að aldri fór hún fyrst til Reykja-
víkur í vist á Staðarstað til Magnúsar
Guðmundssonar, sem var fjármálaráð-
herra á þeim tíma, og frú Soffíu Boga-
dóttur Smith. Þetta var ánægjulegur
tími í lífi hennar og minntist hún þess
oft hve einstæðrar góðvildar hún naut í
því húsi og þótti okkur dætmm hennar
síðar skemmtilegt að heyra minningar
hennar frá Reykjavík á árunum kring-
um 1925. Við húskveðjuna í Sjólyst log-
aði Ijós á fallegum kertastjaka sem hún
forðum hafði keypt á þeim árum af
stofustúlkukaupi sínu og gefið móður
sinni. Eins loguðu þar kertaljós á ferða-
kistli Maxemine móður hennar sem hún
hafði komið með aleigu sína í frá Fær-
eyjum forðum. Blóm úr garðinum
kvöddu í vasa sem var gjöf frá Antoníusi
skáldi til heimilisins.
Olga lærði einnig fatasaum í Neskaup>-
stað hjá Guðlaugu Sigurðardóttur kjóla-
meistara, sem á sínum tíma hafði lært f
Kaupmannahöfn, en móðir okkar var
mjög hög til handanna og vann þannig
fyrir sér. Gaman var að sjá útsjónarsemi
hennar við að nýta efni og myndi heim-
urinn ekki á heljarþröm vegna bruðls og
mengunar ef þau sjónarmið væru meira
í heiðri höfð.
Árið 1938 giftist hún Sigfinni Vil-
hjálmssyni frá Hátúni í Neskaupstað og
áttu þau síðan heimili í Sjólyst Við dæt-
ur þeirra tvær nutum þar umhyggju og
kærleika hins gamla fjölskyldumynsturs
sem nú er um það bil horfið, þar sem
yngri og eldri kynslóð og jafnvel ætt-
menni bjuggu undir sama þaki og böm
voru tekin til dvalar. Þegar við vorum að
heiman var annríkið aldrei svo mikið að
ástúðleg bréf með fagurri rithönd föður
okkar bærust ekki þétt og við það hafði
mamma gjaman bætt nokkrum orðum.
Faðir okkar dó um aldur fram, 52 ára ár-
ið 1965. Hann var góður og grandvar
maður og treguðum við mæðgumar
mjög fráfall hans. Faðir okkar vann
margvísleg störf fyrir þorpið og vildi fús-
lega vera til liðs þar sem um góð mál var
að ræða. Hann var lengi meðhjálpari í
Djúpavogskirkju, söng alla tíð í kirkju-
kómum og vom foreldrar okkar báðir
kirkjunni mjög hlynntir. Þau ráku enn-
fremur mörg ár gisti- og kostgangara-
þjónustu á heimili sfnu, en Sjólyst hafði,
eins og áður segir, verið athvarf og húsa-
skjól margra og naut fólk þar góðvildar
húsráðenda. Þetta vom einnig erfið ár
og vann móðir okkar ósleitilega, oft
meira en heilsa og kraftar þoldu, en hún
var með afbrigðum ósérhlífin og var
raunar með öllu óskiljanlegt hverju hún
gat komið í verk og hún ekki öfundverð
af hlutskipti sínu í allt of miklum önn-
um hinna oft vanmetnu heimilisstarfa.
Ekki fyrr en með aldri og auknum
þroska höfðum við skilning á því erfiði
sem hún lagði á sig, svo sjálfsagt var að
hún mamma héldi öllu í horfinu. Hún
fann sinn innri styrk í trúnni og fannst
sem góðar vættir héldu yfir sér vemdar-
hendi alla tíð. Megi almættið launa
henni ríkulega og jafhframt opna augu
okkar enn betur svo virðingin sé meiri
fyrir hinum hversdagslegu störfúm.
Móðir okkar átti einnig í ríkum mæli til
að bera létta Iund og kímnigáfú og var
hvort tveggja einnig hennar innri styrk-
ur. Hún gat mjög auðveldlega sett sig í
annarra spor. Fjölskyldunni fannst á
góðum stundum að hún byggi við sitt
einkaleikhús, þegar hún fór á kostum og
brá upp lifandi myndum af framkomu,
málrómi og persónuleika fólks sem hún
hafði kynnst á langri lífsleið. Litlar sögur
voru sem heimur í hnotskum og alltaf
hægt að hlæja jafninnilega hversu oft
sem sagðar voru og hugleiða á eftir hin-
ar margbreytilegu hliðar lífsins. Við lát
föður okkar urðu þáttaskil og var þá
flust búferlum til Reykjavíkur og gamla
heimilið tekið upp. Gluggarósimar, sem
verið höfðu við lýði í stofum Sjólystar
allt frá aldamótum, vom gefnar burt og
hurfu sjónum. Um áratuga skeið höfðu
þær verið grafnar í jörð að hausti og
teknar inn að vori af umhyggju og natni.
Engar rósir voru fegurri eða ilmuðu bet-
ur. Finnast þær aftur eða eru þær best
geymdar sem Ijársjóður í minningunni?
Sjólyst var seld systkinum frá Papey,
þeim Gústaf og Sigríði. Var það okkur
hugarléttir að húsið komst í hendur
foms vinafólks. Meðan á búferlaflutn-
ingum stóð og beðið var eftir öðru hent-
ugu húsnæði, en við systumar fjarri, átti
móðir okkar mikilli vinsemd að mæta á
heimili Bjama þjóðskjalavarðar, mágs
sfns, og konu hans Kristínar, og dvaldi
hún hjá þeim hluta úr vetri. Þar var
vissulega heimili þar sem húsráðendur
víluðu ekki fyrir sér að hýsa gesti og
óhætt að þakka fyrir sig og sína. Böm
Lovísu, systur hennar, þau Kristján, Karl
og Elín, sýndu henni alla tíð mjög mikla
ræktarsemi. Á þessum tíma var Lovísa
einnig orðin ekkja og vantaði húsnæði.
Hún hafði um tíma af dyggð sinni og
óskiljanlegum dugnaði gengið til liðs
við störf móður okkar á gamla æsku-
heimilinu, þrátt fyrir veikindi sín.
Nú var aftur í heiðri haft hið gamla,
góða Ijölskyldumynstur og fest sameig-
inlega kaup á húsnæði um hríð, þangað
til Lovísa fékk sérhæfða íbúð, en hún var
hjartasjúklingur. Hún lést árið 1970 og
er minning hennar fögur. Hún var „engl-
anna mynd“ eins og ort var í brag um
hana sem unga hjúkrunarkonu.
Jónatan lést árið 1969. Hann starfaði
sem vélsmiður við fyrirtæki frænda sfns,
Jóhanns Hanssonar á Seyðisfirði. Áður
hafði hann byggt hús í gömlu húsi Sjó-
lystar og vom böm hans, Max og Aðal-
heiður, kærir leikfélagar bemsku okkar.
Max varð síðar vélsmiður og hélst báta-
smíði þannig lengi í ættinni. Dóttir Aðal-
heiðar, Eydís Ema, stundar nám í al-
þjóðasamskiptum í Bandarikjunum, til
að verða starfsmaður Sameinuðu þjóð-
anna, sem kemur í hugann nú á degi S.Þ.
24. október.
Árin liðu hratt og við áttum saman ör-
yggi og góða daga í borginni. En „aldrei
gleymist Austurland" og náttúruperlan
Djúpivogur átti sterkt aðdráttarafl. Þegar
þar að kom að Gústaf og Sigríður vildu
selja Sjólyst var einsætt að slíku var ekki
hægt að hafna. Já, „þorpið fer með þér
alla leið“. Móðir okkar fagnaði að sínu
leyti þessari ákvörðun, en þann skugga
bar á að hún var þá orðin hjartasjúkling-
ur.
Hafist var handa um gagngerar endur-
bætur á gömlu húsi með öllu því raski og
róti sem því fylgir, og hægara er um að
tala en f að komast Slíkt veraldarbrölt og
mikil veikindi fara ekki alls kostar sam-
an. Umönnun móður okkar sat að sjálf-
sögðu í algjöru fyrirrúmi, en líf hennar
hékk á bláþræði síðustu ár hennar og var
það erfið ganga, en jafhffamt tengdumst
við henni enn nánari böndum og það var
þroskandi og vakti okkur til umhugsun-
ar um lífið og dauðann að fylgja henni.
Þá daga, sem hún nauðsynlega þurfti að
vera fjarri, var hugurinn heima, þótt hún
nyti góðrar aðhlynningar á fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Neskaupstað, en þar bar
sjúkrahúslæknirinn Magnús Ásmunds-
son fyrir henni sem öðrum sjúklingum
fagra umhyggju. Föðursystir okkar og
önnur skyldmenni í Neskaupstað sýndu
einnig mikla alúð og eru þeim sem öðr-
um feerðar þakkir fyrir tryggð fyrr og síð-
ar. Nöfn þar og annars staðar er of langt
að telja.
TVúin átti sífellt ríkari ítök í móður okk-
ar og kærleikur hennar til okkar var tak-
markalaus. Tveim árum fyrir dauða
hennar brast skammtímaminni hennar
að mestu, en hún gleymdi þó ekki fógr-
um textum og tónum gamla tímans og
það var fagurt að heyra hana, svo veik
sem hún var, rifja það upp. Hún sagði að
það sfðasfa, sem hún hefði heyrt foður
okkar syngja, heföi verið „Hvert svífið þér
svanir af ströndu?" — og andblær ljóðs-
ins og táknrænar spumingar leifa nú á
hugann þegar við horfúm á svani hausts-
ins á friðsælu vatni, sem blasir við húsi
okkar, og hlustum á kliðinn sem frá þeim
berst „í svanalíki lyftist moldin hæst“
Útfarardagur móður okkar var fagur og
minnisstæður. Vinir og vandamenn
komu um langan veg og sýndu með því
einstæða tryggð sína og ræktarsemi.
Þessi dagur skar sig úr þeim sem á und-
an og eftir komu sakir veðurblíðu. Milda
austfirska morgunþokan vék fyrir skæru
sólskini sem heilsaði gestunum. í gamal-
kunnu, hlýlegu þorpskirkjunni voru
sungnir af einlægni eftirlætissálmar
móður okkar, sem svo mjög höfðuðu til
hennar f veikindum hennar.
Gestimir lylgdu henni allir til síðasfa
hvílusfaðar í umhverfinu fagra, þar sem
kirkjugarður þorpsins er, en henni var
valinn sfaður gegnt leiði foreldra henn-
ar, þar sem tvö tré vaxa þétt og veifa fag-
urt skjól: en þá var liðin nákvæmlega
hálf öld frá dauða móður hennar, Max-
ernine. Friðsæld stundar og sfaðar höld-
um við að hafi hrifið alla. Við stíg í garð-
inum var lítil laut þar sem stungið hafði
verið niður rós. Einhver spurði hverju
það sætti. Þar hafði Iítið bam fengið
góðfúslegt leyfi sóknarprestsins til að
grafa fuglinn sinn. — Hér var sannkall-
aður andblær friðarins. Einhver lét
einnig þau óvanalegu orð falla í kirkju-
garðinum að þaðan væri varla hægt að
slífa sig. Ef til hefur þá komið í hugann
ósk Klettafjallaskáldsins: — Við verka-
lok:
En þegar hinst er allur dagur úti
og upp gerð skil,
og hvað sem kaupið veröld karm að
virða
sem vartn ég til. —
Íslíkri ró ég kysi mér að kveða ■
eins klökkvan brag
og rétta að heimi að síðstu sáttarhendi
um sólarlag.
Síðust gekk að gröfinni ung og trygg
kona, Elín Amardóttir, kona Lúðvíks,
nafna langafa síns, Hanssonar, og móðir
Lovísu Lúðvíksdóttur yngri, og kvaddi
fagurlega með blómum. Á kistunni lágu
einnig bleikar rósir, sem minntu á
gömlu rósimar f gluggunum forðum.
Friður veri með minningu móður okk-
ar og föður og öllum ættmennum, vin-
um og vandamönnum, lífs cg liðnum.
Ester og Kristín
Húsbréf Húsbréfaviðskipti
vegna
greiðsluerfiðleika
íbúðareigenda
Hætt verður að taka við umsóknum
um húsbréfaviðskipti
vegna greiðsluerfiðleika
íbúðareigenda
31. október 1991.
Samkvæmt lögum sem samþykkt
voru á Alþingi í desember 1990,
lög nr. 124/1990, hefur húsbréfadeild
Húsnæðisstofnunar einungis heimild
til að skipta á húsbréfum og
fasteignaveðbréfum vegna
greiðsluerfiðleika íbúðareigenda til
14. janúar 1992.
Umsóknareyðublöð um
skuldabréfaskipti vegna
greiðsluerfiðleika er unnt að fá
hjá Húsnæðisstofnun ríkisins að
Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, og
hjá flestum
bönkum og sparisjóðum.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 - 108 REYKJAVlK • SlMI 91-896900
^SRARIK
RAFMAGNSVEmiR RÍKISINS
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum
í ræstingu á skrifstofuhúsnæði Rafmagns-
veitnanna að Laugavegi 118 í Reykjavík.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Raf-
magnsveitna ríkisins að Laugavegi 118 frá
og með þriðjudeginum 29. október.
Tilboðum skal skila á skrifstofuna fyrir kl.
14.00 5. nóvember nk. Tilboðin séu í lok-
uðu umslagi merkt: „RARIK-91010 Ræst-
ing“.
.Æ. : POST F** T ÍMAN 3 *
HRARIK
^ RAFMAGNSVEmjR RÍKISINS
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar-
andi:
RARIK 91008 Afistrengir, stýristrengir og ber koparvír.
Opnunardagur: Þriðjudagur 19. nóvember 1991 kl.
14:00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma
og veröa þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með
þriðjudegi 29. október 1991 og kosta kr. 1.000 hvert
eintak.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 118
105 REYKJAVÍK