Tíminn - 01.11.1991, Page 2
2 Tíminn
Föstudagur 1. nóvember 1991
Davíð Oddsson forsætisráðherra, í Noregi:
Norrænt samstarf
kann að breytast
Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í ræðu, sem hann hélt í kvöldverðar-
boði Cro Harlem Brundtiand, forsætisráðherra Noregs, að hann telji líklegt
að samstarf hinna norrænu þjóða innan Norðurlandaráðs kunni að breytast
með tíð og tíma, vegna vaxandi umsvifa í Evrópu. Hann sagði mikilvægt að
fínna nýjan farveg fyrir samstarf og samstöðu Norðurlandanna.
Davíð Oddsson eru nú í opinberri
heimsókn í Noregi í boði forsætis-
ráðherra Noregs.
í ræðu sinni fjallaði Davíð aðallega
um samrunaþróunina í Evrópu.
Hann sagði samstarf íslands og Nor-
egs í samningaviðræðunum um evr-
ópskt efnahagssvæði hafa verið báð-
um þjóðunum mikilvægt. Það hafi
reynst báðum þjóðunum til styrktar
og stuðlað að því að farsæl Iausn
fékkst á lokaspretti samninganna.
„Við, eins og Norðmenn, viljum
eiga samleið með Evrópu. Við vilj-
um taka þátt í þeirri þróun og þeirri
uppbyggingu, sem þar á sér stað. Við
viljum eiga þess kost að eiga við-
skipti við ríki Evrópu á jafnréttis-
grundvelli. Vera má, að þjóðimar
stígi ekki alveg sömu skref hvað
þetta snertir á næstu árum, en það
breytir ekki hinu, að um þennan
þátt hefur verið góð samvinna milli
landanna," sagði forsætisráðherra.
Um norrænt samstarf sagði forsæt-
isráðherra: „Við eigum ekki að halda
norrænu samstarfi gangandi í því
formi sem það hefur verið hingað
til, í þeim tilgangi einum að halda
forminu og virða það. Breyttir tímar
kunna að kalla á breytta skipan og
menn eiga óhikað að hugsa stöðuna
upp á nýtt, en þó með það að leiðar-
ljósi, að aukinn áhugi í öðrum hlut-
um veraldarinnar þurfi ekki að vera
til þess fallinn að draga úr nauðsyn-
legu samstarfi og gagnkvæmum
stuðningi hinna norrænu þjóða."
-EÓ
Stefán Thors forstjóri Skipulags ríkisins, Hákon Ólafsson forstjóri Rannsóknarstofnunar bygg-
ingariðnaðarins, Bjöm Marteinsson verkfræðingur, og Guðmundur L. Hafsteinsson arkitekt.
Niðurstöður könnunar á umfangi skemmda í óveðrinu 3. febrúar
sl. liggja fyrir. Heildartjón a.m.k. 1 milljarður króna:
347 HUS FUKU
ÚTí BUSKANN
Þann 3. febrúar 1991 gekk mjög djúp lægð yfír landið, og olli umtals-
verðu tjóni á mannvirkjum. ítarlegar fréttir bárust samdægurs í fjöl-
miðlum af einstökum tjónum, og bentu lýsingar til þess að full ástæða
væri til að kanna a.m.k. hluta mannvirkja sem skemmst hefðu. í kjölfar-
ið ákváðu Skipulag ríkisins og Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins
að gera ítarlega könnun á umfangi skemmda og leita orsaka þeirra.
Heildarfjöldi skemmdra eigna er
ekki þekktur með fullri vissu, en
vitað er um tjón á 4550 eignum.
Áætlað er að tjón á þessum eign-
um hafi verið um einn milljaröur
króna (útvarpsmastrið á Vatns-
endahæð ekki meðtalið), þar af um
750 milljón króna tjón á rúmlega
4000 fasteignum eða hlutum
tengdum þeim. í 347 tilvikum
gjöreyðilagðist hús, þar af eitt
íbúðarhús. Áberandi er að tjón eru
allt að tvöfalt algengari á húsum
sem hafa náð tuttugu ára aldri,
heldur en húsum yngri en tíu ára.
Hins vegar er alltof algengt að þak
fjúki eða losni á jafnvel tiltölulega
nýjum húsum, þ.e. húsum sem
byggð voru fyrir tíu árum og eldri,
og tæp 10% tjóna verða á bygging-
um sem reistar eru eftir 1980. Of-
anskráð virðist benda til þess að
viðhald sé ekki nægjanlegt og
hönnun eða frágangi t.d. þaka sé
iðulega verulega ábótavant.
Fram kemur í gögnum frá Skipu-
lagi ríkisins að niðurstöður könn-
unarinnar, og aðrar athuganir sem
ekki tengjast henni, sýna að ýms-
um veigamiklum atriðum við
byggingarframkvæmdir er ábóta-
vant. Má þar nefna atriði sem
varða hönnun bygginga, verklegar
framkvæmdir og eftirlit með fram-
kvæmdum og viðhaldi bygginga.
Hægt er að rekja fjölda tjóna til
þess að ákvæðum byggingarreglu-
gerðar hafi ekki verið fylgt. Án þess
að ætlunin sé að skella skuldinni á
einn eða neinn, virðist Ijóst að
hönnuðir þurfa að gera sér betur
grein fyrir ábyrgð sinni, og bygg-
ingarnefndir og byggingarfulltrú-
ar þurfa að veita byggjendum mun
meira aðhald.
í Ijósi þess að fárviðrið 3. febrúar
sl. er þriðja fárviðrið af þessari
stærð á tveim áratugum, er athygl-
isvert að tjón á byggingum skuli
hverju sinni verða.
Húsbyggjendur og húseigendur
ættu því að hafa eftirfarandi í huga
til að koma í veg fýrir foktjón:
• Gangið tryggilega frá lausum
hlutum fyrir veturinn.
• Ganga þarf sérstaklega vel frá
sumarbústöðum og hjólhýsum
fyrir veturinn, þar sem oft er lítið
eftirlit með þeim þann tíma.
• Fjarlægið mannvirki, sem fallin
eru úr notkun eða viðhaldi ekki
sinnt, frekar en að láta þau fjúka.
• Þegar mannvirki er reist, þarf að
gæta þess að það sé nægjanlega
traustbyggt frá byrjun. Þetta krefst
almennt sérstakrar hönnunar,
jafnvel þegar skjólveggir, sem mik-
ið mæðir á, eiga í hlut.
• Full ástæða er til að tryggja góð-
an frágang sumarbústaða, ekkert
síður en annarra húsa. Á þetta ekki
síst við um styrk þakskeggja og
festingu húsa í jörð.
• Gæta þarf þess að þakfestingar
og negling þakjárns sé fullnægj-
andi í byrjun. Reglulega þarf síðan
að skoða þakið og skipta út lausum
saum. Fullnægjandi negling þak-
járns er t.d. sýnd í leiðbeiningum
byggingarfulltrúans í Reykjavík og
í Rb reynslublaði nr. 2 1990.
• Hafi þakleki verið viðvarandi,
eða grunur um að rakaþétting í
þaki hafi verið það, ætti alltaf að
rjúfa þak, til að kanna ástand þak-
viða og þakfestinga, samfara við-
gerðum. Þetta gildir einnig ai-
mennt þegar skipt er um þakjárn.
Reykjavív.
Krístján Ó. Skagfjörð, Reykjavík
Sími ö47 - Umbcðs o.r heiidsall - Pósthóif 411
2 9,7?.
~1
9/37- m;"2/í'“'g5‘'ö'i3B""xe'öT!T"arn"Ær'"“ 4. „7.5
2'""d'U3' I>ö"""S't85TTi" 3' T5
8 5o
'3í;í a. .25
it
Kr- '8' 25'""
Gr're'i ’X.""
f'.H, KRISTJAN ’Q. S ÍA.G 'EÐ
S, £1
- =r-
Bókhald Rangár frá upphafi ertil og til gamans birtum vió hér
reikning frá Kristjáni Ó. Skagfjörð frá árinu 1932. Heildarupp-
hæð reikningsins er 8 kr. 25 aurar.
Rangá, elsta hverfaverslun í Reykjavík er 60 ára:
Rangá 60 ára
Rangá, ein elsta matvöruverslun { og er fyrsta verslunin í Langholts-
Reylriavík, er 60 ára ídag, l.nóvem- hverfi. Árið 1971 keyptu Agnar
ber. 1 tilefni af afmælinu verður við- Ámason og Sigrún Magnúsdóttir
skiptavinum verslunarinnar boðið verslunina og reka hana enn.
upp í kaffí og kökur í verslunutn í Rangá keypti verslunina Kjartans-
Efstasundi og Skipasundi. Allan búð t Efstasundi áríð 1984, en nú
nóvembermánuð býður Rangá 10% hefur verið ákveðið að sameina þá
staðgreiðsluafslátt af gjafavörum og búð versluninnl í Skipasundi. Sam-
leikfongum í tilefni af afmælinu. einingin kemur tii framkvæmda á
Rangá var stofnuð af Jóni Jónssyni morgun.
frá Ekru í Rangárvallasýslu 1. nóv- Rangá kappkostar að bjóða upp á
ember 1931. Ekra er á miBi Ran- úrval matvöru, hreinlaetisvöru og
gánna. Rangá og verslunin Vísir eru gjafavöru á hóflegu verði. Verslunin
elstu matvöruverslanir I Reykjavík er með heimsendingarþjónustu og
sem reknar hafa verið undir sama tekur á móti símapöntunum og
nafni. Rangá var upphaflega með sendir vörur heim, viðsldptavinum
verslun sína á Hverfísgötu 71, en að kostnaðariausu.
flutti árið 1948 Inn í Skipasund 56 -EÓ
Fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum:
Minnt á hættu
af notkun kjarn-
orku á höfum úti
í ræðu sem Helgi Gtslason, settur fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu
þjóðunum, hélt nýlega, minnti hann á þá hættu sem lífríki sjávar stafar af
notkun kjamorku á höfunum.
Hann sagöi að island legði til að
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna verði, með aðstoð sérfræð-
inga, faliö að láta gera könnun á
slysum á höfunum þar sem kjarna-
kljúfar koma við sögu, meta mögu-
leg áhrif þeirra og gera tillögur um
aðgerðir, sem gætu dregið úr þeirri
hættu sem af þeim getur stafað.
Helgi tilkynnti jafnframt í ræðunni
að á vettvangi Sameinuðu þjóöanna
verði lögð fram sérstök greinargerð
um þetta efni af hálfu íslands.
Meginefni ræðunnar lýtur að þeirri
hættu sem getur steðjað að lífríki
sjávar vegna slysa þar sem kjarna-
kljúfar á höfunum koma við sögu.
Auk þess er komið inn á afvopnunar-
má! í ljósi nýrra pólitískra aðstæðna,
frumkvæðis Bush Bandaríkjaforseta
á sviði kjarnavopna og þróunar við-
ræðna á sviði efnavopna og lífrænna
vopna.
í ræðunni var lögð áhersla á að al-
þjóðlegar aðgerðir til að draga úr
hættu á mengun sjávar af völdum
geislavirkra efna séu ófullnægjandi.
Bent var á að hátt á sjötta hundrað
kjarnakljúfar séu í skipum og kaf-
bátum. Fyrirbyggjandi öryggisregl-
ur nái einungis til lítiis hluta þeirra.
Minnt er á fjölmörg slys sem orðið
hafa um borð í þessum skipum, en
nú liggja níu kjarnakljúfar á hafs-
botni.
-EÓ